Morgunblaðið - 15.03.1975, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
IÞRÚTTAFRÉTTIR MORGUNBIAOSINS
Breiðholtshlaup
0 Breiðholtshlaup ÍR, hið
þriðja á þessum vetri. fer
fram sunnudaginn 16. marz
n.k. og mun það hefjast kl.
14.00. Þátttaka i þeim tveim-
ur hlaupum, sem þegar hafa
farið fram, hefur verið mjög
mikil, og keppni mikil og
skemmtileg.
Væntanlegir keppendur
eru beðnir, enn einu sinni,
að mæta tímanlega til
keppninnar, til skráningar
þeirra er ekki hafa hlaupið
áður og til númeraúthlutun-
ar. (
Íþróttahátíð
Breiðabliks
0 1 tilefni 25 ára afmælis
Breiðabliks verður íþrótta-
hátíð i íþróttahúsi Garða-
hrepps laugardaginn 15.
marz 1975. Þá munu nokkrir
flokkar Breiðabliks keppa
við lið úr öðrum félögum.
Það er von stjórnar U.B.K.
að sem flestir velunnarar
félagsins sjái sér fært að
mæta á íþróttahátíðinni.
Eftirtaldir flokkar munu
keppa. Síðar verður tilkynnt
um mótherja.
Kl. 2.00 Blak. Kl. 2.30 3.
flokkur. Knattspyrna. KI.
2.40 M.fl. kvenna handbolti.
KI. 3.10 Hástökk og glíma.
Kl. 3.30 Knattspyrna. Stjórn
Knattsp.d. gegn stjórn
körfub.d. og stjórn hand-
boltad. gegn stjórn frjáls-
íþróttad. Kl. 3.40 4. fl. knatt-
spyrna. Kl. 3.50 3. fl. drengja
handbolti. Kl. 4.20 5. fl.
knattspyrna.
Blak fyrir alla
0 Klukkan 18.00 í dag verð-
ur almenningi gefinn kostur
á því að leika blak í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans. Öll-
um er heimilt að koma og
leika og njóta tilsagnar
kennara. Þrír vellir verða i
notkun svo að margir hafa
tækifæri til þess að Ieika i
einu. Er þetta tilvalið tæki-
færi fyrir unga sem aldna og
er það von Blaksambands ís-
iands sem gengst fyrir þess-
ari nýjung að sem flestir
komi og reyni.
Badminton
ungiinga
BADMINTONMEISTARA-
MÓT Islands fyrir unglinga
fer fram í KR-húsinu við
Kaplaskjólsveg nú um helg-
ina. Hefst undankeppnin kl.
13.30 í dag, en úrslitakeppn-
in fer svo fram á morgun og
hefst þá einnig kl. 13.30.
Keppendur í mótinu eru 80
talsins frá Siglufirði, Akra-
nesi, Keflavík, Hafnarfirði
og frá Reykjavíkurfélögun-'
um: TBR, Val, KR og Vík-
ingi. , ( (
Litla-
bikarkeppnin
0 LITLA-bikarkeppnin í
knattspyrnu hefst 15. marz
n.k. með leik 2. deildar liðs
Breiðabliks í Kópavogi og
Iþróítabandalags Keflavík-
ur. Auk þessara liða taka
Akurnesingar og Hafnfirð-
ingar þátt í keppninni. Leik-
dagarnir verða sem hér seg-
ir: '
15 marz UBK — IBK 22.,
ir.arz TA — UBK 22. marz:
BH 27. marz: IA —
larz: UBK — IBH
;BH — IA 31. marz:
UBK 5. april: ÍBH —
16. apríl: ÍBH — IBK
la. apríl: UBK — ÍA 1. maí:
ÍA — ÍBH 10. maí: ÍBK —
1A.
