Morgunblaðið - 08.04.1975, Page 10

Morgunblaðið - 08.04.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975 Sigrún Arnbiarnardóttir: Opið bréf til þjóðfélagsins UNDANFARIÐ hofur mikiö verirt rætt og ritart um fóstureyðingar. Eins og fram hefur komið í fjölmirtlum kvart Hæstiréttur Islands nýlega upp dóm í máli því, er reis vegna fóstureyrtingar, er aldrei var framkvæmd. Þar sem þetta er fyrsta og eina málirt, sem risirt hefur vegna fóstureyrtinga hér á landi, er þetta mál mjög áhugavert fyrir alla þá, er fjalla um þessi virtkvæmu mál. I þessu einstaka dómsmáli, er fjallart um mína persónulegu lífsreynslu, en þar sem ég lít ekki á þart sem mitt einkamál, þá stendur þart engum nær en mér art vekja athygli almennings á því. Ég ætla ekki art rekja málirt I heild, málsskjölin, sem eru tæpar 200 blartsírtur, tilheyra nú opinberu skjalasafni þjórtarinnar. Ég vil því hvetja alla, sem áhuga og skortanir hafa á málum þessum art kynna sér þetta einstærta mál í heild, ekki arteins til art kynna sér mína reynslu, heldur fyrst og fremst art sjá og sannfærast um, art meira þarf til en skýlaus l(>g. art sjálfsákvörrtunarréttur einstaklings- ins nái fram art ganga. Þart þarf einnig art tryggja mert lögum art framgangur hvers einstaks máls sé ekki tafinn og hindrartur á hinum ýmsu lögskipurtu virtkomustörtum. Fóstureyrting er og á ætírt art vera neyrtar- úrrærti. I mínu tilviki var þart hvorki léttúrtug ákvörrtun né af ástærtulausu tekin, hún var tekin vegna þess art yfirgnæfandi líkur voru á því, art ég eignartist vanheilt harn af völdum sjúkdómsins raurtra-hunda, er ég fékk snemma á mertKÖngutimanum. Merthöndlun sú, er þessi alvarlega ákvörrtun mín fékk i höndum yfirvalda, er glöKKt dæmi um hvernin réttur einstakl- inKsins er fótum trortinn. Hver sá, er kynnir sér þessa málavexti, hlýtur art efast um tilííang og gildi nýrra lagasetninga varrtandi fóstureyrtingar, ef enn sem fyrr eigi konur þart á hættu art fá synjun í skurrtstofu, erta er þart réttur startur ot> stund art neita konu um artj>errt, eftir art hún hefur verirt búin undir artgerrt á allan hátt oj> komin art skurrtarborrti? Getur þart átt sér start art synjun sú sé byKíírt á réltmætu mati læknis á artstærtum og ásigkomulaKÍ konunnar, ef synjunin fer fram án þess hann líti á konuna ártur? Þetta gerrtist í mínu tilviki, og þess vegna spyr éj>, eru einhver ákværti í hinu nýja fóstureyrtinfjarfrumvarpi, sem koma í vep fyrir art atburrtir sem þessir endurtaki sig? Læknar tala af innileik um þá ábyrgrt, sem á þeim hvilir art gera ekki artfjerrt art naurtsynjalau.su, sem spilla kunni lífi og heilsu virtkomandi konu. Éfj spyr enn, hver ber þá miklu ábyrfjrt, sem af því leirtir, art framkvæma ekki artfjerrt, en afleirtingarnar, sem i mínu tilviki innhalda ekki arteins spurninfju um líf mitt ofj hcilsu sem mórtur, heldur líka líf og heilsu vanheila barnsins, sem ef til vill þjáist mest, en i þvi er nú einmitt mesta þjáning foreldranna fólfjin, art horfa vanmáttugir upp á hinar þungu byrrtar er 1 ajjrtar eru á herrtar hinum van- heila. Ég var arteins 21 árs að aldri þegar ábyrg- ir þefjnar þjóðfélafjSins ætlurtu mér þart hlutverk art fjanjja mert og fæða barn, sem að öllum líkindum yrði vanheilt. Sá réttur, sem lögin og i samræmi við þau viðeigandi yfirvöld höfðu