Morgunblaðið - 05.04.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975
Svíar bjóða aðstoð sína við
að reisa byggingarverksmið ju
SÆNSKT byggingarfyrirtæki
hefur boðizt til að aðstoða íslend-
inga við að setja hér upp verk-
smiðju sem framleitt getur til-
búnar húseignir en að þeirra mati
gæti slík verksmiðja byggt fbúðir
á 20—25% lægra verði en hinn
hefðbundni byggingariðnaður. Þá
hafa Svíarnir boðizt til að veita
tæknilega aðstoð svo og fjárhags-
lega fyrirgreiðslu bæði til verk-
smiðjunnar og íbúðabygg-
inganna. Heppilegast er talið að
reisa verksmiðju sem byggt getur
200 fbúðir á ári. Áætlað verð
slfkrar verksmiðju er um 160
milljónir króna. Erindi sænska
fyrirtækisins hefur verið til at-
hugunar hjá félagsmálaráðuneyt-
inu.
Morgunblaðið átti tal af Bene-
Aðalfundur
Iðnaðarbankans
AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka Is-
lands verður haldinn i dag að
Hótel Sögu og hefst hann klukkan
14. A dagskrá fundarins verða
venjuleg aðalfundarstörf, en að
auki verða þar ræddar tillögur
um breytingar á samþykktum
bankans og reglugerð.
dikt Bogasyni verkfræðingi, sem
hefur kynnt sér þetta mál. Hann
sagði, að um væri að ræða hálf-
opinbert byggingarfyrirtæki í
Gautaborg, sem væri orðið mjög
háþróað í byggingartækni. Það
byggði íbúðareiningar í sérstakri
verksmiðju, lyki t.d. alveg gerð
dýrustu herbergja hverrar íbúð-
ar, eldhúsi, baði og þvottahúsi og
siðan væri öðrum einingum raðað
í kringum þessa hluta. Mætti
þannig fá fram mikla fjölbreytni í
arkitektúr. Með þessari aðferð
hefur náðst mikif hagkvæmni og
stórsparnaður orðið bæði hvað
snertir vinnuafl og efni.
Fyrirtækið hefur undanfarin 15
ár byggt um 1500 íbúðir á ári og
hefur í bili fullnægt þörfunum á
athafnasvæði sínu. Af þeim sök-
um hefur fyrirtækið leitað út
fyrir landsteinana, t.d. byggt hús i
Rússlandi og Póllandi. Þá fékk
fyrirtækið áhuga á íslandi i fyrra
og kynnti sér hér aðstæður. Hefur
það boðizt til að aðstoða islenzka
aðila við að reisa hér nýtizkulega
verksmiðju. Býðst fyrirtækið til
að veita bæði tæknilega og fjár-
hagslega aðstoð. Yrði fjárhags-
lega aðstoðin i formi lána til langs
tima bæði til byggingu verksmiðj-
unnar og einnig til ibúðabygginga
á hennar vegum. Þess má geta, að
verksmiðjan getur framleitt allar
tegundir íbúðarhúsa, einbýlishús,
raðhús og fjölbýlishús allt upp í 8
hæðir og einnig aðrar byggingar
svo sem sjúkrahús og hótel.
Benedikt Bogason sagði, aó í
dag stæðu málin þannig. að Bygg-
ingariðjan hf. á Artúnshöfða væri
með i bígerð að reisa verksmiðju
þeirrar tegundar sem Svíarnir
hafa i huga. Er öll aðstaða þegar
fyrir hendi, lóð, steypustöð og sér-
hæfður vinnukraftur. Þá liggja
teikningar þegar fyrir. Talið er að
1—l'/i ár taki að reisa verksmiðju
sem byggt getur 200 íbúðir á ári.
Kostnaður er áætlaður um 160
milljónir. Tilboð sænska bygg-
ingarfyrirtækisins hefur verið til
athugunar hjá félagsmálaráðu-
neytinu síðan í fyrra. Sagði Bene-
dikt Bogason i samtalinu við Mbl.,
að hann hefði orðið var við
mikinn áhuga á þessu máli hjá
ráðamönnum. Hann kvaóst vona
að ákvörðunar væri ekki langt að
bíða, því nú væri mjög heppilegur
tími til að fara af stað með undir-
búning. „Þetta er tilboð sem
kannski kemur ekki aftur og væri
vissulegá slæmt ef við misstum af
þvi. Við Islendingar erum það
langt á eftir í byggingartækpi að
við hefðum mjög gott af því að
kynnast þvi bezta á því sviði,“
sagði Benedikt Bogason að lokum.
