Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 1
32 SIÐUR
60. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
Prentsmiðja Morgunbiaðsins.
Ljósmynd: Sigurgeir.
LOÐNAN — Heildaraflinn á loðnuvertíðinni fór í gærkvöldi yfir 400 þús. lestir og
þessi þrjú skip, sem sjást á þessari mynd eiga ekki svo lítinn hlut í þessum afla.
Skipin eru frá vinstri Gísli Árni, Börkur og Sigurður og hafa þau raðað sér í efstu
sætin á þessari loðnuvertíð.
MethaUi hjá
stióm Dana
Frá Jörgen Harboe
Kaupmannahöfn í gær.
EFNAHAGSÁÆTLUN stjórnar
Anker Jörgensens forsætisráð-
herra hefur verið samþykkt en nú
er komið að skuldadögunum og
reikningurinn verður hár.
Fjárlögin verða tekin fyrir í
þinginu í næstu viku og þar er
gert ráð fyrir haila sem nemur 8,6
milljónum dönskum krónum.
Hallinn á fjárlögunum sem
voru samþykkt i tíð minnihluta-
stjórnar Poul Hartlings nam
„aðeins“ 5,1 milljón d.króna. En
Jörgensen hefur ekki viljað sam-
þykkja ýmis aparnaðaráform fyr-
irrennara síns og hyggur auk þess
í fjárfrekar ráðstafanir tii að
auka atvinnu.
Stjórn Hartlings vildi skera
niður barnalífeyri, en það vildi
Jörgensen ekki. Sósíaldemókrat-
ar vilja heldur ekki takmarka
námsstyrki ungs fólks.
Hagfræðingar, sem hafa kynnt
sér fjárlagafrumvarpið, spá þvi að
hallinn verði ennþá meiri. Til
dæmis er gert ráð fyrir því í frum-
varpinu að atvinnuleysi sé 4% en
samkvæmt síðustu útreikningum
verður5% atvinnuleysi 1975—76.
Dönsk blöð ræða mikið um
væntanlegan methalla á fjárlög-
unum.
„Jyllandsposten" talar um
gengisfellingarótta. „Þeim ótta er
aðeins hægt að eyða,“ ségir blað-
Framhald á bls. 31
Bankar í Portúgal þjóðnýttir
Spinola á leið tii S-Ameríku
Lissabon 14. marz
Reuter. NTB.
— byltingarrAðið í
Portúgal gaf f dag út tilskipun
þess efnis að flestir bankar í land-
inu skyldu þjóðnýttir og tók ráðið
þar með ótvíræða vinstri sveigju.
Tilskipunin er undirrituð af með-
limum byltingarráðsins sem
leysti í gærkvöldi upp hið svo-
kallaða fyrrverandi þjóðarráð.
— Mikill viðbúnaður hersins í
Portúgal hefur verið fyrirskipað-
ur vegna stöðugra frétta um
erlenda íhlutun i Portúgal sem
allar hafa verið bornar til baka og
vegna þess, að óttazt er að óeirðir
brjótist út.
— Spinola fyrrverandi forseti
landsins lagði af stað frá Spáni i
dag ásamt eiginkonu sinni og
nokkrum herforingjum, sem
hann hafa stutt. Hann mun ætla
til Suður-Ameríku, sennilega
Argentinu eða Brasilíu, en þar
búa ýmsir þeirra fyrrverandi
valdamanna Portúgals, sem hann
átti hlut aé því að steypa af stóli í
fyrra. Meðal þeirra er Marcel
Caetano.
Forystumenn Sósíalistaflokks-
ins, Mario Soares utanríkisráð-
herra og kommúnistaleiðtoginn
Alvaro Cunhal áttu með sér lang-
an fund í - dag í aðalstöðvum
Atvinnuleysi
eykst í Japan
Tókíó 14. marz Reuter.
ATVINNULEYSI í Japan hefur
vaxið mjög upp á sfðkastið og í
janúarmánuði var tæp milljón
manns atvinnulaus. Var þetta í
fyrsta skipti í átta ár að hlutfall
atvinnulausra hefur náð 2%.
kommúnistaflokksins. Eftir því
sem áreióanlegar heimildir hafa
fyrir satt ræddu þeir um mögu-
leikana á þvi að mynda sameinaða
fylkingu, en ekki eru þó áform á
prjónunum um að flokkarnir
bjóði fram sameiginlegan lista i
kosningunum í næsta mánuði.
Síðustu tvo mánuði hefur gert
vart við sig alvarlegur ágrein-
ingur milli sósíalista og
kommúnista, sérstaklega varð-
andi stöðu verkalýðsfélaga.
