Morgunblaðið - 05.04.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 05.04.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRlL 1975 11 Það voru rúmlega 400 manns saman komin I Félagsheimilinu Árnesi til að minnast 30 ára afmælis Hestamannafélagsins Smára. sem unnið hefur verið af fórn- fýsi og áhuga fyrir vexti og viðgangi íslenska hestsins. kappreióanna hjá Sandlækja- ósi, áður en félagið var stofnað, var af sérstakri dómnefnd val- inn besti reiðhestur mótsins og honum veitt heiðursverðlaun, sem er silfurbúin svipa meó gullletri á .stétt og ber hún nafnið HREPPASVIPAN. Hún er farandgripur en eigandi þess hests, er sigrar hverju sinni, fær til eignar heióursskjal, sem Halldór Pétursson, listmálari, hefur gert fyrir félagið. Ekki er vitað til að slík gæðingakeppni hafi farið fram áður hér á landi á vegum félagssamtaka hesta- manna. Hugmyndin að þessari verð- launasvipu er komin frá Eiríki heitnum Einarssyni frá Hæli en í lið með honum gengu 70 menn búsettir í Reykjavík, sem allir höfðu verið smalar og hesta- strákar i Hreppum fyrr á árum og gáfu þeir þennan merka verðlaunagrip. Sá hestur, sem fyrstur hlaut svipuna, var Gull- toppur Jóns Ölafssonar i Eystra-Geldingaholti, en alls hlaut hann hana sex sinnum. Nokkur siðari ár hafa verið veitt sérstök verðlaun besta klárhest meó tölti hvers hesta- þings og er það SMÁRABIKAR- INN. Þá hefur frá árinu 1963 verið keppt um SVEINS- MERKI SMÁRA. Merki þetta er gert til minningar um Svein heitinn á Hrafnkelsstöðum og skal það veitt þeim félagsmanni Smára, er best og prúðmannleg- ast umgengst og situr hest sinn á hestamótum félagsins. Er merkið véitt árlega og til fullr- ar eignar. Hestar félagsmanna Smára hafa oft verið í fremstu röð á landsmótum og fjórðungsmót- um. Má þar nefna Golu og Blæ Hermanns Sigurðssonar í Lang- holtskoti, Neista, Hremsu, Funa og Glaum Jóns Sigurðs- sonar i Skollagróf, Sörla Jóhanns Einarssonar i Efra- Langholti og Reyni Þorteins Vigfússonar í Húsatóftum. i ársbyrjun 1949 ákveður stjórn Smára að gera tilraun með að koma á tamningum fyr- ir félagsmenn og var tamninga- stöð komið upp i Skáldabúðum vorið 1949. Fyrstu tamninga- mennirnir voru: Sigurgeir Runólfsson í Skáldabúðum, Þorgeir Sveinsson á Hrafnkels- stöðum og Björgvin Högnason í Laxárdal. Þessi tilraun, sem gerð var án nokkurs fordæmis annarra hestamannafélaga, þótti takast það vel, að um ára- bil voru tamningastöðvar rekn- ar á vegum félagsins en nú síð- ustu árin hafa einstaklingar á félagssvæðinu rekið slíkar stöó- var. Af öðrum merkum þáttum i starfsemi Smára verður helst fyrir að nefna sameiginlega út- reiðartúra félagsmanna. Er þá riðió vítt og breitt um félags- svæðið svo sem i Þjórsárdal, Tungufellsdal, Hrunakrók og i kring um Vörðufell og viðar. Hér að framan hefur verið minnst á nokkra þætti úr 30 ára sögu Smára en margt fleira mætti tína til en hafa verður í huga að bak við þessa sögu ligg- ur mikið félagslegt starf. Starf Evrópumótið 1975 félaga og er öllum þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér keppnisreglurnar nánar bent á að hafa samband við formann viðkomandi hestamannafélags. Einnig má leita upplýsinga hjá Gunnari Bjarnasyni, Ragnheiði Sigurgrímsdóttir og Magnúsi Vngvasyni en þátttökutil- kynningar skulu hafa borist honum ekki síðar en 2. maí n.k. og þá