Morgunblaðið - 05.04.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.1975, Qupperneq 32
nucivsmcRR 22480 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 Nýr samningur um olíukaup? SÉRSTÖJK viðskiptasendi- nefnd er nú stödd í Moskvu til þess að ræða nýjan rammasamning um vióskipti landanna. For- maóur nefndarinnar er Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, og í gær mun nefndin hafa átt tvo fyrstu fundi sína með hinni sovézku samninga- nefnd. Er vart búizt við því aö nokkuð fréttnæmt komi frá þessum fundarhöldum í Moskvu fyrr en á mánudag í fyrsta lagi. Ásamt Þórhalli eru í sendi- nefnd ísiands forstjórar oliu- félaganna, enda er samið um kaup á olíum og bensíni frá Sovét- ríkjunum. Þeir sem eru i Moskvu nú eru Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs, Vil- hjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins, og Önundur Asgeirs- son, forstjóri Olíuverzlunar is- lands. Verkfallinu í Eyj- um frestað í 3 daga VERKALÝÐSFÉLAG Vest mannaeyja, sem hafnað hafði bráðabirgðasamkomulaginu miili ASÍ og vinnuveilenda, samþykkti í gær að afioknum umræðum við Vinnuveitendafélagið í Eyjum, að fresta boðuðu verkfalii um þrjá sólarhringa. Átti verkfallið upphaflega að ganga í giidi frá og með 7. apríl, en hefur nú verið frestað til 10. aprfl. Nú um helg- ina munu væntanlegir til Vest- mannaeyja starfsmenn VSÍ, sem fjalla munu um þessi vandamál, sem skapazt hafa í Eyjum vegna þessa máis. 1 Vestmannaeyjum er vertíð Framhald á bls. 18 Yfirlitssýning úr Ásgríms- safni í Kjarvalsstaði 1976 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að bjóða safni Ásgríms Jónssonar að halda yfirlitssýningu á verkum Ásgrfms f Kjarvalsstöðum í marz 1976 i tilefni aldarafmælis Ásgrfms. Eftirfarandi tillaga var samþykkt f borgarráði og hús- stjórn Kjarvalsstaða falin fram- kvæmd hennar: „1 tiiefni af aldarafmæli Ás- gríms Jónssonar 4. marz 1976 leggur hússtjórn til við borgarráð, að safni Ásgríms Jónssonar verði boðið að halda á vegum Reykja- vfkurborgar yfirlitssýningu á verkum hans að Kjarvalsstöðum í marz 1976. Jafnframt teiur hús- stjórnin eðlilegt, að í sambandi við sýninguna verði haldið uppi kynningu á Ásgrími og verkum hans.“ Samkvæmt upplýsingum Al- freðs Guðmundssonar forstöðu- manns Kjarvalsstaða eru margar Framhald á bls. 18 ÞOKUMISTUR. — Undanfarna sólarhringa hefur þoka grúft yfir Reykjavík kvölds og morgna. Á daginn hefur birt til. Myndin er tekin úr Suðurgötu yfir Tjörnina. Fyrir ofan Fríkirkjuturninn trónar turn Hallgrímskirkju, en hverfur að mestu í þoku- mistrið. Góð rækju- veiði er á Grímseyj- armiðum DÁGÓÐ rækjuveiði hefur verið á nýju rækjumiðunum við Grfmsey að undanförnu, að því er Þórður Eyþórsson fulltrúi f sjávarútvegs- ráðuneytinu tjáði Mbl. f gær. 17 bátar frá Norðurlandshöfn- um hafa fengið leyfi til rækju- veiða á þessu svæói. Gilda leyfin til 15. aprfl n.k. en þá mun ráðu- neytið að fenginni reynslu af veiðunum taka ákvörðun um áframhald þeirra. Þá verður einnig tekin afstaða til 10 um- sókna sem nú liggja fyrir um leyfi til rækjuveiða á svæðinu. Ein- hverjar af þeim beiðnum munu vera frá bátum sem skráðir eru í öðrum landshlutum en liggja að umræddum miðum. Að sögn Þórðar er rækjan sem veiðist við Grímsey mjög stór og falleg, — bezta rækjan sem nú veiðist hér við land. Björgunarskip á miðvikudag BREZKT björgunarskip er væntanlegt til Húsavíkur á mið- vikudag, en erindi skipsins hingað er að kanna aóstæður til björg- unar Hvassafellsins á strandstað í Flatey á Skjálfanda. Að þvi búnu kemur í ljós, hvort brezka björg- unarfyrirtækið muni gefa Sam- vinnutryggingum tilboð um björgun úr Hvassafelli. Björgun hefur einnig sýnt áhuga á að bjarga