Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 46

Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 46
4(3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 ■wamMnrarariiR i iwcmMnnnPWTm'vu:!*^ Bréfadálkar SíOunni hafa hurisl tvö hréf og annaó all ítarlegt, eins og sjá má. Ef reynt yrði að svara báðum bréfunum út í ystu æs- ar yrði senniiega lítiðeftir af ö!Iu blaðinu fyrir annað. Svör- in verða því að vera nokkuð takmorkuð. Ln jafnframt vilj- um við benda lesendum síð- unnar á, að þessi bréía-dálkur a-lli ekki eingöngu að vera í forminu „spurt og svarað", heldur er þessi dálkur hugsað- ur til að opna lesendum sfð- unriar leið inn í blaðið til að lála í Ijós skoðanir sínar og áiit á hverju þvi, sem snertir krikmyndir eða kvikmynda- skrif. Ég er viss um að það lui.ia einhverjir á skömmum — eða hrósi um eitlhvað. Látið það bara koma. En snúum okkur þá að fyrir- spurnunum: „Lg verð nú að byrja með því að hrósa ykkur, sem standa fyrir þessum dálki, ail ra-ki- lega , þvf að þetla var einniitt það sem vantaði. Kynning á kvikmyndum er nauðsynleg Ln ég hef nokkrar spurningar l'ram að færa: 1) Hvenær verður fram- haldsmyndin af „Borsalino & Co.“ (sem var á frösnku kvik- myndavikunni) sýnd hér, þ.e.a.s. þriðja myndina að ég held? 2) Ilafið þið nokkra hug- mynd um hvað aðallagið í myndinni heitir? 2) Ilvað getið þið fraitt mig um Alan I)elon? Vatnsberinn f Reykjavík." 1) Borsalino & to. er rétti- lega önnur Borsalino-myndin og var frumsýnd seinl á síðasta ári í París. I*ó framhaldi hafi verið lofað í þessari mynd, hef ég ekki heyrt, að það hafi verið byrjaðá þriðju myndinni. 2) Því miður, en höfundur tónlistarinnar er Claude Boll- ing, ef það kemur að einhverju gagni. 3) I fyrsta lagi að Alain er skrifað með i. í öðru lagi það sem uppsláttarhókin segir um hann: Fa-ddur 8. 11. 1935, kom fyrst fram á næturklúbbum, byrjaði að leika í kvikmyndum 1957, í smáhlutverkum en fékk fyrsta stóra hlutverkið í Roeeo og bræður hans (19(>0) og hef- ur leikið aðalhlutverk sfðan. Þekktastur fyrir útlitið, enda verið fengin hlutverk í sam- ræmi við það. Stofnaði eigið framleiðslufyrirtæki 1964, er nefnist Adel. Hefur m.a. fram- leitt báðar Borsalino- m.vndirnar, sem gefur skýr- ingu á því, hvers vegna Bel- mondo var kálað í fyrstu myndinni en ekki Delon, sem ég persónulega hefði þó verið sáttari við. 1 þriðja lagi slúðursögur: Delon hefur verið nefndur f sambandi við ýmis óþa*gileg mál, svo sem eins og morðið á Iffverði hans, en það mál var nærri búið að koma Delon í fangelsi, þar eð hann var jafn- vel talinn standa á bak við þetta morð. Annars er rétt að benda Vatnsberanum á að not- færa sér sambönd sín sem Vatnsbera og hlusta eftir frek- ari slúðursögum. Þar sem við höfum mikinn áhuga á kvikmyndum vildum við gjarnan leita svara hjá ykkur við nokkrum spurning- um um málefni, sem okkur leikur forvitni á að vita: 1) Hvaða ár var kvikmyndin „Marooned" frá Columbia Pictures og sýnd var í Stjörnu- bíói undir nafninu „Geimfarar í háska", framleidd? 2) Hvað hlaut kvikmyndin „Cabarett" mörg Oscarsverð- laun? 3) Hvað hafa verið fram- leiddar margar myndir í myndaflokknum um Apaplá- netuna? 4) Hvað eru mörg Oscars- verðlaun veitt árlega og fyrir hvað? 5) Hvað hafa verið gerðar margar James Bond myndir og hvað heita þær? 6) Hvaða myndir Walt Disn- eys fengu Oscarsverðlaun? 7) Verður Mary Poppins endursýnd? 