Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 35

Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 35 desember s.l. og rafstöðin mín hætti að snúast fyrir þremur ár- um, rafstöðin sem hann Skarp- héðinn setti upp af svo góðum hug. Ég má ekki láta Skarphéðinn liggja alveg óbættan hjá garði; þess vegna ætla ég að drepa á helstu atriðin úr lifi hans með þessum línum. Skarphéðinn var þekktur víðast um þetta land; og þá m.a. fyrir leiðbeiningar sínar og aðgerðir að veita ljósi, yl og vatni í bæina sem fólkið þarfnað- ist svo tilfinnanlega á þeim árum sem Skarphéðinn var í blóma lifs- ins. Vatnsburðurinn í bæina var áþján fyrir fólkið, víða langur og erfióur vatnsvegur sem þreytti þá sem framkvæma þurftu verkið. Þetta fann Skarphéðinn; þess vegna vann hann með fullum áhuga að þvi að sjálfrennandi vatn kæmist á sem flest heimili, en þar sem var ekki aðstaða að taka vatnið sjálfrennandi þá að taka það með þrýstidælu (hrút) þó móti brekku þyrfti að þrýsta og hæðarmunur skipti metrum. Ég hygg að margir séu um okkar land sem nutu aðstoðar Skarp- héðins í þessu efni þó mest hafi hann hér aó unnið fyrir Austur- Skaftfellinga, enda þar búsettur. Þó var hann ráðunautur Búnaðar- sambands Austurlands i vatns- ieiðslu- og rafveitumálum 1926—1929, og að sama vann hann hjá Búnaðarsambandi Suó- urlands 1925 og 1927. Einhver veginn finnst mér að hann hafi bæði beint og óbeint komið vió sögu i þessum málum viðar en þegar er getið. Hann ferðaðist um mikinn hluta þessa lands, hefur hann þá eflaust átt tal við fólk um sín áhugamál, og þess mestu nauðsynjamál, sem á þeim tima var talin rafvæðing fyrir bæina og vatni í þá. Margar rafstöðvar setti Skarphéðinn upp viða um landið og hafa sumar þeirra unnið að þessu. Á þeim árum sem hinir sjálf- menntuðu bændasynir i rafur- magnsDjæði voru að setja upp raf- stöóvaf vitt um landið,þeir Skarp- héðinn á Vagnsstöðum, Helgi á Fagurhólsmýri og Bjarni í Hólmi, var litið farið að tala um stór- virkjanir, voru því rafstöðvarnar sem þeir settu upp vitar sem lýstu til stærri verka. Skarphéðinn var vel gerður maður bæði til líkams og sálar, hann gat lagt gjörva hönd á allt sem að hagleik laut enda leituðu margir hjálpar hans. Hann mun hafa smiðað um þrjátíu báta og sett upp margar miðstöðvar til húsahitunar; ótalin eru þau hand- tök sem hann eyddi fyrir fólk i viðgerð ýmsra heimilistækja og véla. Skarphéðinn gerði mörg tundurdufl óvirk sem rak á fjörur hér í sýslu eftir seinna striðið, og mig minnir að hann færi i Vestur- Skaftafellssýslu til að eyðileggja tundurdufl, þetta var vandaverk ef vel átti að fara. En Skarphéðni fipuðust ekki handtökin og allt fór vél. Rafstöðvarstjóri var Skarphéðinn hjá Þórhalli Daníelssyni á Höfn tvo vetur 1922—1924. Fyrstu vatnsleiðsl- una lagði hann í Suðursveit i bæinn á Vagnsstöðum 1918. Fleiri áttu eftir að koma. Hnakka- og söðlasmíði nam hann ungur, eins silfur- og gullsmíði en gerði hvorugt að lífsstarfi. Þá má geta þess að hann kunni vel að fara með byssu, fyrir það dró hann marga máltíðina i sitt heimili sem á hans yngri árum var vel þegið. Skarphéðinn var drengur góð- ur, léttur i lund og skemmtilegt við hann að ræða. Hann var fróð- leiksfús fræðandi og víólesinn. Hann var athugull mjög, og vann að því að tryggja mætti öryggi manna gegn ýmsum hættum. 