Hvassafelli af strandstað. Reisir Framkvæmdanefndin félags og menningarmiðstöð 1 Breiðholti? FRAMKVÆMDANEFND bygg- ingaráætlunar hefur mikinn hug á að reisa félags- og menningar- miðstöð fyrir Breiðholtsbúa. Ef af þessu verður er áætlað að húsið rfsi á næstu tveimur árum. Að Ifkindum verður húsið að mestu fjármagnað með fyrningarsjóði Framkvæmdanefndarinnar, og mun það vera um 50 millj. kr. sem hægt yrði að veita til bygg- ingarinnar fljótlega. Vegaáœtlun lögð fram á Alþingi: Framkvæmdir fyrir hálf- an fjórða milljarð króna VEGAAÆTLUN fyrir árin 1974 tii 1977 var lögð fram á Alþingi í gær. Niðurstöðutölur áætlunar- innar eru lftið eitt hærri en sam- svarandi tölur á áætluninni f fyrra og munar þar aðeins tæpum 200 milljónum króna. Niður- stöðutalan nú er rúmlega hálfur fjórði milljarður. Þýðir þetta að framkvæmdir verða allmiklu minni nú, en ráð var fyrir gert f fyrra, enda hefur með tölum þess- um verið gert ráð fyrir frestun framkvæmda til ársins 1976, sem nema um tveimur milljörðum króna. Það nýmæli er nú tekið upp í vegaáætlun, að viðhaldi þjóðvega er nú skipt í sumarviðhald og vetrarviðhald, svo og vegamerk- ingar. Áður fyrr var viðhald alis ársins undir einum lið og gat þá ef vetur var harður og mikið fannfergi orðið halli á viðhalds- liðnum og var því litið um fé til sumarvióhalds. Nú á þetta ekki að geta oróið og i snjóléttum árum er unnt að geyma mokstursféð til betri tíma. Vegaáætlun er aðeins rammi fyrir Vegagerðina til að vinna eft- ir. Allar einstaka framkvæmdir koma síðan til kasta Alþingis, sem ákveður í hvaða framkvæmdir skuli ráðizt og hverjar ekki. Er það fjárveitinganefnd þingsins, sem ákveður það. Samkvæmt upp- lýsingum Sigurðar Jóhannssonar, vegamálastjóra, verða að öllum líkindum þær framkvæmdir, sem Framhald á bls. 18 Eyjólfur K. Sigurjónsson for- maður Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að nefnd- in hefði þegar sent inn umsókn til skipulagsnefndar Reykjavíkur og nú væri í athugun hvort fyrirhug- að hús félli inn í skipulagið. Þá hefði þetta mál verið rætt við Birgi isleif Gunnarsson, borgar- stjóra, og Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra, og þeir sýnt málinu mikinn áhuga. Gert er ráð fyrir, samkvæmt frumteikningum, að húsið verði um 500 fermetrar að flatarmálí, en ekki er ákveðið hvort það verður ein hæð eða tvær. Annars bendir margt til þess, að kjallari verði i það minnsta undir hluta hússins. Lóðin sem Framkvæmda- nefndin hefur augastað á er við Völvufell, skammt frá barnaheim- ilinu, sem þar er. Eyjólfur sagði, að bráólega yrðu öll tæki framkvæmdanefndarinn- ar seld, þar sem senn kæmi að því að nefndin lyki hlutverki sínu. Þar af leióandi myndi mikið fé koma i fyrningarsjóð nefndarinn- ar, og yrði það fé notað sem aðal- uppistaða vegna þessarar bygg- ingar, en þaó gætu orðið um 50 millj. kr. Ef af framkvæmdum yrði, væri ráð fyrir gert, að Fram- farafélag Breiðholtsbúa fengi þarna aðstöðu, ennfremur kven- félög, kristilegar barnasamkom- ur, eldra fólk, þá yrði hægt að nota það undir ýmiskonar veizlur og i kjallara hefðu menn hugsað sér aó yrði leikfimisalur, gufubað og s.frv. Annars væri hér aðeins um frumhugmyndir að ræða. i ágústmánuði n.k. mun Fram- kvæmdanefndin afhenda síðustu blokkaríbúðirnar í bráð. Þá ætti nefndin aðeins eftir að reisa 29 raðhús og reynt yrði að stefna að því að félags- og menningarmið^ stöð yrði boðin út um leið og þau. Færeyingar fá lóð BORGARRÁÐ hefur staðfest út- hlutun lóðar undir nýtt færeyskt sjómannaheimili. Verður nýja heimilið reist á lóð við Laugaveg milli Heklu hf. og sjónvarpshúss ins. Gamla heimilið við Skúlagötu verður lagt niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.