Morgunblaðið - 08.04.1975, Side 1

Morgunblaðið - 08.04.1975, Side 1
36 SIÐUR 76. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Óttast ný átök í Miðausturlöndum Ford Bandaríkjaforseti ber munaðarlaust barn frá S-Víetnam út úr einni af þotunum, sem fluttu um 1700 börn frá Saigon til Bandaríkjanna. Washington, 7. apríl. Reuter. JAMES Schlesinger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við bandarísku CBS-fréttastofunna, að menn hefðu miklar áhvggjur af hætt- unni á nýjum átókum í Mið- austurlöndum í sumar. Hins veg- ar bentu leyniþjónustuupplýsing- ar til þess að ástandið í þessum löndum væri nú rólegra en það hefði verið undanfarið. í viðtalinu sagði varnarmála- ráðherrann einnig að öryggi Israels væri sem áður eitt af markmiðum Bandarikjastjórnar, en Bandarikjamenn myndu þó ekki senda vopn til ísraels meóan Ford forseti væri að endurskoða stefnuna á þessum svæðum. Taldi ráðherrann að þessari endurskoð- un yrði lokið eftir 3—4 vikur. Hafist var handa um hana eftir að frióartilraunir Kissingers utan- rikisráðherra fóru út um þúfur í sl. mánuði. Sadat Egyptalandsforseti sagði í viðtali við bandariska vikuritið Time, sem kom út i dag, að Egypt- ar væru tilbúnir til aó fallast á vopnvæðingartakmörkun við israela, sem hluta af heildar- friðarsamkomulagi i Miðaustur- löndum. Þá sagði Sadat einnig, að hann teldi að Bandarikjamenn ynnu af bezta mætti að þvi að koma á friði á þessu svæói. Bin Long-hérað fallið í hendur kommúnista Stöðug átök í Mekongósum Saigon og Washington, 7. april. AP. HERNAÐARYFIRVÖLD f Saigon skýróu frá þvf f dag, að stjórnarhermenn hefðu flúið frá hinni geysimikilvægu héraðsborg Chon Thanh f Bin Long héraði í dag og hún faliið f hendur árásar- sveita kommúnista. Þetta var sfðasta virki stjórnarhermanna f þessu héraði og hafa kommúnist- ar nú rutt úr vegi enn einni hindruninni í sókninni f átt til Saigon. Borgin er í um 70 km fjarlægð norður af Saigon. Með falli Binh Long héraðs hefur Saigonstjórnin nú misst yfirráð yfir nær 20 af 44 héruðum lands- ins. Hersveitir Viet Cong og N- Vietnama gerðu í dag stórskota- iiðsárásir á 10 héraðshöfuðborgir á Mekongósasvæðinu svo og á stærstu eldsneytisbirgðastöð S- Vietnam skammt sunnan við Saigon. Mikið mannfall er sagt hafa orðið á þessum svæðum. Stjórnarhermenn náðu hins veg- ar aftur á sitt vald mikilvægu svæði f útjaðri Tay Ninhborgar, sem féll f hendur kommúnista 17. marz. Borgin er um 60 km NV af Saigon. I dag, lauk flutningi munaðar- lausra barna frá S-Vietnam til Bandarikjanna, er tvær banda- riskar þotur fóru með um 200 börn. Hafa þá alls verið flutt um 1700 börn til nýrra heimkynna erlendis. Verður nú aðeins leyft að flytja litla hópa munaðar- leysingja úr landi. F’réttamenn segja að fremur rólegt ástand ríki nú í S-Vietnam eftir atburði siðustu vikna, meðan Saigonstjórnin sé að yfirfara mál sín og endurskipuleggja varnirn- ar eftir hin gifurlegu áföll, sem hún hefur orðið fyrir og kommún- istar á sama hátt átti sig á hinum óvæntu sigrum. A einum mánuði öngþveitis og ofsahræðslu hefur Saigonstjórnin misst úr höndum sér um 3/4 hluta landsins, án þess að til meiriháttar hernaóarátaka kæmi. Um 100 þúsund manns eru taldir fallnir, hundruð þúsunda særðir og gifurlegt magn hernað- artækja, milljarða dollara verð- mæti, hefur fallið i hendur kommúnista. Hundruð flótta- manna deyja daglega af sárum, vanhirðu og hungri. N-Vietnamar eru hins vegar með hersveitir sínar í fullum styrkleika og vinna nú að því að tryggja enn stöðu sina i S- Vietnam með þvi að flytja flug- vélar og þyriur til yfirgefinna flugvalla i Pleiku, Danang, Phu Bai og Hue og flytja aðalstöðvar herforingjanna lengra inn í S- Vietnam. Undirbúa kommúnistar nú hersveitir sínar undir mikil átök á Mekongósasvæðinu i til- raunum sínum til að eignast Saigon og loka öllum aðflutnings- leiðum. Bandarikjamenn halda áfram að auka styrk 7. flotans undan ströndum S-Vietnams, en banda- rískir embættismenn hafa neitað því að hér sé um að ræða undir- búning að þvi að flytja alla Bandarikjamenn á brott frá S- Vietnam. Um 20 skip 7. flotans eru nú á þessu svæói. Bandarikjaþing kom í dag á ný saman til fundar, að loknu páska- leyfi, og skoraði