Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 Kveðja: Guðmundur Magnús- son endurskoðandi Fæddur 2. september 1921. Dáinn 27. febrúar 1975. Stutt er síóan fundum okkar Guómundar Magnússonar bar fyrst saman, en vinátta okkar var einlæg ogsamstarfiðmikiðog mér dýrmætur skóli. Nú er skarð fyrir skildi, því hér er genginn drengur góður. Lífsstíll hans einkenndist af hógværð, trúmennsku og hár- fínni næmni fyrir fegurð og list- um. Hann var félagi góður og örlátasti gestgjafi, sem ég hefi kynnzt, hvort sem var á hans vist- lega og listræna heimili eða á erlendri grund. Guðmundur Magnússon ólst upp í mikilli fátækt hjá atorku- samri mótur, sem hann minntist oft á alvarlegum stundum með mikilli aðdáun. Þessi fátæki drengur brauzt áfranj stundaði al- geng störf í sjávarplássi og sakir góðrar greindar og mikillar starfsorku lauk hann ágætu prófi frá Vezlunarskóla íslands og hlaut meðal verðlaunagripa við skólaslit bókfærslubikarinn. Hann hóf síðan almenn skrif- stofustörf og endurskoðunarstörf og stofnaði eigin endurskoðunar- skrifstofu 1956, er hann rak með miklum sóma til dauðadags og var hún nú síðast til húsa í Morgun- blaðshúsinu i Reykjavík. Skrif- stofan fór ekki varhluta af smekk- vísi og snyrtimennsku Guðmund- ar og þar hóf hann störf árla morguns, venjulega klukkan sex, og hafði skilað drjúgu dagsverki, ér samlandar hans stigu fram úr rekkjum sínum. Hann var fram- úrskarandi vel menntaður i sínu starfi og naut einstaks trausts hjá viðskiptamönnum sínum og starfsbræðrum og engan mann hefi ég séð fljótvirkari og vand- virkari við bókhald og skattskil og meóferð á skattamálum né skila vinnu sinni á jafn snyrtilegan hátt. Hann mátti ekki vamm sitt vita og verk hans bera nú þess gleggst merki. Heimili Guómundar að Hvassa- leiti 141 bar þess merki, að hús- ráðandi hafði næmt skyn fyrir bókmenntum og fögrum listum. Það var einstaklega snyrtilegt og smekklegt, búið fögrum og þjóð- legum listaverkum, miklu og vönduðu bóka- og hljómpiötu- safni og hinn fjölmenni hópur vina, er þar var títt kominn saman gefur góóa hugmynd um hin örláta og hógværa gestgjafa i vináttu og veigum. Guðmundur Magnússon var víð- förull maður, í sumarleyfum sín- um ferðaðist hann mikið. Í ferðum sínum naut hann glæstrar menningar og viðaði að sér óhemju fróðleik um lönd og lýði, sem hann síðan naut að miðla öðrum af á sinn falslausa og hóg- væra hátt. Síðla sumars 1971 naut ég þess að fara eina slíka sumar- leyfisferð með honum og nú, er ég lít yfir farinn veg, orna ég mér við minningar um viðburði þessarar ferðar. 1 þessari ferð leyndi vinur minn mig því, að hann væri að halda upp á fimmtugs afmæli sitt og 2. september 1971 vorum við staddir í Lundúnum, en kvöldið áður hafði hann sagt við mig aldrei þéssu vant, á morgun ætla ég að ráða ferðinni. Við lögðum af stað frá hótelinu klukkan sjö ár- degis og ferðinni var heitið til St. Pausldómkirkjunnar. Að lokinni eftirminnilegri morgunstund þar fórum við í Old Bailey sakamála- réttinn og þaðan í Royal Courte of Justice og að loknum máls- verði á málverkasýningu. Um kvöldið var síðan farið í óperuna og var þar ópera Richard Wagner Lohengrin, og hófst sýning klukkan 7 og lauk langt gengin 12. Var nú lítíð eftir af þreki mínu en vinur minn hinn bratt- asti. A leiðinni heim á hótel var mér öllum lokið, er Guðmundur bauð mér til ríkulegs málsverðar á sérlega glæsilegum veitinga- stað. Er þrjár mínútur af