STAÐAN
Vfkingur 14 11 12 279—235 23
Valur 13 9 0 4 251—219 18
FH 13 7 0 6 269—255 14
Fram 13 6 2 5 244—246 14
Haukar 14 6 1 7 274—263 13
Ármann 13 6 16 228—235 13
Grótta 13 2 2 9 254—308 6
|R 13 2 1 10 234—272 5 Markhæstu leikmenn:
Hörður Sigmarsson, Haukum 125
Björn Pétursson, Gróttu 86
Einar IVlagnússon, Víkingi 67
Stefán Halldórsson, Vfkingi 61
Pálmi Pálmason, Fram 60
Ölafur H. Jónsson, Val 56
Halldór Krist jánsson, Gróttu 52
Þórarinn Ragnarsson, FH 49
Ágúst Svavarsson, ÍK 46
Viðar Símonarson, FH 44
Björn Jóhannesson, Ármanni 43
Hörður Harðarson, Ármanni 43
Jens Jensson, Ármanni 40
Páll Björgvinsson, Vfkingi 39
Brynjólfur Markússon. lR 38
Gunnar Einrason, FH 38
FH 38
Stefán Þórðarson, Fram 38
Geir Hallsteinsson, FH 35
Jón Ástvaldsson, Ármanni 34
Hannes Leifsson, Fram 33
Jón Karlsson, Val 32
Olafur Ólafsson, Haukum 32
Elfas Jónasson, Haukum 31
Ólafur Einarsson, FH Brottvísanir af velli: 31
FH 66
Valur 61
Ármann 54
Vfkingur 54
IR 45
Haukar 44
Fram 3C
Grótta Misheppnuð vftaköst: 18
IR 19
Víkingur 19
Grótta 13
Valur 13
Ármann 12
Fram 12
Haukar 12
FH Varin vítaköst: 11
Gunnar Einarsson, Haukum 12
Ragnar Gunnarsson, Ármanni 9
Hjalti Einarsson, FH 7
Sigurgeir Sigurðsson, Vfkingi 6
Guðjón Erlendsson, Fram 5
Stighæstir f einkunnargjöf Morgunblaðsins. Leikjafjöldi f sviga:
Hörður Sigmarsson, Haukum 44 (14)
Stefán Jónsson, llaukum 38 (14)
Elías Jónasson, Haukum 37(14)
Ólafur H. Jónsson, Val 37 (12)
Stefán Halldórsson, Vfkingi 35(14)
Stefán Gunnarsson, Val 34 (13)
Einar Magnússon, Vfkingi 33 (14)
Árni Indriðason, Gróttu 31 (13)
Ragnar Gunnarsson, Armanni 31(12)
liörður Harðarson, Armanni 30 (13)
Hörður Krislinsson, Ármanni 30 (13)
Páli Björgvinsson, Víkingi 30 (14)
Sigurgeir Sigurðsson, Víkingi 30 (11)
Þórarinn Ragnarsson, FH 30 (13)
Björn Pélursson, Gróttu 29(13)
Gunnar Finarsson, Haukum 29 (14)
Pálmi Pálmason, Fram 29 (11)
Skarphéðinn (ískarsson, Vfkingi 29 (14)
Pélur Jóhannesson, Fram 28 (13)
Viðar Símonarson, FH 28 (11)
Geir Hallsleinsson, FH 27 (11)
Jón Astvaldsson, Armanni 27 (13)
Sigfús Guðmundsson, Vfkingi 27 (14)
Ágúst Ögmundsson, Val 26(11)
Gunnlaugur Hjálmarsson, lR 26 (12)
Staðan f 2 deild er þessi:
KA 14 11 1 2 336—263 23
Þróttur 12 10 1 1 297—197 21
KR 13 10 0 3 286—245 20
Þór 14 7 0 7 272—264 14
Fylkir 13 6 1 6 263—278 13
UBK 13 3 0 9 250—299 6
IBK 13 2 2 9 194—277 6
Stjarnan 14 1 1 12 253—331 3
Markhæstu leikmenn:
Hörður IVlár Krist jánsson, IJBK 86
Þorleifur Ananfasson, KA 80
Gunnar Björnsson, Stjörnunni 74
Hilmar Björnsson, KR 70
Friðrik Friðriksson, Þrótti 66
Hörður Hilmarsson, KA 65
Einar Ágústsson, Fylki 61
Halldór Bragason, Þrótti 60
Halldór Rafnsson, KA 57
Einar Einarsson, Fylki 55
Þorbjörn Jensson, Þór 54
Benedikt Guðmundsson, Þór 52
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þór 50
Geir Friðgeirsson, KA 50
Árni Gunnarsson, Þór 43
Steinar Jóhannsson, iBK 43
Bjarni Jónsson, Þrótti 42
Birgir Guðbjörnsson, Fylki 41
Gunnar Gunnarsson, Þrótti 37
Guðmundur Ingvason, Stjörnunni 35
Haukur Ottesen, KR 35
Þorvarður Guðmundsson, KR 35
Diðrik Ölafsson, UBK 34
Sveinlaugur Kristjánsson, Þrótti 32
Björn Blöndal, KR 31
Steinar Birgisson, Fylki 31
Staðan í 1. deild kvenna:
Valur 12 12 0 0 239- -110 24
Fram 12 11 0 1 204- -135 22
Ármann 11 5 1 5 154- -127 11
FH 12 5 0 7 162- -176 10
UBK 13 5 0 8 126- -174 10
Víkingur 12 4 0 8 112—142 8
KR 11 3 1 7 137—162 7
Þór 13 2 0 11 113- -219 4
Ljósm. Sigurgeir.
