Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
SCHM
«Í1|1M Olifsson
og Valdimar Örnólfsson
Eina óhappið þegar
Margrét viðbeinsbrotnaði
Rætt við Gilbert Reinisch um Frakklandsferð íslenzks skíðafólks
Fyrir skómmu kom til lands-
ins 15 manna hópur skíða-
manna, sem um tveggja vikna
skeið æfði brun og stórsvig
með frónskum skíðamónnum í
F’rónsku Ölpunum. 1 þessum
hópi voru átta Akureyringar,
en fararstjóri var Frakkinn
Gilbert Reinisch, sem um
tveggja ára tímabil hefur kennt
íslendingum á skfðum. Við
hittum Gilbert að máli á dógun-
um og báðum hann að segja
okkur frá þessari æfingaför.
„Þessi ferð komst upphaflega
til tals í fyrravor, þegar átta
Reykvíkingar fóru til Frakk-
lands til að taka þátt í vornám-
skeiði franskra skíðamanna,
sem haldið er á einum jöklanna
í Ölpunum. Þar var íslending-
unum sagt, að þeir gætu verið
með í brunnámskeiði, sem átti
að haldast eftir áramótin i
þorpinu Col St. Jean í S-
Ölpunum. Við heimkomuna var
haft samband við formann
Skíðasambands Íslands, sem
svo kom þessu á framfæri við
öll skíðaráð landsins. Endaði
þetta með þvi, að 8 Akureyring-
ar og 5 Reykvxkingar voru
skráðir í þessa ferð.“
— Ilvernig gekk ykkur svo í
Col St. Jean?
— Þegar við komum þangað
var orðið svo til snjólaust í
suðurhluta Alpafjallanna, og
alls ekki hægt að halda nám-
skeiðið í þessu þorpi eins og til
stóð og við það breyttist málið
nokkuð. Námskeiðið var sett á
laggirnar af franska skíðasam-
bandinu og þjálfararnir
frönsku sögðu stráx, að við gæt-
um ekki tekið þátt í nýju nám-
skeiði, sem átti að halda t
norðurhlíðum Alpafjalla, fyrst
og fremst vegna plássleysis —
það var víst ekki nóg pláss fyrir
alla Frakkana.
— Ilvaðgerðuð þið þá?
— Ur því að við vorum komin
til Frakklands, þá fór ég á
stúfana og reyndi að finna stað,
þar sem krakkarnir gætu skíð-
að í bruni og stórsvigi, og fyrst
og fremst stað, þar sem þau
gátu skíðað hratt og lengi... Að
lokum fundum við stað La Foux
D'Allos, sem liggur ekki mjög
iangt frá Nissa, í Suður-
Ölpunum. A þessum stað hafði
nýlega fallið mikill snjór og
fimm skíöamót átti að halda þar
á þeim tima, sem viö ætluðum
að dveljast í Frakklandi. Fyrst
ber að telja Bikarmeistaramót
frönsku háskólanna (stúdenta-
mót), tvær stórsvigskeppnir og
1 svigkeppni, þá var haldið 1
stórsvigsmót í líkingu við
punktamótin okkar og ein
brunkeppni, sem var aðalástæð-
an fyrir dvöl okkar á þessum
stað. Formanni skíðasambands-
ins og formönnum skíðaráð-
anna og þjálfurunum hér
heima fannst mest um vert að
vita hvernig krakkarnir væru
undirbúin fyrir þær greinar,
sem lítið er hægt að kenna eða
æfa hér á landi eins og t.d. brun
og okkur þótti litið til þess
koma á láta krakkana æfa í
svigi, þegar þau fóru aðallega
til að æfa og keppa i stórsvigi
og bruni.“
— Hvernig gekk svo í mótun-
um?
— íslendingunum var leyft
að taka þátt i öllum mótunum
og það merkilegasta var að við
fengum alltaf hluta af beztu
rásnúmerunum, þannig að
nokkur hluti hópsins átti alltaf
kost á því að ná fyrstu sætun-
um, en við fengum alltaf nokk-
ur rásnúmer frá 1 til 10. Frakk-
arnir, sem tóku þátt í þessum
mótum, voru nokkuð göðir,
flestir í flokkunum 1-2-3 og 4 en
í Frakklandi eru 8 flokkar fyrir
utan A-B og C liðin, sem er
landslið Frakka. Veðrið var
gott alla daga, og aldrei ský á
himnum og snjórinn var mjög
góður, léttur og kaldur.
— Hvernig var svo
árangurinn?
— Hann var góður. Laugar-
daginn 15. febrúar kepptu
krakkarnir í tveimur stórsvigs-
mótum og í fyrri keppninni var
Margrét Baldvinsdóttir í 2. sæti
og Steinunn Sæmundsdóttir i 3.
sætij Katrín Frímannsdóttir
varð fimmta og Margrét Vil-
helmsdóttir níunda. Steinunn
Sæmundsdóttir fékk þarna sér-
stök verðlaun fyrir sinn
árangur, þar sem hún héfur
ekki enn náð 16 ára aldri.
