Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Gjaldskrá Rafmagnsveit- unnar hækkar um 10% Engin páskahrota? SAMÞYKKT hefur verið heimild til hækkunar gjaldskrár Raf- magnsveitu Reykjavfkur frá og með 1. aprfl næstkomandi um 10%. Er hækkunin veitt til þess að mæta fyrirsjáanlegum greiðsluhalla fyrirtækisins á ár- inu 1975, en hann er áætlaður um 330 milljónir króna. Gengisbreyt- ingin ein kostaði Rafmagnsveit- una 140 milljónir króna og fór hún fram á 21% hækkun miðað við 1. marz síðastliðinn. Steinar Berg Björnsson, skrif- stofustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur sagði í viðtali við Mbl. i gær að eftir að búið er að skera niður framkvæmdir og annað án þess þó að segja upp fólki vanti Rafmagnsveituna enn 170 milljónir króna til þess að geta brúað bilið og verður fyrir- tækið hugsanlega að taka þessa upphæð að láni, svo að unnt sé að halda áfram nýtengingum húsa, Mokafli af rauðmaga Siglufirði, miðvikudag. HÉR ER allt að fyllast af síld, mátti lesa i Morgunhlaðinu f gamla daga á sfldarárunum. En nú hljóða fréttir héðan um að allt sé að fyllast af rauðmaga, enda er það svo. Margir bátar stunda nú rauðmagaveiðar og er mokafli hjá þeim og erfitt orðið að koma öll- um aflanum frá. Einn rauðmaga- kallanna sagði mér f morgun, að bátarnir kæmu með hundruð rauðmaga úr hverjum róðri, — allt upp f 400—600 stykki. En grásleppan er aftur á móti í treg- ara lagi enn sem komið er. sem verið er að reisa. Steinar Berg sagði, að forráðamenn fyrir- tækisins væru að sjálfsögðu mjög uggandi yfir því að þurfa að taka að láni svo mikla upphæð og með því að fresta nauðsynlegri hækk- un gjaldskrár væri í raun aðeins verið að fresta vandamálunum fram á næsta ár og auka vaxta- byrði Rafmagnsveitunnar. Hagur fyrirtækisins var mjög góður árið 1970, en nú eru erlend- ar skuldir Rafmagnsveitunnar tæplega 8 milljónir dollara, sem eru bein afleiðing þess að um- beðnar gjaldskrárhækkanir hafa ekki fengizt fyrr en allt of seint. Vaxtabyrði fyrirtækisins er þeg- ar orðin gífurleg og áætlað er að það verði að greiða f afborganir og vexti á árinu 1975 293 milljónir króna. Eftir þessa 10% hækkun er vaxtabyrðin orðin 14,5% af nettótekjum stofnunarinnar og þetta hlutfall eykst ef Rafmagns- veitan er nú neydd til frekari lántcku. Árið 1974 var fyrsta árið, þar sem Rafmagnsveita Reykja- víkur var rekin með halla, sem nam 53 milljónum króna. Þess ber að geta að í þessum tölum hefur ekki verið gert ráð fyrir neinum launahækkunum, sem nú kunna að koma til framkvæmda. UNNIÐ hefur verið áfram að gera akfæra uppfyllingu úr Flatey á AFLABRÖGÐ eru enn mjög dauf vfðast hvar á landinu, að minnsta kosti við suðurströndina. Menn eru nú farnir að bíða eftir hinni gamalkunnu páskahrotu, en sumir eru farnir að verða svartsýnir, þar sem ekkert hefur Skjálfanda út í Hvassafell en þvf verki hefur miðað fremur seint vegna töluverðs sjógangs. Af þeim sökum er enn ekkert farið að eiga við áburðarfarminn f lest skipsins. 