Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG*^ 99 3 cá dc6P^ ykkur i vetur” Munaóarnes, nyrsti bær á Ströndum, steig hægt og síg- andi fram úr morgunskimunni, Drangatangi og aðrir útverðir Hornstranda römmuðu fjar- lægðina af á annað borðið, á hitt voru víðfeðmir álar Strandagrunns. Eilítið öldutipl i gantaðist við hlein annað veif- ið, annars var hafið kyrrt eins og eilífðin hefði fengið sér lúr. Heimamenn voru að vakna af lúrnum þegar okkur bar að garði. Hvergi var ljós í glugga, en þar sem við komum ofan Kross- nesfjall frá Norðurfirði sáum við einn mann á hlaði neðri bæjarins að fást við rekavið. Þegar við komum nær var ann- ar kominn á hlað efri bæjarins til að ljúka morgunbununni. Það var Jens bóndi og refa- skytta í Munaðarnesi, sem var að möndla rekaviðinn, hand- fljótur, snareygur og kvikur á velli, enda fjallahind og af- bragðs veiðimaður. Daginn áður hafði uppskip- unarbáturinn verið i fjöru þeirra Munaðarnesinga með 50 tonn af fóðurblöndu, sem Hvassafellið hafði komið með til Kaupfélagsins í Norðurfirði. Þeir eru með á 3. hundrað fjár i Munaðarnesi, stunda að auki grásleppuveiðar og aðra sjó- mennsku, refaveiðar, sinna reka og öðrum hlunnindum. 9 manns búa í Munaðarnesi, Jens Guðmundsson og kona hans Pálína Guðjónsdóttir úr Þarlát- ursfirði, í Grunnavikurhreppi í N-Isafjarðarsýslu, Indriði og Einar, bræður Jens, og Guð- mundur sonur hans ásamt konu sinni Sólveigu Jónsdóttur frá Stóru-Avik og þremur börnum þeirra. „Það er erfitt að búa hér þeg- ar tiðin er vond,“ sagði Jens, „en þetta hefur lagast mikið á undanförnum árum og þá fjölg- aði fénu mikið. Tíðin hefur ver- ið allt önnur og ég held að menn liti björtum augum til framtíðarinnar. Sumrin, vorin og haustin eru alveg dásamleg hérna og i vetur fyrst var óvenjusn.iólétt hérna. ée man % Jens möndlar rekavið á hlaðinu, væntanlegir girðingarstaurar úti um allt land. ekki eftir svona mildu og snjó- léttu síðan á árunum 1930— 1940. Já, það er gott í okkur hljóðið hérna, en nú er það Guðmundur sem er aðaldrif- fjöðrin, ég er bara gamall mað- ur sem fylgi með þótt ég hlaupi fjöllin. Ég er nú 62 ára gamall og lifi frjálsu lifi hérna eins og við lifum, við erum veiðimenn hérna og hér hef ég alltaf átt heima. Tvisvar hef ég farið til Reykjavikur, séð borgina, en ekkert er ég hrifinn af því lífi sem þar hrærist, þykir það ekk- ert menningarlíf. Eg fer hins vegar í sumarfrí á hverju vori, en við höfum engar áhyggjur hér, þó viljum við fá sjór.varp- ið. Það hefur ekki komið mynd i tækið mitt síðan ég keypti það fyrir þremur árum. Það stend- ur bara í stofunni. Eg held að það sé gott að hafa svona tæki á vetrum, að segja ef einhver mynd kemur í það, en vel má það missa sig að mínu mati yfir linuna sumarlangt." „Hvernig var rjúpnaveiði í haust?" „Hún var ekkert sérstök, ég fékk eitthvað um 200 rjúpur, gæti trúað að það hafi verið minna af henni en ætla mætti. Þessar veiðiferðir taka 7—10 klukkustundir, tveggja tíma labb hvora ieið auk eltinga- leiksins við rjúpuna. Forðar manni frá blóðtappanum. Önn- ur veiði? Jú, ég drap um 30 minka í fyrra, 18 s.l. vor og hitt mjatlaðist síðan. Guðmundur sonur minn er mikill veiðimað- ur, við tókum 21 yrðling s.l. vor og sumar. Hann sækir í gamla manninn, strákurinn. Svo veið- um við fisk fyrir okkur til neyzlu, söltum til vorsins, herð- um og setjum nýmeti í frysti- kistuna í Kaupfélaginu. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.