Morgunblaðið - 27.03.1975, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.03.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 25 þessa ágæta sonar íslands. Þannig getum við best heiðrað minningu hans, og það á um leið að vera löndum hans tilefni til að blása í glóðir nýrra hugsjóna. Matthias Jochumsson, sem heimsótti Sigurð í banalegunni, skrifaði þessi orð „sem sýna í hnotskurn úr hvílikri eymd ís- lenzk listmenning og þjóðernis- vakning er sprottin": „Málara- aumingin er að deyja — úr bjúg og tæringu. — Hann lá í hundflet- inu í einum bólgustokk, ískaldur undir tuskum og aleinn — og ban- vænn, alltaf að tala um, að ekkert gengi með framför landsins" .... Erindi þessa pistils er öðru fremúr það að vekja athygli á hinni stórmerku sýningu í Boga- Merkileg kvikmynd STUNDUM eru myndlistarmenn spurðir um það, hvernig verk þeirra verði til og hvað þeir séu að gera i verkum sínum. Stundum vill fólk einnig fá ástæðuna fyrir, að lista- menn fara ótroðnar götur og verða oft óskiljanlegir almenningi. Allt er þetta eðlilegt, og engin furða, þótt margur spyrji á stundum. En það er ekki á allra færi að útskýra myndlist og heldur ekki að skilja hana á rétt- an hátt. Það er því jafnan nokkur fengur að þvi, er listamenn útskýra opinberlega verk sin og vinnubrögð. „Safn Sigurðar málara” Sigurður málari mun vafalítið einn merkasti Islendingur, sem uppi var á siðustu öld. Hvort tveggja var, að hann var einn listfengasti maður þjóóarinnar á öldinni og svo telst hann ótvírætt frumkvöðull að stofnun Þjóð- minjasafns íslands. Söfnun og varðveizla forn- minja, barátta fyrir endurnýjun kvenbúningsins, leiklistarstarf- semi, skipulag bæjarins og rann- sóknir á ýmsum þáttum í menn- ingarsögu Islendinga tóku allan hans tíma á annan áratug fyrir ótímabært fráfall hans, en hann lést þjóðhátiðarárið 1874 aðeins 41 árs aö aldri. Hans síðasta verk var einmitt að undirbúa þjóð- hátíðarhaldið ásamt Sigfúsi Ey- mundssyni. Hina listrænu skreyt- ingu annaðist Sigurður og hlaut mikla aðdáun fyrir hjá lands- mönnum, en þeim mun færri krónur, enda lést hann skömmu seinna, eða 7. september af nær- ingarskorti og tæringu, blásnauð- ur, kaldur og vansæll. Sigurður Guðmundsson fæddist að Hellulandi i Skagafirði 9. marz 1833, sonur bóndans þar Guð- mundu Ölafssonar og konu hans Steinunnar Pétursdóttur. Snemma kom í ljós, að hann var óvenju listfengur, og rissaði hann i æsku upp myndir af ýmsum þekktum mönnum. Hagleikur hans varð til þess, að ættingjar hans, sveitungar og fólk víðsvegar að af landinu styrktu hann til náms í Listaháskólanum í Kaup- mannahöfn og dvaldist hann þar i 9 ár, eða frá 1849 — 1858. Sigurð- ur reyndist gæddur ágætum myndlistarhæfileikum, svo sem kemur fram í umsögnum kennara hans við Listaháskólann, en þó öllu fremur í myndum þeim, sem til eru eftir hann, bæði frá náms- árum hans og þeim, sem hann gerði eftir heimkomuna, teikning- um og málverkum af ýmsum þekktum íslendingum og hinni velkunnu sjálfsmynd hans, auk sviðstjalda, sem þó eru skammar- lega illa farin. Sjálfsmyndin mun þó ekki með öllu raunsönn heim- ild um útlit Sigurðar, þar sem hún er máluð í anda óskadraums málara 19. aldar um eigið lista- mannsútlit, og þannig frjálslega farið með mótun andlitsdrátta, nokkurs konar stílisering, fremur en portrett í venjulegum skiln- ingi. Sigurður Guðundsson mun að mestu hafa hætt að mála og teikna fáum árum