merktar: Magnús Yngva- son, c/o Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölvhólsgötu, Reykjavik. Tilkynningunni þurfa að fylgja upplýsingar um í hvaða greinum knapinn ætlar að keppa, nafn og heimilisfang knapa, þá nafn, aldur, litur og ætt hestsins. ísland sendir 7 hesta á Evrópumótið. Dagur frá Núp- um, sem fluttur var utan fyrir nokkrum árum og er f eigu Sigurbjörns Eiríkssonar, hefur verið sigursæll í keppnum erlendis, þvf hefur verið ákveð- ið að hann verði þjálfaður til þátttöku f mótinu og keppi þar fyrir hönd islands. Aðrir hestar, sem sendir verða utan eftir keppni á úrtökumótinu, verða: 1. Besti töitarinn, 2. Annar töltari, 3. Besti gæðingurinn, 4. Annar gæðingur, 5. Stigahæsti hestur- inn í fjölkeppni og 6. Besti skeiðhesturinn. Varðandi stiga- hæsta hestinn í fjölkeppninni er sett það silyrði, að hann nái a.m.k. 3. sæti f töltkeppni að öðrum kosti kemur 3. töltari f hans stað. Það skal tekið fram, að hver sá sem nær tilskyldum árangri í úrtökukeppninni skuldbindur sig þar með til að keppa á Evrópumótinu 1975. umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Venjubundna aðferðin eftir ÁSGEIR JAKOBSSON Hefðbundna aðferðin til að gera sér grein fyrir hversu mik- ið væri úti af vírum, hefur ver- ið sú um langan aldur að merkja togvirana með ákveðnu millibili, (t.d. 25 faðma bili á togurum) — með því að stinga tógmerkjum (nú nælon) í vír- ana. Þessi aðferð er bæði tíma- og vinnufrek og með tilkomu hinna stóru skuttogara er hún orðin ófullnægjandi. Það er erfiðara en var á síðutogurun- um að fylgjast með merkjunum þegar þau renna út ekki sízt f myrkri og slæmu skyggni og þaó er erfiðara að jafna vfrana nákvæmlega eftir þeim. Nú er einnig farió aó toga á meira dýpi en áður gerðist og það krefst aukinnar nákvæmni við jöfnun víranna. Skipstjórar telja að ekki megi muna, nenta sem svarar faðmi á vírunum, ef varpan á að sitja rétt. Algengt er að togvírar mistogni eitthvað og sú mistognun má ekki vera mikil, ef hin hefóbundna merkjaaðferð á að vera nægjan- lega nákvæm, þegar togað er á 500 faðma dýpi eins og nú eru dæmi um. Nú eru togarar komnir með 1000—1500 faðma af vírum á hvora spiltrommu og það er ekkert smáræðis verk að merkja slíka viralengd auk þess, sem það náttúrlega veikir virana aó opna þá víóa til að stinga í þá merkjunum. Ef menn svo óttast a.ð um mistognun sé orðið að ræða, þá er heldur ekkert áhlaupaverk að mæla alla vírana upp og breyta merkjunum. Hins vegar rýrir það náttúrlega veiðimögu- leika vörpunnar, ef hún dregst á ská f sjónum, og þvf áríðandi að hún sitji rétt. Það fer þvi ekki á milli mála að það var nauðsynlegt að smiðaður væri mælir, sem sýndi nákvæmlega þá vfralengd, sem úti væri og þá um leið ef virarnir höfðu mistognaö. Þegar verið var að gera tilraunirnar með enska mælinn kom í ljós, aó vírarnir voru skveraðir miklu oftar mis- langir með hefðbundnu aðferð- inni, en mönnum hafði dottið í hug aó væri. Ýmsar aðferðir komu til greina, þegar verið var að fást vió smíði á þessum víramæli. Til greina kom að tengja hann blökk með víraátaksmæli, en blakkir slitna og vírarnir liggja misvel í þeim og hvorttveggja hefur áhrif á talninguna og þvf var loks horfió að því ráði aó útbúa mælitækið sem teljara á snúningafjölda spiltrommanna sjálfra. Æskilegt er að mælinum fylgí svonefnt