MEÐ HÆKKANDI SÓL fara knattspyrnumenn aö hugsa sér til hreyfings. Æfingar
eru alls staöar hafnar af fullum krafti og nokkrir æfingaleikir hafa þegar farið fram.
Þessi mynd var tekin í æfingaleik sem fram fór í Vestmannaeyjum fyrir nokkru.
KR-ingar §óttu Eyjamenn heim og háöu liðin jafna og skemmtilega keppni í indælis
veðri. Úrslit leiksins uróu 1:1 og hér sjáum við Eyjamenn skora mark sitt. Þaö er
Sigurlás Þorleifsson sem rennir boltanum í netið án þess að Magnús markvörður
Guðmundsson fái neinum vörnum við komið.
Halda ÍR-ingar sér í deildinni?
ÞÖTT Vikingar hafi nú tryggt sér
lslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik 1975, er ýmsum spurn-
ingum enn ósvarað I mótinu. Þær
helztu eru hvaða lið hreppir
bronsverðlaunin, og hvort IR-
ingum tekst að forðast fallið.
Fyrrnefndu spurningunni fæst
sennilega ekki svarað fyrr en í
síðasta leik mótsins sem fram fer
næsta miðvikudag, en svör við
hinni seinni ættu að fást f Laugar-
dalshöllinni annað kvöld, en þá
fara þar fram tveir leikir.
Fyrri leikurinn, sem hefst kl.
20.15, er á milli Ármanns og
Gróttu, og verða Ármenningar að
vinna hann til þess að eiga von i
Körfuknattleikur:
Bolnliðin og ris-
arnir berjast
— ÞRlR LEIKIR fara fram f 1. deild körfuboltans um helgina, og
leikirnir koma e.t.v. til með að skera úr um það hverjir falla, og
hverjir sigra í mótinu. Snæfell og UMFN leika í Njarðvík í dag kl. 14,
og á morgun kl. 18 byrjar slagurinn á Seltjarnarnesi.
Fyrst leika þar „botnliðin“,
HSK og Snæfell. Bæði liðin hafa
hlotið tvö stig i mótinu, og má
næstum fullyrða, að það lið sem
tapar í þessum leik fellur í 2.
deild, þótt þau eigi bæði inni einn
leik, HSK gegn Ármanni og Snæ-
fell gegn ÍS. — Strax að þessum
leik loknum eða um kl. 19.45 hefst
svo leikurKRoglR,einu liðanna
sem eiga möguleika á sigri í 1.
deild. Eins og staðan í kærumál-
inu gegn Ármanni virðist vera í
dag, er næstum öruggt að IR vinn-
ur það mál, því Kristbjörn
íbúð að vsrðmæti
■ kr. l.OOOMQ «
VIO KRUMMAHÖLA 6 I REYIUAVW
Ibúðm vsrSur ntbvm ondv trsvsrk með biltký
i* v.rau> .iN»t n. pryv,.
1 Btýiit.ní.iuéuLm
\ '?l
tyfíDW \
*
MUNIÐ
íbúðarhappdrætti H.S.Í.
2ja herb. íbúð að
verðmæti kr. 3.500.000.
Verð miða kr. 250.
Albertsson dómari þess leiks
sendi skeyti til Alþjóðasambands-
ins og bað um þeirra túlkun á
málinu. Svar barst um hæl, og
sagði þar að ef fyrirliðar og aðal-
dómari hafi skrifað undir leik-
skýrslu þá standi allt sem þar er
skrifað og því verði ekki breytt.
