Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Fórnarlömb eld- flaugnaárásar á Phnom Penh seta og utanríkisráðuneytis- ins. Sá stuðningur er nú á enda að því er virðist. Stjórn Thieus og Ford for- seti halda því fram, að ástæðan fyrir þessari síðustu hernaðarlegu niðurlægingu S-Vietnams sé hinn mikli nið- urskurður á hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna. Orðrómur er á kreiki um að Thieu hafi fyrirskípað herjum sinum að hörfa frá áðurnefndum svæð- um í von um að sú ákvörðun gæti orðið til þess að fá aukna aðstoð frá Bandarikja- mönnum og svo hafa fregnir frá Saigonstjórninni um stríð- ið aldrei þótt áreiðanlegar. Vitað er, að N-Vietnamar hófu sókn í byrjun mánaðar- ins á miðhálendinu, en það svæði liggur að landamærum Kambódíu. Hernaðarsér- fræðingar hafa alltaf talið þetta svæði lífsnauðsynlegt Friðurinn sem varð ÚTLITIÐ í Indókína er ekki bjart þessa dagana fyrir íbúa S-Vietnam og Kambódíu né bandaríska ráðamenn, sem hafa á undanförnum áratug eytt um 1 1 2 milljörðum doll- ara, varlega áætlað, í striðs- reksturinn í þessum löndum. Thieu forseti S-Vietnam,hefur óvænt gefið upp á bátinn um % af landssvæði S-Vietnam og heldur nú aðeins í nokkur meiri háttar landsvæði, þar sem hann segist munu berj- ast gegn N-Vietnömum og skæruliðum Viet Cong. í Kambódíu virðist aðstaða stjórnarinnar vonlaus gagn- vart uppreisnarmönnum Khmer Rouge og áreiðanleg- ar heimildir herma að Lon Nol muni brátt hverfa úr landi. Bandarískir ráðamenn undir forystu Fords forseta hafa á undanförnum vikum átt í striði við þingið út af fjárveitingum til þessara tveggja landa, en svo virðist sem þingmenn hafi ekkí áhuga á því að ausa meira fé i þennan stríðsrekstur og hrista höfuðið, er talað er um, að fall þeirra myndi stofna öryggi Bandaríkjanna í hættu, og segja að stríðið í Indókína hafi aðeins orðið til að gera veg Bandarikjanna erlendis minni. Heimildir í Washington herma að Ford sé tilbúinn til að afskrifa Kambódíu í von um að geta náð einhverju fjármagm í staðinn fyrir S-Vietnam. Hins vegar mun hann sjálfur vera kominn á þá skoðun að brátt sé nóg komið og mun hafa rætt það við háttsetta emb- ættismenn að takmarka að- stoðina við þrjú ár, eftir það verði S-Vietnamar að sjá um sig sjálfir. Vafasamt er að þessi rök dugi honum í þing- fyrir Saigonstjórnina, því að ef kommúnistar hefðu það á valdi sínu væri tiltölulega auðvelt fyrir þá að hefja það- an sókn í átt til sjávar og kljúfa landið í tvennt. Sveitir N-Vietnama og Viet Cong náðu fljótt á sitt vald hinni hernaðarlega mikilvægu hér- aðshöfuðborg Ban Me Thout. Thieu forseti fyrirskip- aði þá að borgin skyldi tekin aftur hvað sem það kostaði. Síðan gerðist það að hann tók þá skipun til baka án þess að gefa á því skýringu og fyrirskipaði hermönnum sínum að hörfa þaðan og frá nokkrum öðrum héruðum. Tap hálendisins var af ýms- um ekki talið alvarlegt stjórn- málalegt áfall, en flóttinn frá Þegar þátttaka Bandaríkj- anna í stríðinu í Vietnam stóð sem hæst voru þar rúmlega 500 þúsund bandarískir her- menn og 55000 Bandaríkja- menn féllu þar. Kostnaðurinn var nefndur hér áðan. Hvers vegna varð enginn árangur af þessari fjárfestingu og hvers vegna blasir við ósigur fyrir frumstæðri „hálfþjóð'. Bandaríski þingmaðurinn Robert N. McCloskey bauð upp á eftirfarandi svar í ræðu, sem hann hélt nýlega: ,,Það getur aðeins verið ein skýring á rikjandi ástandi, miklu sterkari árásarhneigð, viljakraftur og ásetníngur ráðamanna N-Vietnams og hermanna þeirra um að ná takmarki sínu en hjá S- Vietnömum. Auk þess höfum við byggt upp her í landinu á bandaríska vísu, sem