Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 48
m®rjs*i*ii>Iaí»í& RUGivsmcnR ^Ur^»22480 nuGivsinGnR ^£^-»22480 55. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 55. tbl. 62. árg. Sovézki sendiherrann á förum: Kirichenko fer til Oslo YUHI A. Kirichcnko, sem verirt hefur sendiherra Sovétríkj- anna á Islandi um nokkurt skeið, er á förum og mun taka við sendihérraembætti i ösló innan skamms. Frá þessu er skýrt í norska dagblaðinu Morgenl>ladet i gær. Sovézki sendiherrann i Osló, Roman- ovski, hefur verið kallaður heim til Sovétrikjanna. Sam- Tékkhefti stolið á Tékkalandsleik TÉKKHEFTl var stolið af manni nokkrum s.l. þriðjudagskvöld, er íiann var að horfa á handknatt- leikslandsleik Tékka og Islend inga. 1 heftinu voru 6 blöð, og hafa 4 þeirra komið fram og var búið að falsa þær ávísanir. Ekki var um háar upphæðir að ræða. Þá var í veskinu ávisun að upp- hæð 30 þúsund krónur, stiluð á Inga Þorbjörnsson. Eru menn beðnir að vara sig á þeirri ávisun. Allir þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið um þennan þjófn- að eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. Reynt að ná ísleifi út BJÖRGUNAKSKIPIÐ Goðinn ætlaði að reyna að ná Isleifi VE af strandstað vestan Ingólfshöfða á háflóði i gær. Þegar Mbl. hringdi þangað austur síðdegis, voru menn bjartsýnir á að tækist að ná bátnum á flot. Háflóð var um klukkan 17. kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur aflað sér verður nýr sovézkur sendiherra hér maður að nafni Fara Fonou. Frá 1972 hefur hann verið að- stoðaryfirmaður Norðurlanda- deildar utanríkisráðuneytisins i Moskvu, en áður var hann næstæðsti maður sovézka sendi- ráðsins í Helsingfors. Brottför Kiriehenko frá Is- landi ber að með jafnskjótum hætti og koma hans hingað. Hann var skipaður sendiherra Sovétríkjanna hér með mjög skömmum fyrirvara á timum vinstri stjórnarinnar í ágúst 1973, þegar Sovétrstjórnin gerði sér vonir um, að banda- ríska varnarliðið hyrfi af landi brott. Skípan hans í sendiherra- Framhald á bls. 47 Ljósm. Helgi Olafsson. BRUARFOSS, — skip Eimskipafélags íslands, strandaði síðastliðinn miðvikudag við Raufarhöfn. Myndin er tekin af skipinu á strandstað, en þaó losnaði fyrir eigin vélarafli samdægurs. Gott verð og mikil eftirspurn eftir skreið á Nígeríumarkað — Líkur á að innflutningsleyfi fáist fyrir alla framleiðslu Norðmanna og íslendinga GÖÐ og mikil eftirspum er nú eftir skreið fyrir Nígeríumarkað og fæst gott verð fyrir skreið til Nígeríu að sögn Stefáns Gunn- laugssonar sendiherra í London og Bragi Eiríksson hjá Sölusam- lagi skreiðarframleiðenda eru ný- komnir úr ferðalagi til Nígerfu til þess að kanna ástand og horfur á skreiðarmarkaðinum og var Bragi væntanlegur heim í gær- kvöldi. Stefán sagði að samkvæmt þeim upplýsingum sem lægju fyrir væri ekki útlit fyrir að innflutn- ingur á skreið til Nígeríu yrði gefinn frjáls eftir 1. apríl eins og 5 skuttogarar seldir úr landi? — Pólsku 750 tonna togararnir 5 stórir íslenzkir skuttogarar eru nú á söiulista erlendis og er verið að kanna hvaða möguleikar eru á að selja þá og fyrir hvaða verð. Að sögn eins útgerðarmannsins er aðalástæðan sú að enginn rekstr- argrundvöllur er fyrir þessa tog- ara. Hér er um að ræða póisk- smfðuðu skuttogarana Baldur Pétur H.J. Jakobsson yfirlœknir iátinn PETUR H.J. Jakobsson, prófessor og yfirlæknir við fæðingardeild Landspftalans, lézt f fyrrinótt tæplega sjötugur að aldri. Pétur Jakobsson fæddist á Húsavík 13. nóvember 1905, sonur hjónanna Jóns Ármanns Jakobssonar kaupmanns og Val- gerðar Pétursdóttur. Hann varð stúdent 