eftir langa mæðu veitt mér, hafði af ástærtulausu verið tekinn af mér, já, ég segi ástæðulausu, vegna þess hvernig og hvar synjunin fór fram. Einnig sú start- hæfing læknanna, um art ég væri of langt gengin með, þá loks er ég komst á þann stað sem artgerrtin skyldi fram fara, hefur ekki virt rök art styðjast, þart sannar fæöingar- dagur drengsins. Þart er ekki úr vegi aö geta þess hér, að læknar reikna ávallt út með- göngu mirtart virt að getnaður eigi sér stað á fyrsta degi síðustu blæðinga og er ekki vikið frá þeirri reikniformúlu, þó um sé art rærta jafn þýrtingarmiklar ákvaröanir, sem fóstureyðing er, þar sem 1—3 vikna mis- munur getur skipt öllu máli. Þart var mér styrkur á hinum erfirta meö- göngutíma mínum, art þjóöfélagið myndi taka vel á móti barni mínu, hversu vanheilt sem þart yrrti. Mér fannst þetta ertlileg hugs- un, þar sem þjórtfélagið hafrti tekirt þá ákvörrtun að ég skyldi ala þetta barn, eftir að ég hafrti sjálf afsalart mér þvi. Ég lagrti því af stað, full bjartsýni og trúnartartrausts meö minn vanheila son út I lífirt. Eg hafði strengt þess heit að láta einskis ófreistað til að bæta hag hans og heilsu. Vonbrigðin urðu þvi mikil og sár, er ég komst að raun um, art þjóðfélagirt sem ég hafrti bundið svo miklar vonir virt, fagnaði ekki komu drengsins vanheila. Þvert á möti, ásökunarorðum rigndi yfir mig jafnt frá Iærðum sem leikum. Læknar spurðu irtulega, eftir að hafa sért drenginn, því í ósköpunum ég hefrti ekki notfært mér þau lög, er losart hefði þá og mig við þart farg að þurfa art sinna þessu barni, en eftir að hafa sagt þeim, art þart hefrti ég nú einmitt gert alla leið I skurðstofu, þá varð yfirleitt þögn. Árin liðu, ég gafst ekki upp, leitað var allra möguleika bærti hér á landi og erlend- is. Þá kom sá dagur sem drengurinn komst i Heyrnleysingjaskólann, hann var boðaður þangart ásamt þeim stóra hópi barna, sem fæddust eftir sama raurtu-hunda faraldur. Þar var raunar engin artstaða til art taka virt svo stórum hópi barna, en foreldrarnir börðust ótrauöir fyrir rétti barna sinna, og tókst art koma því til leiðar, að skólinn fékk nýtt og glæsilegt húsnæði. Um þaö sama leyti varö drengurinn minn að víkja úr skólanum, vegna þeirrar sorglegu staö- reyndar, að lögum samkvæmt átti þessi skóli ekki að hafa börn sem hefrtu heyrn, þó svo þau gætu ekki talað. Ég spuröi í örvænt- ingu minni, hvart verrtur þá um drenginn? Hvar fær hann þá kennslu og þjálfun og aðra aðstort, sem hann þarf? Eg fékk ekkert svar. Sírtan hófst margra mánarta ganga milli ráðuneyta og ráðamanna. Fátt var um úr- ræöi, engin ein stofnun, sem fullnægt gæti þörfum hans, lögin gerðu ekki ráð fyrir sérstakri artstoð virt foreldra, sem hefðu vanheil börn í heimahúsum. fötlun drengs- ins væru svo sérstæð, því miður. Svona hljómuðu svörin er ég fékk á minni löngu leið. Vegna harðrar baráttu okkar foreldra og góðvildar þv. menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, sem gjarnan vildi greiða götu okkar, þótt lögin væru þröng og úrræðin eigi mörg, hefur drengnum verið fleytt áfram frá ári til árs á bráðabirgða- lausnum, sem þó eru alls ekki fullnægjandi. Mert þessu er ég ekki að kasta rýrö á þá mörgu aðila sem sýnt hafa göðvilja og veitt aðstoð umfram lagalega skyldu, heldur til að sýna fram á, að þótt mörgu hafi verið