Morgunblaðið - 05.04.1975, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.04.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 21 Urslitalaust íslandsþing ÞA er skákþingi Islands 1975 lok- ið og urðu úrslit þau, ef úrslit skyldi kalla, að fjórir urðu efstir og jafnir í landsliðsflokki. Þeir eru: Björn Þorsteinsson, Haukur Angantýsson, Júlíus Friðjónsson og Margeir Pétursson, allir með 7,5 v. í 5. sæti varð Helgi Ölafsson með 7 v., 6. Ömar Jónsson 6,5 v., 7. Jónas Þorvaldsson 5,5 v., 8. — 9. Bragi Halldórsson og Ásgeir P. Ásbjörnsson 4 v., 10. — 11. Gunn- ar Finnlaugsson og Jón Þ. Þór 3,5 v. og 12. Frank Herlufsen 2 v. Þessi úrslít komu vafalaust mörgum á óvart. Fyrirfram munu flestir hafa spáð því að þeir Hauk- ur og Björn berðust um efsta sæt- ið, en fáir munu hafa reiknað með svo glæsilegri frammistöðu hjá þeim Júlíusi og Margeiri. Þeir tefldu þó báðir ágæta vel og verð- skulda fyllilega efsta sætið. Mar- geir er tvímælalaust mesta skák- mannsefni, sem hér hefur komið Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR fram um áraraðir og Július er einn af okkar beztu mönnum þeg- ar honum tekst upp. Er þar skemmst að minnast frammistöðu hans í íslandsþinginu 1973. Þessir fjórir munu tefla til úrslita um titilinn skákmeistari islands 1975, en ekki mun enn ákveðið, hvenær sú keppni fer fram. Mótið var á margan hátt skemmtilegt og fjörugt, en hins vegar var talmennskan oft fyrir neðan allar hellur. Grófir fingur- brjótar sáust i hverri umferð og jafnvel margir i hverri skák. Þar áttu allir keppendur hlut að máli og er erfitt að dæma, hver tefldi bezt. Þó hygg ég að Haukur Angantýsson hafi einna heil- steyptasta taflmennsku. Við skul- um nú líta á eina fjöruga skák frá mótinu, hún var tefld í næstsið- ustu umferð og ef til vill er hún dæmigerð fyrir taflmennsku flestra þátttakenda. Hvítt: Björn Þorteinsson Svart: Gunnar Finnlaugsson Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bc4 — e6, 7. Be3 — Be7, 8. De2 (Þessi leikur er kenndur við júgóslavneska stórmeistarann D. Velimirovic og hefur notið mik- illa vinsælda að undanförnu). 8. — Dc7, 9. Bb3 — a6, 10. 0-0-0 — 0-0, 11. g4 (Það er nánast smekksatriði, hvort menn leika þessum leik eða II. Hhgl og siðan g4. Byrjana- fræðingar munu þó flestir mæla með síðarnefnda leiknum, þar sem hvítur getur þá drepið með biskup á d4). 11. — Rxd4, 12. Hxd4 (Ekki 12. Bxd4 vegna 12. — e5). 12. — b5, 13. g5 — Rd7, 14. Hgl — Rc5, 15. e5 — d5! (Sterkara en 15. — dxe5, sem hvitur hefði svarað með 16. Hh4). 16. f4 — g6, 17. Bxd5??! (Björn teflir stift til vinnings, en þessi fórn hefði þó að réttu lagi átt að leiða til glötunar). 17. — exd5, 18. Rxd5 — Db7, 19. Rf6+ — Bxf6, 20. gxf6 — Bf5, 21. Dh5 — Kh8, 22. Dh6 — Hg8, 23. Hd2 (Nú er sókn hvíts runnin út í sandinn). 23. — Hac8, 24. Bxc5 — Hxc5, 25. Hgdl (Síðasta hálmstráið!) 25. — De4??? (Oskiljanlegur afleikur. Eftir 25. — Dc7 gat hvítur gefizt upp). 26. Dg7 + !! og svartur gafst upp, þar sem mát er óumflýjaniegt. 1 meistaraflokki urðu hvorki fleiri né færri en fimm efstir og jafnir, Þórir Ólafsson, Helgi Þor- leifsson. Ögmundur Kristinsson, Björn Halldórsson og Haraldur Haraldsson, hlutu allir 7 v. Þeir verða að tefla til úrslita um tvö efstu sætin, sem veita landsliðs- réttindi að ári. Skákþingi Islands 1975 er því alls ekki lokið enn. H0B6VHBLU1B fyrir 50 árum Tilefnið með þessum línum er að forða frá gleymsku hetjuverkum, sem unnin voru hjer á Norðfirði siðastliðið sumar. Maður er nefndur Jón Sigurðsson, rúmlega 69 ára að aldri, og á heima hjer á Norðfirði. Hann er í daglegu tali nefndur Jón „fótalausi", því hann varð fyrir því hörmulega slysi fyrir mörgum árum, að missa báða fætur sína fyrir neðan hnjen. Gerðist það með þeim hætti, að hann lenti í sjóhrakn- ingum á opnum báti í Seyðisfjarðarflóa. Varð hann að hafast við undir Skálanesbjargi í fjóra sólarhringa i grimmdarfrosti og snjóbyl, og kólu þá af honum fæturnir. Jón stundar sjó hjer á opnum bát, og rær oftast einn á. Hann sótti sjóinn af svo miklu kappi siðastliðið sumar, að jeg þekki ekkert dæmi því líkt, og aflaði afbragðs vel. Sótti hann mestan aflann suður í Sandvik, en sjóleið