eftir heimkom- una, nema hvað hann gerði Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON nokkur leiktjöld og er braut- ryðjandi hérlendis á því sviði. Jafnframt teljast tjöld Sigurðar við uppfærslu Utilegumanna Matthíasar Jochumssonar vera fyrstu landslagsmálverkin eftir islenskan mann. Sigurður hafði þegar á Kaupmannahafnarárun- um fengið eldlegan áhuga á þjóð- legum fróðleik. Augu hans fyrir mikilvægi þess þáttar, er varðar varðveislu menningarsögulegra verðmæta, hafa vafalaust opnast við heimsóknir á hið mikla Þjóð- minjasafn í Kaupmannahöfn og trúlega fleiri söfn. Hann hefur skynjað, hve illa á vegi staddir íslendingar voru á þessu sviði, hann hefur haft aðstöðu til að fylgjast með því hvernig ómetan- legir dýrgripir voru seldir úr landi eða einfaldlega sendir til varðveislu í Þjóðminjasafninu danska og voru þá í flestum til- vikum um leið tapaðir Islandi. Að ekki sé minnst á þá margvislegu gripi og listmuni, sem voru hrein- lega eyðilagðir hér heima vegna þekkingarskorts eða hirðuleysis. Löngun Sigurðar Guðmunds- sonar til eflingar þjóðlegrar menningar og endurreisnar þjóð- arinnar i menningarsögulegu til- liti hefur fljótlega fengið byr und- ir báða vængi á Kaupmannahafn- arárum hans, en þar lék vorblær vaknandi þjóðernisvitundar um sviðið á þessum árum, og jafn- framt vaknar visinda- og fræði- andinn, hann les sér mikið til um þessi efni og gerist fjölfróður mjög, ritar pistla um slik mál og gerist ærið hvassyrtur í garð landa sinna, „sem fara að geyspa ef Island eða íslenzkt er nefnt“, svo sem hann ritaði i bréfi, er hann vitnar til hinnar sijóu þjóð- ernisvitundar, sem þurfti endur- vakningar við. En það var öðru nær, að landar hans væru honum þakklátir fyrir eldmóðinn og hug- sjónirnar. Löngum litu menn hann sem iðjuleysingja og ónytj- ung, ög mönnum virtist vera bein- línis illa við hann, svo sem kunn- ingi hans Páll Briem sagði berum orðum. Þrem árum eftir heimkomuna, og eftir að Sigurður hafði upplif- að, hve rúið landið var að verða af forngripum og listmunum, sker hann upp herör og beitir sér fyrir stofnun innlends forngripasafns. Hann birtir í Þjóðólfi 24. apríl 1862 grein, sem bar yfirskriftina „Hugvekja til íslendinga", þar sem hann hvetur til stofnunar þjóðlegs forngripasafns. Þar með var ísinn brotinn og fljótlega fékk hann ýmsa merka menn til liðs við sig. Séra Helgi Sigurðsson á Jörfa, sem einnig var mikill áhugamaður um verndun forn- gripa, sendi landinu að gjöf nokkra valda og dýrmæta gripi sem vísi að forngripasafni og þökkuðu stiftsyfirvöld honum gjöfina með bréfi dags 24. febrúar 1863. Frá þeim degi telst Þjóðminjasafn íslands stofnað. Aðdáunarvert er, hve gaum- gæfilega Sigurður skráði og lýsti hverjum hlut, sögu hans og upp- runa. „Hann reynir að krefja hvern hlut til sagna, grandskoða hann og láta hann skýra frá öllu því, sem hann getur tjáð um menningu liðinna kynslóða. Þetta er það, semseturmeigineinkennið á safnstörf Sigurðar, og til vitnis eru hinar afar merku skrár, sem hann samdi um safnið og annaðist útgáfu á, svo og ritgerðir hans menningarsögulegs efnis, sem hann samdi sumar hverjar að veruiegu leyti með hliðsjón af safngripum. Nokkrar þeirra eru prentaðar, en aðrar liggja óprent- aðar.