Morgunblaðið - 08.04.1975, Page 15

Morgunblaðið - 08.04.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975 15 Chiang Kai-Shek leiðtogi kfnverskra þjóðernissinna. Chiang Kai-Shek failinn irá Síðastur hinna fjögnrra„stórn” ÞEGAR Gerald Ford, forseti Bandarlkjanna, frétti lát Chiang Kai-Sheks, leiðtoga kínverskra þjóðernissinna og forseta Formósu lét hann svo um maslt, aS fráfall hans markaði þáttaskil I sögu Kina. Chiang Kai-Shek hafði sett sér það markmið að snúa aftur heim til meginlandsins og frelsa þjóð sína undan kommúnisma, en vonir hans um það urðu veikari með hverju ári. Einangrun hans á alþjóðavettvangi ágerðist i sifellu eftir því sem áhrif Mao-Tse-Tungs. leiðtoga kínverska kommúnista- flokksins, efldust og þó þjóðernissinnaforinginn gamli hafi i yfirlýsingu sinni til þjóðarinnar, er lesin var að honum látnum, hvatt arftaka sina til að halda baráttumerkinu á loft, þykir einsýnt, að það verði til litils, þjóðernissinnar snúa vart sigurvegarar til meginlands Kína. — Hins vegar velta menn þvi nú fyrir sér, hvort Pekingstjórnin muni láta til skarar skriða gegn Formósu og freista þess að leggja hana undir vald sitt. Segja má. að fráfall Chiang Kai-Sheks marki einnig þáttaskil i alþjóðlegum stjórnmálum að þvi leyti að með honum er fallinn sá síðasti af hinum fjórum stóru „leiðtogum bandamanna" er börðust gegn Þýzkalandi og Japan í heimsstyrjöldinni siðari. Hann var raunar þeirra fyrstur til að finna bragð af þeirri styrjöld, fyrir því sáu Japanir með innrás sinni i Kina árið 1 936. Þegar Chiang KaiðShek féll frá 87 ára að aldri, hafði hann ekki sézt opinberlega í þrjú ár. Hann fékk slæma lungnabólgu í júli 1972. skömmu eftir að hann hafði verið endurkjörinn forseti Formósu fyrir fimmta sex ára kjörtimabilið i röð. Siðustu tvö árin var hann bundinn við hjólastól. Völdin á Formósu færðust smám saman i hendur eldri sonar hans af fyrra hjónabandi, Chiangs Ching-Kuos. forsætisráðherra, sem nú er hinn raunverulegi leiðtogi landsins. Chiang Kai-Shek varð fyrir miklu áfalli árið 1971, þegar Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að visa Formósu af þeim vett- vangi og lét Pekingstjórninni eftir sæti Kína. Siðan bættust við vonbrigði hans vegna sinnaskipta Bandarikjamanna og hinnar sögulegu ferðar Nixons, fyrrverandi Bandarikjaforseta, til Kína árið 1972. Þegar Bandaríkjastjórn lýsti þvi yfir opinberlega, að hún liti á Formósu sem hluta Kinaveldis þótti fokið i flest skjól fyrir hinum gamla leiðtoga. Chiang Kai-Shek var bóndason ur, fæddur i Genghua i strandhér- aðinu Cheiang, 31. október 1887. Skirður var hann Chiang Jui-Yuan eftir afa sínum en tók sér siðar nafnið Kai-Shek að slð kinverskra menntamanna. Þriðja nafnið hafði hann einnig tekið sér, Chiang Chung-Cheng, sem að sögn AP þýðir „Chiang hinn réttsýni". Móðir Chiangs vildi að hann yrði fræðimaður, þvi þeir voru mikils metnir i Kina á dögum keisaraveldisins. Hann sýndi hinsvegar fljótlega sýnu meiri áhuga og hæfileika sem hermaður og árið 1907 hélt hann til Japans til framhaldsþjálfunar i hernaðar- legum fræðum. Þar komst hann i kynni við dr. Sun Yat Sen, sem átti eftir að verða fyrsti forseti Kina og stofnandi Kuomingtang og starfaði með honum upp frá þvi. Barátta þeirra beindist að af- námi keisaraveldisins og eftir að lýðveldi var komið á laggirnar skipaði dr. Sun Chiang Kai-Shek yfirmann herráðs landsins. Árið 1 