Morgunblaðið - 08.04.1975, Side 20

Morgunblaðið - 08.04.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1975 Víkings- stúlkurnar unnu 3:0 VÍKINGUR og Þróttur léku í ís- landsmóti kvenna á sunnudags- kvöld, en þetta var úrslitaleikur í Suðurlandsriðli, því bæði þessi lið höfðu áður unnið Breiðablik. Víkingsstúlkurnar léku mjög vel og uppskáru stórsigur, 3—0. Strax í fyrstu hrinunni kom munurinn á liðunum i Ijós er Víkingur komst í yfirburðastöðu 10—0. Móttaka bolta úr uppgjöf var slæm hjá Þrótti og náðu þær aldrei að byggja upp sókn, en Víkingsstúlkurnar voru með góðan fleyg og ágætt uppspil sem skellt var úr. Uppgjafir hjá Vík- ingi voru ekki nógu nákvæmar og fóru sex i súginn. Fyrstu tvær hrinurnar vann Vikingur mjög auðveldlega 1 5—3 og 1 5—1. í annarri hrinu sáust oft skemmtileg tilþrif af hálfu Vikings og skelltu þær Auður Andrésd., Anna Aradóttir og Erna Kristjánsd. mjög skemmtilega úr uppspili frá Ágústu og Margréti Jónsd. Eina manneskjan sem sýndi lit hjá Þrótti var Sigríður Þorsteinsd, en hún fékk sjaldan bolta til að skella. — í þriðju hrinunni slökuðu Víkingarnir á og var spil þeirra oft mjög ónákvæmt og skelltu þær sjaldan, en samt var sigurinn aldrei i hættu. Aðeins einu sinni komust Þróttarar yfir, 2—0, en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku örugga forystu og sigruðu 15—6. Þróttar liðið lék langt undir getu og náðu þær aldrei að sýna sannfærandi leik. Beztan leik sýndi Sigriður Þorsteins- dóttir en hinar léku allar mjög svipau. Hjá Víkingi átti liðið allt mjög góðan dag en Erna og Anna áttu mjög góðan leik ásamt Auði sem skellti oft mjög vel. Dómarar leiksins voru Torfi Rúnar og Hall- dór Jónsson og hefðu mátt vera ákveðnari og strangari. Reykjavík vann 3:0 Fyrsti leikurinn i bæjarkeppni milli Reykjavikur og Laugarvatns var leikinn á sunnudagskvöldið. Leikurinn var daufur og litt spennandi fyrir fáa áhorfendur. Reykjavikurúrvalið sigraði nokkuð auðveldlega 3:1. Laugar- vatnsúrvalið var skipað leik- mönnum úr liðum staðarins og voru þrir frá hverju. Liðið náði aldrei að sýna afgerandi leik og var ónákvæmur fleygur og slakt uppspil sem þvi olli Sömuleiðis var mjög illa dekkað undir og náði hávörn R- úrvalsins mörgum boltum sem duttu niður fyrir aftan skellarann. Hjá R-úrvalinu var uppspilið pott- þétt hjá Halldóri Torfasyni og var vel notað af Guðmundi Pálssyni og Páli Ólafssyni, somuleiðis áttu Halldór Jónsson og indriði góðan leik. Fyrstu hrinuna vann Reykjavik 15:10 og þá næstu einnig 15:7. Laugvetningar voru óvenju daufir en náðu þó að skella á R.vík og var Tómas Jónsson sterkur við netið, sömuleiðis áttu Anton og Gunnar Svanlaugsson þokkalegan leik. — í þriðju hrinu breyttu Reyk- vikingar um leikaðferð og skiptu yfir i ,,hlauparann“ en i þeirri leikaðferð eru allir þrir leikmennirnir uppi við netið notaðir sem skellarar og hleypur þá einn af varnarmönnunum og spilar upp. Þessi aðferð virtist ætia að ganga því R.úrvalið hafði forystu lengst af framanaf en siðan sigu Laugvetningar framúr og sigruðu sanngjarnt 1 5:8. Siðari hrinan var með eindæmum dauf. Reykjavikurúr- valið komst i 12:4 og var mótstaðan mjög lítil. Kom þá kæruleysið í lið með Reykviking- um og „ieyfðu þeir Laugvetn- ingum að saxa á forskotið og minnkaði munurinn í 1 stig, eða 12:11. Þá tóku Reykvikingar kipp og skoruðu næstu 3 stig og sigruðu 15:11. Helgi Harðarson sýndi glæsileg tilþrif i lágvörninni auk þess að spila vel upp. Annars lék liðið mjög vel og náði vel saman. Laugvetningar léku langt undir getu og eiga örugglega eftir að verma Reykvikingum undir uggúm er þeir fara austur. Silfurverðlaunahafi frá