Morgunblaðið - 15.03.1975, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
BRIAN Holt, ræóismaður Breta
hér á landi, hefir í nokkur ár
verið félagi í Myntsafnarafélagi
íslands. Það er Anton, sonur
hans, einnig. Anton Holt nemur
nú sagnfræði við Háskóla ís-
lands og hyggst rita myntsögu
íslands sem prófverkefni.
Brian Holt á fágætt safn af
brezkum afreksorðum, en söfn-
un þeirra hóf hann fyrir tæp
um 20 árum. Safnaraeðlið er
honum í blóð borið. Faðir
hans hafi safnað einstæðu
safni af einkennismerkjum
herdeilda, sem staðsettar
höfðu verið á Irlandi fram
að árinu 1901. Safn þetta
er nú i eigu Brians Holt.
Einkennismerkin eru nú
afar fágæt þvi flestar þéssar
herdeildir, sem áður fyrr voru
undir sjálfstæðri stjórn hver og
ein, hafa verið sameinaðar og
mynda nú brezka fastaherinn.
Brian Holt hefir safnað af-
reksorðum óbreyttra her-
manna: A hverja orðu er ritað
nafn þess manns, er orðuna
fékk, af hvaða tilefni, í hvaða
bardaga o.s.frv. Ekki er þetta
þó alveg nóg fyrir Brian. Hann
hefir aflaó sér upplýsingar um
nærri hvern þann mann sem
afreksorðuna hefir fengið, og
stendur í miklum bréfaskrift-
um við brezka Þjóðskjalasafnið
og aðrar þær stofnanir á Bret-
landseyjum, sem veitt geta upp-
lýsingar um æviferil þessara
manna. Það er því æviágrip
flestra mannanna, sem gefur
hverri afreksorðu svo mikið
gildi. Þarna er um menn að
ræða, sem tekið hafa þátt í sjó-
eftir RAGNAR
BORG
orrustunni við Trafalgar,
Waterloo-bardaganum, eða bar-
izt á Indlandi, Kína, Rússlandi,
Suður-Afríku, Mið-Afríku, í
Asíu, Evrópu, ja satt að segja
hvar sem er í heiminum.
Brezka heimsveldið var í mótun
á seínustu öld. Það kostaði
mörg stríð og margar frægar
orrustur og mikið blóð, en þetta
er jafnframt kafli í mannkyns-
sögunni. Á spjaldi einu hefir
Brian Holt raðað 52 afreksorð-
um. Sú elzta er frá árinu 1793.
Sú nýjasta er frá 1972. Kjör
hermanna hafa verið knöpp á
seinustu öld. Mikill munur var
á kjörum yfirmannæ og undir-
manna. Um aldamótin 1800
fékk brezkur hershöfðingi í
sinn hlut af herfangi 100.000
sterlingspund. Menn reikni
þetta til nútímaverðs og taki til
athugunar að verðlag hefir
breytzt mikið á Englandi und-
anfarin 175 ár. Öbreyttir dátar
hjá þessum sama hershöfðingja
höfðu í sinn hlut af herfanginu
eitt sterlingspund á mann. En
semsagt Brian Holt ætlar að
halda fyrirlestur um og sýna
þetta ágæta safn sitt á fundi
Myntsafnarafélagsins, sem
haldinn verður klukkan hálf
þrjú i dag í Templarahöllinni.
Veit ég að Brian hefir frá
mörgu að segja svo mikils fróð-
leiks sem hann hefir aflað sér
um hverja einstaka afreksoróu.
Fyririesturinn verður að sjálf-
sögðu fluttur á íslenzku. Að fyr-
irlestrinum loknum mun Brian
Holt svara fyrirspurnum, en að
þeim loknum verður uppboð.
Verða meðal númera nokkrir
10 eyringar, íslenzkir, frá 1922
til 1939, þar af nokkrir í háum
gæðaflokki. Ennfremur nokkr-
ir 25 eyringar frá sömu árum og
krónupeningar frá 1925 og
1929. Heilt sett af íslenzkri
mynt frá 1922—1974 í flokki
01—1. 10 krónu seðill frá 1904,
krónuseðill frá 1920 í flokki O
þ.e. fullkomið eintak. Minnis-
peningar Anders Nyborg frá
1973, Heimaey og Grænland.
Auk þess eru norskir, sænskir,
enskir, þýzkir og júgóslavnesk-
ir peningar og seðlar á uppboð-
inu.
Hér eru nokkur sýnishorn og má lesa á orðunum fyrir hva J þær eru.
Brian Holt heldur fyrirlestur og hefir sýningu á
brezkum afreksorðum á fundi Myntsafnarafélagsins
Afreksorðusafn Brian Holts.
Hirðing
handanna
HENDUR og negiur þurfa llka
sfna umönnun eins og allir vita.
Það er auðvitað ákjósanlegast
að geta farið í handsnyrtingu
hjá snyrtisérfræðingum við og
við. En sé þess ekki kostur, má
reyna sjálfur, og er þá gott að
fá dálitla leiðbeiningu. Hér
kemur þvl lýsing á leikmanns
handsnyrtingu:
7) Naglalakkið borið á með
þremur strokum, fyrst í miðju
og síóan til hliðanna. Lakkið
látið þorna vel áður en annað
lag af lakki er borið á.
Bezti tími til að lakka negl-
urnar svo lakkið endist er rétt
fyrir svefninn. Þá er lakkið orð-
ið glerhart að morgni, þegar
störf hefjast.
Sjálfsagt er að hlífa höndun-
um eins og kostur er með þvl að
nota gúmmíhanzka við grófari
verk. Sápulegir og önnur hrein-
gerningarefni eru misjafnlega
mild og fara mjög misjafnlega
með hendurnar. En það er
sjálfsagt að reyna fleiri en eina
tegund til að fikra sig áfram og
finna það bezta. Það má benda
á, að gott er að hafa naglaþjöl
við höndina I eldhúsinu eða á
öðrum vinnustöðum. Má þá oft
bjarga nöglum, sem rifnar upp
I. Einnig er sjálfsagt að hafa
handkrem við höndina og bera
á sig eins oft og hægt er.
1) Byrjað er a pvi ao nreinsa
vel af naglalakkið, sem fyrir er.
Síðan er farið yfir neglurnar
með þjöl frá hlið að miðju.
2) Naglabandakrem er borið á
böndin. Gott er að nudda dálítið
við rætur og hliðar naglanna til
að mýkja húðina.
Tízkan
3) Bómull sett á smápinna, dif-
ið í naglabandaeyði og ýtt á
naglaböndin. Dautt skinn
hreinsað af og neglurnar
hreinsaðar. Síðan eru hendurn-
ar settar ofan í milt, heitt sápu-
vatn.
4) Hendurnar þerraóar, nagla-
böndum ýtt upp með handklæð-
inu um leið og þurrkað er.
5) Góðu handkremi nuddað vel
inn i hendurnar.
6) Borið á neglurnar undirlag,
„base-eoat“, sem á að styrkja
þær.
Dökkblátt pils, jakki
og blússa hvít-blá
röndótt, frá Dior.
Þessir litir eru mjög
í tízku um þessar
mundir. Efnið í
jakka og pilsi er
flannell, en í blúss-
unni Crepe de Chine.