Morgunblaðið - 08.04.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1975
21
Hákon Bjarnason:
Stærstu tré landsins
Blágrenið á Hallormsstað
Horft upp eftir stofnum þriggja blágrenitrjáa á Hallormsstað. —
Ljósm.: Ilmari Kalkkinen.
Hinn 25. mai áriö 1905 kom
ungur Dani riðandí ofan Fjarðar-
heiði á leið upp að Hallormsstað.
Hann hét Christian Emil Flens-
borg, 32ja ára að aldri, og hafði
staðið fyrir fyrstu skógræktar-
tilraununum hér á landi undan-
farin fimm sumur. Hann var líka
með trússahesta og á einum
þeirra hengu tágakörfur, en i
þeim voru litlar blágreniplöntur,
sendar hingað frá gróðrarstöð í
Jótlandi.
Eftir hret i byrjun mai hafði
vorað einstaklega vel þetta ár, en
þennan dag hafði brugðið til
snjókomu með vægu frosti. Segir
Flensborg svo frá á einum stað, að
það hafi verið undrafögur og ein-
kennileg sjón að sjá allaufga tré,
ljósgræna slæðu birkisins yfir
mjallhvitri jörðinni.
Þá bjó á Hallormsstað ekkjan
Elísabet Sigurðardóttir, prests
Gunnarssonar, en fyrir þrem ár-
um hafði hún afhent
landstjórninni skóginn á
Hallormsstað til friðunar. Hjá
henni var i fóstri 10 ára garnall
drengur, Gunnar Jónsson, sem
síðar varð lögregluþjónn og
spítalaráðsmaður á Akureyri.
Það, sem hér fer á eftir, er haft
eftir honum.
Einhvern fyrstu dagana í júní
kvaddi Flensborg Gunnar með sér
ofan i Mörkina, sem er snertispöl
suður af bænum. Þar hafði verið
reist girðing tveim árum áður og
hafinn undirbúningur að gróðrar-
stöð. Nú skyldi Gunnar hjálpa
Flensborg við gróðursetningu blá-
greniplantnanna og fá fimm aura
um tímann, en slikt þótti honum
rausnarborgun. Þeir fóru út
snemma dags þvi að Flensborg
var árrisull og hófu þeir starfið
með þvi að taka trjáplönturnar úr
körfunum og rennbleyta þær i
Kerlingaránni, sem er nú raunar
ekki annað en lækur sunnan
Merkurinnar. Siðan var hafist
handa um að grafa holur í f jórum
röðum, og þar voru plönturnar
settar niður. Verkinu var lokið að
afliðnu hádegi. Gunnar mundi
ekki, hve plönturnar voru marg-
ar, en ef marka á af tímalengd-
inni, kunna þær að hafa verið
millí 50 og 100, og er þó lægri
talan sennilegri hafi þeir vandað
plöntunina, sem varla er að efa.
Á þessum stað standa nú 5 blá-
grenitré, há og viðamikil. Hið
hæsta er 14,8 metrar, rétt innan
við 15 metra, en meðalhæð allra
trjánna er 13,2 metrar. Meðal-
þvermál þeirra er 35,6
sentimetrar í 1,3 metra hæð frá
jörðu. Gildasta tréð er 44,5 senti-
metrar.
Ástæðan til þess, að hér eru
ekki eftir nema 5 tré af þeim 50
eða fleirum, sem sett voru niður i
upphafi, er sú, að iilu heilli voru
mörg tré tekin upp og seld í
ýmsar átti á árunum kring um
1920. Nokkur bót er í máli, að sum
þeirra eru enn til á ýmsum
stöðum á Austurlandi, frá Héraði
eystra suður i Öræfi. En ekkert
þeirra jafnast á við hin, sem
fengu að standa kyrr. Sum hafa
þó náð góðum þroska og borið
köngla og þroskað fræ, en önnur
hafa farið forgöróum svo sem við
húsbruna og á annan hátt.
Þessi tré eru ættuð vestan úr
Klettafjöllum Norður-Ameriku,
úr Coloradoríki, en fræinu að
þeim safnað hátt í fjöllum, senni-
lega í um 3.000 metra hæð yfir
sjó. Siðan var fræinu sáð á Jót-
lartdi á fyrsta ári aldarinnar og
þaðan komu svo plönturnar
hingað eins og reifastrangar í
tágakörfu, svo sem áður er sagt.
Of langt mál væri að segja frá þvi,
hvernig unnt var að rekja feril
trjánna. Frásögn af þvi likist
spennandi leynilögreglusögu, þar
sem leita varð upplýsinga bæði
hér og i Danmörku áður en endar
náðu saman.
Þegar blágrenitrén voru
rösklega fertug að aldri, en aldur
skógar er oftast talinn frá gróður-
setningarári en ekki sáningu
fræs, báru þau þroskað fræ i
fyrsta skipti árið 1947. Af þvi fræi
komust um 3.000 plöntur á legg.
Vorið 1952 voru þúsund þeirra
gróðursettar í Fljótshlíðinni
annað þúsund á Stálpastöðum í
Skorradal og það, sem umfram
var, i Hallormsstaðarskógi. Fyrir
aprílhretið 1963 voru þessi tré öll
að komast á legg, voru yfirleitt
frá hálfum og upp i heilan metra
á hæð, en þá vildi svo til, að á
Tumastöðum dóu öll trén, á
Stálpastöðum 9 af hverjum 10, en
á Hallormsstað varð engu meint.
