Morgunblaðið - 15.03.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
Ford Finto nefur stækkað 1975. I hann er fratnleidd 2,8 lítra, V—6 vél. Hann er nú fáanlcgur
með vökvastýri og vökvabremsum.
BMW 518
Þrátt fyrir þaó er vélin 90
hestöfl og bíllinn engan veginn
hægfara með hámarkshraða um
160 km/klst. Vélin er 1,8 lítra,
með þjöppum 8,6:1 og b»nsín-
eyðslu um 10,5 til 13 1/100 km.
Bayerische Motoren Werke í
Þýskalandi leggja með þessum
bíl eins og áður mikla áherslu á
þægindi fyrir ökumann og far-
þega. — Viðbragðið 0 — 100
km/klst. er 14,8 sekúndur.
Bíllinn vegur 1240 kg óhlaðinn.
Vauxhall verksmiðjurnar í
Bretlandi kynntu nú í vikunni í
fyrsta sinn splunkunýjan bíl,
sem heitir Vauxhall Chevette
og er þriggja dyra bíll. sem eins
og raunar fleiri nýir bílar, á aó
sameina kosti fjölskyldubíls,
Stýri og mælaborð í Vauxhall Chevette virðast vel bólstruð.
og Vauxhall Chevette
Motors). Tvær gerðir eru af
nýja bílnúm, Chevette og
Chevette L, sem er meiri lúxus-
gerð. Bíllinn á að koma á mark-
aðinn í Bretlandi fyrst í maí.
Hingað kemur bíll af þessari
gerð væntanlega eins fljótt og
mögulegt verður en ekki er
hægt að segja hvenær að svo
stöddu. — Chevette er bæði
styttri og mjórri en Vivan.
Þriðju dyrnar eru að aftan og
veita góðan aðgang að
farangursrýminu, sem er hægt
að stækka með því að leggja
bak aftursætisins nióur.
Bremsurnar eru diskar að
framan og borðar að aftan og
eru þær meó vökvaaðstoð.
Bremsukerfið er tvöfalt.
Bensíngeymirinn tekur 38 lítra.
Billinn vegur um 850 kg
óhlaðinn.
br.h.
—-----------------__
Það eru ekki mörg ár síðan
sjálfsagt þótti að nýr bíll frá
einhverri verksmióju væri
a.m.k. jafnkraftmikill eða
kraftmeiri en fyrirrennari
hans. Nú horfir dæmið öóruvísi
við, krafturinn skiptir ekki eins
miklu máli. í dag skiptir hag-
kvæmni í rekstri mestu.
BMW sýndu fyrir nokkrum
mánuðum nýjan bíl í 520 seríu
sinni. BMW 520, sem er
nýtískulegasti bíllinn, var til
grundvallar og boddýið af
honum notað. Að ýmsu leyti var
byggt á hinum gamla BMW
1800. Og úr varð BMW 518, sem
er 25 hestöflum kraftminni en
520.
sportlegs coupé og afturbyggðs
bils. Utlitið minnir að framan á
Vauxhall Firenza, sem er hrað-
skreiður bíll frá fyrirtækinu,
og áhrifa frá Chevrolet Vega og
Monza virðist einnig gæta.
Vélin sem er 1256 rúmsm og 58
hestöfl (bhp, din), er sú sama
og notuð hefur verió í Vauxhall
Viva og gírkassinn er úr
Vivunni. Allmargir hlutir í hin-
um nýjá Chevette eru eins og i
Opel Kadett (en Opel og
Vauxhall eru hluti af General
Skorið úr ágrein
ingi um kaup og
kjör iðnnema
NÝLEGA var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli, sem
reis út af ágreiningi um kaup
og kjör iéfnnema nokkurs. Mála-
vextir voru í höfuðdráttum
þeir, að vorið 1966 réðst maóur
til náms í vélvirkjun hjá vél-
smiðju einni í Reykjavík. 1
námssamningi, sem gerður var
á milli aðila, er meðal annars
tekið fram, að lágmarkskaup
nemandans skuli 1. árið vera
30% af sveinakaupi, 2. árið
40%, 3. árið 50% og 4. árið
60%. Ennfremur, að meistari
greiði ailan kostnað við iðn-
skólanám nemandans, svo og
sjúkrasamlags- og trygginga-
gjöld, samkvæmt 17. og 23.
grein laga um iðnfræðslu frá
1949.
I stað þess að greiða framan-
greindan hundraðshluta af
sveinakaupi, greiddi vélsmiðj-
an nemandanum verkamanna-
kaup allan námstfmann. Hins
vegar fékk iðnneminn ekki
greitt kaup þær 9 vikur, sem
hann var árlega frá störfum,
sökum náms við iðnskólann. Þá
varð hann einnig sjálfur að
greiða allan skólakostnað, svo
og sjúkrasamlags- og trygginga-
gjöld sin.
Iðnneminn lauk nami sínu á
tilskildum tíma vorið 1970. Bar
hann þá fram kvörtun við iðn-
fræðsluráð um að hann hefði
ekki fengið þá kennslu í með-
ferð rennibekkja, sem mælt
væri fyrir um i námsreglum
iðnfræðsluráðs. Jafnframt
gerði hann þá kröfu á hendur
vélsmiðjunni, að hún greiddi
honum kaup nema fyrir þann
tíma, sem hann hafði verið í
iðnskólanum árin 1967—1970,
samtals kr. 48.892,14 og enn-
fremur iðgjald almannatrygg-
inga og sjúkrasamlags, svo og
skólagjöld og námsbækur fyrir
sama tímabil samtals kr.