Þetta gerir stöðu ÍR það góða, að
með sigri yfir islandsmeisturum
KR í leiknum á morgun væru
ÍR-ingar orðnir islandsmeistarar.
KR-ingar gefa því ÍR örugglega
ekki neitt á morgun án þess að
berjast fyrst, og er óhætt að bóka
fyrirfram einn af þessum sígildu
leikjum sem gera alla þá er á þá
horfa nær viti sínu fjær af
spennu. En sigur KR í leiknum
myndi þýða það að leikirnir 5.
apríl, IR gegn Val og KR gegn
Ármanni, myndu skera úr um úr-
slit mótsins. Á þessu sést að staða
ÍR er mjög góð, og má segja að
þeir séu komnir með hendurnar á
bikarinn, eiga aðeins eftir að ná á
honum öruggu taki.
Á mánudagskvöld verður svo
körfubolti í Laugardaishöll kl.
20.15. Fyrst leika U-
landsliðsúrval og B-landslið, og
síðan fer fram annar leikurinn í
Sendiherrakeppninni milli
Reykjavíkur og Varnarliðsins.
Fyrsti leikurinn var leikinn sl.
þriðjudag, og þá sigraði Reykja-
víkurliðið naumlega með 84
stigum gegn 79 eftir mjög góðan
leik tveggja jafnra liða.
gk.
bronsverðlaununum. Þeir geta
hlotið 15 stig í mótinu og getur
það nægt til verðlauna, svo fremi
sem IR vinnur Fram og Valur
vinnur FH. En mikið er einnig í
húfi fyrir Gróttu í þessum leik.
Eitt stig i honum, hvað þá tvö,
myndu tryggja liðinu áframhald-
andi sæti i 1. deildinni, en það er
liðið ekki öruggt um lengur, eftir
sigur ÍR-inga yfir Haukum.
Seinni leikur kvöldsins er milli
Fram og IR, og verður þar örugg-
lega um harða og mikla baráttu
að ræða. Fyrri leik liðanna lauk
með jafntefli, eftir að ÍR-ingar
höfðu haft betur lengst af í leikn-
um. Nú er ekki um annað að ræða
fyrir ÍR-inga en að fá bæði stigin í
þessum leik ef von á að vera um
sæti i deildinni, þ.e.a.s. ef Grótta
tapar fyrir Ármanni. En Framar-
ar keppa örugglega ákveðið að
bronsverðlaununum i mótinu, og
gefa ekkert eftir.
Um helgina fara fram tveir
leikir í 2. deild karla. Þróttur og
Fylkir leika i Laugardalshöllinni
á morgun og hefst sá leikur kl.
19.00. í Njarðvík leika svo ÍBK og
Breiðablik og hefst sá leikur kl.
17.00 á morgun.
Þá fara fram þrír leikir í 1.
deild kvenna. i dag leika í Laug-
ardalshöllinni Valur-Armann og
KR-FH og í iþróttaskemmunni á
Akureyri leika Þór og Víkingur
kl. 15.30 í dag. Allir þessir leikir
ættu að geta orðið mjög tvisýnir
og skemmtilegir.
KR sigrar
— TVEIR leiklr voru leiknir í Bikar-
keppni K.K.I ! fyrrakvöld og var KR
annar aðilinn i þeim báðum Upp-
skera KR-inga i þessum leikjum var
mjög góð, a-liðið sigraði UMFN f
mjög jöfnum leik með 94 stigum
gegn 91, og b-liðið sigraði síðan
Fram með 67 stigum gegn 62. —
Njarðvikingar höfðu yfirleitt yfir-
höndina í fyrri leiknum, en KR-
ingar sigu framúr á endasprettinum
og tryggðu sér sigurinn. Sömu
sögu er að segja um siðari leikinn,
hann var jafn allan timann, KR nær
alltaf yfir, þó varð munurinn
aldrei meiri en 3 til 7 stig. í Framlið-
ið vantaði tvo af fastamönnum liðs-
ins þá Jónas Ketilsson og Reyni
Jónsson og veikti það Framliðið að
sjálfsögðu Á mánudag verður svo
dregið i undanúrslitin, en auk
beggja KR-liðanna hafa Ármenn-
ingar þegar tryggt sér rétt til að
keppa þar, og sennilega IS sem lék
við ÍBK í gærkvöldi. • — gk.