Þessi fyrsta kynslóð íslenskra
barrtrjáa, sem af lifði hretið, er
nú að verða að myndarlegum
trjám, bæði fyrir austan og i
Skorradal. Þetta atvik sýnir mjög
glöggt, að trén eru ættuð úr
meginlandsveðráttu, þar sem
mildir vetur þekkjast ekki ásamt
því hve mjög þarf að vanda
fræval plantna, ef rækta á þær til
gagns á íslandi. Þetta kemur enn
berar í ljós, þegar þess er gætt, að
ofan við Tumastaði voru önnur
blágrenitré, sem lifðu hretið af,
sennilega sakir þess að þau voru
af öðrum stofni sömu tegundar.
Blágrenið á Hallormsstað hefur
borið þroskað fræ alloft eftir 1947
og 1969 féll mjög mikið fræ af því.
Því er nú til töluvert af íslenskum
blágrenitrjám á ýmsum stöðum
austanlands og norðan, en ekki er
talið ráðlegt að planta þeim syðra
sakir reynslunnar 1963.
Blágrenið á Hallormsstað hefur
verið mælt á nokkurra ára fresti
allt frá 1935, og hæðarmælingar
eru reyndar til frá 1921. Þá var
hæsta tréð aðeins 1,5 metrar 16
árum eftir gróðursetningu, en 14
árum siðar, árið 1935, var sama
tréð orðið 6 metrar. Af þessu má
sjá, að trén voru lengi að komast i
vöxt. Að vísu er það öllum greni-
trjám eðlilegt að vaxa hægt fyrstu
árin, en hinsvegar fer það einkum
eftir frjósemi jarðvegs og skjóli,
hve fljót þau eru að herða vöxt-
inn. Auðséð er, að á barðinu, sem
trén standa, hefur frjósemi
jarðvegsins verið upp urin eftir
aldalanga beit í þann mund er
þeim var plantað. Að minnsta
kosti var það álit Guttorms Pálss-
sonar, sem var skógarvörður á
Hallormsstað á fimmta tug ára.
Eins og áður segir, er hæsta
tréð 14,8 metrar og 37,8 sm að
þvermáli i 1,3 m hæð frá jörðu.
Viðarmagn þess er 0,85 tenings-
metrar. Gildasta tréð er ekki
nema 13,4 m á hæð en 44,5 sm í
þvermál. Viðarmagn þess er
rúmur 1 teningsmetri eða 34
teningsfet.
Meðalhæð allra trjánna er 13,2
metrar og þvermál 35,8 senti-
metrar, og samanlagt eru þau 3,5
teningsmetrar að magni eftir 69
sumra vöxt. Trén eru enn i fullum
vexti og eiga eftir að bæta
miklum viði á sig á næstu árum.
Að litt athuguðu máli mun
einhverjum kannski ekki finnast
mjög til þessa vaxtar koma. En
hefði Flensborg haft 5000 trjá-
plöntur milli handa en ekki 50 og
sett þær i einn hektara lands
hefðu flestir rekið upp stór augu í
dag. Eftir hæfilegar grisjanir
stæðu nú 650—750 tré á hektara,
og með sama þroska og þessi tré
hafa nú, væri vióarmagnið á hekt-
ara milli 455 og 525 tenings-
metrar.
Við sögun á timburstokkum er
oft talið að helmingur verði að
borðum og plönkum. Nýtingin
getur þó orðið meiri, einkum
þégar trén eru gild. Gerðum nú
ráó fyrir minna viðarmagninu og
tökum sem dæmi verð venjulegs
mótatimburs eins og þaó er nú. Þá
væri verómæti 455 teningsmetra
viðar eftir sögun um átta
milljónir króna, en væri gert ráð
fyrir hærri tölunni, yrði verðmæt-
ið röskar 9 milljónir. Nú er þetta
auðvitað ekki hreinn gróði. Taka
verður gróðursetningarkostnað
og reikna meó vöxtum og vaxta-
vöxtum i 69 ár, og yrði það auð-
vitað mikil fjárhæð, en á móti
kæmi verðmæti þess viðar, sem til
hefði fallið við grisjun á tíma-
bilinu, og það gæti einnig orðið
álitleg fjárhæð. En vöxtur
blágrenitrjánna hefur reynst
svipaður og sibirisks lerkis á
Hallormsstað. Hefur það verið
mælt mörgum sinnum undanfarin
20 ár, og ræktun þess gefur 7% af
þvi fé, sem til ræktunarkostnaóar
hefur verið varið, eftir að ýrnsir
varnaglar hafa verið slegnir við
of háu mati. Við útreikninga á
dæminu af lerkinu var reiknað
með hægari vexti en mældur var,
þannig að hagur af skógræktinni
mun reynast meiri en þetta.
Af þeim mælíngum, sem þ.egar
liggja fyrir, um vöxt ýmissa barr-
trjáa er einsætt að þau vaxa á
ýmsum stöðum hér á landi álika
og um niiðbik Skandinavíu. Af
þvi má ráða, að viða um land eru
skilyrði fyrir ræktun timbur-
skóga með ágætum hagnaði. Þvi
er ástæðulaust að flytja timbur
yfir úthöfin um alla framtið,
þegar unnt er að taka það i hagan-
um heima. Nokkur hundruð trjá-
plantna, sem rúmast i tágakörfu i
dag, geta orðið að milljónaverð-
mætum eftir mannsaldur, ef rétt
er á haldið. Ef framsýni og fyrir-
l'yggja væri almennari meðal
þjóðarinnar og forvigismenn
hennar reyndu að skyggnast inn i
framtið þjóðarinnar, væri miklu
rneira að gert i skógrækt en nú er.
Tvö hæstu blágrenitrén á Hallormsstað. Hæð 14,8 og 14,2 metrar.