8) Voru persónurnar í teiknimyndinni Kohin Ilood teiknaðar eftir að Walt Disney lést? Með kærri þökk fyrir birt- inguna á fyrra bréfi annars okkar og mjög góð svör. Pétur Eggerz Pétursson og Baldur Ragnarsson. Svo mörg voru þau orð. Jæja, við reynum. 1) Erumsýnd 1969, í fram- leiðslu frá 1967. 2) 7 Oscarsverðlaun. Ileim- ildum ber þó ekki alveg sam- an, þau ga:tu verið 8. En ef til vill munið þið hvort Cabarett eða Godfather far kjörin bezta mynd ársins 1973? 3) 4 mér vitanlega. Planet of the Apes, Beneath the I’lan- et of the Apes, Escape from Planet of the Apes og Con- quest of the I’lanet of the Apes. Alain Delon, maðurinn með útlitið. 4) Síðasta ár voru veitt 21 verðlaun. Besta mynd, besta leikstjórn, besti leikari, besta leikkona, besti aukaleikari, besta aukaleikkona, bcsta handrit (byggt á sögu eða leik- riti), besta handrit (frumsam- ið), besta kvikmyndataka, besta sviðsmynd, bestu bún- ingar, besta klipping, besta frumsamda lagið, besta útsetn- inga á eldra lagi, besta frum- samda tónlistin, besta hljóð, (hljóðupptaka og hljóðsetn- ing), besta heimildarmynd í fullri lengd, besta stutta lieim- ildarmyndin, besta erlenda myndin, besta stutt-myndin, besta teiknimyndin. Síðan eru einnig veitt þrenn verðlaun, sem ekki falla undir heitið Oscar. 5) Níu alis. Þær eru: Dr. No (’62), Erom Russia with Love (’63), Goldfinger (’64), Thunderball (’65), Vou only Live Twice (’67), allar með Sean Connery. Síðan kemur ein með George Lazenby, On Her Majesty’s Secret Service (’69), þá Connery aftur í Dia- monds are Forever (’71) og sfðan tekur Roger (Dýrlingur- inn) Moore við í myndunum Live and Let Die (’73) og The Man with the Golden Gun C74). 6) Walt Disney og myndir hans hafa i samciningu fengið 37 Oscarsverðlaun, 17 fyrir teiknimyndir, 7 fyrir heimild- armyndir, 4 fyrir Mary Popp- ins, 2 fyrir Eantasiu, 4 verð- laun fyrir aðrar myndir og persónulega 3 sérstök verð- laun. Að fara að telja upp nöfnin á þessum myndum væri óðs manns æði. 7) Gamla Bió mun kaupa nýtt sýningareintak af Mary Poppins þegar þeim býðst það, og verður myndin annað hvort sýnd seint á þessu ári eða ein- hvern tíma á þvi næsta að sögn Hafliða Halldórssonar, for- stjóra Gamla Bíós. 8) Walt Disney dó seint á árinu 1966, en um aðiid hans að Robin Hood veit ég ekkert. SSP. Stórmynd um stórmenni ir if if Kvikmynd um líf Winston Churehills á yngri ár- um hlýtur að vekja athygli, þó að mynd um síðari æviár hans vekti sennilega enn meiri at- hygli. í þessari mynd er rakin fjölskyldusaga Winstons, sam- skipti hans við föður og móður, skólaganga hans og þátttaka sem fréttaritara i Búastríðinu, í Sudan og á Indlandi. í lok myndarinnar er ferill hans sem stjórnmálamanns að hefjast. Það hlýtur að vera erfitt að velja og hafna efni í mynd sem þessa, þar sem allt skiptir ein- hverju máli. En leíkarinn og (hér) leikstjórinn Richard Att- enborough er yfirleitt stuttorð- ur og gagnorður, fer hæfilega hratt yfir sögu og kemur þó persónunum vel til skila, jafn- vel þeim, sem stysta viðdvöl Simon Ward, sem Young Winston. hafa í myndinni. Sem sagt slétt og felld kvikmynd, fagmann- lega unnin og einstaka sinnum rúmlega það. T.d. er blóðbaðið í Sudan (Omdurman-bardaginn) frábærlega gert atriði frá hendi leikstjórans, kvikmyndatöku- mannsins og klipparans. Og í heildina er kvikmyndataka Gerry Turpins mjög góð, sér- staklega i bardagasenunum og hópatriðum. Upphaflega var myndin Young Winston 157 mín. á lengd og það veldur mér nokkrum vonbrigðum, að útgáf- an sem hér er sýnd skuli aðeins vera um 130 mín. Hálftíma