til leiðar komirt á undanförnum árum í málefn- um vanheilla, er þó enn mjög langt í það, að sómasamlega sé búið art öllum einstakl- ingum í heimi hinna fötluðu. Það ætti ekki að vera erfitt að gera sér í hugarlund hvernig það er að þurfa að byggja upp líf sitt á bráðabirgðaúrlausnum, slíkt er öryggisleysið, sem fylgir slfku fyrir- komulagi. Okkur foreldrum varð þvf ljóst, að þaö var okkar hlutverk að knýja fastar á, við höfðum gert allt sem f okkar valdi stóð, knúið á allar dyr okkar eigin þjóðfélags, farið tvivegis til Bandaríkjanna með dreng- inn til að fá fullkomnustu rannsóknir og leiðbeiningar og enn örlaði ekkert á því að barnið hefði nein réttindi á borð við önnur börn, enda vanheilt. Sú virðing er þjóð- félagið hafði borið fyrir honum ófæddum í móðurlífi var ekki fyrir hendi. Við hófumst því handa við málsókn á hendur ríkisvald- inu, til að fá viðurkenndan tilverurétt drengsins, hér var hægt að bæta líðan drengsins og okkar með því að tryggja framtíð hans og veita honum þau réttindi, sem öllum finnst svo sjálfsögð. Það hafa kannski margir velt þvf fyrir sér, hvernig sé hægt að ætlast til fjárbóta í máli sem þessu, en þar er þess fyrst að geta að ekki er hægt að fara í skaðabótamál nema að gera fjárkröfur, en málinu var síðar skipt og aðeins fjallað um ábyrgð ríkisins. Það er líka rétt að geta þess að algengustu svör yfirvalda við frambornum kröfum foreldra vanheilla, eru að ekki séu peningar fyrir hendi til þessara hluta. Það segir sig því sjálft að peningar hefðu getað gert alger þáttaskil í lífi okkar drengs og fleiri barna. Það var árið 1969, sem við foreldrar hóf- um undirbúning málssóknarinnar á hendur rfkinu. Arið 1971 var málinu stefnt fyrir Bæjarþing Reykjavikur. Dómararnir, sem voru þrír, kváðu upp langan og ýtarlegan dóm þann 22. febrúar 1973. Þar segir meðal annars „réttlátt þykir og eðlilegt að þjóð- félagið beri ábyrgð á atvikum sem þessum" og var i dómsorði kveðið svo á um, að krafa okkar foreldra um fébótaábyrgð rikisins væri tekin til greina. Þessum dómsniðurstöðum Bæjarþings vildi ríkið ekki una og áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og krafðist algerrar sýknu. Endanlegur dömur í Hæstarétti var upp kvertinn hinn 26. febrúar 1975. Þar var ríkið algerlega sýknað af öllum kröfum okkar um ábýrgð, aðeins einn af dómurum Hæsta- réttar skilaði séráliti er staðfesti fyrri dóm Bæjarþings um ábyrgðarskyldu ríkisins. Þessi dómur meirihluta Hæstaréttar er i hæsta máta óskiljanlegur, og virðist ekki vera annað en viðurkenning á því, að heil keðja embættismanna megi að vild með- höndla einstaklinginn, án þess að bera ábyrgö á gerðum sínum. Þó að þessi barátta okkar foreldranna i gegnum hið seinfæra og margslungna kerfi sem islenzkir dómstólar eru, hafi að lokum mistekizt, höfum við ekki enn gefizt upp, við stöndum að vísu höggdofa eftir það reiðarslag, sem þessi dómsúrskurður Hæstaréttar veitti okkur. Þetta einstæða dómsmál hefði aldrei risið, ef þjóðfélagið hefði boðið þennan dreng velkominn, eins og við foreldrarnir gerðum sjálf, því það ætti að vera öllum ljóst af framangreindri 10 ára baráttu, að ást okkar foreldra til þessa barns verður ekki í efa dregin. Það er nú orðið alveg ljóst, að sú stofnun eða heimili, sem leyst geti vandamál barns okkar og tryggt honum þá björtu