Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Séra Karl Sigurbjörnsson: B-vítamín trúarinnar 3 Mynd þessi er frá siðbótartfmanum og prýðir forhlið altaris kirkju á Fjóni. Hún sýnir „B-vftamfn trúarinnar", í skfrn, kvöldmáltíð, boðun orðsins og samfélagi kirkjunnar. Baðið og borðið — sakramentin. Sakramentín (orðið þýðir leyndardómur) eru athafnir, sem Jesús hefur boðíð okkur að hafa um hönd, þar sem hann gefur okkur í sýnilegum tákn- um ósýnilega gjöf. Og eins og rafstraumur þarf tvær leiðslur til að veita Ijósi á lampann þinn, þannig þarf heilagur andi tvær „leiðslur" til að upplýsa hjarta þitt og sái, sakramentin. Jesús lét sér aldrei nægja að tala. Hann gerði tákn. Hann snerti augu hins blínda og gaf honum sjón. Hann tók i hönd hins lamaða og reisti hann. Hann lagði hendur yfir börnin og blessaði þau. Og hann gaf okkur sakramentin sem sýnileg tákn nærveru sinnar. Þau eru prédikun fyrir augun jafnt sem eyrun, já, ilman, bragð og snert- ingu. Skírn og kvöldmáltíð, baðið og boröið, hafa fylgt kirkjúnni frá upphafi, og eru, eins og Biblían, bænin og bræðrasamfélagið órjúfanlega tengd henni. Skírnin: „Þeir, sem þá veittu viðtöku orði hans, voru skírðir, og á þeim degi bættust við hér um bil þrjú þúsund sálir. . .“ (Post. 2,41) Kvöldmáltíðin: ...... Og þeir héldu sér stöðuglega við kenn- ing postulanna og samfélagið og brotning brauðsins og bæn- irnar." (Post. 2,42). 1 niðurlagi Matteusarguðspjalls er sagt frá sfðustu fyrirmælunum, sem Jesús gaf postulunum tólf: „Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum, Skírið þá til nafns föðurins, sonarins og hins heil- aga anda, og kennið þeim að halda allt það, er ég hefi boöið yður. Og sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar- innar.1' (Matt. 28,18—20). „Skírið þá...“ Orðið að skíra þýðir að hreinsa, sbr. skíra-gull = hreint gull. Eins og vatnió hreinsar burt óhreinindi líkamans, þannig hreinsar fórn Jesú okkur af allri synd. Skírnin merkir því, að fá hlutdeild í dauða og upp- risu Jesú Krists. Það er ekki vatnið sem hefur þann mátt, né heldur presturinn, sem skirir, heldur fyrirheit Jesú. Og þegar presturinn i trausti til þess fyrirheíts segir: ,,NN, ég skiri þig til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda," þá er nafnið þitt tengt nafni hins þrí- eina, lifanda Guðs. Að vera skírður þýðir þvi að tilheyra Guði, föður Drottins vors Jesú Krists. 1 skírninni gerir Guð sáttmála við einstaklingínn og heitir því að vera hans Guð og faðir að eilífu. Skírnin er lika ný fæðing. Þegar þú fæddist þá hófst það líf, sem.stefnir til grafar og dauða. Þegar þú varst skírður þá hófst það líf, sem varir að eilífu, hið sanna lif í Jesú Kristi. „Kennið þeim...“ Langmestur meirihluti ís- lenzkra foreldra lætur skíra börn sín. I mörgum tilfellum gera þeir sér etv. ekki grein fyrir hvers vegna þeir gera það. En í skírnarformálanum, sem lesinn er við hverja skírnarat- höfn er sýnt fram á hvað skírn- in er og hvað hún gefur, og í lok athafnarinnar er brýnt fyrir foreldrum og forráðamönnum barnsins, og söfnuðinum öllum, hverja skyldu skirnin leggur þeim á herðar, að kenna barn- inu það, sem Drottinn hefur boðið og alal það upp í kristinni trú. Kristinfræðíkennsla barna- skólanna og sunnudagaskólar og barnaguðsþjónustur kirkj- unnar eru til þess að aðstoða heimilin í því að uppfylla þessa skyldu. Þetta getur þó alls ekki komið i stað fræðslu heimil- anna. Þar er grundvöllurinn lagóur. Foreldrar, sem bera barn sitt til skírnar, taka því á sig ábyrgðarmikið hlutverk. Því, þegar þú varst skírður steig Jesús Kristur um borð í bátinn þinn. Og þér finnst gott að geta haft fánann hans uppi. En hann vill fá að taka við stýrinu. Hann er reiðubúinn. Þú þarft bara að hleypa honum að. „Sjá, ég er með yður ...