stytting, hlýtur að hafa í för með sér röskun á efni svona myndar, breytingin getur verið til batnaðar en samt sakna ég þessa hálftfma. Sennilega hafa Bretar sjálfir útbúið styttri út- gáfu til sölu utan Bretlands. En var þá ef til vill einnig hægt að fá lengri útgáfuna til sýningar? SSP Donatas Banionis f SOLARIS Menn í búri ir if Höfundur handritsins er Truman Capote, þekktur fyrir bókina og myndina „Með köldu blóði". Capote er ofarlega í huga hér eins og áður glæpur og refsing. En þó myndin, sem gerist öll í fangelsi, lýsi gjör- spilltu ástandi, sem þrír menn kynnast samtimis, tveir sem fangar og einn sam fangavörð- ur, er engin tilraun gerð til að taka neina afstöðu. Fangavörð- urinn labbar að vísu út i lokin, burt frá þessu brjálæði, yfir- kominn af ógeði á þessari spill- ingu, þar sem fangar og verðir þeirra eiga jafnan hluta að máli. En það er anzi lítil lausn. Ef við lítum á fangelsið sem stærri samfélagsheild er það lítill ávinningur fyrir einstakl- inginn að draga sig í hlé. Miðað við hina skörulegu afstöðu, sem Truman tók gegn dauðarefs- ingu i bókinni „Með köldu blóði” er þetta mikil afturför, þar sem ódýrt drama er látið skyggja á kjarna málsins. The Glass House var upphaflega gerð fyrir sjónvarp, og þegar hún var sýnd i CBS hlaut hún nokkurt lof sem raunsæ og vekjandi. SSP. Solaris A morgun, mánudag, mun MlR gangast fyrir kvikmynda- sýningu í Háskólabíó og verður þar sýnd myndin Solaris. Verða aðalleikarar myndarinnar, þau Donatas Banionis og Natalja Bondartsjúk, viðstödd sýning- una. Er myndin sýnd hér á veg- um Sovexportfilm og verslunar- fulltrúans við sendiráð Sovét- ríkjanna á íslandi, en innan ramma þess kynningarmánað- ar, sem félagið MÍR efnir til nú i mars, í tilefni 25 ára afmælis sins, segir i fréttatilkynningu frá félaginu. Kvikmyndin Sol- aris er byggð á vísindaskáld- sögu eftir pólska rithöfundinn Stanislas Lem og ér gerð sem svar rússa við mynd Kubricks, 2001, A Space Odyssey. Höf- undur myndarinnar er Andrei Tarkovsky, en hann hefur aflað sér mikillar frægðar þótt hann hafi aðeins gert þrjár myndir eftir að hann lauk námi 1960. Myndin, sem hann gerði á und- an Solaris, Andrei Rublev (1966), beið á hillunni í all- mörg ár, áður en hún var sýnd i Rússlandi og ýmsar ástæður eru taldar fyrir því, sem ekki verða raktar. En þar sem er- lendir gagnrýnendur hafa þeg- ar jafnað Tarkovsky við helstu snillinga í kvikmyndagerö til þessa, er vert fyrir kvikmynda- unnendur að setja sig ekki úr færi við að kynnast verki eftir þennan umtalaða höfund og hagnýta sér þetta einstæða tækifæri. Abending Á miðvikudagskvöldið 12, mars, verður sýnd í sjónvarp- inu heimildarmynd er nefnist „Augað heyrir, eyrað sér”, sem vert er að bendaáhugafólkium kvikmyndir að sjá. Segir mynd- in frá starfiogverkum Norman MacLarens, sem er einn af þekktustu höfundum teikni- mynda og ýmissa smámynda, er hagnýta sérstaka tækni kvik- myndavélarinnar. Sólskin if Love Story var ákaflega velsótt mynd, og átti það mikilli auglýsingu að þakka Hvers vegna höfundar Sunshine fóru að puða við að gera þessa mynd, er sennilega að kenna eintómri gróðavon þeirra og trausti á áhorfendum Love Story, sem mundu nú koma aftur með fleiri vasaklúta til að vaeta Sagan er svo tíl sú sama, umhverfið er ofurlitið breytt en til að bæta það upp, eru leikararnir hafðir eins líkir þeim Ry- an O'Neal og Ali McGraw eins og hægt er. Það má náttúrlega alltaf reyna SSP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.