Morgunblaðið - 15.03.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
3
Ljosm. öv. t'.
NEMENDURNIR úr Vélskólanum sem unnu að athuguninni á Akranesi. Lengst
til hægri er kennarinn Ólafur Eiríksson.
Spara má450milljónir á ári
með betrí stiUingu hitatækja
Niðurstaða athugunar nemenda Vélskóla Islands
BEKKJARDEILD í Vélskóla
Islands gerdi fyrir nokkru
könnun á ástandi katla, sem
notaðir eru til húskyndingar og
iðnaðarnota. Varð ákveðið
svæði á Akranesi fyrir valinu
og þar kannaðir 56 katlar. Er
skemmst frá því að segja, að
bæta mátti nýtingu allra katl-
anna nema eins. Tókst nemend-
unum að auka meðalnýtingu
þessara katla um 9,2%. Telja
þeir, að vanir menn geti bætt
nýtingu katla um 12—13% og
þannig sparað þjóðinni 450
milljónir króna á ári í olíu-
kostnað ef allir katlar væru
stilltir einu sinni á ári. Nem-
endurnir sem gerðu þessa athug
un og stilltu katlana undir
stjórn kénnara sfns, Ölafs Ei-
ríkssonar, sögðu fréttamönnum
í gær, að þetta hefði verið einn
liður í námi þeirra og væru
þeir stórum fróðari um þessi
mál á eftir. Hins vegar væri
aðalatriðið að benda á þann
sparnað sem mætti fá fram á
þennan hátt og væri það nú
þeirra mat að ríki og sveitar-
félög ættu að ganga inn í málið.
1 veglegri skýrslu um athug-
anir sínar segja nemendurnir
m.a.:
Meðalnýtnisaukning sem fram
kom við þessa könnun er 10%
og beinn sparnaður 1,5 milljón
á ársgrundvelli. Við teljum að
hægt sé að gera betur. Ef meiri
tími hefði gefist til þessarar
könnunar, teljum við að hægt
hefði verið að koma þessari tölu
upp í allt að 12—13%.
Samkvæmt athugun um hita-
veitu á Akranesi gerðri af verk-
fræðistofunni Vermi sf árið
1968, auk áætlaðrar aukningar
síðan, er árleg olíunotkun til
kyndingar á Akranesi nú um
6,5 milljónir litra.
Arlegur sparnaður á Akra-
nesi yrði þá — miðað við að
olíuverð sé 20,20 kr. pr. lítra —
með 10% sparnaði 13,1 milljón
króna. Ef nýtnisaukningin færi
upp í 12%, væri árlegur sparn-
aður 15,7 milljónir króna. Með
13% yrði sparnaðurinn 17
milljónir króna.
Árlegur sparnaður á hvern
íbúa á Akranesi yrði því um
2,900 krónur. Sé þessi sparn-
aður heimfærður á aðra staði á
landinu, yrði sparnaður t.d. á
Ísafirði 8,9 milljónir kr., Akur-
eyri 33,1 milljón, Hólmavik 1
milljón, Ólafsvík 3,1 milljón og
Stykkishólmi 3,2 milljónir
króna.
Heildarinnflutningur á gas-
olíu var í árslok 1974 399,66
milljónir lítra. Af því fóru
46,6% til húsakyndingar, eða
186,4 milljónir lítra. Ef miðað
er við aðeins 10% sparnað í
olíunotkun landsmanna til hús-
hitunar, yrði heildarsparnaður
miðað við núverandi verð
(20,20 kr/1) 376,1 milljón
króna.
Könnun þessi var gerð í þeim
tilgangi að sýna fram á að hægt
sé að bæta nýtni kynditækja.
Við teljum að sá katlafjöldi sem
mældur var, gefi nokkuð glögga
Framhald á bls. 31
Tónleikar yngri deildar
Tónlistarskólans á morgun
Tónleikar yngri deildar Tón-
listarskólans í Reykjavík verða
haldnir í Austurbæjarbíói á
morgun, sunnudag, og hefjast
þeir kl. 1.30 s.d.
A tónleikunum leikur hljóm-
sveit yngri deiidar undir stjórn
Hlifar Sigurjónsdóttur, en síðan
munu 15 ungir nemendur leika
einleik í verkum eftir Beethoven,
Turina, Gossec, Gluck, Milford,
Chopin, Rachmaninoff og Hándel,
svo að einhverjir séu nefndir. Um
margt af þessu. unga fólki má
segja, að því sé tónlistin í blóð
borin, þar eð í þessum hópi eru
a.m.k. fimm börn þekktra tón-
listarmanna, svo sem Vladimir
Stefán, sonur Þórunnar og Ashke-
nazy, Mist Þorkelsdóttir (Sigur
björnssonar), Elísabet Waage
(Einarsdótt-ir), Tómas Ponzi
(sonur Guðrúnar Tómasdóttur),
Jónas Sen (Jónsson) og einnig
má nefna Þórhall Birgisson, bróð-
ur píanóleikarans unga Snorra
Birgissonar. Auk þeirra leika á
þessum tónleikum Ragnar Þor-
grimsson, systkinin Sverrir
Guðmundsson og Þórdis og Anna
Guðný Guðmundsdætur, Kristinn
Andersen, Bryndís Pálsdóttir, Ás-
laug Heiða Pálsdóttir, Guðni
Franzson, Dagný Björgvinsdóttir,
Birna Bragadóttir og Ingibjörg
Þorsteinsdóttir.