eilífð- inni höfóu liðið frá því að Big Ben hafði slegiðtólf sagði Guðmundur Magnússon mér meó hlýlegu brosi og af sinni græskulausu glettni, að við hefóum verið að halda hátiðlega hans hálfu öld! Eg hefi oft hugsað til þess síðan, hvernig þessi fágaði fagurkeri t Faðír minn, ÓSVALDUR KNUDSEN, málarameistari, Hellusundi 6A, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 13. þ m. Vilhjálmur Ó. Knudsen. valdi smekklega okkar áhugamál þennan dag. Þegar ég var að ljúka flutningi prófmála fyrir Hæstarétti Islands sat sviphreinn og hógvær maður í áheyrendastúkunni og hlustaði á hinn þurra málflutning af mikilli innlifun en varkárni. Að mál- flutningi loknum gekk ég til Guð- mundar vinar míns og spurði hann, hvernig hann nennti að hlusta á þessi ósköp? Kaldhæðnis- legt bros lék um varir Guðmund- ar, er hann sagði: „Helíiurðu að maður verði ekki að fylgjast meó svona strákpolla fyrir svona virðulegum rétti.“ í löngum veikindum mínum var þessi fágæti vinur mín stoð og stytta, þvi vinfastur var hann. Er ég var að undirbúa mína síðustu ferð á sjúkrahús í London mælt- um við Guðmundur okkur mót. Þar var fagnað góðum árangri, lagt á ráðin um framtiðina, gefin góð fyrirheit og skipulögð okkar framtíðarsamvinna, sem ég byggði allt mitt traust á. Fimmtudaginn 27. febrúar s.l. undirgekkst ég minn siðasta upp- skurð og þann dag varð Guð- Fædd 6. nóv. 1972 Dáin 9. marz 1975. Aðeins nokkur kveðjuorð til litlu frænku minnar, Bennu, sem við kveðjum í dag. Hún hét fullu nafni Benedikta Breiðfjörð og var fjóróa barn þeirra hjóna, Hrafn- hildar Ellertsdóttur og Alex- anders Ólafssonar, sem bæði eru ættuð úr Dalasýslu. Er Benna litla fæddist, i nóvem- ber 1972, var henni vart hugað lif, og sífellt þau tæp 3 ár, er hún liíði, var hún læknavísindunum hulin ráðgáta. En hún naut frá- bærrar umhyggju og ástúðar, þar sem hún dvaldi lengst af á Barna- deild Landspítalans. Kærleikur- inn glæðir og umvefur allt líf. Kærleiksrikrar umhyggju naut Benna litla í ríkum mæli hjá for- eldrum og systkinum, að ógleymdri Höllu frænku, er dvelur á heimilinu, en milli hennar og Bennu ríkti ástúðlegt samband. Benna var sérstaklega skynugt barn, og fallegri barnsaugu hef ég ekki séð. Ég mun aidrei gleyma þeirri stund, er Benna sá nokkurra mánaða gamla dóttur mína, Elenu, er svaf i rúmi frænku. Hin fallega saklausa barnsgleði ljómaði í augum hennar, er hún benti og sagði „barnið, barnið“. Þó þetta virðist ekki vera merkilegur atburður þá varð hann mér einkennilega áhrifarikur og minnisstæður. Hann skildi eitthvaó fallegt eftir í sál minni. Helst gæti ég líkt þessu við litla veikburóa, fallega blómið sem i fyrsta sinn reynir að opna krónuna og breiða blöðin mót vermandi sól. Ég mun ávallt varð- veita þessa minningu, og með klökkum huga þökkum við Elena henni ógleymanlegar stundir. Foreldrum og öðrum ástvinum votta ég sámúð mína. Söknuður þeirra er mikill, en fullvissa um Útfaraskreytlngar blómouol Gróðurhúsið v/Sigtún sími 36770 mundur Magnússon endurskoð- andi bráðkvaddur að heimili sínu i Reykjavík. Mér var hlíft við and- látsfregninni. Laugardaginn 8. marz s.l. var ég á leið heim til Islands albata og með betri sjón og meira starfsþrek en ég hefi nokkru sinni haft, ákveðinn i að stíga út úr flugvélinni, fagna sigri á heimili Guðmundar og njóta ráða hans og gestrisni. Þann dag var gerð útför hans að viðstöddu miklu fjölmenni. Hann fékk lika bókfærslubikarinn