Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 47

Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 47 Manntjón í jarðskjálfta Teheran, 8. marz. Reuter. SEX manns að minnsta kosti fór- ust i jarðskjálfta sem varð i suð- urhluta írans í gær. Fréttir bár- ust ekki af atburðunum fyrr en í dag. Vitað er að níu manns slös- uðust og er óttast að miklu fleiri hafi grafist undir rústum. Tvö þorp skemmdust mikið, um sex hundruð íbúðarhús eyðilögðust eða skemmdust og vinna björg- unarsveitir Rauða ljónsins að því að grafa í rústunum og hreinsa til. Þorpin eru í grennd við hafnar- borgina Bandar Abbas við Persa- flóa. Myndlistarkenn- arar styðja FÍM EFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing hefur Mbl. borizt frá Félagi fslenzkra myndlistarkennara: „Á fundi hjá Félagi íslenskra myndlistarkennara 22. febr. 1975 var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við Félag islenskra myndlistarmanna í deilu þess vió borgaryfirvöld Reykjavikur. Félagið furðar sig á íhlutun borgarráðs vegna ákvörðunar meirihluta sýningarráðs um strangt gæðamat á þeim mynd- verkum er sýnd skulu á Kjarvals- stöðum." Norðurland en ekki Norðurlönd í listasprangi í blaðinu s.l. föstu- dag urðu tvær misritanir í grein um Skólakór Menntaskólans í Hamrahlíð. Var þar sagt að kórinn hefði sungið fyrir skömmu i Bústaðakirkju en þar átti að standa Langholtskirkju. Þá var sagt að kórinn hefði farið í söng- ferðalag til Norðurlanda á s.l. ári, en þar átti að standa til Norður- lands, en móttökur Norðlendinga rómuðu kórfélagar mjög. — Kirichenko Framhald af bls. 48 embætti á islandi þá vakti mikla athygli bæði vegna stjórnmálaaðstæðna hér þá og vegna hins að Kirichenko er tengdasonur eins valdamesta manns Sovétríkjanna, Gret- skos, varnarmálaráðherra. Með jafnskjótum hætti er nú ákveð- ið, aó Kirichenko fari til Osló á sama tíma og Sovétríkin virðast leggja vaxandi þrýsting á Noró- urlönd, með kröfu um að Norð- urlöndin verði kjarnorku- vopnalaust svæði og að Sovét- ríkin fái einhvers konar aðild að Noróurlandaráði. — Friðrik Framhald af bls. 48 Lombardf, og hafði hann einnig svart. Þá á Keres ólokið skák sinni gegn Espig úr 13. umferð, og stendur hann því bezt að vfgi allra keppenda. Urslit annarra skáka í 14. um- ferð urðu þau, að Lengyel vann Espig, Lombardi vann Rantanen og Nei vann Hernandez. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Stað- an fyrir 15. og siðustu umferðina var þá sú, að þeir Friðrik og Ker- es voru með 9'á vinning, Breon- stein var með 9 vinninga, Hort 8,' Spasskí og Gisplis 7'á vinning, Lombardi 7lA, Maravic og Nei 7 vinninga, Espig 6‘á, Taimanov 5'á, Rytov 5, Rantanen og Langyel 4á, Hernandez 4 og Kyarner 3‘á. — Kissinger Framhald af bls. 1 Stjórnmálasérfræðingar eru þeirrar skoðunar að málið sé nú komið á það stig aó bæði Egyptar og ísraelar telji að einhvers konar samningur sé eina lausnin sem dugi. Aftur á móti sagði Sadat i dag að enda þótt ástæða væri til nokkurrar bjartsýni væri nauð- synlegt að menn sýndu þolinmæði þar sem mikla undirbúnings- vinnu ætti eftir að inna af hendi áður en niðurstaða fengist. Látið var að því liggja að Kissinger mundi þurfa að dveljast í Mið- austurlöndum næstu tvær til þrjár vikurnar við störf sin. — Danmörk Framhald af bls. I mun strangara verðlagseftirliti og takmörkun á greiðslu arðs af hlutabréfum. Þá mun rfkisstjórn- in beita sér fyrir því að bilið milli innláns- og útlánsvaxta minnki, að öllum líkindum með því að lækka útlánsvexti. Kommúnistar, sem formennsku gegna i verkalýðsfélögum í Dan- mörku, hafa gagnrýnt þetta frum- varp harkalega og hvöttu á föstu- dag til mótmælaaðgerða og verk- falla. Áður þegar þessi hópur hef- ur hvatt til slíkra aðgerða hafa tugir þúsunda verkafólks tekið þátt i aðgerðunum, en nú mættu aðeins milli 2—3000 manns for- svarsmönnunum aðgerðanna til mikilla vonbrigða. Samtök atvinnurekenda hafa látið i ljós létti vegna þess aó sæmilegur friður og stöðugleiki verður tryggður á vinnumarkað- inum næstu 2 ár og að atvinnufyr- irtæki viti nú að hverju þau gangi. Hins vegar hafa samtök iðnrekenda látið í ljós áhyggjur yfir því að launahækkanir skuli yfirleitt leyfðar og að vísitalan verði látin halda sér nær óbreytt. — Prestskosning Framhald af bls. 3 Theological Seminary í New York borg 1970— 71. Ólafur var eftir það settur kennari við gagnfræTia- skóla