Öllum velunnurum skólans er
heimill aðgangur að tónleikunum
svo lengi sem húsrúm leyfir.
4 millj. kr.
hafa safnazt tíl
Norðfirðinga
í Eskilstuna
UM 4 milljónir króna hafa safn-
azt í Norðfjarðasöfnun þá, sem nú
stendur yfir í vinarbæ Neskaup-
staðar i Sviþjóð, Eskilstuna. Olof
Loirin, ritstjóri, sagði þegar við
höfðum samband við hann i gær,
að söfnuninni lyki í næstu viku
og enn ættu háar fjárhæðir eftir
að berast, — fyrst og fremst frá
iðnaðarfyrirtækjum. Stærsti gef-
andinn til þessa er bæjarsjóður
Eskilstuna, sem gaf 25 þús. krón-
ur sænskar.
Hann sagði að söfnunarféð yrði
afhent sendiherra Islands í
Stokkhólmi, Guðmundi í. Guð-
mundssyni, sem síðan kæmi því
áfram til réttra aðila.
Líffræðileg athug-
un á umhverfi jám-
blendiverksmiðju
MEIRIHLUTI iðnaðarnefndar
efri deildar Álþingis hefur mælt
með samþykkt framkomins frum-
varps um járnblendiverksmiðju f
Hvalfirði, með nokkrum breyt-
ingum, sem hér á eftir verður
gert grein fyrir. Að meðmælum
með frumvarpinu og umræddum
breytingartillögum standa full-
trúar þriggja þingflokka: Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks. Alþýðubanda-
lagið hefur tekið afstöðu gegn
frumvarpinu. Samtök frjáls-
iyndra og vinstri manna eiga ekki
fulltrúa í efri deild Alþingis, svo
þingflokkur þess tekur ekki
formlega afstöðu til frumvarps-
ins fyrr en það kemur til kasta
neðri deildar.
Meginatriði í breytingartillög-
um meirihlutans við frumvarpið
eru þessi:
I. Við 11. gr. Greinin orðist svo:
Hlutafélaginu ber að gera var-
úðarráðstafanir til að varna tjóni
á umhverfi verksmiðjunnar við
Grundartanga af hennar völdum,
og skulu hönnun verksmiðjunnar,
bygging og rekstur i öllu vera i
samræmi við núgildandi og síðari
lög og reglugerðir hér á landi
varðandi mengunarvarnir og ör-
yggi, náttúruvernd, heilbrigði og
hreinlæti á vinnustað og þá
staðla, sem settir eru samkvæmt
þeim.
Áður en framleiðsla hefst skal á
kostnað fyrirtækisins og sam-
kvæmt tillögum Náttúruverndar-
ráðs gerð líffræðiieg athugun á
Framhald á bls. 31
Kabarett og bingó
til styrktar löm-
uðum og fötluðum
KVENNADEILD Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra heldur
kabarett og bingó n.k. sunnu-
dagskvöld í Sigtúni við Suður-
landsbraut. Stjórnandi verður
Svavar Gests.
Meðal vinninga verða þrjár
utanlandsferðir, tvær til sólar-
landa og ein til London. Auk
þess verður fjöldi annarra
vinninga, allir að verðmæti frá
10—55 þús. kr. Þar á meðal eru
fimm málverk, húsgögn, hrein-
lætistæki, matvara og allskonar
vöruúttekt.
Skemmtiatriði annast Ómar
Ragnarsson og Elín Sigurvins-
dóttir.
Félagið lét á s.I. ári af hendi
rakna 600—700 þús. kr.,bæði
með styrkjum til sjúkra og
iðjuþjálfara, til Æfingastöðvar-
innar við Háaieitisbraut og
starfseminnar í Reykjadal. Það
sem af er þessu ári hefur félag-
ið veitt einn styrk til viðbótar
þeim þremur, sem fyrir eru og
nemur hann kr. 100.000,00.
Einnig hefur það gefið tvö
þrekhjól til æfingastöðvarinn-
ar og gólfteppi upp í Reykja-
dal.
Félagið hefur nú fengið
stærra húsnæði til skemmtunar
þessarar en undanfarin ár
vegna þess að margir hafa orðið
frá að hverfa. Félagskonur
treysta því að velunnarar fé-
lagsins fjölmenni nú eins og
áður og styðji með þvf gott og
göfugt málefni.