HM í sovézka sýningarflokknum EINS OG frá hefur verið skýrt mun koma hingað til lands hópur sovézks fimleikafólks og halda sýningu í Laugardalshöllinni. í hópi þessa íþróttafólks er sumt af bezta fim- ieikafólki Sovétríkjanna, en eins og flestum mun kunnugt standa Sovét- menn, ásamt Japönum fremst allra þjóða í fimleikum. Þau sem koma hingað I sýningar- ferðina eru eftirtalin: Natalína Krasheninnikova, sem varð Sovétmeistari 1974 í nútíma fimleikum og silfurverðlaunahafi í heimsmeistarakeppninni 1973; Galina Krylenko, sigurvegari í hóp- æfingum í heimsmeistarakeppninni 1 973, og á þar einnig við nútímafim- leika; Lyudmila Builova, 19 ára nem- andi við íþróttaskólann í Alma-Ata; Elena Kolesnikova, 17 ára skóla- stúlka í Tashkent; Nikolai Federenko 21 árs nemandi við Iðnaðartækni skólann í Minsk; Marina Ostanina, 17 ára skólastúlka; Vladimir Safrronov, 17 ára skólapiltur frá Lvov; Edvard Mikaelyan, 19 ára nemandi við Fjöllistaskólann í Jerev an, en nefnd ungmenni eru öll sigur- vegarar í staðbundnum unglinga- keppnum. Þá eru og í hópnum tveir loftfimleikamenn: Vladimir Skovorodkin og Mikael Smirnov, en þeir sigruðu í tvímenningskeppni karla í Sovétmeistaramótinu 1974. í frétt frá sovézku fréttastofunni APN segir m.a., að fararstjóri liðsins sem hingað kemur, Anatoly Kurbanov, formaður Fimleikasam- bands Moskvuborgar, segi að reynd- ustu listamennirnir í hópnum sem hingað kemur séu Natalia Krasheninnikova og Galina Krylenko, og séu þær báðar þekktar fyrir góða frammistöðu í stórum innanlandsmótum og alþjóðlegum mótum í nútíma leikfimi. — Natalia hefur sinn eigin glæsilega stíl i flókn- um atriðum og missir aldrei kjarkinn á erfiðum augnablikum, segir Kurbanov, — hún hefur mjög mikið keppnisskap, eins og hin heims- fræga íþróttakona Galina Shugur- ova, núverandi heimsmeistari, mátti reyna á Sovétmeistaramótinu i Minsk 1974, þar sem hún varð að víkja úr sigurvegarasætinu fyrir Natalíu. — Ég hlakka mjög til sýninga minna á íslandi, hefur APN eftir Krasheninnikovu, — ég óska að að- dáendur þar fái að njóta til fullnustu þeirrar listar sem nútíma leikfimi er. Sjálfri finnst mér þessi iþrótt dásam- legur innblástur fyrir skapandi árangur. Kvenleiki, tiguleiki, tón- næmi og auk þess góð heilsa. allir þessir kostir eru þróaðir með hjálp nútímaleikfimi. Ég vona að sýningar minar muni efla álit íslenzkra kvenna á íþrótt okkar. — Það er okkur mjög mikill fengur að fá þetta íþróttafólk, sem jafnframt má kalla listamenn, i heim- sókn til okkar, sagði Ásgeir Guð- mundsson, formaður Fimleikasam- bandsins i viðtali við Morgunblaðið, — og auðvitað vonum við að sýning- arnar verði til þess að auka áhuga á fimleikum hérlendis, auk þess sem þær verða áhorfendum góð og senni- lega ógleymanleg skemmtun. Flestar gólfæfingarnar voru vel útfærðar hjá stúlkunum, en einmitt þar komu hin mis- munandi þrep fimleikastigans hvað bezt fram. I fyrstu þrepum stigans en erum á leiðinni upp — ÉG TELDI það ekki óeðlilegt þótt það þ.vrfti áratug til þess að þróa hér upp það fimleikakerfi sem við hufum nú tekið upp, sagði Ásgeir Guðmundsson, for- maður Fimleikasambands tslands í viðtali við Morgun- blaðið, eftir fimlcikameistara- mótið, sem fram fór í Iþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardag og sunnudag. Kvaðst Ásgeir vera ánægður eftir atvikum, með mót þetta. — það er bersýnilegt að við eigum langt í land til þess að standa nágrannaþjóðum okkar jafnfætis, sagði Ásgeir, — enda höfðum við engan grunn að byggja á þegar fimleikastiginn var tekinn upp hérlendis. En bæði í stúlkna- og piltakeppninni nú um helgina mátti sjá marga bráðefnilega