Morgunblaðið - 05.04.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 05.04.1975, Síða 1
32 SIÐUR 74. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. FLUGSLYSIÐ VIÐ SAIGON: ___150 munaðarlaus börn frá Suður-Vietnam biðu bana A efri myndinni sjást tvær konur bera unga, slasaða telpu til sjúkra- húss eftir slysið. Mörg barnanna slösuðust svo alvarlega að þeim er ekki hugað líf. Voru á leið til nýrra heimkynna í Bandaríkjunum — Um 100 börnum bjargað, en mörg eru stórslösuð Saigon 4. apríl. Reuter. AP. í KVÖLD var vitað að 150 börn, mörg þeirra innan við eins árs, hefðu látizt í flugslysinu við Saigon í morgun. Um eitt hundrað börn komust lífs af og eru í sjúkrahúsum, mörg þeirra alvarlega slösuð. Þrjátíu aðstoðarmenn hjálpar- stofnana sem voru með í vélinni létust, en um 20 komust af, svo og áhöfn vélarinnar. Börnin voru öll munaðarlaus suður-vfetnömsk börn, sem átti að flytja til Bandaríkjanna, þar sem fjölskyldur höfðu óskað eftir að fá að taka þau f fóstur til að létta raunir þeirra og hörmungar. Vél- in sem var af gerðinni Galaxy a5 hafði nýlega farið frá Saigon þegar flugstjórinn varð þess var að þrýstingurinn hafði farið af vélinni, að Ifkindum vegna þess að aftari hleðsludyr á vélinni höfðu ekki læstst. Sneri hann þá tafarlaust við og ætlaði að reyna að komast aftur til Saigon, en vélin hrapaði sfðan til jarðar í aðeins rúmlega eins kflómetra fjarlægð frá brautarenda. Slysið f dag er f jórða mesta flugslys sem orðið hefur f heimi f allri sögu flugsins. Björgunarsveitir þustu á vett- vang og tókst þeim, ásamt ýmsum af aðstoðarmönnum i vélinni, að bjarga fjölda barna út úr flug- vélarflakinu. Brak þeyttist um stórt svæði og var unnið við björg- unarstörf fram í myrkur. Felmtri og skelfingu sló á menn um allan heim, þegar fréttist að vélin hefði farizt en hún var fyrsta vélin, sem átti að flytja munaðarlaus börn frá S-Víetnam til nýrra heimkynna í Bandarikj- unum. Ford Bandarikjaforseti hefur lýst sérstökum harmi sinum vegna þessa mikla slyss. Hann hafði ætlað sér að taka á móti vélinni sem átti að lenda i San Fransisco. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að slysið „væri ólýsanlegur harmleikur“ og í Framhald á bls. 18 Sihanouk vill ekki semja við núver- andi ráðamenn Phnom Penh 4. apr. Reuter,NTB. SKÆRULIÐAR Rauðu khmer- anna hertu enn sókn sfna að Phnom Penh í dag og haft er eftir áreiðanlegum heimildum að þeim hafi tekizt að rjúfa varnar- Ifnu stjórnarhermanna á einum SITHOLE SLEPPT Salisbury 4. apaReuter. TILKYNNT var í Salisbury í Ródesfu f dag að stjórnin þar hefði ákveðið að láta lausan úr haldi afrfska leiðtogann Nda- baningi Sithole svo að hann gæti setið fund Einingarsamtaka Afrfkurfkja, sem hefst f Dar Es Salaam á næstunni. Sithole sem er leiðtogi ZANU- samtakanna var handtekinn þann 4. marz sl. og ákærður fyrir að hafa í undirbúningi samsæri til að ráða af dögum ýmsa keppi- nauta sína og fyrir aó halda áfram stuðningi við hryðjuverk í Ródesíu, þrátt fyrir vopnahlé við skæruliða. Ian Smith, forsætisráð- herra Ródesíu, sagði að hann hefði ákveðið að láta Sithole lausan að beiðni nokkurra afrískra forseta, en hann skýrói ekki frá því, hverjir þeir væru. stað að minnsta kosti, á svæðum norðvestur af borginni. Hergagnabirgðum tókst að koma flugleiðis til borgarinnar í dag og heimildir hersins segja, að hermenn hafi verið sendir frá Kompong Seila sem er 110 km suðvestur af Phnom Penh og til vfglfnanna f norðri, norðvestri og suðaustri. Þessi tilraun til að styrkja varnir borgarinnar var gerð um svipað leyti og mikill ótti var á