Ljósm. Magnús Björnsson.
Ok á fullri ferð á ljósastaur
ÞAÐ slys varð á Hverfisgötu í
gær, skammt fyrir neðan
Klapparstig, að stórri amerískri
bifreið var ekið af miklu afli á
ljósastaur. Gerðist þetta um
klukkan 13. Bifreiðin kom
niður Smiðjustíg og beygði inn
á Hverfisgötu. Var hún rétt
komin inn á götuna er hún ók
utan í aðra bifreið. Við það
missti ökumaðurinn vald á bíln-
um og skall hann á ljósastaur af
miklu afli. Bifreiðarstjórinn,
sem er 17 ára gamall, var flutt-
ur á slysadeild Borgarsjúkra-
hússins. Meiddist hann töluvert
á höfði og brjósti og var að
lokinni aðgerð lagður inn á
Borgarsjúkrahúsið. Bifreiðin
er stórskemmd eins og myndin
ber glöggt með sér.
Lagarfljótsvirkjun-
in stóðst kuldann
LAGARFLJÓTSVIRKJUN fram-
leiðir nú 4,5 megawött og hefur
Séu öðrum jafn réttháir
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins f Reykjanes-
kjördæmi, haldinn f samkomu-
húsinu í Garði, 2. apríl 1975, telur
Reykjaneskjördæmi bera svo
skarðan hlut frá borði hvað þing-
Tónleikar
r
í Arnesi
mannafjölda áhrærir í núverandi
kjördæmaskipun, að óviðunandi
sé.
Fundurinn væntir því þess, að
þingmenn kjördæmisins og aðrir
alþingismenn vinni að þvi, að það
óréttlæti, er íbúar Reykjaneskjör-
dæmis búa við í þessu efni, verði
leiðrétt á þann hátt, að kjósendur
kjördæmisins séu virtir til jafns
við aðra landsmenn.
framleiðslan verið aukin smám
saman. Hefur gengið vel að keyra
virkjunina. Verða afköstin aukin
þar til fullum afköstum verður
náð, en þau eru 7,5 megawött. Að
sögn Erlings Garðars Jónassonar
rafveitustjóra á Austurlandi er
búizt við því að fullum afköstum
verði náð um miðjan maí. Sagði
hann að vel hefði verið fylgzt með
því hvernig virkjunin kæmi út úr
kuldakastinu á dögunum. Reynd-
ist virkjunin standast þá raun
með mikilli prýði.
Þrjú býli á Fljótsdalshéraði
voru tengd rafveitukerfi Austur-
lands í fyrradag. Er þá aóeins eitt
býli á Fljótsdalshéraði sem ekki
hefur enn fengið rafmagn, Ana-
staðir, og verður bráðlega byrjað
á línu þangað. Þegar því verki
lýkur verður aðeins eftir að
tengja Njarðvík í Borgarfirði
Síðari fjölskyldu-
tónleikar SI í dag
SlÐARI fjölskyldutónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar lslands verða f
dag í Háskólabfói kl. 14.00.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
verður Páll P. Pálsson og kynnir
Atli Heimir Sveinsson tónskáld.
Á efnisskrá eru m.a. verk eftir
Karl O. Runólfsson, Wolfgang
Ámadeus Mozart og föður hans
Leopold. Einleikarar verða
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari og Lárus Sveinsson
trompetleikari.
Aðgöngumiðar eru seldir við
PANKRSTWk-J
innganginn frá kl. 13.00.
Miðar sem keyptir voru á fyrri
tónleikana, 8. marz sl. gilda
einnig á þessa tónleika.
í DAG,‘ 5. apríl halda þau
Manuela Wiesler flautu-
leikari og Halldór Haralds-
son píanóleikari tónleika
að Árnesi í Gnúpverja-
hreppi og hefjast þeir
klukkan 20. Á efnisskránni
eru verk eftir Bach,
Mozart, Hindemith og
fleiri.