Reykjavíkur. Hann hóf kennslu í siðfræði við Mennta- skóla Reykjávikur, er hún var tekin þar upp sem kjörgrein veturinn 73—74. Ólafur Oddur Jónsson er kvæntur Eddu Björk Bogadóttur. — 25 ára Framhald af bls. 19 sjá mð af þvl, aS hingaS koma heims- frægir hljómlistarmenn til aS spila. syngja og stjórna og telja þaS ekkert tiltökumál. Ég er ekki viss um aS fólk geri sér þetta fyllilega Ijóst — eSa kunni til fulls aS meta þaS, sem hefur veriS gert. Til dæmis finnst mér ungu tón- skáldin stundum heldur ósanngjörn, þau fá þó verk sín flutt, sem hefSi veriS óhugsandi ekki alls fyrir löngu. Fyrir mig þýSir þessi breyting, aS mér líSur vel hér ! Reykjavík, aS þvi leyti, aS hér er nú fastmótaS allgott tónlistarlíf. AuSvitaS væri æskilegt aS geta spilaS oftar opinberlega meS hljómsveit, þaS verSur svo mikiS átak aS koma fram þegar þaS er gert svona sjaldan — en þaS yrSi þá aS vera víSar um landiS, ég er ekki viss um, aS ég vildi leika oftar ! Reykja- vfk meS hljómsveitinni. A8 sjálfsögSu mð tónlistarlif okkar heldur ekki staSna, og margt þyrfti aS breytast, til dæmis vissar aSstæS- ur. Tökum til dæmis Háskólabió, þaS er gersamlega óþolandi hljómleika hús, sérstaklega vegna þeirra trufl- ana, sem hljómleikagestir og hljóm- listarmenn verSa aS búa þar viS. ÞaS er fráleitt, aS hljómleikahús sé þannig úr garSi gert, aS hvaSa krakki sem er, geti meS ópum og ólátum úti fyrir eySilagt heilu hljómleikana og bókstaflega hrakiS heimsfræga snill- inga út af sviSinu — ég hef séS þaS gerast og skiptir raunar ekki máli, hvort ! hlut eiga frægir menn eSa ekki. Vafalaust er erfitt aS samræma kvikmyndahús og hljómleikasal, en þegar til þess er hugsaS. aS þetta hús var reist meS hljómleikahald fyrir augum jafnframt kvikmynda- sýningum, var algert skilyrSi aS ein- angra þaS svo vel aS flytjendur og áheyrendur fengju friS fyrir alls konar ólðtum úti fyrir — og þaS hefur alls ekki tekizt! Háskólabfói. — mbj. - Verkalýðsskóli Framhald af bls. 2 hann að gera nokkra grein fyrir skólahaldinu. Hann sagði: Skól- inn hefst 20. marz n.k. og stendur í fjóra daga eða til sunnudagsins 23. marz n.k. Skólinn verður hald- inn í Miðbæ v/Háaleitisbraut og hefst kennsla kl. 9.00 og stendur til hádegis, en að loknu matarhléi er byrjað á ný kl. 13.30 og haldið áfram til kl. 19.00. Námsgreinar hafa verið rækilega auglýstar, en þar er fjallað um helstu viðfangs- efni í verkalýðsmálum, stjórnmál- um og félagsmálum. Sérfræðing- ar á hverju sviði flytja fyrirlestra og annast kennsluna að öðru leyti. Auk þess verða nemendum af- hentar ýmsar upplýsingar um þau mál, er fjallað verður um. Aðspurður um tilgang skóla- halds af þessu tagi, sagði Þorvald- ur: Megintilgangurinn með verka- lýðsskóla Sjálfstæðisflokksins er að veita þátttakendum aukna fræðslu um verkalýðsmál og starfsemi verkalýðsfélaganna og gera þá hæfari til þátttöku í þeim, um leið og við reynum að veita nemendum dýpri innsýn í stjórn mál en menn eiga kost á daglega og gera þeim grein fyrir bæði hugmyndafræðilegu og starfrænu baksviði stjórnmálanna. Við kynnum jafnframt fyrir nemend- um á hvern hátt fagleg verkalýðs- barátta er nátengd stjórnmálun- um á hverjum tíma. Mikilvægur þáttur í skólahaldinu er að þjálfa nemendur i að koma fyrir sig orði og taka þátt í almennum umræð- um, en þjálfun af því tagi er yfir- leitt ekki hægt að fá I skólum landsins, en með þessu móti vilj- um við gera fólk hæfara til þátt- töku í stjórnmálum og almennum félagsmálum. Þarf það sjálfstæðisfólk, sem áhuga hefur á skólahaldinu aó vera flokksbundið, eða eru sett einhver skilyrði fyrir þátttöku? Nei, það eru engin skilyrði sett til þátttöku í verkalýósskólanum. Skólinn er opinn öllu sjálfstæðis- fólki hvort sem það er flokks- bundið eða ekki. Ástæða er til að árétta alveg sérstaklega að hann er opinn fólki á öllum aldri úr hvaða verkalýðsfélagi sem er. Að lokum vildi Þorvaldur taka fram: Nú þegar hafa margir skráð sig til þátttöku í skólanum og ég hvet menn til þess að gera það sem allra fyrst, þar sem þátttaka er takmörkuð, en allar nánari upplýsingar um skólann eru veitt- ar í síma: 17100 og 18192. I skólanefnd verkalýðsskólans eiga sæti: Þorvaldur Mawby, for- maður, Pétur Maak verzlunar- maður, Guðmundur Hallvarðsson sjómaður, Hilmar Jónasson verkamaður og Guðmundur Gunnarsson rafvirki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.