Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 220-22- RAUOARÁRSTÍG 31 FERÐABILAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbíkar — stationbílar — sendibilar — hópferðabílar. Hugheilar þakkir til allra, sem minntust mín á áttraeðisafmæli minu 1 7. febrúar. Guó blessi ykkur. /ngibjörg Bjarnadóttir, Varmahiíö. TEXAS REFINERY CORP. óskar eftir umboðsmanni. Há umboðslaun fyrir góðan mann — þarf helzt að vera vanur inn- flutningi, þó ekki nauðsynlegt. Enskukunnátta nauðsynleg. Skrifið: A.M. Pate, Jr., President, Dep. 76-E, Box 711, Fort Worth, Texas 76101, U.S.A. Islenzk stúlka óskast á búgarð ! Kanada Óskum eftir islenzkri stúlku sem vill eyða sumrinu með litilli norsk-kanadiskri fjölskyldu á kornbúgarði i miðvestur Kanada. Hittumst í Reykjavík ca. 20. apríl. Ferð aftur til Reykjavíkur ca. 1. október eða eftir óskum. Fríar ferðir. H.K. Foss, 4234 Vasshus, Norge. í |Hör0iiinbIíil>ií> ^RIRRGFRLDRR í mRRKRfl VÐRR V erðlagsef tirlitið Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri, Akureyri, flutti at- hyglisverða ræðu á fundi for- ystumanna Sambands ísienzkra samvinnufélaga í si. viku. Gerir hann þar grein fyrir stöðu þess verzlunarrekstrar, sem sam- vinnumenn halda uppi f land- inu, sem og helztu forsendum áætlaðs 280 milljón króna hallareksturs matvöruverzlana kaupfélaganna á yfirstandandi ári. Valur lagði fram áætlun um rekstur 43 kaupfélaga (mat- vöruverzlana) sem sýnir 113 miiljón króna rekstrarhalla. Þetta úrtak þýddi að sögn Vals 280 milljón króna halla á öllum matvöruverzlunum kaupfélaga í landinu. Ástæðu þessa áætlaða rekstrarhalla taldi Valur fyrst og fremst mikla lækkun álagningar á síðustu mánuðum, samkvæmt svo- nefndri 30% reglu, en þessari regiu hefði nú f tvígang verið beitt á skömmum tfma, sam- hliða gengislækkunum. Óhjá- kvæmilegt væri að breyta þessari reglu, ef ekki ætti með valdboði að stefna að mesta tap- rekstri f íslenzkri verzlunar- sögu. Það má ekki gleymast, sagði Valur, að verzlunin er lfka atvinnuvegur, og að á hag hennar byggist velferð og at- vinnuöryggi þúsunda fjöl- skyldna f landinu. Samvinnan, tímarit SlS, birti nýverið samtal við Ólaf Sverris- son, kaupfélagsstjóra f Borgar- nesi. Þar er m.a. vikið að núgildandi fyrirkomulagi verðlagningar f landinu. Kaupfélagsstjórinn segir að nú- verandi fyrirkomulag þessara mála hafi „eyðilagt verðlagseft- irlit fólksins sjálfs í landinu." — „Þess er aðeins gætt, að rétt sé lagt á innkaupsverð prósent- vfs, en ekkert hirt um hvort innkaupin eru hagstæð eða ekki.“ Hér koma fram hin sömu sjónarmið, sem fslenzk verzlunarstétt hefur lengi haldið fram. Það er rík ástæða til að hyggja að þessum ábend- ingum, sem fslenzk stjórnvöld hafa daufheyrzt við alltof lengi. Tekst að tryggja vinnufrið? Sú spurning sem tvímæla- laust leitar mest á hug Islend- inga um þessar mundir, er sú, hvort takist að tryggja vinnu- frið í þjóðfélaginu, rekstrar- grundvöll atvinnuveganna og atvinnuöryggi alls almennings. Engin leið er að spá um, hvern veg yfirstandandi samnings- umleitunum lyktar, en sá samningsvilji sem aðilar viðræðna hafa sýnt, gefur vissulega vonir, a.m.k. um skammtíma samkomulag. Rfkisvaldið hefur gengið mjög vel fram f þvf, að tryggja mögu- leika og grundvöll samkomu- lags, m.a. með fyrirheitum um skattfvilnanir, sem meta má til jafns við launahækkun. Hvern veg þær skattfvilnanir verða í raun veltur að lfkum á afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til þeirra valkosta, sem fyrir hendi eru. Skattfvilnun getur komið fram í iækkun beinna skatta til rfkissjóðs, sem fyrst og fremst komi til góða hinum lægst launuðu í landinu. Hún getur komið fram í iækkun eða af- námi söluskatts, t.d. á ákveðn ar nauðsynjar, sem vega þyngst í framfærslu heimil- anna í landinu. Og hún gæti komið fram f hækkun persónufrádráttar til lækk- unar útsvara til sveitar- félaga. Hver þessara leiða verður valin, eða farnar tvær eða flciri að hluta, skal ósagt látið, en hitt skal undirstrikað, sem fólk verður að gera sér grein fyric að skertar tekjur rfkissjóðs (og e.t.v. sveitar- félaga) hljóta að koma fram f frestun opinberra fram- kvæmda og samdrætti f opin- berum rekstri. Hugsanlegt samkomulag hlýtur og að byggjast á launa- hækkun fólks í lægri launa- flokkum, sem kaupgreiðendur beri, en sú hækkun verður að taka mið af greiðslugetu at vinnuveganna og þvf megin markmiði að hamla gegn sam drætti f atvinnurekstri og fyrir byggja