Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
1975
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
SIGURPUR SVERRIR PALSSON
Stjörnubíó:
Brúin yfir Kwai fljótið
(„The Bridge on the
River Kwai“)
Það þarf ekki að kynna
svo ýkja mikið páska-
myndina í Stjörnubíó.
„B.Y.K.F." var frumsýnd
þar fyrir sautján árum,
við mikla lukku, og síðan
hefur hún verió endur-
sýnd í örfá skipti, i
nokkra daga aðeins,
hverju sinni.
Nú býður kvikmynda-
húsió uppá nýtt eintak
(eopy), með íslenskum
texta að auki, og er ekki
nokkur vafi á því aó bæói
þeir sem hafa séð BYKF
áður, rifja nú upp góða
endurminningu og eins
þeir sem aldrei hafa séó
hana nota tækifærið og
njóta mjög svo vand-
aórar skemmtunar.
Á sínum tíma hlaut
B.Y.K.F. sjö OSCARs-
verðlaun, m.a. sem besta
mynd ársins. Með aðal-
hlutverkin fara Alec
Guinnes, (frábær),
William Holden og Jack
Hawkins. Leikstjóri er
David Lean.
_________S.V.
Gamla bíó:
Flugvélarránið
(Skyjacked)
Páskamynd Gamla Bíós
hóf göngu sína fyrir
nokkru síðan, en þaó er
ein af hinum mjög svo
vinsælu ,,disaster“ mynd-
um. Þessi fjallar, eins og
nafnið bendir til um
ránstilraun á Boeing 707
þotu.
Leikstjóri F. er John
Guillermin, en hann lauk
fyrir nokkrum mánuóum
síöan þeirri mynd
þessarar gerðar, sem
þykir bera af þeim öllum.
Þaó er myndin THE
TOWERING INFERNO,
sem útnefnd er til sjö
Háskólabíó:
Pappfrsmáni (Paper Moon)
bandarísk gerð 1973. Leik-
stjóri: Peter Bogdanovich.
Mið-vestur ríki Ameríku
1936. Moses Pray, svindlari og
biblíusaii er á ieið gegnum smá-
bæ og bregður sér til að vera
við jarðarför gamallar ástmeyj-
ar. En úr því að hann er á
ferðinni er hann neyddur tíl að
flytja dóttur hinnar látnu til
ættingja hennar í fjarlægu
þorpi, þar eð barnið á engan að
lengur á þessum stað. Moses
Pray er hins vegar ekkert gefið
um svona sendiferðir og hugsar
PÁSKA -
MYNDIR
Laugarásbíó:
Airport 1975. Bandarísk,
geró 1974. Leikstjóri:
Jack Smight.
120 farþegar um boró í
Boeing 747 á leið til Los
Angeles, venjulegt
áætlunarflug og far-
þegarnir láta fara vel um
sig. En skyndilega gerist
þaó slys, aó lítil flugvél
lendir framan á þotunni
flugmennirnir láta lífið
eóa helsærast og þotan er
stjórnlaus. Reynt er að
stjórna henni frá jörðu
meó talsambandi við yfir-
flugfreyjuna, og þó að
þaó sé hægt aó vissu
marki er ljóst að hún get-
ur ekki Jent vélinni. Það
er því gripió til þess ráðs,
að reyna að koma flug-
manni um borð f vélina
og hér er trúlega mál að
hætta að rekja afdrif
hinna 120 farþega. Eldri
myndin Airport (’69) er
beint tengd þessari með
einni persónu, Joe
Patroni (George
Kennedy) sem hefúr
hækkað f stööu hjá þessu
ágæta flugfélagi á
þessum fimm árum.
Airport er ein af hinum
svonefndu ,,disaster“
kvikmyndum, sem nú eru
að verða vinsælar og því
tilvalið tækifæri til að sjá
um hvaö þær snúast.
kvik|
fflUíll
/ídOA
Tónabíó:
í leyniþjónustu hennar
hátignar (On Her
Majesty’s Secret
Service) Bresk, gerð
1969. Leikstjóri: Peter
Hunt.
Eftir að hafa bjargað
ungri stúlku, Tracy,
tvisvar úr bráóum háska,
fær James Bond þaó
óvenjulega tilboð frá
föóur stúlkunnar að
giftast henni. Faóirinn,
Draco, er hátt skrifaður í
alþjóðaviðskiptum og
lofar ýmsum upplýsing-
um í kaupbæti um glæpa-
manninn Blofeld, sem
Bond á í höggi vió ein-
mitt um þessar mundir.
Draco gefur honum
einnig upplýsingar um
það, að Blofeld sé að
reyna aðnælasér ígreifa
titil og Bond hagnýtir sér
þessa vitneskju, til aó
kanna starfsemi Blofelds
undir því yfirskyni að
hann sé að kynna sér
bakgrunn Blofelds, áður
en hægt sé aó veita
honum greifatitil.
George Lazenby fer hér
með hlutverk Bonds, en
þetta var eina Bond-
myndin, sem hann lék í.