“ Sigurður Guðmundsson helgaði sem sagt Þjóðminjasafninu síðustu ellefu ár ævi sinnar, hug- sjónastór en örsnauður maður, og mitt í velmegun nútímans er okkur hollt að líta i auðmýkt til baka, einungis hundrað ár, — og hafa í sjónmáli lífssvið og starf stendur nú yfir sýning á grafik frá Sovétrikjunum. Þar má lita verk eftir 37 listamenn, sem allir með tölu virðast mjög vel að sér i graflist, hvað tækni snertir, en vinna hins vegar á svo hefðbundinn hátt, að þar sýnist um visst akademi að ræða, þ.e. allt er unnið eftir fastmótuðum reglum, engar tilraunir gerðar og hvergi farið út fyrir viðurkennd mörk. Á þennan hátt verða að visu til tæknilega óaðfinnanleg verk, en ekki að sama skapi fjörug í andan um. eins og sumir mundu segja. Og það er einmitt þetta, sem blasir við á þessari sýningu sovétmanna. Að- dáunin á akademiskri list hefur ekki verið mikil á vesturlöndum siðustu áratugina, og yfirleitt er það ekki talið hól um myndlist að nefna hana þvi nafni, en þeir þarna fyrir austan virðast halda stíft i þessa gerð mynd- listar og krydda hana gjarnan með lofi og áróðri fyrir pólitiskum hags- munum stjórnvalda. Þannig sjáum við á þessari sýningu Lenín bregða fyrir, en Stalin gamli er þar að sjálf- sögðu með öllu horfinn. Hér eru með öðrum orðum ekki á ferðinni óþekkir listamenn, sem gera uppsteyt gegn yfirvöldunum, eins og stundum kem- ur fyrir hjá okkur. Þeir koma ekki af stað Kjarvalsstaðadeilu, þeir gera salnum, sem flestir ættu að sjá og skoða af alúð, en ekki það, að gera starfi Sigurðar skil sem skyldi, um það eru aðrir mér vafalaust færari er betur þekkja til þess þáttar í lífi hans. Heimildirnar eru flestar teknar upp úr ágætu yfirliti um líf Sigurðar i sýningar- skrá, sem Þór Magnússon hefur tekið saman, svo og bókinni ís- lenzk myndlist eftir Björn Th. Björnsson, fyrra bindi. Að því hlýtur að koma að sérstök deild í safninu verði helguð uppruna þess og frumkvöðli, Sigurði Guð- mundssyni, bæði þvi er lýtur að manninum sjálfum og merku brautryjandastarfi hans. Einni spurningu fýsir mig að varpa hér fram að siðustu: Er ekki athyglisvert, að á þjóð- hátiðarári skyldi ekki vera sleg- inn peningur til minningar um menningarvitana Sigfús Ey- mundssonar og Sigurð málara, er undirbjuggu hina fyrstu og merku þjóðhátíð 1874, og ekki gefið út eitt einasta frímerki með mynd þeirra, eða þeirra minnst sérstaklega opinberlega á annan hátt? Þess skal þó réttilega getið að þjóðminjasafnið gekkst fyrir útgáfu á frímerki i tilefni af 100 ára afmæli safnsins árið 1963, m.a.'með mynd af Sigurði málara. Vissa mín er sú, að sómi þeirra muni hijóta fulla viðurkenningu í meðvitund þjóðarinnar er fram liður, og að nafn Siguróar Guð- mundssonar, málara, verði hærra metið en fram kom á nýliðnu þjóðhátiðarári. ekki tilraun til að rugla fólk i riminu eða að koma þvi til að hugsa. Ekkert i verkum þeirra gefur tilefni til undr- unar eða spurninga, og óhugsandi er. að nokkur hneykslist. Sem sagt gott. En að minu áliti verður sifelld nýsköpun að eiga sér stað i öllum listum. Með þvi einu móti verður listin siung og forvitnileg, og með þvi einu móti á hún sér tilverurétt. Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON að hún sé vekjandi og gegni þvi hlutverki sinu að hafa áhrif á um- hverfi og hugsunarhátt samtiðar sinnar. Að visu er það mannleg dyggð að vera þjáll og lipur i sam- félagi manna, en ósköp finnst mér það löðurmannlegt hlutverk fyrir listamann að halda jafnan gamlar götur og hætta aldrei neinu i stað þess að ryðja nýjar brautir og gera tilraunir, sem kunna að brjóta i bág Getur það auðveldlega gefið mörg- um innsýn í það, er áður var þeim lokaður heimur og meira að segja veitt sumum nýjan skilning og þekk- ingu, er getur orðið að ferskri og ómetanlegri lifsnautn. Einmitt þessi atriði eru aðal inntak þeirrar myndar, er nú er sýnd í Menningarstofnun Bandaríkjanna að Nesvegi 16. „Listmálarar mála" er þessi kvikmynd nefnd, og koma þar fram margir af þekktustu listmálur- um Bandarikjanna um þrjátiu ára skeið, og er sýnt. hvernig þeir vinna, sumar af vinnustofum þeirra og einnig tjá þeir sig sjálfir um, hvað inntak listar þeirra er. Þarna eru á ferð furðulegustu hlutir, og ég er viss um. að margur hefur af þvi ánægu. En þar sem listamenn tala dálitið skrítilega um verk sin stund- um og erfitt er fyrir almenning að átta sig á, hvað þeir raunverulega meina. þarf góða enskukunnáttu til að geta notið þessarar myndar til fulls. Annars eru litir og myndataka með ágætum i þessari mynd, og þeir, sem ef til vill eru ekki mjög sterkir i málinu ættu einnig að hafa visst gagn af að sjá þessa mynd. Hún er að visu nokkuð löng, og sumt af talinu fannst mér ekki mjög merki- legt, en það er einkamál, og ég er viss um, að þar eru ekki allir mér sammála. Það eru allt heimsfrægir lista- menn, sem fram koma i þessari mynd, og sumir þeirra hafa haft mik- il áhrif í myndiist á undanförnum árum. Það var skemmtilegt að sjá og heyra Frank Stella, de Kooning, Jesper Johns. Warhol, Rauschen- berg, Newman, Motherwell, Hoff- man, Frankenthaler, Noland, Still, Poons og Olitski. Ennfremur koma nokkrir gagnrýnendur, safnmenn og safnarar fram ásamt hinum merki- lega listaverkakaupmanni Castelli, sem mun geta selt hvað sem er sem listaverk, en hann neitar þvi. að hann geri of mikið úr hlutunum og vitnar jafnan i, að það er hann hafi selt háu verði hafi verið selt enn dýrara siðarmeir. Þannig mætti lengi telja. Margt kemur fram i þessari kvikmynd, en sjón er sögu ríkari, og þess má að lokum geta, að það hefur tekið langan tima að fá þessa kvik- mynd til íslands og hún verður hér aðeins nokkra daga. við hefðbundnar venjur og rótgróinn smáborgaraskap. Okkur hér i spillingu vestursins finnst það litlaust hlutverk fyrir lista- menn að þjóna undir smekk sam- félagsins einan og stuðla þannig að stöðlun og stöðnun borgaralegs hugsunarháttar. Ég hef séð nokkrar sýningar á listaverkum frá Sovétríkjunum seinustu árin, og tel ég, að sýningin, sem nú er á ferðinni i ASÍ, sé likast til sú besta þeirra. Það er sjálfsagt runnið upp fyrir þeim ráðamönnum, sem um þessa hluti fjalla, að hinn frægi sósíalrealismi þeirra sé vart útflutningsvara, enda gætir hans lit- ið á þessari sýningu. Sú sýning, er var hér i Bogasalnum fyrir nokkrum árum var hvergi eins heilleg og tæknilega glæsileg sem þessi. Það rignir nú yfir okkur grafik frá stórþjóðunum, og er engu likara en hafin sé heljarslóðarorusta á þessu sviði. Því ætti að vera kominn timi til, að við hér við Faxaflóann færum að gefa þessari listgrein svolitinn gaum. Til allrar hamingju eigum við einnig grafik, sem ef til vill gæti tekið þátt í þessum leik. Þrátt fyrir það, sem að framan er sagt, hafði ég skemmtun af að sjá þessa sýningu og þakka fyrir mig. Valtýr Pétursson. Bragi Asgeirsson. Valtýr Pétursson. Grafíkmyndir frá Sovétríkjunum I Listasafni ASÍ við Laugaveginn Stórmerk sýning í Boga- sal Þjóðminjasafnsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.