svonefnda árið sem ég fæddist. Guðmundur Magnússon var ókvæntur og barnlaus en börnum einstaklega góður, natinn við börn, veitull og skilningsríkur. Um sinn eigin hag var hann dulur. Guðmundur Magnússon var friður maður sýnum, gjörvu- legur og snyrtimenni hið mesta. Af honum stóð ljómi sannrar menningar og góðvildar. Ég votta systkinum hans og öðr- um vandamönnum og vinum mína dýpstu samúð. Betri manni hefi ég ekki kynnzt og hefi þó farið kringum hnöttinn. Jón Oddsson. annað líf, án líkamlegra þrauta, en meiri andlegs þroska, mun verða þeim mesti styrkur. Ragnhildur og Eiena Breiðfjörð Þeir sem guóirnir elska deyja ungir. Er nokkuð yndislegra en lítið saklaust barn. Hún var yndisleg hún iitla Benna mín með fallegu stóru augun sín og ljósu lokkana og brosið bjarta, sem ekki eldri en þetta barðist við háskalegan sjúk- dóm. Yfir henni hvildi alltaf ró og friður svo að maður naut hjá henni ólýsanlegrar hvildar mitt í erli og hraða hins daglega lífs. Hún minnti mig á blaktandi kerta ljós, þar sem kveikurinn var alltof stuttur til þess að ljósið fengi notið sin. Það er sagt að lífið sé skóli — öllum séu ætlaðir ein- hverjur erfiðleikar að glíma við í lífinu. Svo mikið er víst að veikindi þessarar litlu stúlku voru foreldrunum mikil reynsla ekki síst móóurinni. Það er hugg- un harmi gegn að allt var gert til þess, að bati gæti orðið. Ég veit að það kostaði mikla þolinmæði, margar vökur og mörg tár, Sem aldrei var talað um. Nú er litla ljósið slokknað — það er horfið á braut til nöfnu sinnar og ömmu til að sameinast í hinu mikla ijósi, sem flytur yl og birtu til allra manna. Eg flyt foreldrum hennar og systkinum og öðrum ástvinum Benediktu litlu hugheilar sam- úðarkveðjur. Dagmar. t Eiginmaður minn, ÓSKARJENSEN rafvirkjameistari, andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 1 4. marz. Vilborg Guðsteinsdóttir. t Móðir okkar, GUORÚN JÓNSDÓTTIR Samtúni 22. lést að Borgarsjúkrahúsinu aðfaranótt 14 þ m. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS LILLIENDAHL Dunhaqa 1 5 andaðist að heimili sínu aðfararnótt 1 2. marz. Jarðarförin tilkynnt síðar. Margrét J. Lilliendahl, Gústaf Lilliendahl, Anna María Lilliendahl, og börn. t Faðir okkar og fósturfaðir, GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, andaðist að Hrafnistu 1 3. þessa mánaðar Bjöm Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir. Þórarinn Guðmundsson, Karl Heiðar Egilsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Smáratúni 9, Keflavik, Olga Guðmundsdóttir, Árni Guðgeirsson, Ögmundur Guðmundsson, Emelía Guðjónsdóttir. Kveðja: Benedikta Breiðfjörð A lexandersdóttir t Við þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og sonar, GEIRS GUÐLAUGS JÓNSSONAR, vélstjóra. Sérstakar þakkír færum við öllum þeim, er stunduðu hann í veikindum hans á Landspítalanum, Reykjalundi og Hátúni 12. Signý Þ. Óskarsdóttir, Sigríður Geirsdóttir, María Geirsdóttir Þorkell Geirsson, María Árnadóttir t Þökkum af alhug öllum þeim, nær og fjær er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRUNNARJENSDÓTTUR, frá Árnagerði. Hreggviður Jónsson, synir, tengdadóttir og barna- börn. t Þökkum af öllu hjarta auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, ástkærs eiginmanhs og föður, HALLGRÍMS JÓNSSONAR fisksala. Fyrir hönd dóttur hans og ann- arra vandamanna Ólöf Egilsdóttir, Hátúni 12, Reykjavtk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.