Sambandsstjórn-
arfundur VSÍ
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands mun i dag klukkan 10.30
halda sambandsstjórnarfund, þar
sem fjallað verður um bráða-
birgðasamkomulagið, sem gert
var milli samninganefnda ASl og
vinnuveitenda rétt fyrir páska.
eystri, Vattarnes i Fáskrúðsfirði
og Mjóafjörð við rafveitukerfið
en á þessum stöðum eru samtals
17 býli í byggð. Að sögn Erlings
Garðars Jónassonar rafveitu-
stjóra Austurlands er ekki ljóst
hvort hægt verður að ráðast í
línulagnir til þessara staða í
sumar en hann kvaðst þö vona að
úr því gæti orðið. Þegar þvi verki
lýkur verða öll býli á Austurlandi
búin að fá rafmagn.
Rœtt við dr. Finn Guðmundsson:
JÁ, VIÐ fundum storkinn aust-
ur í Dyrhólahverfi, vestan Dyr-
hólaóss. Þetta er í fyrsta skipti,
sem ég hef séð stork á Islandi,
því þó að þetta sé f annað
skiptið, sem þessi stóri fugl
slæðist hingað norður, alla leið
frá Afrfku, þá sá ég ekki stork-
inn sem sást árið 1969. Eitthvað
á þessa leið sagðist dr. Finni
Guðmundssyni frá er Mbl. átti
stutt samtal við hann f gær um
austanverðu, t.d. þeir, sem
koma tii Danmerkur á vorin,
fara þessa leiðina. Eða þeir fara
um Gíbraltar, — t.d. til Spánar
og Portúgal. Trúlegt þykir mér,
sagði dr. Finnur, aó þessi stork-
ur hafi ætlað að fara til Spánar
eða Portúgal, en vegna veðra
'eða loftstrauma lent of vestar-
lega og útaf farrútu sinni, út á
opið hafið. Síðan hafi fuglinn
þreytt flugið beint norður, ekki
fita er forði hans á flugleiðinni.
Þegar komið er á leiðarenda
eru farfuglar stórir jafnt sem
litlir að sjálfsögðu orðnir grind-
horaðir. Fuglar brenna miklu
þvi blóðhiti þeirra er yfir 40
stig. Storkar halda sig í vot-
lendi. Við fundum hann í Dyr-
hólahverfi vestan Dyrhólaóss,
en með dr. Finni var Hjálmar
Bárðarson siglingamálastjóri,
sem fór til þess að reyna að ná
Ijósmyndum af storkinum i
íslenzku umhverfi. —
Já, mér virtist fuglinn í alla
staði eðlilegur. Hann hélt sig
Hugsanlegt að storkurinn
geti lifað af íslenzkt sumar
storkinn, sem villzt hefur
hingað til lands og sást fyrst á
skírdag austur f Dyrhólahverfi.
Skýringuna á hingaðkomu
storksins taldi dr. Finnur lík-
lega vera þessa: Enginn fugl er
eins vel rannsakaður í Evrópu
og storkurinn. Þegar þeir
leggja leið sina milli sumar- og
vetrarheimkynni sinna, sem
eru í löndum sunnah Sahara-
eyðimerkurinnar og í S-Afriku,
fara þeir ýmist um Bosporus að
haft landsýn neina fyrr en
hann kom upp að suðurströnd-
inni. Þannig er þessu farið með
svölurnar sem hingað villast oft
og iðulega er þær koma úr
vetursetu í Afríku á leið sinni
til Evrópulanda. Dr. Finnur
sagði er við spurðum hann um
flugþol storksins: Farfuglar
hafa ótrúlegt þol. T.d. smá-
fuglar meðal farfugla sem
hingað koma, fljúga viðstöðu-
laust í 24 klukkustundir, er
þeir fara á milli Skotlands og
íslands. Farfuglarnir eru búnir
að safna á sig mikilli fitu áður
en þeir leggja upp í langflugið
er þeir flytja sig milli sumar- og
vetrarheimkynna. Þessu er eins
farið að sjálfsögóu með stork-
inn. Hann leggur upp í ferðina
frá Afríku til Evrópulanda
seinnipart marzmánaðar eða
um mánaðamót marz-apríl. Þá
er þessi stóri fugl búinn að
safna á sig miklu fitulagi. Þessi
við skurði og læki í leit að æti.
Hann hafði sézt fyrst á skírdag,
er Guðjón Þorsteinsson frá
Garðakoti i Mýrdal sá fuglinn á
svipuðum slóðum. Hann gerði
hinum þjóðkunna náttúru-
skoðara, Einari á Skammadals-
hóli, viðvart, en hann fór á vett-
vang og staðfesti að hér væri
um stork að ræða og lét
Náttúrufræðistofnunina vita
um þennan óvenjulega gest.
Framhald á bls. 18