Mike Mansfield, Framhald á bls. 22 Allsherjar- fundi frestað Genf, 7. apríl. Frá Þór Vilhjálmssyni. ALLSHERJARFUNDl á Haf- réttarráðstefnunni hefur verið frestað f annað sinn. Atti þar að fjalla um viðhorfin og gera áætl- un um starfið næstu vikur. Aftur á móti hefur verið ákveðið að stofna starfshópa til að fjalla um þrjá málaflokka í 2. nefnd og eiga þeir að vinna samhliða Evensen- nefndinni. Allt starf hér fer nú fram á lokuðum fundum, en menn eru álfka bjartsýnir og áður um árangur. Þá segir í fréttaskeyti til Mbl. frá AP-fréttastofunni, að ráð- stefnufulltrúar liti á samkomulag um leiðir til aó skera úr um haf- réttardeilur sem mikilvægasta verkefni ráðstefnunnar, þar eð án sliks samkomulags væri samning- ur um nýja stjórnarskrá fyrir höf- in einskis nýtur. Hins vegar eru fulltrúar ekki ásáttir um hvernig fjailað skuli um slik mái og hafa sum lönd, þ.á m. Sovétrikin verið sökuð um að vinna að stofnun alþjóðanefnda til að fjalla um ágreiningsefni, sem myndu i raun sjá þeim fyrir leiðum til að kom- ast hjá þvi að hlita úrskurói þeirra. BLOÐBAÐA N-ÍRLANDI: Óttast að IRA afturkalli vopnahléið Belfast, 7. april, AP — Reuter. TVEGGJA ára gamal) kaþólskur drengur var skotinn til bana f Belfast í dag, að öllum líkindum vegna þess að morðinginn hitti ekki hið raunverulega skotmark sitt. Með láti drengsins hækkaði tala fallinna I átökum á N-lrlandi um helgina upp i 11 og óttast menn nú mjög, að vopnahléi Irska lýðveldishersins IRA sé nú lokið eftir tæpa tvo mánuði. Undirbúa lokaárás á Phnom Penh Phnom Penh, 7. april. Reuter — AP. HERMENN Kambódfustjórnar brutu á bak aftur nýja sókn skæruliða Khmer Rouge um 6 km fyrir norðan hinn mikilvæga flug- völl höfuðborgarinnar Phnom Penh og þrátt fyrir að eldsneytis- tankur á flugvellinum yrði fyrir eldflaug og spryngi f loft upp, héldu flutningar um loftbrúna til borgarinnar áfram. Búist hafði verið við að Long Boret, forsætisráðherra landsins, sem fylgdi Lon Nol forseta á flóttanum til Bali, kæmi aftur til Phnom Penh í dag, en það dróst af einhverjum ástæðum sem ekki var greint frá. Boret kom til Bangkok f gær og sagði þá við fréttamenn á flugvellinum að Phnom Penh myndi aldrei faila i hendur kommúnista. Fréttamenn segja að ekki sé gott að gera sér grein fyrir hver staða Borets sé, þvi að Khoy, starfandi forseti, er sagður hafa byrjað undirbúnings- viðræður við ráðamenn í Phnom Penh um hugsanlega uppgjöf fyr- ir skæruliðum. Khoy sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde, að uppgjöf fyrir skæruliðum með skilyróum væri óhjákvæmileg ef það væri það sem meirihluti þjóðarinnar vildi. Hins vegar sagði hann aó timinn til viðræðna við skæruliða væri ekki enn kominn, þótt hann persónulega væri fylgjandi aó vopnahléi yrði komið á hið allra fyrsta. „Framtióin er þó ekki björt, við erum ekki sterkir hern- aðarlega og ef Khmer Rouge- skæruliðarnir fá ótakmarkaða aó- stoó utan frá, en við enga, þá munum við ásamt S-Vietnömum falla i hendur kommúnista," sagói Khoy. Fréttamenn i Kambódiu segja að stjórnarhermenn séu orðnir ákaflega þreyttir og hættir aó berjast nema að skjóta úr skot- gröfum og virkjum, sem þeir haf- ist við i fyrir utan Phnom Penh. Telja sérfræóingar að skærulíðar undirbúi nú árás úr norðri tif suðurs, til að ná flugvellinum á sitt vald og þar með Phnom Penh, sem með því myndi missa siðustu aðflutningsleið sina. Blóðbaðið um helgina er hið mesta á sl. 12 mánuðum á N- lrlandi. 7 manns biðu bana og 74 særð- ust af völdum sprengjutilræða í tveimur krám. Var önnur kráin i eigu mótmælenda, en hin f eigu kaþólskra. Þá voru þrír kaþólskir menn skotnir til bana á þremur stöðum f Belfast. Vitað er að yfirstjórn IRA hefur verið á stöðugum fundum um helgina, en i kvöld var ekki vitað hver niðurstaðan yrði, en Melvin Rees, fríandsmála- ráðherra brezku stjórnarinnar, sagði við fréttamenn að hann teldi aó vopnahléið myndi standa ögn lengur. Morðin um hefgina eru að dómi yfirvalda þáttur i innbyrðisbaráttu öfgahópa á N- frlandi, sem hefur haldið áfram þrátt fyrir vopnahlé IRA. Hins vegar eru ýmsir þeirrar skoðun ar að ÍRA muni afturkalla vopna hléió fljótlega, þar sem ýmsir af Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.