Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 1

Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 1
36 SIÐUR 79. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjórnar- kreppa í Finnlandi? Helsingfors, 10. april. NTB STJÖRNARKREPPA getur veriö í vændum i Finnlandi að sögn blaða í Helsingfors í dag. Astæðan er ágreiningur sósialdemókrata og Miðflokksins um byggðastefnu en hann hefur reynzt meiri en talið var í fyrstu. Auk þess mun Urho Kekkonen forseti hafa sent ráðherrum bréf þar sem hann lét i ljós óánægju með stjórnina. Forsetinn mun vera óánægður með ágreininginn í stjórninni, tiðar utanferðir ráðherra og 20% launahækkun ráðherra, sem nýlega var samþykkt. Völd Wilsons í hættu vegna klofnings út af EBE-aðild stjórnmálahæfileikum sfnum á næstu tveimur mánuðum til að varðveita einingu flokksins áð- ur en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. Talið er að Wilson muni eiga fullt f fangi með að halda and- stæðingum sfnum f skefjum. Samkvæmt óopinberum tölum greiddu 144 þingmenn flokks- ins atkvæði með úrsögn úr EBE en aðeins 128 studdu stjórnina. Flestir stjórnmálasérfræð- ingar telja að aðildin verði samþ.vkkt f þjóðaratkvæða- greiðslunni eins og stjórnin leggur til, en þar sem andstað- an gegn aðildinni er vfðtæk f Verkamannaflokknum geta úr- slitin orðið tvfsýn. Samkvæmt skoðanakönnun f Daily Tele- graph f dag styðja 57% aðild- Framhald á bls. 20 50 mílna krafa frá eiginkonum afhent Wilson London, 10. apríl. AP. EIGINKONUR brezkra fiski- manna skoruðu f dag á Harold Wilson forsætisráðherra að færa brezku landhelgina út í 50 mflur. Nefnd 20 eiginkvenna fór að embættisbústað forsætisráðherra í Downing-stræti 10 og afhenti bænaskjal með 13.000 undir- skriftum þar sem skorað er á stjórnina að aðstoða brezka sjó- menn sem stunda veiðar á heima- miðum. „Við viljum 50 mílna Iandhelgi og aðstoð i freðfiskmálinu," sagði Framhald á bls. 20 Ógna lífæð í 2 km fjarlægð Phnom Penh, 10. apríl. AP. UPPREISNARMENN brutust gegnum glufu f varnarlínu stjórn- arhersins umhverfis Phnom Penh f dag og eru nú aðeins rúma þrjá kílómetra frá flugvelli borgar- innar. Þeir hafa aldrei áður kom- Þúsundir flóttamanna streyma frá þorpum sem eru í hættu tæpa 10 km fyrir norðan og norðvestan höfuðborgina og flugvélar stjórn- arhersins héldu uppi hörðum árásum á uppreisnarmenn til að Framhald á bls. 20 flokknum og eining flokksins hefur sjaldan verið f alvarlegri hættu. Vinstrisinnar f flokknum hafa harðlega gagnrýnt Harold Wilson forsætisráðherra fyrir að reka Eric Heffer aðstoðar- ráðherra sem lagðist gegn til- lögu stjórnarinnar um aðild að EBE f umræðum Neðri málstof- unnar og óhlýðnaðist þar með ströngum fyrirmælum forsætis ráðherra. Nú er Wilson f minnihluta f þessu máli í þingflokknum og sennilega einnig f flokknum f heild. Hann hefur beðið per- sónulegan álitshnekki og völd hans hafa sennilega aldrei ver- ið f eins mikilli hættu sfðan hann varð foringi flokksins fyr- ir 12 árum. Stjórnmálafréttaritarar telja • að Wilson verði að beita öllum FIMMTlU MlLUR — Eiginkonur brezkra fiskimanna undir forystu frú Margaret Jean Mainprize fyrir utan embættisbústað brezka forsætisráðherrans, Downing-stræti 10, þar sem þær afhentu áskorun með 13.000 undirskriftum um útfærslu brezku landhelginnar f 50 mílur. ERIC HEFFER: Rekinn úr stjórninni. aðild Bretlands að Efnahags- bandalaginu færi fram 5. júnf. Jafnframt hefur ágreiningur um málið aukið klofninginn f Wilson. London, 10. apríl. Reuter. BREZKA stjórnin ákvað f dag að þjóðaratkvæðagreiðslan um vill 722 milljón aðstoð við Thieu izt eins nálægt flugvellinum. Hrisgrjónaflutningar banda- rískra flugvéla frá Saigon lögðust niður i fimm klukkutíma vegna harðrar skothríðar uppreisnar- manna. 42 sprengikúlur féllu á fiugvöllinn, þrir biðu bana og 11 særðust og tjón varð á banda- riskri flutningavél. Mistök ollu þvi í bardögunum við norðvesturvarnarlinu Phnom Penh og flugvallarins að stór- skotalið stjórnarhersins skaut á sveit stjórnarhermanna. 30 féllu og enn fleiri særðust. Sex bandariskir landgönguliðar voru fluttir frá Bangkok til að gæta bandariska sendiráðsins í Phnom Penh. Starfsmaður sendi- ráðsins sagði, að verið gæti að fleiri landgönguliðar yrðu sendir frá bandarisku flugvélamóður- skipi á Siamsflóa ef öngþveiti skapaðist i Phnom Penh. Ford dala Washington, 10. apríl. Reuter. FORD FORSETI bað þingið f nótt að samþykkja 722 milljón dollara hernaðaraðstoð við Suður- Víetnam, rúmlega helmingi hærri upphæð en hann bað um fyrir hálfum mánuði, og tilkynnti að æðstu menn NATO mundu halda fund með sér á næstunni um ástandið í heimsmálunum. Þetta kom fram f yfirlitsræðu sem Ford flutti þinginu um ástand heimsmálanna. Hann bað þingið að endurskoða þær hömlur sem það hefði lagt á beitingu bandarlska herliðsins f Suðaust- ur-Asfu svo að nota mætti það ef nauðsynlegt reyndist til að flytja á brott Bandaríkjamenn f Vfet- nam og vfetnamska borgara sem gætu komizt f lífshættu vegna sóknar kommúnista. Hann kvaðst vilja skjóta endur- skoðun á beitingu þessa liðsafla svo að hann hefói svigrúm til að- gerða „ef það versta gerðist". Hann bað um að 250 milljónum dollara yrði þegar veitt til efna- hagsaóstoðar vió Suður-Vietnam. , Ford kvaðst biðja þingið um 722 milljón dollara aukaaðstoð við Suður-Víetnam samkvæmt ráð- leggingum Frederick Weyands hershöfðingja sem hefur kynnt sér ástandið i Víetnam. Hann sagði að Weyand teldi að ástandið væri alvarlegt og hefði tjáð sér, að Suður-Vietnamar verðust með öll- um tiltækum ráðum. Astandið i Kambódiu kallaði hann hörmu- legt og kvaðst harma að þingið hefði ekki samþykkt beiðni sina um 222 milljón dollara aðstoð við stjórnina þar. Forsetinn tók ekki þann kost að biðja þingið um umboð til að framfylgja friðarsamningunum um Vietnam með hervaldi en skoraði á Hanoistjórnina að hætta öllum hernaðaraðgerðum þegar i stað og virða Parisarsamningana. Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.