einstaklinga og ef þeir halda áfram æfingum og dugnaði, þarf ekki að kvíða fram- tíðinni. Þátttakendur í Islandsmótinu voru eingöngu af Reykjavíkur- svæðinu. — Svo virðist sem fim- leikastiginn hafi enn ekki náð neinni útbreiðslu úti á landi, þrátt fyrir að allmargir íþrótta- kennarar þaðan hafi sótt nám- skeið Fimleikasambandsins, sagði Asgeir, — en við bindum vonir við að það taki ekki mjög langan tíma til viðbótar að vinna þessu kerfi fylgi úti á landi. Keppni í kvennaflokkum fór fram á laugardaginn, en piltarnir kepptu á sunnudaginn. Yfirleitt voru þátttakendur i móti þessu mjög ungir að árum, sennilega allir innan tvítugs, nema þá einn. Mun fleiri stúlkur tóku þátt í mót- inu en piltar, og yfirleitt var þar um jafnari keppni að ræða. Fimleikameistari kvenna varð Berglind Pétursdóttir úr hinu unga íþróttafélagi Gerplu i Kópa- vogi. Hún keppti í flokki 13—14 ára og hlaut flest stig allra, eða 19,0. í öðru sæti í keppninni um fimleikameistaratitil kvenna varð Emma Magnúsdóttir úr Hafnar- firði sem hlaut 18,6 stig, en hún keppti í flokki 15—16 ára. Helztu úrslit í kvennaflokki urðu annars þau, að í flokki 10—12 ára sigraði Jódis Péturs- dóttir, Gerplu, hlaut 15,7 stig. Dagbjört Bjarnadóttir, Björk í Hafnarfirði, varð önnur með 14,8 stig, og jafnar í þriðja sæti urðu Berglind Sigurðardóttir, Björk, og Sigurlin Baldursdóttir, Gerplu, sem báðar hlutu 14,7 stig. I flokki 13—14 ára stúlkna bar Berglind Pétursdóttir sigur úr býtum, hlaut 19,0 stig. Karólína Valtýsdóttir, Björk, varð önnur með 18,0 stig, og Helga Ingjalds- dóttir úr IR varð þriðja með 17,3 stig. Emma Magnúsdóttir, Björk, Enn er langt I land til að ná sömu leikni á jafnvægisslánni og Olga Korbut hefur, en allt miðar I rétta átt, og vfst er að stúlkan sem myndin er af ber sig fagmannlega að. varð sigurvegari í flokki 15—16 ára og hlaut hún 18,6 stig. Sólveig Magnúsdóttir, ÍR, varð önnur með 16.5 stig og Björg Dan Róberts- dóttir, Gerplu. varð þriðja með 15.5 stig. Sigurvegari í flokki 17 ára og eldri varð Kristín Ölafsdóttir IR, með 18,1 stig. Björk Sveinsdóttir, Björk varð önnur með 16,6 stig og þriðja varð Anna Kr. Jóhanns- dóttir, Björk, með 15,5 stig. I keppni karla á sunnudaginn mátti greinilega sjá hinn mikla mismun á þrepum fimleika- stigans, enda keppendur mjög misjafnlega langt komnir á leiðinni upp hann. Fimleika- meistari Islands 1975 varð Sig- urður T. Sigurðsson, KR, sem keppti i flokki 17 ára og eldri og hlaut hann 45,7 stig. Sýndi Sig- urður áberandi mesta hæfni í keppni íslandsmótsins, og gerði flesta hluti mjög vel. Islandsmeistari í flokki 10—12 ára varð Ingólfur Árnason, Ár- manni, sem hlaut 24,6 stig. I öðru sæti varð Gísli Bjarnason, Á, með 24.5 stig og þriðji Ár- menningurinn varð í þriðja sæti: Brynjar Sveinsson, en hann hlaut 23,9 stig. I flokki 13—14 ára sigraði Þiðrik Emilsson, Ármanni, sem hlaut 30,0 stig. Hörð barátta var í þessum flokki, þar sem aðeins munaði 0,3 stigum á Þiðriki og þeim er varð I öðru sæti, Davíð Ingasyni, Á, en hann hlaut 29,7 stig. Jafnir í þriðja sæti urðu svo Ármenningarnir j.lmundur Ingason og Heimi G nnarsson sem báðir hlutu 28,V ot:g. Gunnar Richardsson, KR, varð meistari í flokki 15—16 ára og hlaut hann 36,3 stig. Þar varð Jónas Tryggvason, Armanni, í öðru sæti með 33,2 stig og Ing- ólfur Stefánsson, Á, þriðji með 31,8 stig. Sem fyrr greinir varð svo Sig- urður T. Sigurðsson, KR, sigur- vegari i flokki 17 ára og eldri. Hann hlaut 45,7 stig. Annar varð Sigmundur Hannesson, KR, með 18.6 stig og þriðji Helgi Ágústs- >on, Armanni, sem hlaut 37,8 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.