1 gær var komið logn og bliða i Flatey, þannig að allt benti til þess að fljótlega yrði hægt að ljúka við uppfyllinguna út að skipinu og hefjast handa um björgun áburðarins. BRÆÐSLUSKIPIÐ Norglobal var búið að taka á móti 71.300 tonn- um af loðnu f gærmorgun, en skipið er nú búið að vera 60 daga á fsiandsmiðum. f upphafi var ekki gert ráð fyrir að skipið yrði lengur en 45 daga, en leigutíminn hefur síðan verið framlengdur vegna hinnar góðu loðnuveiði, sem verið hefur. Vilhjálmur Ingvarsson hjá Is- birninum sagði þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær, að bræðslan hefði gengið framar vonum allan tímann og veður verið einstaklega hagstætt. Ef loðnuveiði leggst niður á næstu dögum fer Norglobal strax til Noregs, en ef veiðin heldur Leiðrétting I VIÐTALI við Jón Oddsson hrl. i Mbl. fyrir skömmu var sagt að þrjár aðgerðir f augum hefði mis tekist. Hér var um misskilning að ræða þvi umræddar aðgerðir heppnuðust og kom í ljós, við þær, að skipta þurfti um hornhimnur á augum Jóns. Eru dr. med. Guð- mundur Björnsson og aðrir hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. bólað á aukinni fiskgengd. En vel að merkja, þá er stærsti straumur ekki fyrr en á föstudag og því gæti fiskurinn komið enn. Magnús Sighvatsson i Vest- mannaeyjum sagði, þegar við ræddum við hann, að mjög dauft væri yfir vertíðinni í Eyjum. Afli væri einstaklega lélegur hjá neta- bátum, en trollbátarnir hefðu þó fengið reytingsafla síðustu daga. Hæsti báturinn, Þórunn Sveins- dóttir, var i gær kominn með 505 lestir, en sá bátur sem er annar í röðinni er aðeins með 400 lestir. — Við bíðum aðeins eftir páska- hrotunni, en þvi miður hefur ekk- ert lagast í straumnum. ÁSTANDIÐ I raforkumálum f umdæmi Laxárvirkjunar hefur heldur farið skánandi undanfarið og í gær var gizkað á að raforku- framleiðslan væri komin upp í um 14000 kflówött eftir að hafa fallið niður f 9 þúsund kw. þegar áfram verður skipið hér fram yfir páska. „Veiðin ræður öllu,“ sagði Vilhjálmur. INNBROT var framið f skipa- smíðastöðina Stálvfk hf. f Garðahreppi um sfðustu helgi. Var stolið peningakassa úr skrifstofu fyrirtækisins en f honum voru verðmæt skjöl og pappírar, 40—50 þúsund krón- um f peningum, útfylltar ávfs- anir að upphæð 210 þúsund krónur og samþykktir vfxlar að upphæð 560 þúsund krónur. Þjófurinn eða þjófarnir brutu upp útihurð og komust inn f kyndiklefa skrifstofu- byggingarinnar. Þaðan lá leið þeirra f .nötuneyti á neðri hæð og þaðan komust þeir upp f skrifstofuna á efri hæð hússins. Peningakassinn var geymdur í herbergi með eldvarnarhurð úr járni. Þessi hurð var brotin upp. Þremur óstimpluðum ávfs- A viktinni f Keflavik fengum við þær upplýsingar, að það væri ekki hægt að tala um að fiskur bærist á land. Aflinn hefði ekkert aukist síðustu daga, en menn lifðu enn í voninni. Hæsti bátur- inn þar er Valþór með 400 lestir. Sömu sögu er að segja frá Grindavík. Þangað komu í fyrra- dag 65 bátar með 410 lestir og var Geirfugl hæstur eins og svo oft áður með 27 lestir. Gísli lóðs var með 20 lestir, en algengur afli var 4—8 lestir. Grindavíkursjómenn hafa ekki orðið varir við aukna fiskgengd og heildaraflinn er svipaður þvi, sem hann var á sama tíma í fyrra. verst lét. Við eðlilegar kringum- stæður afkastar Laxárvirkjun hins vegar rfflega 19 þúsund kflówöttum, að sögn Knúts Otterstedt rafveitustjóra, þaivnig að enn vantar talsvert upp á. Umdæmi Laxárvirkjunar hefur verið deilt niður í fjögur skömmtunarsvæði, en i gær þurfti ekki að taka öll svæðin út. Að því er Knútur tjáði Morgun- blaðinu í gær er enn töluvert kalt fyrir norðan en veður stillt og ekki sjáanlegt að nein ný krapa- myndun muni eiga sér stað. „Þetta þokast því allt í