atvinnuleysi í landinu Samsvarandi hækkun á bóta greiðslu öryrkja og aldraðra sem og á tekjutryggingu þess ara aðila, er og óumflýjanleg Til að mæta auknum útgjöld um rfkissjóðs vegna kaup hækkana og hækkana bóta greiðslna, sem og vegna tekju rýrnunar af skattívilnunum, þarf óhjákvæmilega að skera niður núverandi fjárlög rfkis- ins og fresta ýmsum áætluðum framkvæmdum, sem áður var áformað að ráðast í á yfirstand- andi ári. Sveit Þóris Sigurðssonar sigraði í undankeppni Reykjavíkurmótsins ferðir er staóan i barometer- keppninni þessi: Jóns P. Sigurjónsson — UNDANKEPPNI Islandsmóts- ins í Reykjavík, sem jafnframt var undankeppni Reykjavíkur- mótsins, f sveitakeppni lauk sl. þriðjudag. Úrslit f Reykjavík- ur-undankeppninni urðu þessi: Sveit Þóris Sigurðssonar 236 Þórarins Sigþórssonar 224 Hjalta Elíassonar 223 Helga Sigurðssonar 212 Jónas Hjaltasonar 200 Olafs Lárussonar 148 Braga Jónssonar 130 Jóns Stefánssonar 130 Gylfa Baldurssonar 121 Viðars Jónssonar 119 Bernharðs Guðmundssonar 115 Ingibjargar Halldórsdóttur 113 Jóns P. Sigurjónssonar 110 Erlu Eyjólfsdóttur 55 Guðrúnar Bergs 39 Sigurvegarinn í undankeppn- inni, sveit Þóris Sigurðssonar, spilar nú til úrslita ásamt þrem- ur næstu sveitum — en sveitin má velja milli sveitanna hverja hún spilar við fyrst. Hinar sveitirnar spila svo innbyrðis. Þessir leikir verða spilaðir á þriðjudaginn kemur. Sigurveg- ararnir úr þeim leikjum spila svo úrslitaleik um Reykjavíkur- meistaratitilinn. — O — Eins og áður sagði var keppni þessi jafnframt undankeppni fyrir Islandsmót — en þá eru stig íslandsmeistaranna frá f fyrra ekki talin með en það var einmitt sigursveit undanúrslit- anna — sveit Þóris Sigurðsson- ar, Sennilegt er aö 4—5 sveitir öðlist rétt til þátttöku f aðal- keppni Islandsmótsins í Rvfk og er röð sveitanna þessi — þegar frátalin eru stig sveitar Þóris, sem fer beint f úrslita- keppnina án keppni. Sveit Þórarins Sigþórssonar Hjalta Elíassonar Jóns Hjaltasonar Helga Sigurðssonar Olafs Lárussonar Braga Jónssonar Jóns Stefánssonar Viðars Jónssonar — O — Frá bridgefélaginu Ásarnir í Kópavogi. Eftir þrjú kvöld — 1 Ólafur H. Ólafsson 218 222 Lúðvík Ólafsson — Þorvaldur Þóróarson 181 217 Helgi F. Magnússon — 200 Ragnar Björnsson 178 193 Guðmundur Oddsson — 145 Páll Þórðarson 141 130 130 115 Garðar Þórðarson — Jón Andrésson 115 Esther J akobsdóttir — Þorfinnur Karlsson 94 Guðlaugur Karlsson — . Óskar Þráinsson 84 um- A.G.R. Kvenréttindafélagið: Möguleikar kvenna til starfsframa minni AÐALFUNDUR Kvenréttinda- félags íslands var haldinn 4. marz sl. Við stjórnarkjör baðst Guðný Helgadóttir, sem verið hefur formaður sl. 4 ár, ein- dregið undan endurkjöri. Guðný hefur átt sæti f stjórn KRFÍ f rúma 2 áratugi og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Formaður var nú kosin Sólveig Ólafsdóttir. Aðrar í stjórn eru: Brynhild- ur Kjartansdóttir varaformað- ur, Lára Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Anna Valdimarsdóttir, Þóra Brynjólfsdóttir. Til vara Anna Þorsteinsdóttir, Lilja Olafsdóttir og Signý Gunnars- dóttir. Auk þess eiga sæti í stjórninni, kosnar á landsfundi 1972 til 4ra ára: Fanney Long, Guðrún Gisladóttir, Margrét' Einarsdóttir og Valborg Bents- dóttir. Á fundinum var samþykkt svohljóóandi ályktun: Aðalfundur Kvenréttinda- félags Islands, haldinn 4. marz lýsir ánægju sinni yfir þeim áhuga á bættri stöðu kvenna, sem komið hefur fram í tilefni Alþjóðlega kvennaársins 1975 og vonar að hann megi verða baráttumálum kvenna lyfti- stöng. Á íslandi hafa konur að mestu öðlast lagalegt jafnrétti, þótt mikið vanti á að fram- kvæmd þeirra laga sér viðun- andi. Benda má á, að störf, sem nær eingöngu er sinnt af kon- um, eru undantekningarlítið lægra metin en þau störf, sem karlar eða bæði kynin gegna. Af þessu leiðir, að lægstu launaflokkarnir eru að mestu skipaðir konum. Möguleikar kvenna til starfsframa eru yfir- leitt mun minni en karla. Barátta kvenna hefur aukið skilning á nauðsyn þess að koma til móts við þarfir fjöl- skyldunnar vegna fjörbreyttra þjóðfélagshátta. Enn skortir þó mikið á að konur fái jafna hvatningu og sömu aðstöðu og karlar til að velja sér lífsstarf. Kvenréttindafélag Islands leggur áherslu á þá megin- stefnu félagsins að í öllum lög- um og reglum svo og fram- kvæmd þeirra, sé jafnrétti í heiðri haft svo takast megi að útrýma hvers konar misrétti einstaklinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.