1 þvi sambandi minnist ég að hann gekkst fyrir stofnun slysavarna- deildar hér i hreppnum, og val flugvallar fyrir minni flugvélar til sjúkraflugs. Skarphéðinn var félagsmaður ágætur, honum var félagsandinn í blóð borinn eins og fleiri þeim systkinum. Hann var einn af máttarstoðum U.M.F. Vísi sem vann að því á sínum tima að skapa félagsmenningu i Suður- sveit, það var í anda Skarphéðins. (Visir var stofnaður 8. april 1912) Arið 1930 lagði Skarphéðinn simalinu frá simstöðinni á Kálfa- fellsstað heim að Vagnsstöðum. Verkið fékk hann að framkvæma sjálfur. Þetta greiddi mikið fyrir að fá sveitalínu austur eftir Suðursveit 1943, leyfði Skarphéð- inn að tengja sveitalínuna vió sína, og stytta þannig sveitalíuna sem Landsíminn lagði. Eitt af þvi sem Skarphéðinn lagði gjörva hönd á var að smiða likkistur, gerði hann nokkuð að því á tima- bili. Ferðir á Vatnajökul fór hann margar upp frá Staðarhálsum til mælingar á jöklinum. Mælingar skriðjökla hér hafði hann með höndum mörg ár á vissum stöð- um. Skarphéðinn var fæddur á Vagnsstöðum í Suðursveit 18. janúar 1895. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson og Halldóra, Skarphéðinsdóttir bæði af góðu bergi brotin. Þau reistu sér nýbýli á Vagsstöðum 1884, ekki með styrk af opinberu fé, heldur af eigin rammleik. Vagnsstaðir eru í landi Borgarhafnar. 1 þeirri jörð áttu þau Vagnsstaðahjón einhver hundruð, á þeim rétti byggðu þau nýbýlið, og nytjuðu sin hundruð í heimajörðinni. Búskapur þeirra hjóna var farsæll þótt efnin væru ekki mikil. Gísli var aðdráttar- maður góður með allt veiðifang, sem bætti vel í búi, hann var dugnaðarmaður og laghentur vel. Halldóra var góð húsfreyja vel vinnandi til handa, hreinleg í allri umgengni og matartilbúningi, þá var gestrisni á Vagnsstöðum við- brugðið. Börn þeirra Vagnsstaðahjóna voru átta, í eftirtalinni aldursröð: Lárus, trésmiður Eskifirði. Kvæntur Hallfríði Guðmunds- dóttur frá Skarði i Lundarreykja- dal. Sigríður, gift Kristni Jóns- syni frá Ausu í Andakil. Bjuggu í Holtum á Mýrum, Þernunesi og Hafranesi. Sigurður, kvæntur Þorbjörgu Teitsdóttur frá Lambleiksstöðum bjuggu í Borgarhöfn. Páll Sigbjörn Þórar- inn.' Dó á fyrsta ári. Sigbjörn Jörgen Skarphéðinn heimili hans Vagnsstaðir ókvæntur. Rannveig Þórunn, gift Vigni Jónssyni múr- ara frá Arnanesi; búsett á Höfn. Valgerður, gift Gisla Teitssyni bróður Þorbjargar konu Sigurðar. Bjuggu þau á Höfn. Gunnar Jens kvæntur Sigríði Þór- arinsdóttur frá Borgarhöfn. Bjuggu þau á Vagnsstöðum. Sig- ríður andaðist fyrir nokkrum ár- um. Búa þeir Gunnar og Þórarinn sonur hans félagsbúi á Vagsstöó- um og er kona Þórarins Ingunn Jónsdóttir frá Smyrlabjörgum. Er nú Húsfreyja á Vagnsstöðum og stýrir þar búi innan stokks með mestu rausn eins og fyrrverandi húsfreyjur á því heimili hafa gert. Á Vagnsstöðum ólst Skarphéð- inn upp í glöðum systkinahóp, þar lágu æskusporin, og þar dreymdi hann fallega framtiðardrauma, eins og fleiri sem tilheyrðu alda- mótakynslóðinni. Þar hefur hann smalað kvíám og rekið kýr á stöðul, einhver ár eins og títt var með aðra unglinga i sveit á þeim tíma. Þetta starf gat gefið ungl- ingunum tækifæri að hugsa um lífið og gróanda þess. Skóla- menntun barna og unglinga var ekki mikil á þessum árum, þó mun Skarphéðinn hafa notið