Lebusstýringar- kerfi inná trommurnar, én það stýrikerfi jafnar vfrana mjög nákvæmt og vel á trommunum. Mælingaraðferðin sjálf á snúningafjölda trommanna var tiltölulega einföld. Það var komið fyrir við trommurnar rafmagnsþreifara, sem gaf merki ef málmhlutur hreyfðist framhjá honum í 10 mm fjar- lægð, og slíkur málmhlutur er hnappur eða bóla á trommun- um (eða trommukjálkunum?). í hvert skipti, sem bólan fer framhjá þreifaranum, en það gerir hún við hvern snúning trommanna, þá sýnir mælirinn uppi í brúnni tilsvarandi lengd virsins, sem hífst hefur inn eða slakað hefur verið út. Talan hækkar, þegar slakað er út en lækkar þegar hift er inn. Mæl- irinn sýnir lengdina i metrum og skipstjórinn þarf því aó hafa hjá sér breytingatöflu, ef hann vill sjá lengdina í föðmum. Ætlunin er þó að smíða mælinn einnig þannig að hann sýni lengdina í föómum, þar sem sú mælieining er togveiðimönnum enn þá eiginlegust við störf þeirra. Eftir þvi, sem segir í Fishing News heftinu sem stuðst er við hér, þá er þessi enski vira- lengdarmælir eða víramælir eins nægjanlegt virðist að nefna hann, sbr. vegmælir — svo þaulprófaður orðinn að þeg- ar hefur verió samið við fyrir- tæki um að hefja framleiðslu á honuni. Þess er þó ekki getiö i greininni, hvaða fyrirtæki það sé, en vafalaust er auðvelt að hafa uppá því. Öll þau hjálpartæki, sem nú er farið að nota um borð i skip- um krefjast þess oft að stuðst sé einnig vió eldri aðferðir, þó að þær aöferðir séu ekki eins nákvæmar né þægilegar og hin- ar nýrri. Ljóst dænii um sann- leiksgildi þessa eru hin tíðu skipsströnd, sem verða árlega vegna þess að ratar bilar og það hefur verið vanrækt að sigla einnig nteó hliösjón af hefð- bundnum siglingar- og staðar- ákvöróunartækjum. Þó að tekinn verði i notkun mælir, sem sýni nákvæmar og með ódýrari og þægilegri hætti hvað úti sé af vírum og jafn- framt hvernig þeir verði jaínaðir, þá er ekki þar með sagt að menn eigi að kasta merkingaraðíerðinni alveg fyrir róða. Ilinsvegar hefur virzt nægja til samanburöar við mælinn að mála merki á virana, og er vitaskuld að því ntikill vinnusparnaður. Þessi mælir getur náttúrlega bilað eins og aðrir mælar og óneitanlega hlýtur að vera trygging í þvi aó fylgjast með merkjum á virunum, en eins og áóur segir mega þau vera miklu viðaminni og ekki eins ramm- lega frá þeim gengið, eins var meðan ekki var við annað að styðjast en þau og þaö er bæði fljótlegra og veikir ekki vírana að mála á þá rnerkin. Skipstjóri á skutlogara hefur orðið ærið af mælum og tækj- um aó fylgjast með, enda menn á einu máli um nauðsyn þess að hafa tvo ntenn i brúnni, þegar híft er upp eða kastað. Nú bæt- ist einn mælirinn enn við og hann verður áreiðanlega til mikils hagræöis, eins og flestir hinna. Hann býr þó ekki til fisk fremur en hinir mælarnir. DtCITAL COUNTER Nú er orðið nothæft tæki eitt, sem lengi hefur verið beðið eftir við togveiðar, það er niælir í brúnni, sem sýnir þá víralengd, sem úti er. Það kann að vera, þó að mér sé ekki kunnugt um það, að víða séu slikir mælar að komast i gagnið, en sá mælir, sem hér verður lítillega lýst.er enskur og það er The White Fish Authority, sem hefur látið smiða hann og gera tilraunir með hann. Þessi enski mælir byggist á þvi, að hann telur snúninga víratrommanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.