Morgunblaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 \ 0
eftir ÁSGEIR
JAKOBSSON
Kveikjan í lífi
fiskimannsins
AF HVERJU borðar fólkið ekki
brauð og smér heldur en deyja
úr hungri, spurði drottningin
forðum. — Af hverju eru fiski-
menn okkar sífellt að tefla á
tvær hættur í sjósókninni, spyr
íslenzkt fólk nú, eins og sjósókn
við ísland sé því álíka framandi
og drottningunni bjargarleysi
fólks á Islandi hörmungartím-
anna.
Ahættan er sjálf kveikjan í
lifi og starfi fiskimannsins eins
og annarra veiðimanna. Öllum
veiðum fylgir áhætta. Hún er
fólgin i þeim og það léggja ekki
aðrir fyrir sig veiðimennsku en
þeir, sem er það eiginlegt að
hætta einhverju til. Það fólk
sem vill hafa allt sitt á þurru
skilur ekki veiðimanninn og
finnst öll hans hegðan undar-
leg.
Stanzlaust
uppgjör
Kappsfullur fiskimaður er
stöðugt að taka áhættu í veiðum
sinum. Hver einasta sjóferð er
uppgjör milli áhættu og örygg-
is. Hve langt á að róa, hve lengi
að halda til, hve mikið að hlaða
skipið? Ef fiskur stendur utar-
lega, róa menn eftir honum, ef
veiðarfæri er í hættu, hanga
menn i því, ef afli býðst hlaða
menn skip sín. Sá fiskur, sem
ekki er sóttur, þegar hann
gengur á miðin, biður ekki; það
veiðarfæri sem farið er frá,
finnst ekki aftur; sá afli sem
fleygt er fæst ekki í næsta
róðri.
En það eru ekki aóeins veiði-
hagsmunirnir, sem valda því að
fiskimaður er sífellt að taka
áhættu, heldur einnig náttúr-
legur veiðiáhugi hans og það
kannast allir þeir við sem ein-
hvern timann hafa stundað ein-
hverjar veiðar, jafnvel bara
seilzt eftir lontu í lækjarhyl,
ósyndir menn hafa fleygt sér á
kaf. Loks er keppni við aðra
veiðimenn mikill áhættuhvati.
Að áhætta fylgi íslenzkri sjó-
sókn og fiskimannsstarfinu
eins og dagur fylgir nótt, hefði
mátt halda að íslenzkur al-
menningur væri farinn að
skilja, en það er ekki. Hann er
alltaf jafnhlessa og alltaf sí-
spyrjandi: — Af hverju eru
mennirnir að stofna sér í
hættu? —
Það er eitt ráð öruggt til að
koma i veg fyrir að fiskimenn
okkar taki á sig áhættu og það
er að banna þeim að róa. Er
einhvér sem mælir með því?
Fífldirfska
Það er sitthvað áhætta eða
fífldirfska. Þegar menn taka á
sig áhættu vega þeir og meta
með skynsemi sinni og dóm-
greind aðstæður og horfur, en í
fífldirfskunni eru allar skyn-
samlegar forsendur brostnar.
Enda felst það í orðinu, að mað-
urinn hagi sér eins og fífl. Fífl-
djarfur maður er ekki kjark-
maður, sem sigrast á ótta sín-
um, hann er annað hvort svo
vitlaus að hann gerir sér ekki
grein fyrir hættunni, eða þá að
það vantar i hann mikilvægan
þátt mannlegs eðlis, óttakennd-
ina. Hann er sem sé ekki nor-
mal. Dæmi um fífldirfsku, sem
bæði er heimska og óeðli, eru
þeir fábjánar, sem aka um göt-
ur á 100 km hraða algerlega að
þarflausu. Það er engin skyn-
samleg forsenda fyrir áhættu
af því tagi. Þó að sú áhætta,
sem fiskimenn taka, leiði
stundum til slysa bæði við verk-
in og í sókninni sjálfri, þá eru
alltaf skynsamlegar forsendur
fyrir verknaðinum, að vísu
stundum unideilanlegar, en
eigi að síður eru þær fyrir
hendi. Fífldirfska er mjög fátítt
fyrirbæri í sjósókn okkar.
Hleðslan á
loðnuflotanum
Hleðsla loðnuskipanna nú og
undanfarin ár og síldarskip-
anna áður fyrr, hefur oft vakið
ugg i brjósti margra. Það jaðrar
við á stundum að hún sýnist
glórujaus, það er fífldirfska.
Það er þó sjaldnast svo í raun.
Oft eiga skipin stutt i land og
líklegt að veður arti sig vel á
landleið, og þá eðlilegt að menn
freistist til að láta á skipin það
sem á þeim tollir við slikar að-
stæður.
Þó að fljóti yfir miðdekkið,
þá er mikið flotmagn eftir í
hvalbaknum og yfirbygging-
unni. Hér er ég að tala um
hagstæðustu aðstæður til mik-
illar hleðslu, en því miður virð-
ist hleóslan oft ekki fara eftir
aðstæðum. Hvorki tekið tillit til
vegalengdar, veðurútlits né ald-
urs og gerðar skipanna.