“ Jesús er með okkur. Hann liíir. Þú getur eignazt náið, per- sónulegt samfélag við hann. Kvöldmáltíðina stofnaði Jesús til þess að eiga samfélag við Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason. okkur. Ef þú átt góðan vin þá nægir þér ekki að skrifast á vió hann. Þér nægir ekki að segja: ,,Halló“ við hann er þú sérð hann. Þú vilt gefa kveðju þinni, orðum þínum, dýpri merkingu og innihald með snertingu, handtaki, kossi. Vinátta þín, ást þín, já, þú sjálfur, felst i snert ingunni. Svona erum við nú einu sinni mennirnir. Og Jesús þekkir okkur og skilur. Hann vill komast í nánari snertingu viðokkur en baraí orðisínuog bæninni. Hann vill geta rétt okkur gjafir sinar í brauði og vini og styrkt okkur og endur- nært. Og það er annað. Við lestur Biblíunnar og bænina finnst þér bezt að vera einn og út af fyrir þig. En kvöldmál- tíðin getur aldrei verið algjör- lega þitt einkamál. Hún er alltaf samfélag. Trúin er ekki einkamál. Það getur enginn átt kristna trú út af fýrir sig. Og þegar þú krýpur við altarið krýpur þú þar með fólki, sem þú kannski þekkir ekki, en þetta fólk eru bræður þínir og systur í Jesú Kristi. Saman eruð þiö fjölskylda hans við borðið hans. Efnin, sem notuð eru við kvöldmáltíðina, eru venjulegt brauð og vín. Brauðið er þó hér í okkar kirkju og víðast á Vesturlöndum ósýrt brauð, þ.e. við bakstur þess hefur ekki verið notað ger. Þannig hefur brauðið verið, sem notaó var við síðustu kvöld- máltíð Jesú. Þá tók hann brauð, þakkaói Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Þetta er iíkami minn.“ Og þar með vildi hann segja: „Eins og ég brýt þetta brauð og skipti á milli ykkar, svo þið getið allir neytt af því og styrkzy þannig verður líkami minn brotinn ykkar vegna, til þess að þið mættuð lifa.“ Og þegar hann rétti þeim bikarinn með víninu sagði hann: „Þetta er blóð mitt.“ ( = líf mitt). Dauði minn gefur ykkur lífið. Því blóði mínu er úthellt sem merki þess, að Guð mun stofna nýjan sáttmála, eins og hann gerði við Israels- menn forðum. Og þegar þú krýpur við altarið og meótekur brauðió og vínið, þá er Jesús að segja þér, að hann gaf líf sitt vegna þin, að þú mættir lifa að eilífu. Hann segir við þig: „Líkami minn, blóð mitt, lif mitt, dauði minn, upprisa mín: FYRIR ÞIG. Hér er ég. Jafn áþreifanlega og þetta brauð oj þetta vin er allt, sem ég er og allt, sem ég á, hér, þaó er þitt." Baðið og borðið les: Matt. 3,1—6, 13—17. Matt. 28,18—20. Róm. 6,3—5. 1. Jóh. I, 7. Lúk 22,7—20. 1. Kor. II, 23—26. Lúk. 24,13—35. Op. Jóh. 21,6. Op. Jóh. 22,17. Það er svipað með sakrament- in og peningaseðil. Þúsund- krónaseðill er pappirsblað. Hann getur krypplazt, rifnað, brunnið. Það, sem gefur honum gildi, er trygging Seðla- bankans. Það sem gefur vatni skírnarinnar og brauði og víni altarisins gildi, er fyrirheit Jesú. 1 þessum gjöfum hefur hann heitið að koma til okkar. Þú ert skírður. Jesús hefur tekið þig sér í fang og blessað þig, gefið þér hlutdeild i öllum gjöfum sínum. Og eins og hann birtist lærisveinunum í Emmaus forðum við það að hann braut brauðið (Lúk. 24,13—35), þannig birtist hann lærisveinum sínum enn þann dag í dag sem hinn lifandi, upp- risni Drottinn og frelsari. Iðnaðarhúsnæði til leigu, 760 fm á einni hæð (götuhæð). Húsnæði í kjallara til viðbótar. Uppl. í síma 18832 og 22588. Skipti Einbýlishús óskast í Smáíbúðarhverfi í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð í sama hverfi. Milligjöf í pengingum að hluta. Upplýsingar í síma 86947. GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSICA I < * co •< Q. < o Q LU -J o o Páskarnir 75 Páskarnir 75 HALLARMULA SIMI 37737 og 36737 OPIÐ ALLA DAGANA Skírdag — föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum frá kl. 9— 21. hátíðarmatseðill alla dagana FRUIN HVÍLIR SIG FRA MATARGERÐINNI OG ÖLL FJÖLSKYLDAN BORÐAR HJÁ OKKUR. I o t- m O O > ■o >• co t; > I Q m Q > TJ >• (O t; > GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA — GLEÐILEGA PÁSKA GLEOILEGA PÁSKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.