923 sendi dr. Sun hann til fjögurra mánaða dvalar i Sovét- ríkjunum, en á þessum árum voru þó nokkur samskipti milli kín- verskra þjóðernissinna og bol- sjevika I Rússlandi. Chiang kom úr þessari ferð sannfærður um, að Sovétmönnum væri ekki treyst- andi. Af þeirri skoðun lét hann aldrei siðan, enda þótt hann þægi um hrið rússneska aðstoð við upp- byggingu og þjálfun hers þjóð- ernissihna. Árið 1924 varð Chiang Kai- Shek yfirmaður herskóla lýð- veldisins, Whampoa, þar sem kjarni hers þjóðernissinna var þjálfaður. Um þær mundir var pólitisk uppfræðsla i Whampoa i höndum manns. að nafni Chou En lai sem átti heldur betur eftir að koma við sögu heimsmálanna. Árið 1927 þegar Chiang Kai- Shek hafði tekizt að sameina kinverja undir einni stjórn, sneri hann endanlega baki við komm- únistum, visaði rússneskum ráð- gjöfum úr landi og sleit öllu sam- starfi við kommúnista um stjórn landsins. Á næstu árum bældi hann niður hverja uppreisnina á fætur annarri uns hann hrakti kommúnista frá Kiangsi árið 1934, sem varð upphaf hinnar löngu og frægu göngu þeirra vest- ur og norður til fjallahéraðanna, þar sem kjarni þeirra var hertur i eldi margháttaðra erfiðleika. Árið 1936 var Chiang Kai-Shek rænt af kínverska marskálkinum Chang Hsueh-Liang, sem hafði þá þegar orðið fyrir barðinu á herjum Japan og vildi neyða Chiang til að friðmælast við kommúnista og taka saman höndum við þá i bar- áttunni gegn Japönum. Kona Chiangs, Soong Mei-Ling, sem hafði gefizt honum eftir langvar- andi fortölur, átti verulegan þátt i að semja við Chang Hsueh um að sleppa Chiang. Mei-Ling, sem var systir konu dr. Sun Yats Sen, varð manni sinum æ siðan atkvæða- mikill förunautur og átti stóran þátt i að hnýta bönd hans við Bandarikin. þvi þar hafði hún stundað nám. Á næstu árum börðust þjóð- ernissinnar og kommúnistar sam- eiginlegri baráttu gegn Japönum, en jafnframt unnu hinir síðar- nefndu að þvi að treysta fylgi sitt meðal kinversku bændastéttarinn- ar, sem Chiang hafði vanrækt að sinna og var frá fornu fari illa haldin. Eftir að Japanir höfðu ver- ið sigraðir reyndu Bandarikja- menn að koma á samvinnu milli kommúnista og þjóðernissinna en höfðu ekki erindi sem erfiði og í desember flúði Chiang til Formósu, 177 km undan strönd landsins, ásamt leifunum af her sinum og um tveimur milljónum Kinverja, sem vildu fremur fylgja honum i útlegðina en verða eftir undir kommúniskri stjórn. Á Formósu hafa þjóðernissinnar siðan unnið ötullega að uppbygg- ingu þjóðfélags og stendur efna- hagslif þar með blóma. REUTER hefur eftir sérfræðingum, að milli- rikjaviðskipti Formósu. sem hefur 15 milljónir ibúa. geti fljótlega farið fram úr milliríkjaviðskiptum Kinverja, sem eru um 700 milljón- ir. Eru þessar miklu framfarir i efnahagsmálum að verulegu leyti þakkaðar þeim manni, sem nú tekur sjálfkrafa við embætti for- seta landsins C.K Yen vara- forseta. Hann hefur unnið leiðtoga sinum dyggilega öll þessi ár i ýms- um embættum og heitið að halda áfram baráttu hans fyrir því, að þjóðernissinnar geti haldið aftur heim til Kína. SORG Á FORMÓSU: Útför Chiang Kai-Sheks 16. apríl EKKI VÆNZT BREYTINGA A AFSTOÐU BANDARÍKJANNA TIL FORMÓSU Taipei, Formósu, 7. aprfl. Reuter —AP Tilkynnt hefur veriö, að jarðneskar leifar Chiang Kai-Sheks, leiðtoga kín- verskra þjóðernissinná og forseta Formósu, sem lézt sl. laugardag, verði lagðar til hinztu hvíldar í graf- hýsi