Flotmagn og
traustleiki
Við hleðslu skipa sinna horfa
menn gjarnan mest til flot-
magns þeirra og láta á skipið
eins og það flýtur með. En
traustleikl skipanna er einnig
mikilvægt atriði, ef það á að
hlaða þau mikið. Burðarþol
skipa ákvarðast ekki aðeins af
flotmagninu heldur einnig af
styrkleika þeirra. Skip geta lát-
ið sig undan þunga, eins og
hver annar hlutur, ef of mikill
þungi leggst á hann. Það er
margur, sem ekki hugsar útí
þetta fyrr en skipið er farið að
liðast eða gefa sig og leki kom-
inn að því. Fyrir hvað springa
upp lúgur á ofhlöðnu skipi eða
rifa myndast við skammdekk?
Skipið hefur gengið til undan
of miklum þunga. Skip eru
mjög missterk og búnaður
þeirra mjög mistraustur. Það
verður þó ekki séð á hleðslu
flotans að menn geri
sér mikla grein fyrir þessu.
Gömlu skipin eru hlaðin jafnt
og þau nýju. En hver vill
fleygja afla úti á miðunum og
koma með skip sitt létthlaðnara
að landi en annar við hliðina á
honum? Það er ekkert merki
uppi á skipinu, sem sýnir að
það sé 10 ára en hitt nýtt. Og
það er enginn, sem spyr. Ekki
einu sinni skipshöfnin. Opin-
berum aðilum er mikill vandi á
höndum að setja mönnum regl-
ur um hleðslu. Það hefur verið
reynt, en fór fljótlega úr bönd-
unum, skipstjórar vildu hafa
vald til að hlaða eftir aóstæð-
um. Það væri heldur ekki rétt-
látt að sömu reglur giltu fyrir
alla og öll skip. Valdió er bezt
komið í höndum sjómannanna
sjálfra, en þeir verða þá að
gæta þess.
Vond hleðsla
Þó að ofmikil hleðsla sé
l' .‘.uleg, þá er það e.t.v. ekki
síður það sem nefna mætti
vonda hleðslu sem valdið hefur
slysum bæði hjá síldarskipun-
um hér áður og loðnuskipunum
nú hin síóustu árin. Með vondri
hleðslu í þessu tilviki á ég vió
að borð sé á lestinni en jafn-
framt sitji mikill sjór í eða of-
aná loðnufarminum og allur
farmurinn nái að slást til eða sá
sjór, sem ofan á farminum sit-
ur.
Nýjustu skipin eru með svo
traustan lestarbúnað og hann
sérstaklega smiðaður fyrir síld-
ar- og loðnufarm, að i þeim get-
ur fátt bilað og engin hættuleg
hreyfing myndast á farminum.
Lestunum er margskipt bæði
þvert og eftir endilöngu með
öflugum hlerum eða flekum,
sem ekki láta sig og þeir ná
uppí dekk og þessar stíur eru
nánast vatnsþéttir tankar.
Ristakerfið í nýju skipunum er
einnig mjög gott, stórar ristar i
lestargólfunum og einnig stórar
lóðréttar ristar viða í lestunum.
Dælukerfi skipanna er siðan
mjög öflugt og af þessum bún-
aði öllum leiðir, að sjór næst
mjög fljótlega úr loðnunni og
eftir það er hún tiltölulega góð-
ur farmur. Hún sígur saman i
stöpul, og er þá sýnu betri
farmur en síld.
Mikill hluti loðnuflotans er
þó enn með hinum hefðbundna
fiskilestarútbúnaði. Orsök
þessa er sú að fiskiskip okkar,
einkum þau minni, þurfa að
stunda margskonar veiðar. Ör-
uggasti lestarbúnaðurinn fyrir
loðnufarm yrði óhentugur á
þorskveiðum og það yrði dýrt
að skipta um innréttingu i lest-
inni í hvert sinn sem skip skipti
um veiðiaðferð. Það hefur því
verið leitast við að endurbæta
hefðbundna fiskilestarútbún-
aðinn svo, að hann nægði á
loðnuveiðunum. Hinn hefð-
bundni fiskilestarbúnaður eru
styttur í lestinni og lestarborð,
nú jafnan úr áli, sem raðað er
eða stillt upp í fölsin á styttun-
um. Það hefur gengið illa að
gera þennan útbúnað nægjan-
lega traustan og þéttan til að
halda loðnufarminum í skefj-
um, þegar mikill sjór fer nióur í
lestina þegar dælt er úr nót-
inni. Lensikerfi eóa dælukerfi
margra eldri skipanna er held-
ur ekki nægjanlega öflugt og
ekki miðað við það að dælt sé á
annað hundrað tonnum eða tvö
hundruð tonnum á klukku-
stund úr nótinni og í lestina og
þeirri dælingu fylgir mikill sjór
með loðnunni. Ristakerfið í
eldri skipunum er máski
sumstaðar heldur ekki nógu
gott. Gólfristarnar þá of litlar
eða of fáar lóðrétturistarnar
líka.