1927 og lauk prófi í lækn- isfræði við Háskóla Islands 1933. Að loknu læknisfræðiprófi fór Pétur til framhaldsnáms í Dan- mörku og síðan Þýzkalaridi. Arið 1948 varð hann forstöðulæknir fæðingardeildar Landspítalans og 1957 yfirlæknir deildarinnar. Hann kenndi kvensjúkdómafræði við Háskóla Islands og var skóla- stjóri Ljósmæðraskóla Islands. Pétur skrifaði talsvert um sér- grein sína innan Iæknisfræð- innar. Kona Péturs Jakobssonar er Margrét Einarsdóttir hjúkrunar- kona og áttu þau tvö börn, sem bæði eru uppkomin. EA, Engey, Guðstein, Hrönn og Ver, en þeir eru allir um 750 tonn að stærð. Einhverjir af útgerðaraðilum þessara togara eru að kanna sölu á skipum sfnum með það fyrir augum að kaupa minni skip, en eitthvað mun hafa borist af fyrir- spurnum í þessa togara frá Aust- ur-Evrópulöndum, Kuwait og fleiri löndum, en engar ákvarðan- ir hafa verið teknar í þessu sam- bandi. í lífshættu MBL. hafði sfðdegis í gær sam- band við gjörgæzludeild Borgar- sjúkrahússins og spurðist fyrir um Ifðan þeirra tveggja sem iagð- ir voru inn á deildina á föstudag eftir slys. Fékk blaðið þær upp- lýsingar, að 9 ára stúlkan sem varð fyrir bifreið á Kleppsvegi væri á batavegi, en tvftugi piltur- inn sem varð undir vegg í Kvista landi er meira slasaður en óttast var í fyrstu og er hann talinn f Iffshættu. búizt hafði verið við og því yrði innflutningur áfram háður inn- flutningsleyfum. Hins vegar væri reiknað með leyfum fyrir allt það magn sem bæði Islendingar og Norðmenn vildu flytja inn. Þessi mál munu þó væntanlega skýrast enn betur þegar Govon Nigeríu- forseti flytur fjárlagaræðu sína 1. apríl n.k. 1 marzlok og aprílmán- uði er aðal upphengingartími fyrir íslenzka skreið. Friðrik gerði jafn- tefli við Bronstein FRIÐRIK Olafsson tefldi við Bronstein f 14. umferðinni á skákmótinu f Tallin, en umferðin var tefld f fyrrakvöld. Skákinni lauk- með jafntefli. Keres tefldi við Spasskf, og lauk þeirri skák einnig með jafntefli. Voru þeir Friðrik og Keres efstir og jafnir með 9!4 vinning fyrir sfðustu um- ferðina sem tefld var seinnipart- inn í gær. Höfðu ekki borist fregnir af þeirri umferð þegar blaðið fór í prentun í gær. Friðrik átti að tefla gegn Gipslis og hafði svart. en Keres átti að tefla gegn Framhald á bls. 47 Hvassafell og Flatey mannlaus Skipverjar og björgunarsveitar- menn tit Húsavíkur í gœr LAUST fyrir hádegi í gær fóru síðustu menn frá borði á Hvassa- fellinu á strandstað við Flatey, en ekki var talin ástæða til þess að vera lengur um borð þar sem ekk- ert var hægt að gera og sama hrfðarveðrið hélzt á með 7—8 vindstigum af norðaustri. I fyrrinótt barðist skipið nokk- uð harkalega á strandstað því brotsjóar stóðu á skipinu. Var það farið að snúast í gærmorgun og var því ákveðið að taka skipverja til lands í björgunarstól. Við höfð- um talstöðvarsamband við mb. Svan frá Húsavík um hádegisbil i gær þar sem hann lá í Flateyrar- höfn. Ingvar Hólmgeirsson, skipstjóri á Svan, sagði að síðustu skipbrots- mennirnir 8, sem voru um borð, væru á leiðinni suður Flatey ásamt björgunarsveitarmönnun- um 16 og síðan átti að halda með allan mannskapinn til Húsavíkur og skilja skip og ey mannlaus eftir. „Það var ágætt að liggja hérna inni við Flatey i nótt,“ sagði Ingvar, „en fyrir utan höfnina er vaðandi brimgarður. Ég veit ekki ennþá hvort að við komumst út úr höfninni í gegn um brimgarðinn, þvi sortinn og hríðarkófið er svo rnikið hér, en við kíkjum á það þegar mannskapurinn er kominn um borð. Það eru hér 7—8 vind- stig af norðaustri og spáin er sú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.