Bankar þeir sem verða þjóð-
nýttir í Portúgal samkvæmt yfir-
lýsingu stjórnarinnar hafa verið í
eigu sterkríkra fjölskyldna. Ekki
var sagt til um, hvort eigendum
yrðu greiddar bætur. Útibú
erlendra banka verða að svo
stöddu ekki þjóðnýtt.
Þrír bankar í Portúgal voru
þjóðnýttir á fyrra ári. Sérfræðing-
ar telja að þjóónýtingin muni
hafa mjög mikil áhrif á efnahag
landsins þar sem ýmsar iðngrein-
ar í landinu eru undir eftirliti
bankanna.
Ekkert hefur verið látið uppi
um það hvort Miðdemókrata-
flokkurinn verði bannaður. Þykir
það heldur ósennilegt sem stend-
Framhald á bls. 31
Thatcher
vinsælust
London 14. marz. Reuter.
MARGARET Thatcher er
vinsælasti stjórnmálamaður
Bretlands að liðnum 31 degi
sem formaður thaldsflokks-
ins. Kemur þetta fram í nið-
urstöðum tskoðanakönnunar
Louis Harris stofnunarinn-
ar.
Aðspurðir um hvern kjós-
endur vildu sem forsætis-
ráðherra kváðust 48% vilja
Thatcher, en 31% studdi
Wilson. Þá nýtur thalds-
flokkurinn nú stuðnings
47H% kjósenda á móti
39‘A% sem fellur í skaut
Verkamannaflokksins.
99
Strauss kallaður
gáfaður hryðju-
verkamaður”
Bonn 14. marz Reuter. NTB
STJÓRNARANDSTAÐAN á sam-
bandsþinginu í Bonn gekk út úr
þingsalnum í gærkvöldi eftir að
leiótogi þingfiokks jafnaðar-
manna, Herbert Wehner, hafði
lýst Franz Josef Strauss sem „gáf-
uðum hryðjuverkamanni". Var
þessi yfirlýsing gefin þegar tólf
tíma umræðum um innlend ör-
yggismál var að ljúka og lét
Wehner ekki þar við sitja heldur
sagði að meiri hlutinn af starfs-
bræðrum Strauss væru áróðurs-
meistarar á borð við Göbbels.
Fulltrúar CDU og CSU risu þá
úr sætum og gengu í áttina til
veitingasalarins. „Skál,“ hrópaði
Wehner þá á eftir þeim „því að ég
býst við að þið ætlið þangað."
„Ákaflega erfitt
oghættulegt mál”
— sagði dr. Max
Euwe forseti
FIDE í sam-
tali við Mbl.
„ÞETTA er ákaflega erfitt og
hættulegt mál og ég hef ekki
minnstu hugmynd um hver úr-
slit atkvæðagreiðslunnar verða,
en eins og málin horfa við tel
ég jafnar likur,“ sagði dr. Max
Euwe forseti Alþjóða skáksam-
bandsins, FIDE, í samtali við
Morgunblaðið f gær um auka-
þing FIDE, sem haldið verður í
Hollandi næsta þriðjudag, til
að fjalla um kröfur Bobby
Fischers um breytingar á regl-
unum um heimsmeistaraein-
vígið í skák.
Við spurðum dr. Euwe hvað
hann héldi, að sovézka skák-
sambandið myndi gera, ef þing-
ið samþykkti að verða viö kröf-
um Fischers. „Það er ekki hægt
að segja um það, Sovétmenn-
irnir hafa gagnrýnt FIDE mjög
mikið fyrir þetta aukaþing, en
ég tek það ekki til mín persónu-
lega, því að ég er alveg á sama
máli og þeir, en ég hef ekki
atkvæðisrétt og komst ekki hjá
því að boða þetta aukaþing. Ég
var á móti því og ráðfærði mig
við marga lögfræðinga og þeir
voru allir sammála um að FIDE
gæti skipað mér að boða til
þingsins. Ef þriðjungur aðild-
arfélaga FIDE fer fram á að
slfkt þing verði haldið, verður
forseti FIDE að verða við
beiðninni. Alls sækja þingið
fulltrúar 60 aðildarríkja og
þarf einfaldan meirihluta til að
afgreiða mál.
Við spurðum dr. Euwe hvort
hann teldi einhverja mögu-
leika á málamiðlunarlausn, en
hann svaraði því til, að eins og
málin horfðu við nú, neitaði
Fischer að ræða slíkt og Rússar
mættu ekki heyra á það minnzt.
„Þetta er ákaflega erfitt og
mun valda okkur erfiðleikum,
sama á hvorn veginn atkvæða-
greiðslan fer. Ég er sjálfur full-
viss um að Fischer muni ekki
tefla, ef hans krafa verður
felld, þrátt fyrir hin gífurlegu
verðlaun, sem í boði eru. Erfitt
er að segja um hver afstaða
Rússanna verður ef Fischers-
menn sigra á þinginu."