Þegar dælt er úr nótinni af svo
miklum krafti að dælt er jafn-
vel um 200 tonnum á klukku-
stund, þá skiist sjórinn ekki
nema að litlu leyti frá loðnunni
í skiljunum sem til þess eru
ætlaðar uppi á þilfarinu. Þegar
lestin er full er mikill sjór i
farminum. Lensikerfi skipsins
(þ.e. dælur og ristar) — hefur
ekki haft nægjanlega undan
dælingunni úr nótinni. En það
er náttúrlega haldið áfram að
dæla út sjó í gegnum lensi-
kerfi skipsins og smám saman
lækkar í lestinni eftir að henni
hefur verið lokað, þegar hún
var full. Nú getur hvort tveggja
gerzt að loðna fari i graut, ef
veltingur er, áður en sjórinn
næst úr henni en líka getur það
gerzt að loðnan setjist og loki
ristakerfinu og sjór verði eftir
ofan á loðnunni. Hvort heldur
sem gerist, þá verður um mjög
ótryggan farm að ræða, sem
hinn hefðbundni lestarumbún-
aður virðist ekki geta haldið
nægjanlega í skefjum.
Þaó er ekki hægt að stilla
alveg uppí dekk og það mynd-
ast óhjákvæmilega all-breið
rifa, svo sem þverhandar breið
eða vel það milli efstu borð-
anna og dekksins. Það hefur
verið reynt að bæta úr þessu
með því að sjóða neðan á dekk-
ió bak, sem nær niður fyrir
efstu borðin og loka þannig rif-
unni. Siðan á að fleyga efstu
boróin föst.
Með þessum umbúnaói ætti
loðnugrauturinn eða sjórinn,
sem situr ofan á loðnunni ekki
að fá greiðan gang milli borða.
Hvar kemst hann þá, því að það
er staðreynd að þegar um ofan-
greindan farm er að ræða, þá
leitar hann milli borða og veld-
ur slagsiðu. Menn hafa viljað
leita orsakanna í því, að eitt-
hvað gæfi sig neðar i lestinni.
Eins og áður segir, er hefð-
bundna lestaruppstillingin aó-
eins einföld álborð.
Margir hafa styrkt uppstill-
inguna neðst með því að hafa
tvö og tvö borð saman og með
þeim hætti eru borðin sjálf
vafalaust nógu sterk. En fleira
kemur til. Vegna vinnuhagræð-
ingar hafa menn horfið að því
ráði að hafa öll lestarborðin
jafn löng. En þessi jafna lengd
á borðunum krefst þess að mik-
illar nákvæmni sé gætt við að
setja niður stytturnar. Þar má
engu muna.
Kannski er það nú samt svo,
að það munar einhverju á
styttubilinu og borðin verða þá
helzt til rúm sumstaðar. Ef svo
er, þurfa þau ekki mikið að
svigna til þess að fara úr fölsun-
um. Og staðreynd er það, að
þau liggja oft laus i lestinni,
þegar verið er að landa. Ur
þessu er erfitt að bæta. Það
væri mikið verk að stilla upp, ef
sami háttur væri á hafður og i
gamla daga, að hver stía hafði
sín borð, sem þá voru vandlega
merkt með rómverskum tölum.
Ef menn verða varir við, þegar
þeir eru að stilla upp, að borðin
séu ivið of stutt eitthvert styttu-
bilið, þá ættu þeir að láta vita
af því. Borð, sem ná tæpt i
fölsin, þurfa ekki mikið að
svigna til þess að hrökkva úr
þeim.
Ráð og
þrautaráð
Það gæti verið ráðlegt að
dæla eins hægt úr nótinni ag
mögulegt er, þá myndi náttúr-
lega skiljast meiri sjór frá loðn-
unni uppi á dekkinu eða áður
en hún fer í lestina. Nú er það
náttúrlega einmitt þegar mest
væri þörfin að fá minnstan sjó í
farminn, að menn þurfa að
flýta sér að losa nótina. Það er i
brælum. Ef menn geta með
nokkru móti komið því við,
ættu þeir samt að dæla hægt.
Þegar skipi fer að veita og
menn reyna að keyra það upp á
aó leggja stýrinu í það borðið,
sem skipið hallast á. Þá verkar
stýrisblaðið eins og fjöður sem
spennir skipið yfir i hina sió-
ina, og eijinig kemur til mió-
flóttaaflið. Atlir hlutir hallast
útúr hring, ef tekin er kröpp
beygja.
Ef menn verða varir við að
skipið sé óeðlilega krankt, og
orsökin sé sú, að farmurinn eða
sjórinn ofan á honum leiki milli
borða, þá getur verió þrautaráð
að fylla lestina af sjó.
VETRARVERTÍÐIN — Bátar koma og fara alla daga
og nætur. Elíf hringrás, enda verður hjólið að snúast.