fárra vikna kennslu á vetri 2—3 vetur eftir að fræðslulögin gengu i gildi 1907 til fermingar. Aldur sinn ól Skarphéðinn á Vagnsstöð- um að fráteknum þeim missurum sem að framan getur. Hann vann að uppbyggingu Vagnsstaða- heimilisins með Gunnari bróður sínum og Sigríói konu hans, og sióar ungu hjónanna Þórarins og Ingunnar, þá komu sér vel hans högu hendur og skapandi andi, Vagnsstaðaheimilió má telja i fremstu röð heimila í þessu héraði. Skarphéðinn var jarðsettur 28. desember við Kálfafellsstaðar- kirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni. Húskveðju heima á Vagns- stöðum, og ræðu í kirkju hélt sóknarpresturinn séra Fjalar Sigurjórisson. Dagana fyrir jarðarförina var rysjótt veður. Ég var að segja við mitt heimafólk, skyldi hann Skarphéðinn ekki ætla að fá gott veður að kveðja sveitina sína hinzta sinn, hann hafði þó átt það skilið. 1 dagbók minni stendur um veðrið að kvöldi jarðarfarardagsins: Logn fyrst, fór að gola á vestan um hádegi, kaldi af og til, eftir það lengst af sólskin. Svo hef ég bætt við, eini sólskinsdagurinn um langan tíma. Þannig fylgdi sólin Skarphéðni síðasta áfangann eftir þvi sem skammdegissól getur gert. Var það ekki vióurkenning frá almættinu fyrir það að hann hjálpaði svo mörgum að standa sólarmegin í Iifinu. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur eg, en orðstír aldrei deyr hver sér góðan getur. Já, hanh Skarphéóinn er dáinn og gamla rafstöðin mín hætt að snúast. En áfram veltur timans hjól með sínum jafna og þunga iiraða. Það skilar okkur ýmsu á leið sinni bæði góðu og vondu en er ekki litið um að það skili okkur eins fórnfúsum mönnum og Skarphéðinn á Vagnsstöðum var sem vildi svo margt fyrir fólkið gera til að létta því lífsbaráttuna og tryggja öryggi þess, án þess að heimta daglaun að kvöldi. Eg þakka honum allt. Steinþór Þórðarson. Brynjólfur B. Melsted á Bólstað — Minning F. 3. júlí 1889. með sinar skepnur. Féð hjá hon- D. 17. desember 1974. um þótti afurðameira en á flest- Vorið 1890 fluttu ung hjón að Framnesi á Skeiðum og bjuggu þar allan sinn búskap. Þetta voru Þórunn Guðmundsdóttir frá Mið- engi i Grimsnesi og Bjarni J. Mel- steð frá Klausturhólum í sömu sveit. Framnesið hafði átt þá um tæpra 40 ára skeið Kristin Ólafs- dóttir er var seinni kona Ófeigs Vigfússonar i Fjalli. Kristín hafði látist i ársbyrjun 1890 og höfðu þau Bjarni keypt Framnesið af erfingjum hennar. Þegar þau fluttu að Framnesi var þeim fæddur einn sonur, var það Brynjólfur, sem hér verður litillega minnst. Hann fæddist í Miðengi 3. júlí 1889 en dó á Sel fossspitala 17. desember siðast liðinn. Bjarni Melsteð og Þórunn bjuggu allan sinn búskap í Fram- nesi eða i tæp 30 ár. Þau eignuð- ust ellefu börn og komust átta þeirra til aldurs og er nú aðeins eitt þeirra á lifi, Soffía sem á heima i Reykjavik. Þegar foreldrar mínir hófu búskap í Fjalli skömmu eftir alda- mótin, varð fljótlega kunnings- skapur með þeim og hjónunum i Framnesi.Varð kær vinátta á milli Þórunnar og móður minnar, sem \ hélst meðan báðar lifðu. Ég man I hvað móðir min minntist Þórunn- ar i Framnesi með mikilli hlýju og sagði jafnframt að það hefði verið sér ómetanlegt að eiga hana að trúnaðarvinkonu er hún ung og óreynd geróist húsfreyja á um- svifamiklu heimili. Þórunn í Framnesi var dóttir