og öruggu framtíð, sem hann verðskuldar, er ekki til hér á landi. Þessi staðhæfing er ekki byggð á einhliða áliti okkar foreldra, heldur fyrst og fremst nákvæmum og ýtarlegum rann- sóknum færustu sérfræðinga. Þess vegna höfum við ákveðið að freista þess að reisa sjálf það heimili, sem barnið okkar getur í öryggi dvalið á um ókomin ár. Heimili, sem ekki bryti nein lög með þvi að hafa hann, heimili sem aðlagaði sig fötlun sinna vistmanna, en ekki eins og nú tíðkast, að vistmenn verði að uppfylla kröfur vistheim- ila til að fá inngöngu. Ég hef grun um að fleiri foreldrar en við beri ugg I brjósti um framtið og fullorðinsár barna sinna, og óttast þar af leiðandi ekki að okkar drengur yrði einn á því heimili, sem við höfum ákveðið að reyna að koma upp. Ég áfrýja því máli mínu og barns míns til hins almenna borgara. Þó embættismanna- vald hins opinbera sé ekki talið bera neina ábyrgð í þessu máli, lít ég svo á, að ekki séu öll sund lokuð, mert hjálp samfélagsins hlýt- ur okkar foreldrum að takast að tryggja drengnum okkar og um leið fleiri börnum þá framtíð, sem þau eiga skilið. Ég vil að lokum geta þess, að sá styrkur, sem fólst í samdóma áliti dómara Bæjar- þings Reykjavíkur og séráliti Einars Arnalds, hæstaréttardómara, hefur verirt mér og mínum ómetanleg stoð i erfiðleikun- um og mun ávallt verða. Þökk sé ykkur. Sigrún Arnbjarnardóttir. Stúdentakjallarinn opnaður FELAGSSTOFNUN stúdenta hef- ur nýlega opnað „Stúdentakjall- arann“ — kaffi og setustofu í kjallara Gamla Garðs. Kjallarinn hefur allur verirt innréttartur á nýjan leik, en þart verk hefur Jón Arnarr, sem nemur innan- húsarkitektúr, annazt. Er kjall- arinn um margt nýstárlegur en um leirt hinn vistlegasti. 1 stúdentakjallaranum eiga há- skólanemar að geta orðið sér úti um molakaffi og kökur, og skegg- rætt um heima og geima yfir kaffibollanum eða flett dagblöð- unum. Kjallarinn verður opinn frá því kl. 12.30 og fram til kl. 3 á daginn og á kvöldin frá kl. 8 til 11.30 virka daga nema á föstu- dagskvöldum, en um helgar verður kjallarinn opinn frá kl. 2—11.30. Þess á milii er gert ráð fyrir að stúdentar geti efnt til litilla funda og annarrar félags- starfsemi. Er Stúdentakjallarinn var vígð- ur á dögunum að viðstöddum menntamálaráðherra meðal ann- arra, rakti Þröstur Ölafsson, for- maður stjórnar Félagsstofnunar, sögu þessarar vistarveru og að- draganda þess að ráðizt var i að innrétta hana á ný sem kaffi- og setustofu fyrir stúdenta. Kom þar m.a. fram að i upphafi var í kjall- aranum .leikfimisalur stúdenta, þar sem þeir iðkuðu hnefaleika meðal annars. Síðan tók brezki herinn salinn traustataki en eftir stríðslok varð kjallarinn mötu- neyti stúdenta og allt til þess að mötuneytið fluttist í ný húsa- kynni fyrir fjórum árum. Um þaó leyti kom upp sú hugmynd að nýta kjallarann fyrir félagsstarf- semi skólans og var síðan ákveðið að ráðast i þá framkvæmd i haust. Var hún fjármögnuð með því að leggja ákveðíð gjald á hvern stúdent við Háskóiann. Starfsemi Félagsstofnunar stúdenta er nú allumsvifamikil þar sem er daglegur rekstur stúdentagarðanna að vetrarlagi og hótelrekstur á sumrin, rekstur mötuneytisins, bóksala stúdenta, kaffistofa I deildahúsum og nú síðast Stúdentakjallarinn svo að nokkuð sé nefnt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.