hefur mikinn og kostnaðarsaman hreyfanleika og skotkraft, en hentar mun verr til bardaga á þessu landsvæði en einfald- ari her andstæðinganna." Bandaríska blaðið New York Times segir að annað svar sé einnig til. „Saigon- stjórmrnar, sem fengið hafa bandaríska aðstoð, hafa löngum verið gerspilltar og stór hluti aðstoðarinnar hefur verið notaður af óheiðarleg- um ráðamönnum, sem marg- ir hafa flúið land og lifa í vellystingum á Rivieriunni, sumum hefur verið ýtt út fyrir bandarískan þrýsting og einn var myrtur, beint eða óbeint með blessun Banda- ríkjastjórnar. Leiðtogar S- Vietnam hafa og sjaldnast notið stuðnings þjóðarinnar" Engu að síður naut stríðs- reksturinn á sínum tíma stuðnings beggja flokka í Bandarikjunum, þriggja for- Stjórnarhermaður studdur á brott eftir að hafa særzt í átökunum um Ban Me Thout. Kort af Vietnam eftir að her S-Vietnam hörfaði. Svörtu svæðin eru undir stjórn kommúnista. Ekki er Ijóst hver ræður yfir gráu svæðunum, en hvitu svæðin eru undir stjórn Saigonstjórnarinnar. öðrum héruðum þ.á m. Hue var mikill stjórnmálalegur ósigur. Hann hafði í för með sér að hundruðir þúsunda óbreyttra borgara lögðu á flótta til öruggari svæða og minnti flóttinn á sams konar atburði 1 940 fyrir fall Frakk- lands og 1 949 fyrir fall Kína. Þetta var mesti flótti í sögu stríðsins í Indókína. Hins vegar benda sérfræðingar á það að þrátt fyrir að S- Vietnamar hafi yfirgefið svo stór landsvæði, séu þau svæði sem Thieu ætli að berj- ast fyrir að halda, hin auðug- ustu og þéttbýlustu í landinu með um 1 8 milljónir íbúa af 20 milljóna heildaríbúafjölda landsins. Saigon er að áliti sérfræðinganna lykillinn að framtíð S-Vietnams og fæstir telja að kommúnistar muni gera árás á Saigon á næstu mánuðum, vegna hins mikla mannfalls, sem slík árás myndi hafa í för með sér. Þannig er enn barizt í Indó- kína tveimur árum eftir París- arsamkomulagið og tala fall- inna hækkar stöðugt, en án bandarískra nafna. í Laos er friður undir samsteypustjórn, þar sem kommúnistar hafa meirihluta og ganga átti frá málum Kambódíu undir öðr- um sáttmála, sem aldrei var gerður. Hafi N-Vietnamar og S-Vietnamar ætlað sér að halda friðinn, hvarf sá vilji fljótlega eftir að Bandaríkja- menn voru farnir. N- Vietnamar og Viet Cong vildu fá lítil landsvæði til yfirráða innan stærri yfirráðasvæða Saigonstjórnarinnar, en Thieu neitaði. Áætlanir um stofnun stjórnmálaráðs og frjálsar kosningar fuku út í buskann. Thieu vildi reyna að auka hernaðarleg yfirráða- svæði S-Vietnams og naut þar stuðnings Nixons forseta í formi Vietnamáætlunarinn- ar, þar sem stóraukin aðstoð og þjálfun Bandaríkjamanna myndi gera S-Vietnömum kleyft að gera á eigin spýtur það sem bandaríski herinn hafði gert fyrir þá. Átökin hafa allt frá því haldið áfram, þó misjöfn að styrkleika. Engu að siður kom ákvörðun Thieus forseta í síðustu viku á óvart, hugsanlega vegna þess, að ekki var eins vel fylgzt með atburðarásinni eftir að Bandaríkjamenn höfðu yfir- gefið landið. Hafi Thieu veðjað á það að ákvörðun sin myndi opna fjárhirzlur Bandaríkjamanna, virðist hann hafa veðjað á vitlausan hest. Bandaríkja- menn ræða nú hernaðarað- .stoð við S-Vietnam í mjög þröngum skilningi, hins veg- ar er kjarni málsins trúverð- ugheit Bandarikjanna sem leiðandi þjóðar heimsins og áhrif þeirra í alþjóðastjórn- málum. Þetta er sá kjarni, sem Ford forseti og Kissinger utanríkisr'áðherra hafa valið í örvæntingu sinni til að reyna að renna stoðum undir veik- an málstað. (Byggt á greinum í N.Y. Times, Time, Newsweek og f réttastof uskeytum.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.