Guðmundar Jónssonar bónda í Miðengi i Grímsnesi. Hann var atkvæðamaður og mikill búhöld- ur. Móðir hans var Aldis hús- freyja á Árbæ í Ölfusi, en hún var systir Ófeigs Vigfússonar í Fjalli. Kona Guðmundar í Miðengi var Kristrún Jónsdóttir frá Kiðafelli í Kjós. Fluttist hún að Framnesi er maður hennar andaðist og dvaldi þar tíl æviloka. Bjarni í Framnesi var sonur sr. Jóns Melsteð er prestur var i Klausturhólum. Sr. Jón var sonur Páls Melsteð amtmanns á Möðruvöllum i Hörgárdal. Kona sr. Jóns í Klausturhólum var Steinunn dótt- I ir Bjarna Thorarensen, skálds og amtmanns á Möðruvöllum. Bjarni i Framnesi hafði ekki stórt bú enda jörðin landlítil, en hann var hiróumaður og fór vel um bæjum í nágrenninu. Bróðir Bjarna i Framnesi var Bogi sagn- fræðingur, sem dvaldi megin- hluta ævi sinnar í Kaupmanna- höfn. Bogi studdi fjölskylduna i Framnesi á margvíslegan hátt. Þáttur Boga Melsteð i framfara- baráttu sunnlenzkra bænda hefur vart enn verið metinn sem skyldi. Strax og hann kemur til háskól- ans í Kaupmannahöfn fer hann að kynna sér verslunarmál danskra bænda, bæði söluskipulag og einnig meðferð vörunnar frá því hún kom frá hendi bóndans og þar til hún hafnaði á borði neyt- andans. Þessi mál var hann óþreytandi að kynna löndum sínum. Hann var fyrstur manna til þess að kynna Islendingum skilvindur. I kjölfarið kom svo kynning á rjómabúunum dönsku. Um þessi mál skrifaði Bogi i blöó og timarit og gaf út sjálfstæða ritlinga um þau. Þá skrifaði hann um hafnar- mál austan fjalls. Sumarið 1905 hélt hann fyrirlestur við Þjórsár- brú er hann nefndi: Verzlun Is- lendinga og samvinnufélagsskap- ur. 1 þessum fyrirlestri eggjar Bogi bændur lögeggjan að bind- ast samtökum um stofnun sam- eignarsláturhúss. Á þessum fundi var kosin að tillögu Bogajþriggja manna nefnd til þess að undirbúa stofnun samvinnufélagsskapar, sem skyldi reka sláturhús og sjá um sölu á afurðum þess. Nefndin sem kosin var á þessum fundi undirbjó svo, og hratt í fram- kvæmd stofnun Sláturfélags Suðurlands 28. jan. 1907. Brynjólfur Melsteð var ekki gamall er hann fór að taka þátt í störfum heimilisins enda var full þörf fyrir aðstoð hans. Hann tók fljótt út mikinn þroska og var með stærstu mönnum og afrennd- ur að afli. Veturinn eftir að Brynjólfur fermdist var honum að ráði Boga föðurbróður sins komið aó Torfastöðum til sr. Magnúsar Helgasonar. 1 upphafi var svo ráð fyrir gert að hann yrði þar við nám allan veturinn. Um haustið var tekinn vetrarmaður að Framnesi. Með vertíð fór hann til sjávar, en efnahagur foreldra hans leyfði ekki að tekinn yrði annar maður. Varð það að ráði að sent var eftir Brynjólfi þar sem heimilið var illa statt. Ekki varð frekar af námi hjá Brynjólfi i það sinn. Brynjólfur brást hvorki fyrr né siðar skyldum sinum. Mun hann fljótlega eftir fermingu hafa verið orðinn aðalmaóur heimilisins þar eð faðir hans bilaði snemma á heilsu. Þegar Brynjólfur var orðinn fulltíða maður fór hann að stunda sjóróðra á vertíðinni bæði í Þor- lákshöfn og við Faxaílóa. Þótti hann hinn gildasti maður á þeim vettvangi, en ekki féll honum sjó- mennskan enda alltaf sjóveikur. Svo líða árin, Brynjólfur er heima meginhluta ársins en verð- ur í burtu að fara hluta úr árinu til þess að afla heimili foreldra sinna tekna. A þessum árum er margt að