þvf að Rauðu khmerarnir hygðu á stórsókn að borginni á hverri stundu. Sihanouk fyrrverandi þjóðhöfó- ingi Kambódiu sagði í dag að enda þótt Lon Nol væri farinn frá Kambódíu myndi það ekki duga til að hann og hans menn myndu hefja samninga um frið við „svikarana í Phnom Penh“. Sihanouk sagði að hann hefði fengið ótal fyrirspurnir þess efnis hvort skæruliðar hans, Rauðu khmerarnir, myndu fallast á aó mynda þjóðstjórn i landinu með þátttöku ýmissa fyrrverandi ráða- manna. Þetta væri fávislega spurt og merki um algera vanþekkingu. I gærkvöldi hvatti Long Boret, forsætisráðherra, sem staddur er ásamt Lon Nol i Indónesiu, ieið- toga skæruliðanna til að setjast að samningaborðinu með núverandi valdhöfum i Kambódíu. Stjórn Sri Lanka lýsti yfir þvi í kvöld að hún hefði viðurkennt útlagastjórn Sihanouks sem hina einu löglegu stjórn í Kambódíu. A neðri myndinni sjási nokkur ung munaðarlaus börn í Galaxyhervélinni, sem átti að flytja þau til nýrra foreldra í Banda- ríkjunum. Mörg barn- anna voru kornung og sum nýfædd. Um hálfri stundu eftir að þessi mynd var tekin hrapaði vélin til jarðar og 150 börn af um 250 börnum létust, en með vélinni voru alls um 300 manns, þar á meðal starfsmenn hjálparstofnana, sem áttu að annast börnin á leiðinni til San Fransisco. Simamyndir — AF. Ný stjórn í Saigon Varnir um borgina efldar Saigon 4. apríl Reuter. AP. NTB. NGUYEN Ba Can, forseti neðri deildar suður-vletnamska þings- ins, var ( dag falið að mynda nýja rfkisstjórn I landinu, eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Tran Thien Khiem, hafði mistekizt að mynda stjórn eins og honum var falið fyrir ellefu dögum. Thieu forseti kom fram I sjón- varpi I dag og sagði að hann væri fús til að hefja samningaviðræð- ur sem grundvölluðust á Parfsar- sáttmálanum um Vfetnam. Aftur á móti vildi hann ekki sætta sig við stjórn með aðild kommúnista né heldur að uppgjöf væri fyrir dyrum. Ymsir höfðu spáð þvf að Thieu myndi gefa f skyn að hann segði af sér á næstunni, en kröf- urnar um það gerast æ háværari. Vék forsetinn hvergi að þvf. Hann sagði að hinar miklu ófarir hers S-Vfetnam mætti meðal annars rekja til ódugnaðar hersins og þá alveg sérstaklega margra herfor- ingja sem hefðu gersamlega brugðizt skyldum sfnum og f engu verið liðsmönnum sfnum þeim fyrirmynd sem þeim bæri. Sagð- ist Thieu mundi láta draga hana ábyrgu fyrir rétt. I dag var komið upp um enn eitt samsæri til að steypa Thieu en fréttir af þvi eru heldur óljósar, en sagt að ýmsir háttsettir aðilar hafi verið viðriðnir það og hand- tökur hafi verið framkvæmdar í Saigon í dag. Forsetinn neitaói því í sjón- Atvinnuleysi í Washington 4. apr. Reuter. ATVINNULEYSI f Bandarfkjun- um jókst enn f sfðasta mánuði og varð meira en nokkru sinni sfð- ustu 34 ár. Voru átta milljónir manna á atvinnuleysisskrá og er varpsræðunni að eitt hundrað þúsund hermenn hefóu verið teknir af kommúnistum í sókn þeirra og staðhæfði að varnarlin- an umhverfis Saigon hefði verið stórlega efld og skæruliðum Víet Cong, sem sæktu fram í suðurátt, hefði ekkert orðið ágengt i dag vegna táplegrar framgöngu stjórnarhersins. Thieu hvatti til að safnað yrði liði og endurheimt þau svæði úr höndum skæruliða sem fallin eru. Talsmaður hersins sagði i dag að stjórnarhermenn sem hefðu notið stuðnings úr lofti, hefðu Framhald á bls. 18 USA eykst enn það um 8,7% atvinnufærra manna. Mesta atvinnuleysi sem vitað er um f Bandarfkjunum var 1941, þegar það komst í 10%. Mest er atvinnuleysi á meðal iðnaðarmanna, svertingja og unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.