áttina," sagði Knútur,“ en vert er að hafa í huga að það eru álagsþungir dagar framundan." anaheftum var stolið með sam- tals rúmlega 100 blöðum. Eitt heftanna var frá Landsbankan- um, 45 blöð, sfðasta númerið 896605. Eitt var frá (Jtvegs- bankanum, 41 blað, sfðasta númerið 231359. Loks var hefti frá Iðnaðarbankanum, 19 blöð, sfðasta númerið 37531. Þrfr samþykktir víxlar voru í kass- anum, einn stflaður á Þóri hf., að upphæð 400 þúsund, einn á Bátalón hf„ að upphæð 100 þús- und krónur. Þá voru f kassan-' um 20 útfylltar ávfsanir á ýmsa aðila, samtals að upphæð 210 þúsund krónur. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar f Hafnarfirði, að ef einhverjír geta gefið upplýs- ingar f þessu máli hafi þeir samband við lögregluna f Hafn- arfirði sem fyrst. m.j. er 96 síður í dag, blað I og II I blaði I er meðal annars efnis: Myndasyrpa frá Hafnarfirói á öðrum og þriðja áratugnum (bls. 10). Að eyða heilum degi í eina ljósmynd. Björn Vignir ræðir við Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóra (bls. 12). A bls. 16 eru páskamyndir bíóanna og á bls. 28 og 32 eru messurnar yfir hátíðina og listar yfir fermingarbörn. Ingólfur Guðbrandsson skrifar um Handel og Messías (bls. 18). 1 tilefni kvennaárs (20). Friðurinn sem aldrei varð. Grein um Kambódíu (22). Jóhannes Helgi: Bók er milljón (24). Á bls. 25 skrifa þeir Valtýr Pétursson og Bragi Ásgeirsson um myndlist. Sjónvarp og útvarp um páskana er á bls. 35. Biaðll Bls. 50 — Vonleysi verkakvenna var átakanlegt. Margrét Bjarnason ræðir við Jóhönnu Egilsdóttur. 52 — Islendingur í Poznan eftir Guðmund Halldórsson. 54 — Engin della stendur undir nafni. Árni Þórarinsson ræðir við Ömar Ragnarsson. 58 — Lifandi mynd kviknaði út úr járnahrúgunni. Ingvi Hrafn heimsækir Sigurð Steinsson. 60 — Sigtryggur Sigtryggsson spjallar við Torfa Jónsson varð- stjóra um vísna- og spakmælasöfnun. 62 — Kom huggari, mig hugga þú ... Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar um Þormóðsslysið 1943. 64 — Staðfestu jarðarkaupin með handsali ... Örn O. Johnson forstjóri talar um búskap við Magnús Finnsson. 82 — Búðarstúlka í Reykjavík hér áður fyrr. Viðtal við Elísa- betu Árnadóttur eftir Elínu Pálmadóttur. 85 — Þetta var mikið „streð“ fyrir mannskapinn. Björgunar- málin eru á dagskrá í grein Þórleifs Ölafssonar. 88 — Þú hefur ekki verið lánlaus,drengur minn. Árni Johnsen ræðir við Helga S. Eyjólfsson. 94 — I súðarherbergi með olíuvél. Jónína Þorfinnsdóttir og Ragnar Edvardsson segja Áslaugu Ragnars frá lifs- reynslu sinni. Þá er „páska-auki“ f blaði II með efni úr Lesbók. Til Golgata í páskaleyfinu, þýdd saga; Alfreð Flóki mynd- skreytti (bls. 65). Páskadraumur eftir Þuríði J. Árnadóttur (66). Kvennasögur eftir Steinunni Sigurðardóttur (67). Páskar i Borgarfirði. Ljóðaflokkur eftir Jóhann Hjálmarsson með myndskreytingu Alfreðs Flóka (68). List og umhverfi eftir Níels Hafstein (69). Grjótaþorpið. Texti og teikningar eftirGísla Sigurðsson (70). Tvö ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson (76). Örlög þín ráðast við fæðinguna, þýdd grein (76). Hvassafell: Enn ekkert átt við áburðinn Norglobal búið að taka á móti 71 þús. lestum Verður fram yfir páska ef eitthvað veiðist Betra ástand í raf- orkumálum nyrðra STORÞ J OFNAÐ- UR í STÁLVÍK HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.