á hæð einni í fjalla- þorpinu Tsihu, um 40 km frá Taipei, og þar muni þær geymdar til þess dags, er hægt verði að flytja þær með viðhöfn til megin- lands Kína. Sérstök nefnd, sem skipuð hefur verið til að annast útförina, hefur skýrt svo^frá, að athöfnin muni fára fram opinber- lega, 16. apríl. nk. Næstu 30 dagar verða sorgartími á Formósu og hvers kon- ar opinberar lystisemdir bannaðar. Formaður nefndarinnar er nýskipað- ur forseti landsins, C.K. Yen, sem sór embættiseið á sunnudag. Hundruö þúsunda syrgjandi Kínverja söfnuöust saman viö minnismerki dr. Sun Yats Sens, fööur kinverska lýðveldisins, eft- ir að sá orðrómur haföi flogið fyrir, að liki Chiang Kai-Sheks hefði verið komið þar fyrir. Fjöldi syrgjenda safnaðist einnig um- hverfis bústað hins látna. Chiang Kai-Shek lézt á laugar- dagskvöld kl. 23.50, að staðartima. Banamein hans var hjartaslag, en hann hafði verið sjúkur um langt skeið, bundinn við hjólastól i tvö ár og siðustu tvo mánuðina haft litla meðvitund. Að þvi er AP-fréttastofan segir, eftir talsmanni bandariska utan- ríkisráðuneytisins, er ekki búizt við breytingum á afstöðu Banda- rikjanna til Formósu. Stefna þeirra hefur verið sú, frá árinu 1972, að viðurkenna, að Formósa sé hluti Kina, en eftir sem áður er i gildi varnarsamningur milli Bandarikjanna og Formósu og Formósa hefur sendiráð i Wash- ington. Chiang Ching-Kuo, forsætisráð- herra Formósu, arftaki valda Chiang Kai-Sheks hefur i raun haft þá stöðu frá þvi 1972. Hann er eldri sonur hins látna frá fyrra hjónabandi, 65 ára að aldri, kvæntur rússneskri konu. Hann hefur beint allri athygli sinni að stjórn innanlandsmála og eflingu efnahagslífsins á síðustu árum en lítt haldið á loft þeim markmiðum föður sins að snúa aftur til Kina. Hefur hann m.a. náð þeim árangri að draga verulega úr ýfingum milli hinna aðkomnu kínversku þjóðernissinna og þeirra, sem fyr- ir voru á Formósu, þegar Chiang Kai-Shek flúði þangað 1949 með lið sitt. Getgátur hafa verið uppi um, að Chiang Ching-Kuo verði föður sinum fúsari til samninga við Pekingstjórnina en sennilegt tal- ið að hann muni a.m.k. sýna minn- ingu hans þá virðingu, að kín- verskri hefð, að láta tilhlýðilega langan tíma liða, áður en í nokkru er kvikað frá stefnu hans. Sömu- leiðis er talið að Formósumenn muni taka hvers konar hugmynd- um um samvinnu við Peking- stjórnina með talsverðri tor- tryggni og því verði farið að þessu máli með gát. Vist er að fyrstu kveðjur milli Peking og Formósu eftir lát Chiang Kai-Sheks eru ekki bein- línis vinsamlegar. Fréttastofan Nýja-Kina sagði um hann, að hann hefði verið sameiginlegur óvinur kinversku þjóðarinnar og hendur hans flekkaðar blóði kín- verskrar alþýðu. Og á Formósu sagði Yen forseti á sunnudag að hann væri fús til hvers konar blóðfórna til að útrýma því öng- þveiti, sem leiddi af vonsku Mao Tse Tungs. Margir stjórnmálamenn hafa minnzt Chiang Kai-Sheks með virðingu þeirra á meðal núver- andi og fyrrverandi forsætisráð- herrar Japans, þeir Takeo Miki og Eisaku Sato. 1 Moskvu var fráfalls hans getið i tiu orða frétt frá TASS. Yfir 40 manns fórust 1 flóðum í Ölpunum 4y FRETTIR Berne, 7. april Reuter. ÓTTAST er að meira en fjörutiu manns hafi látió lífió af völdum snjóflóöa sl. þrjá daga í austurrísku, ítölsku og svissnesku Ölp- unum. Hafa flóóin lent á þorpum og mikilvægum samgönguleiöum og eyði- lagt vegi og járnbrautar- linur. Svissneskir sérfræðingar segja, að flóðin í Sviss hafi verið hin verstu sem orðið hafi svo siðla árs, en þau urðu 13 manns að bana. Á Norður-ltaliu hefur verið versta aprílveður í 30 ár og þar hafa a.m.k. 12 þýzkir ferðamenn farizt. 