þangað er 7—8 sjómilur, og ekkert góð, þvi fyrir „Norðfjarðarhorn" er að fara. Undraðist jeg oft áræði hans að leggja einn á báti i svona langa sjóferð á gamalsaldri. Jeg held það hljóti að vera fremur vandasamt verk að róa tveim árum og leggja lóðina jöfnum höndum, jafnvel i logni hvað þá i vindi, öldum og straumsjó, eins og oft vill verða. En ekki bar á að þetta færi illa úr hendi fyrir Jóni. Man ég ekki eftir að aðrir bæru hærri hlut frá borði en hann, þó yngri væru og ófatlaðir. Svona framúrskarandi hetjuskap, sem Jón hefir sýnt með sjómennsku sinni er skylt að halda á lofti. Það er ennfremur skylda þjóðfélagsins að launa honum i ellinni þegar kraftarnir taka að þverra, þann óvænta skerf sem hann á gamalsaldri leggur til þjóðarbúsins. Allt sem vel er gert, ber að launa vel. VIKUNNAR Umsjón Hanna Guttormsdóttir MÁNUDAGliH Lifrarbul'f (sjá uppskrift), hvítkái í jafningi, mysuostasúpa. ÞRIÐJUDAGUR Bakaóur fiskur mcö ostasósu (sjá upp- skrift), skyr meó saft. MIÐVIKUDAGUR Glóóarsteiktur fiskur, hrátt salat brauósúpa meó rúsfnum. FIMMTUDAGUR Kjötfars meö grænum baunum (sjá upp- skrift), júlfönnusúpa. FÖSTUDAGUR Soóió kjöt og kjötsúpa. LAUGARDAGUR Soóin ýsa, hrátt salat, súrmjólk meó eplabitum. SUNNUDAGUR Kjúklingapottur (sjá uppskrift), gúrkusalat, epli í sykurlegi (sjá uppskrift). Lifrarbuif 3 laukar 75 g smjörlíki 200 g lifur 200 g hráar, flysjaðar kartöflur 1 laukur 1 cgg 1 tsk salt G tsk pipar Skerió laukana i sneiðar, og brúnió þá i helmingi smjörlíkisins. llreinsið lifrina, og flysjió laukinn. Ilakkió iifur, kartöflur og lauk i hakkavél. Hrærió egginu saman við og kryddió. Brúnió hinn helming smjör- likisins, og látió lifrardeigió á pönnuna meó matskeió eins og lummur. Steikió bulfió i nokkrar minútur á hvorri hlió. Kaóió síóan buffinu á fat, og leggió laukinn yfir. Bakaöur fiskur með oslasósu 700 g íiskflök 50 g smjörliki 50 g hveiti 5U dl mjólk 2 tsk sinnep 2 tsk salt 200 g rifinn ostur Smyrjió eldfast mót og raóió fiskflök- unum þar í. Stráió salti yfir. Búið til upp- bakaóan jafning, þannig: bræóió smjör- likió, hrærið hveitinu saman vió og þynnió smátt og smátt meó mjólkinni. Bragöbætiö með sinnepi,salti og pipar. Hellió jafningn- um yfir fiskflökin og bakió i 20 mín. í 200° 9 C heitum ofni. Stráiö þá rifnum osti yfir og bakiö áfram í 5 min. Kjötfars með grænum baununi 500 g kjöl 1 rifin laukur 2 egg sall pipar 2 dl tómatsafi Steikió laukinn i smjörliki. Hakkió kjötiö tvisvar sinnum og hræriö siöan meó eggjun- um, kryddinu og tómatsafanum. Sett í smurt eldfast mót, steikt i ofni í 25 min vió 225° C. Breiöió siðan úr lauknum yfir kjöt- deigiö og steikió þaó áfram i 15 min. Þegar kjötdeigió er tilbúiö, er soóinu hellt i pott og rjóma, tómatkrafti og smjöri bætt í. Jafnió. Borió fram meö sósunni og grænum baunum. Kjúklingapotlur 2 litlir kjúklingar, 40 g hveiti 1 '/■! tsk salt '-4 tsk paprika 75 g smjörlíki 3 dl vatn 1 dl tómatkraflur 1 dl rjómi Skiptió hvorum kjúklingi i fjóra hluta. Veltió þeim upp úr hveiti og kryddt, og brúnió þá. Stráió afganginum af hveilinu yfir. Helliö sjóðandi vatni og tómatkrafti viö. Steikingartimi um 1/2 klst. Bætió rjóma og hvitvini, ef vill, út i. Epli í sykurlegi 4 epli sykur og kanij! •Snjókökudeig: 2 eggjahvitur 100 g sykur 2 tsk edtk rúsinur Afhýöiö eplin, og hoiió kjarnahúsin úl. Stráið kanilsykri innan i. Raóió sióan eplun- um i eldfast mót. Þeytiö eggjahviturnar mjög vel, og bætió ediki og helmingnum af sykrinum út i. Þeytið þetta mjiig vel þar til snjókökudeigió ei' oróið mjög stifl, bætió þá aíganginum af sykrinum út í og hrærió varlega i meó skeió. Jai'nió deiginu yfir eplin og stráió rúsínum yfir. Bakaö i oíni vió 150‘—175 C i 15 mín. eóa þar til eplin eru meyr og hviturnar Ijósbrúnar. Ostabi auð nieð eplurn Þennan rétt má hafa meó á kaffiboróiö eóa bera fram einan sér þegar gest ber aö garói. Smyrjió brauósneióar, og leggió nokkrar eplasneiöar á þaö. Leggió síöan skinku eóa hangikjöt þar yfir og sióan ost ofan á. Bakiö brauðiö í ofni. Skreytiö gjarnan með tómat- sneióum, klipplum karsa, hreókum, eóa stráiö yfir það papriku. Kunnugur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.