27.150,00.
Vélsmiðjan tjáði sig reiðu-
búna til að veita nemanum til-
skilið námskeið í notkun renni-
bekkja og þáði hann það. Fjár-
kröfum hans synjaði vélsmiðj-
an aftur á móti.
Málið lagt í gerð
Samkvæmt ákvæðum 38.
greinar laga nr. 68/1966 um
iónfræðslu skal leggja ágrein-
íng á milli nemanda og meist-
ara í gerð, nema málsaðilar
komi sér saman um annað. í
gerðardómnum skulu sitja lög-
reglustjóri, sem er oddviti
dómsins og ennfremur tveir
menn aðrir, einn tilnefndur af
hvorum málsaóila.
Iðnneminn vísaði nú ágrein-
ingnum um framangreindar
fjárkröfur sínar til þessa
gerðardóms. Kröfur sínar rök-
studdi hann meðal annars með
því, að samkvæmt 23. grein laga
um iðnfræðslu, sem í gildi voru,
þegar hann hóf nám sitt, á iðn-
nemi að halda fullu kaupi með-
an á skólavist stendur. Þá eiga
iðnfyrirtæki samkvæmt 17.
grein sömu laga að greiða fyrir
nemanda iðgjöld af almanna-
tryggingum. í 30. grein reglu-
gerðar um iðnfræðslu sé
ákvæði um það, að meistari og
iðnfyrirtæki skuli láta nemend-
ur ganga í iðnskóla og greiða
fyrir þá skólagjöld, pappír,
bækur og áhöld, sem námið út-
heimtir. Ekkert af þessu hafi
hann fengið greitt hjá iónfyrir-
tækinu, þar sem hann stundaði
námið.
Vélsmiðjan lagði nú fram út-
reikninga, sem sýndu, að á
námstímanum hafði iðnnemin
samtals fengið greiddar í kaup
kr. 504.474,00, samkvæmt kaup-
taxta verkamanna. Kaup sam-
kvæmt námssamningnum hefði
hins vegar aðeins numið kr.
387.408,00 á sama tima, ef
greitt hefði verið eftir honum.
Mismunur á þessum fjárhæð-
um er kr. 117.066,00 og taldi
vélsmiðjan sig því þegar hafa
greitt nemanum þær upphæðir,
sem hann væri að krefja um,
það er kaup á skólatima kr.
48.892,14 og önnur umkrafin
gjöld kr. 27.150,00 eða samtals
kr. 76.142,14. Mismuninn á
þeirri fjárhæð, sem vélsmiðjan
taldi sig á þennan hátt hafa
ofgreitt iðnnemanum, það er
kr. 117.066,00 að frádregnum
kr. 76.142,14 eða kr. 41.014,86
krafðist vélsmiðjan að nemand-
inn endurgreiddi.
Sýknukröfu sina rökstuddi
véismiðjan meðal annars með
því, að svo hefði samizt milli
aðila í upphafi námstímans, að
nemandanum skyldi greitt
verkamannakaup, sem væri
mun hærra en það kaup, sem
samið var um í námssamningn-
um. 1 staðinn skyldi nemandinn
sjálfur greiða hin ýmsu gjöld
sín, sem hér um ræðir og vera
kauplaus á skólatímanum. Hafi
þetta verið i samræmi við alla
aðra samninga, sem vélsmiðjan
hafi gert við nemendur sina
síðustu 20 árin, og upphaflega
hafi þeir verið tilkomnir fyrir
óskir iðnnema.
Urskurður gerðardðms
Urskurður meirihluta gerðar-
dómsins, það er oddamanns og
þess gerðardómsmanns, sem til-
nefndur var af iðnnemanum i
dóminn, var á þá leið, að vél-
smiðjan skyldi greiða iðnnem-
anum iógjald af almannatrygg-
ingum og sjúkrasamlagi, svo og
allan skólakostnað á námstím-
anum, samtals kr. 27.150,00.
Krafa nemandans um kaup
fyrir þann tíma, sem hann var í
iðnskólanum var hins vegar
ekki tekin til greina. Byggði
gerðardómurinn þá afstöðu
sína á þvi, að nemandanum
hefði á námstímanum verið
greidd hærri laun en gert var
ráð fyrir í námssamningnum.
Hafi hann því haldið umsömd-
um lágmarkslaunum á skóla-
tímanum.
Endurgreiðslukrafa vélsmiðj-
unnar um þær kr. 41.014,86,
sem hún taldi sig hafa ofgreitt
nemandanum var heldur ekki
tekin til greina, þar sem smiðj-
an var talin bundin af ákvörð-
un sinni um að greiða nemand-
anum verkamannakaup í stað
kaups iðnnema.
Minnihluti gerðardómsins, sá
meðdómandi, sem skipaður var
af vélsmiðjunni, komst hins
vegar að þeirri niðurstöðu, að
sýkna bæri vélsmiðjuna af öll-
um kröfum iðnnemans og enn-
fremur iðnnemann af -endur-
greiðslukröfu smiðjunnar. Rök-
studdi hann niðurstöðu sina
meðal annars með því, að vél-
smiðjan hefði greitt nemandan-
um verulega hærri fjárhæð
heldur en námssamningurinn