1 Austurriki hafa a.m.k. 15—16 farizt, 12 fórust af völdum snjó- skriðu í námunda við Tamsweg og 3—4, er flóð féll á íbúðarhús i bænum Doebriach. í Sviss tókst að bjarga konu og fjórum börnum lifandi i bænum Ada, en þau höfðu legið grafin i snjónum i meira en sólarhring. Brennerskarð, aðalvegurinn milli Austurríkis og Italiu er lokaður og ekki verið um það sagt hvenær hægt verði að opna hann. Mikill snjór hefur fallið á þessum slóðum undanfarna daga og síðan hlýnað talsvert i veðri, sem hefur i för með sér flóða- hættu. Mörg ítölsk þorp einangruðust vegna vegaskemmda og rafmagns og simalinur hafa viða slitnað. Bretar vilja leiðtoga- fund NATO í maílok London, 7. aprfl BREZKIR embættismenn hafa staöfest, að brezka stjórnin hafi lagt til, að haldinn verði leiðtoga- fundur aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins undir lok mai- mánaðar. Lagði James Callaghan, utanrikisráðherra Bretlands, hugmynd þessa fyrir Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, nú fyrir skömmu að sögn embættismanna. Helzta markmið sliks fundar yrði að kanna afstöðu aðildarríkj- anna til hugsanlegs leiðtogafund- ar rikja þeirra, sem aðild eiga aó Öryggismálaráðstefnu Kvrópu. Sömuleiðis myndu NATO- leiðtogarnir endurskoða ýmis sameigkileg vandamál. Fyrirhugað var, að utanrikis- ráðherrar NATO-rikjanna hittust að máli i Brussel i lok maimánað- ar, en Callaghan er sagóur þess fýsandi, að i hans stað verði hald- inn leiðtogafundur. Svo sem kunnugt er af fréttum hafa Sovétmenn hvatt til þess að Öryggismálaráðstefnunni verði lokið með leiðtogafundi i Helsinki 30. júni nk., en 35 riki eiga aðild að þeirri ráðstefnu. Stjórnir Vesturveldanna hafa tekið þeirri hugmynd vel, svo framarlega sem árangur af ráðstefnunni verði það góóur, að slikur fundur geti haft eitthvert gildi. Misheppn- uðSOYUZ- geimferð Moskvu, 7. april. Reuter. HAFT ER eftir visinda- mönnum i Moskvu, að hin misheppnaða tilraun með tveggja manna SOYUZ- geimfarið, sem fór af leið sl. laugardag, muni reynast sovézkum geimvisindum talsvert áfall, en ólíklegt sé þó, að það muni koma í veg fyrir hina sameiginlegu geimvísindatilraun Banda- ríkjamanna og Sovétmanna á sumri komanda. 1 Fréttatilkynningu TASS, sem birt var sólarhring eftir að tilraunin var gerð, sagði, að þriðja þrep eldflaugar- innar hefði farið af réttri braut og sjálfstýrður tækja- búnaður þá jafnskjótt bund- ið enda á ferð geimfarsins og snúiö þvi til jarðar. Mennirnir tveir, sem i geim- farinu voru, Vasily Lazarev og Oleg Makarov, lentu heilu og höldnu í fjalllendi í Vestur-Siberíu um 300 km frá kinversku landamærun- um. Báðir eru þeir reyndir geimfarar, fóru saman i ferð Soyusar 12. árið 1973. Gert er ráð fyrir, að sams konar geimfari verði skotið á loft i júlí n.k. með tveimur mönnum innanborðs og það verði síðan tengt þriggja manna bandarisku APOLLO-fari. Gert er ráð fyrir, að sovézka geimfarinu verði skotið á loft 7V4 klst á undan þvi bandariska og hafa Rússar heitið að hafa varageimfar tilbúiö ef eitt- hvað skyldi út af bregða og að því megi skjóta á loft meó innan við sólarhrings fyrir- vara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.