Strákarnir veru ekki eins
framarlega i röðinni og
stúikurnar, en Guðjón Ingi
Sverrisson varð áttundi, Jónas
Sigurbjörnsson sextándi og
Þorsteinn Geirharðsson
seytjándi. Síðar um daginn í
seinni stórsvigskeppninni náði
Margrét Baldvinsdóttir 2. sæti,
Steinunn Sæmundsdóttir 4.
Katrín Frímannsdóttir 5. og
Margrét Vilhelmsdóttir 7.
Guðjón Ingi náði aftur bezta
árangri piltanna og varð í
Endi brunabrautarinnar, sem keppt var í
Kristján Kristjánsson og Þorsteinn Geirharðsson fyrir eitt mótið
sjöunda sæti, Þorsteinn Geir-
harðsson nítjándi og Ingvar
Thoroddsen tuttugasti.
Fimmtán stúlkur mættu til
leiks í stórsviginu og 56 piltar.
Daginn eftir, var bæði keppt í
svigi og stórsvigi. I sviginu sló
Margrét Baldvinsdóttir í gegn
og sigraði, var 3,5 sek. á undan
næsta manni, Margrét Vil-
helmsdóttir varð hins vegar
fjórða. Guðjón Ingi varð annar i
svigi karla, Þorsteinn Geir-
harðsson sjötti, Ingvar Thor-
oddsen níundi og Jónas Sigur-
björnsson ellefti. 1 stórsviginu
voru þær Margrét Baldvins-
dóttir, Steinunn Sæmunds-
dóttir og Katrín Frímanns-
dóttir í 2., 5. og 6. sæti og
Guðjón Ingi varð áttundi í
karlaflokkinum. Um leið og
þetta var einstaklingskeppni
voru þessi mót einnig bæjamót,
og Island var talið sem einn
bær. Utkoman varð sú, að við
urðum í öðru sæti, næstir á
eftir Grenoble.
— Hvernig varð framhaldið?
— Vikuna á eftir var æft af
miklum krafti í góðum snjó, og
nú æfðum við svo til eingöngu
brun. Þjálfarar voru ég og
annar Frakki. Þetta gekk allt
saman ljómandi vel, nema hvað
Margrét Baldvinsdóttir varð
fyrir þvi óhappi að vióbeins-
brotna á fyrsta degi, en hún lét
það ekki á sig fá og hélt sínu
góða skapi alla vikuna.
A miðvikudeginum komu sex
karlar og sex konur úr B og C
liði Frakka og æfðu brun með
okkur og kenndu landanum
hina svokölluðu bruntækni. Við
náðum fljótlega þeim árangri,
sem við vildum, sem sagt Is-
lendingarnir urðu fljótlega
vanir að renna sér á miklum
hraða og um leið að fara geypi-
langar brekkur án þess að
stoppa."
— Að lokum Gilbert?
— Ekki annað en það, að and-
rúmsloftið innan hópsins var
ljómandi gott og krakkarnir
sem flest voru ekki nema 16 og
17 ára gömul tóku þetta mjög
alvarlega. Það kom varla fyrir
að þau færu út á kvöldin. I þess
stað héldum við skemmtilegar
kvöldvökur á hótelinu okkar
með Frökkunum, sem þar
bjuggu. Þetta stutta námskeið
Islendinganna á eflaust eftir að
koma á enn betra sambandi
milli íslenzkra og franskra
skíðamanna, og ættu íslenskir
skíðamenn að geta lært mikið
af Frökkum í framtíðinni.
Nokkur hluti hðpsins fyrir utan skfðaskála I Chamonix.
Höfum opnað snyrtistofu
okkar að Ármúla 32.
/NGA OG RAGNHE/ÐUR
SÍM/ 82340.
SKÁKÞING
ÍSLANDS 1975
Innritun hefst mánudaginn 17. marz í
Skákheimilinu Grensásvegi 46.
Keppni hefst
i landsliðsfl fimmtudaginn 20. marz
í meistarafl. laugardaginn 22. marz
i I. — II. kvennafl. og öldungafl.
sunnudaginn 23. marz
Upplýsingar gefur Hermann Ragnarsson i sima 20662
á kvöldin.
ÁRSHATIÐ
Alþýðuflokksfélags Reykjavikur
verður haldin i Átthagasal Hótel Sögu n.k.
sunnudag og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h
SKEMMTIDAGSKRÁ:
1. Óperusöngkonurnar Guðrún Á. Simonar og Þuriður Pálsdóttir syngja einsöng
og dúetta við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
2. Gunnar Eyjólfsson, leikari
skemmtir.
3. Didda og Sæmi sýna dansa.
4. Einleikur á pianó
Veizlustjóri Gylfi Þ. Gislason.
Alþýðuflokksfólk fjölmennið og takið
með ykkur gesti. Miðasala i sima
15020 og 16724.
Skemmtinefnd