gerast í þjóðlífinu, sem hafði varanlega þýðingu fyrir þjóðina. Ungmennafélög eru stofnuð í flestum byggðarlögum landsins. Brynjólfur var einn af stofnendum Ungmannafélags Skeiðamanna og formaður þess um skeið. Hann starfaði af áhuga og fórnfýsi fyrir félagið meðan hann átti heima í Skeiðahreppi. Þá lét hann málefni héraðssam- bandsins Skarphéðins til sín taka og sat í stjórn þess um skeið. Ungmennafélaghreyfingin varð boðberi hins nýja tíma sem var að renna upp með þjóðinni. Hún vakti fólkið til umhugsunar um ræktun lands og lýðs, og stuðlaði að bindindi og hvers konar reglu- semi. Brynjólfur var trúr hug- sjónum ungmennafélaganna til æviloka. Einlægur bindindismað- ur á vín og tóbak var hann alltaf. En Brynjólfur hafði alið meó sér leynda von um að geta aflað sér einhverrar menntunar og leitaði hann í því skyni ráóa hjá sr. Magnúsi Helgasyni skóla- stjóra. Að hans ráði varð það úr að Brynjólfur fór í bændaskólann á Hólum haustið 1916. Taldi hann sig hafa haft ómetanlegt gagn af veru sinni þar undir leiðsögn hins gagnmerka búnaðarfrömuðar, Sigurðar Sigurðssonar síðar búnaðarmálastjóra, þó dvöl hans þar yrði ekki nema einn vetur. Um veturinn ritaði hann nákvæma frásögn af ferðinni norður, en um haustið fór hann einn síns liðs norður Kjöl og farn- aðist vel. Birtist ferðasagan í skólablaðinu á Hólum. Vafalaust er hún þar enn til. Vorið 1917 er Brynjólfur kom frá Hólum tók hann við búi for- eldra sinna í Framnesi og bjó hann þar í fjögur ár. Vorið 1921 hóf hann búskap á Búrfelli i Grimsnesi. Fóru móðir hans og systkini með honum þangað, en Bjarni faðir hans varð eftir í Framnesi hjá Sigurði Haraldssyni er tók við jörðinni og var hjá honum til dauðadags. Frá þeim árum man ég óljóst eftir honum sem blindum öldungi er löngum sat á rúmi sinu og hafði frá mörgu að segja, bæði frá samtíð sinni og gullöld tslendinga, sem hann dáói. Dvölin á Búrfelli uppfyllti ekki þær vonir sem Brynjólfur hafði vænst og hætti hann búskapnum eftir tvö ár, og var með þungan skuldabagga á bakinu eftir dvöl- ina þar. Fyrst á eftir stundaði hann ýmsa vinnu meðal annars fór hann að fást við verkstjórn sem átti eftir að verða siðar hans annað aðalstarf. Vorið 1924 fór hann ráðsmaður til sr. Ólafs Briem á st. Núpi. Árið síðar fór hann til Danmerkur og var þar í eitt ár og stundaði ýmis störf, þó aðallega er lutu að landbúnaði. Heimkominn tók Brynjólfur svo við fyrra starfi hjá sr. Ólafi. Sr. Valdimar, sálmaskáldið góða, dvaldi þá hjá sr. Ólafi syni sínum og varð þeim Brynjólfi vel til vina, enda mat öldungurinn mik- ils þá hugulsemi, sem Brynjólfur sýndi honuni. Er Brynjólfur hafði verið á St. Núpi í tvö ár eftir Danmerkurver- una fór hann að starfa hjá Vega- gerðinni. Vorið 1929 varð hann fastur verkstjóri hjá Vegagerðinni og var það svo lengi sem aldur leyfði. Fyrsta verkefni hans hjá Vega- gerðinni var við lagfæringar og vegagerð á Þingvöllum til undir- búnings fyrir Alþingishátiðina 1930. Er þessum verkefnum lauk tók við lagning á nýjum vegi suð- ur með sjó. Var það mikið verk og valt á miklu með framkvæmdina. Þetta verkefni þótti Brynjólfur leysa ágæta vel af hendi og varð af þvi þekktur sem verkstjóri. En þó Brynjólfur væri kominn að föstu starfi hjá Vegagerðinni • Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.