Þetta var jafnframt
fyrsta myndin, þar sem
Sean Connery fór ekki
meö hlutverk Bonds, en
hann lék svo aftur í einni
mynd, áður en Roger
Moore tók við.
Hafnarbíó:
MAKLEG MALAGJÖLD (told
Sweat).
Páskamyndin i Hafnarbíói i
ár veröur harðsoðin frönsk-
bandarísk sakamálamynd, með
harðjaxlinum Charles Bronson,
James Bronson, Jill Ireland
(kona Bronson í einkalífi) og
síðast en ekki síst Liv Ulmann í
aðalhlutverkum. Ulmann er
orðin sannkölluð „súper-
stjarna" fyrir vestan aðall.
vegna myndarinnar SCENES
FRAM Á MARRIGE, e. Berg-
man sem hér var sýnd í fimrn
sjónvarpsþáttum, svo og fyrir
sjónvarpsþættina „VESTUR-
FARARNIR“, en með frábær-
um leik sínum i þeim, vann hún
ófá hjörtu hér norður í kuldan-
um.
Reyndar tók einn afburða-
maður til viðbótar þátt í kvik-
myndatökunni, það var einn
fremsti „stunt“ — ökuþór
heims, en hann situr undir stýri
i langri og rosalegri aksturs-
keppni í myndinni. Leikstjór-
inn er Terence Young, en hann
ér m.a. ábyrgur fyrir James
Bond myndunum DR. NO,
FRAM RUSSIA WITH LOVE
OG THUNDER BALL.
Austurbæjarbíó:
GILDRAN (The Mackintosh
man)
Hér er á ferðinni nýjasta
mynd hins síunga meistara
John Huston, sem annað slagið
yljar kvikmyndahúsgestum um
hjartaræturnar með afburða-
myndum, en er nokkuð mistæk-
ur þess á milli. Huston, sem
verður sjötugur að ári, lætur
enn engan bilbug á sér finna, er
bæði að vinna að kvikmynd og
eins hefur hann verið upptek-
inn af og til i aðalhlutverki
myndar annars meistara, þ.e.
THE OTHER SIDE OF THE
WIND, eftir Orson Welles. Og
við skulum bara vona að páska-
myndin sýni betri hlið Hustons.
þá þarf engum að leiðast.
GILDRAN, en það er nafnið á
íslensku þýðingunni á metsölu-
bók Desmond Bagiey, fjallar
um njósnaflækjur stórveld-
anna. Með aðalhlutverkin fara
þau Paul Newman og
Dominique Sanda, sem er upp-
rennandi frönsk kvikmynda-
stjarna. Kvikmyndatakan er í
öruggum höndum Oswald
Morris, B.S.C.
S.V.
mátt sinn og megin og eftir
óhappið er hann trúr þessum
hugmyndum og hvetur menn til
að fylgja sér upp á við, að
skrúfu skipsins, sem muni vera
eina leiðin út. Lítill hópur far-
þega fylgir honum í veikri von
um björgun.
The Poseidon Adenture er
fyrsta meiriháttar „disaster“
myndin, eða stórslysamyndin,
sem kemur á markaðinn og
1972 var hún mest sótta myndin
í Bandaríkjunum; þessar vin-
sældir hrundu síðan af stað
þeirri flóðbylgju „disaster“
mynda, sem von er á í náinni
framtíð.
OSCARsverólauna í ár,
og þykir sigurstrangleg-
ust, ásamt GODFATHER
PART II. Það má því
reikna meó að
Guillermin sýni einhver
tilþrif hér, enda naut
myndin vinsælda á er-
lendri grund.
Með aðalhlutverk fara
þau Charlton Heston, en
hann viróist ómissandi í
þessum myndum, Yvette
Mimieux, James Brolin
og Walter Pidegon.
S.V.
sér að losna undan þessu á ein-
faldan hátt, en hún er hörð i
horn að taka sú litla og gefur
honum hvergi eftir. Myndin
lýsir síðan ferðalagi þeirra á
ákvörðunarstað, hvernig þau
afla sér viðurværis á vafa-
saman hátt, og hvernig þau
verða smám saman samrýndari
og háðari hvort öðru. Telpan er
leikin af Tatum O’Neal, dóttur
Ryan O’Neal, og hlaut Oscars-
verðlaun í fyrra, sem besta leik-
kona í aukahlutverki. Eftir
Peter Bogdanovich hafa áður
verið sýndar hér myndirnar
What’s up Doc? og The Last
Picture Show.
Poseidon slysið (The
Poseidon Adventure). Banda-
rfsk, gerð 1972.
Leikstjðri: Ronald Neame.
Lúxusfarþegaskipið „S.S.
Poseidon” er i sinni síðustu
ferð, þegar jarðhræringar í
Miðjarðarhafinu koma af stað
fjallhárri flóðbylgju, sem
hvolfir skipinu. Áður hafa
nokkrir farþeganna verið
kynntir fyrir áhorfendum, sem
fyigjast síðan með martröð
þeirra eftir að skipinu hvolfir.
Séra Scott (Gene Hackman)
hafði áður boðað mönnum trú á
Nýja bíó: