Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 44

Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 Piltur og stúlka Thoroddsen Ekki ber ég á móti því, gæzkan min, að nokkuð hefur verið kaldara millum okkar hingað til en vera ætti; það getur verið, aö það sé eins mikið mín sök og þín, en nokkuð er þaó þér aö kenna; og þaó skaltu vita, að ekki elska ég þig minna en hin börnin mín; þió eruð öll undir sama brjóstinu borin, og því þykir mér í rauninni eins vænt um ykkur öll; en ekki væri þess öll ólíkindi, þó ég væri alúðlegri við það barnið, sem sýnir mér meira ástríki og alúð og vill gjöra allt að mínu skapi. Nú hef ég í fyrsta sinn sagt þér, hvað mér er innan brjósts, og vona ég, að allt verði betra millum okkar eftirleiðis; en að geði mínu átt þú að láta, það er þín skylda. Sigríði fannst, að þessi orð móður sinnar kæmu frá hjartanu, og varð þeim grátfegin; hún hljóp um hálsinn á móður sinni og sagði: Já, elsku móðir góð, í öllu vil ég ástunda það að gjöra yðar vilja, og þaó hryggir mig, hafi ég í einhverju móðgaó yður, og fyrirgefið þér mér það! Ójá, góða mín, sagði Ingveldur og kyssti Sigriói. Þú skalt þá sjá þaó, að ég verð þér góð móðir; en nú gizka ég á, að það verói ekki svo lengi, sem mér helzt á ykkur, börnunum mínum; það er vant að fara svo fyrir okkur foreldra veslingunum, þegar viö erum búin að koma ykkur á fætur og sá tími er kominn, sem við mættum hafa mest yndi og stoð af ykkur, þá hverfið þið út í veröldina frá okkur, og eins mun fara um þig; þú feró nú aö giftast, býst ég við, þegar þér býöst gott gjaforó, og það væri synd fyrir mig að líta HÖGNI HREKKVÍSI Þú gætir reynt að hrista hann niður úr trénu — en hann kemur alltaf niður á lappirnar. svo á minn hag að sitja þér í ljósi fyrir því, sem guó vill veita þér. — Og nú fór Ingveldur að hálfkjökra. Ekki skuluð þér kvíða því, móðir mín, sagði Sigríð- ur, ég giftist varla svo fljótt, held ég. Og því skyldir þú ekki gjöra það elskan mín! Þetta liggur fyrir þér, og á þá leið dreymdi mig manninn minn heitinn í nótt, sem þess verði ekki langt að bíða; og sá eini biður þín, sem vandi er frá aó vísa, og hver heldur þú, að það sé? Ég hef lítið hugsað um það enn, móðir mín, sagði Sigríður og roðnaði við. Guðmundur á Búrfelli verður maðurinn þinn, taktu nú eftir, ef það er guðs vilji, og enginn annar. Æ, ekki held ég það, móðir mín! Ég vona til þess, að hann biðji mín ekki. Það var þó erindið þeirra fóstranna hingað fram eftir hérna um daginn. Og hvað sögðuó þér þeim, móðir mín? Ég lofaði þeim því, að svo miklu leyti sem raig snerti, og hét þeim að nefna það við þig, því mér gat ekki dottið annaó í hug en aö þú mundir þakka guði fyrir að fá slíkan mann, efnilegan og ríkan. Sigríður varð hljóð við þessi tíðindi; og áttu þær mæðgur langa viðræðu um þetta efni, og fannst það mjög á Sigríði, þó hún færi hægt, að henni virtist á Sagan af kóngsdóttur og svarta bola Þegar þú kemur þangað, finnur þú tréstakk. í hann skaltu fara og fara svo til hallarinnar og segja aö þú heitir Katrín Tréstakkur, og biðja um vinnu. En nú skaltu taka litla rýtinginn þinn og skera af mér höfuðið með honum, svo skaltu flá af mér húðina og vefja henni saman og láta hana þarna undir bergið og setja innan í hana koparblaðið, silfurblaðið og gulleplið. Hjá berginu er lurkur. Ef þú vilt mér eitthvað, þá skaltu berja í klettinn með honum“. Fyrst vildi Katrín ekki gera þetta, en boli sagði að þetta væri eini greiðinn, sem hún gæti gert sér fyrir þá hjálp, sem hann hafði veitt henni, og þá gat hún ekki annað en hlýtt honum. Henni fannst það óskaplega leiðinlegt, en gerói þaö samt, og loksins gat hún flegið stóra bola og svo vafði hún húðina saman í skúta undir berginu og setti koparblaðið, silfurblaðið og gulleplið inn í hana. Þegar hún var búin að þessu, gekk hún upp að svínakofanum og hágrét alla leiðina. Henni þótti svo leiðinlegt að skilja við svarta bola. Svo fór hún í tréstakkinn; var hann búinn til úr samanbundnum spítum og glamraði í honum, og þegar hún kom inn í eldhúsið, bað hún um að fá eitthvað að gera og sagðist heita Katrín Trjestakkur. — Jú eldabuskan FEROIVMAIMD ílk(Ölmor9unk<iffinu Bezt klæddir Fregnir frá Lundún- um herma, að þar sé lok- ið kjöri bezt klæddu karlmannanna. Bezt klæddi maóurinn var kjörinn Giscard d’Estaing forsætisráð- herra Frakka. í hópi konungborinna er Charles Bretaprins tal- inn bezt klæddur. Bezt klæddi maðurinn með diplomatagráðu var kjörinn forsætisráð- herra Kanada, Pierre Trudeau. Frænkan slær í gegn Frænka Charles þetta heimsfræga brezka gamanleikrit hefur að því er fregnir austan frá Ukraínu herma, slegið f gegn, en verið er að sýna leikritið um þessar mundir I borginni Odessa og heitir þar Donna Lucia og er fært upp af hinum rússneska leikstjóra sem söng- leikur. Hefur sovét- komponistinn Oskar Feltmann samið lögin við leikinn. Þetta leik- hús í Odessa hefur áður fært upp My fair lady. Þetta er dagskammtur vísitölufjölskyldunnar — vió þvi get ég ekki gert væni minn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.