Morgunblaðið - 11.04.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975
3
Frá aðalfundi
Vinnuveitenda-
sambands Is-
lands, sem hófst
i húsakynnum
sambandsins við
Garðastræti sfð-
degis I gær.
fjórum sinnum og vió útreikning
vísitölunnar yrði tekið tillit til
breytinga á viðskiptakjörum þjóð-
arinnar. Jón H. Bergs sagði, aó
með þessu yrði dregið úr verð-
bólguáhrifum vísitölukerfisins og
afskiptum ríkisvaldsins af kjara-
Jón H. Bergs á £1 • | /i 1
aemja part um breytt
form vísitöluuppbótar á laun
Aðaifundur Vinnuveitenda-
sambands tslands hófst í gærdag.
1 upphafi fundarins fiutti Jón H.
Bergs formaður sambandsins
ræðu en sfðan talaði Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra
um framvindu efnahags- og
kjaramála og verður ræða hans
birt í heild síðar. I ræðu sinni við
setningu fundarins sagði Jón H.
Bergs m.a., að framundan væru
samningaviðræður um kjara-
samninga til langs tíma eftir 1.
júnf, en tif þess að slfkt sam-
komulag tækist yrði líklega ekki
hjá þvf komizt að taka upp ein-
hvers konar verðtryggingu launa,
enda myndu viðræðurnar á næst-
unni fyrst og fremst snúast um
það atriði, þar eð þegar hefðu
verið veittar miklar kauphækkan-
ir, sem hlytu að teljast liður í
langtímasamningi þeim, sem
fyrir dyrum stæði að gera.
Jón H. Bergs sagði, að i sam-
bandi við breytingar á visitölunni
væri i hópi vinnuveitenda helzt
rætt um, að kaupgreiðsluvísitalan
yrði aðeins látin mæla hækkun
framfærslukostnaðar að hluta
eins og tíðkast í nágrannalöndum
okkar. Visitalan yrði aðeins
endurskoðuð tvisvar á ári í stað
samningum, þegar viðskiptakjör
versnuðu.
Þá ræddi formaðurinn þróun
kjaramálanna sl. ár. Hann sagði
m.a., að þegar samkomulag hefði
náðst 26. febrúar 1974 hefði alls-
herjarverkfall staðið i fjóra sólar-
hringa ogviðþæraðstæður hefðu
verið knúðar fram kjarabætur
umfram gjaldþol atvinnuveganna
eins og vinnuveitendur hefðu var-
að við og síðar hefði sannazt í
raun. Formaðurinn tók sérstak-
lega • fram, að augljósir kostir
væru þvi samfara að ljúka sem
mestu af samningsgerð við sem
flest launþegafélög á sama tima.
Með þvi móti ætti að vera unnt að
gæta meira samræmis. Hins vegar
hefðu komið í ljós ýmsir ann-
markar á að valda svo stóru verk-
efni, þar sem stéttarfélögin hefðu
svo miklu fleiri starfsmenn en
vinnuveitendur til þess að vinna
að samningsgerð.
Jón H. Bergs sagði ennfremur,
að flest aðildarfélög Vinnu-
veitendasambandsins hefðu þeg-
ar samþykkt samkomulag það,
sem gert var við Alþýðusamband-
ið 26. fyrra mánaðar. Þau félög,
sem það hefðu gert gætu reitt sig
á stuðning Vinnuveitendasam-
bandsins, ef svo færi, að stað-
bundnar vinnudeilur héldu áfram
vegna þess að einstök verkalýðs-
félög kynnu að hafna samkomu-
laginu og vera mætti, aó á einstök-
um sviðum atvinnulifsins kynni
Vinnuveitendasambandið að
þurfa að grípa til verksviptingar-
aðgerðar til aðstoðar félagsmönn-
um sínum, sem vildu standa við
heildarsamkomulagið. Til sliks
myndi vinnuveitendasambandið
þó aðeins gripa í nauðvörn.
Ráðgert er, að aðalfundinum
ljúki á morgun, en i gær lagði
framkvæmdastjóri sambandsins
fram skýrslu um starfsemi sam
bandsins á liðnu ári og endur-
skoðaða reikninga þess. A morg-
un verða lagðar fram tillögur
nefnda og kjörin stjórn Vinnu-
veitendasambandsins fyrir næsta
starfsár.
Fisksölur
erlendis
Siglufiröi, fimmtudag.
VÉLSKIPIÐ Dagný héðan frá
Siglufirói fór að þessu sinni í
söluferð með afla sinn, 103 tonn,
til Belgíu, og þar var aflinn seldur
fyrir um 7,8 milljónir króna,
þ.e.a.s. ísfiskaflinn. Síðan fer tog-
arinn með 70—80 tonn af heil-
frystum fiski á markaðinn i
Grimsby og selur þar væntanlega
á föstudaginn.
mj.
Mikil aösókn að endurmennt-
unarnámskeiðum rafvirkja
UM þessar mundir eru að hefj-
ast námskeið til endurmennt-
unar rafvirkja. Rafiðnaðarsam-
band Islands og Landssamband
rafverktaka hafa forgöngu um
námskeiðahaldið og er tilgang-
urinn sá að gefa rafvirkjum
kost á endurmenntun í fagi
sfnu.
Á fjölmörgum sviðum raf-
magnstækni hafa á undanförn-
um árum orðið svo miklar fram-
farir, að til þess aó hægt sé að
hagnýta þær hér á landi er
nauðsynlegt að kennsia fari
fram á þessu sviði umfram þá,
sem rafvirkjar fá i skóla.
i nágrannalöndunum hefur
verið stofnað til slikra endur-
menntunarnámskeiða fyrir raf-
virkja og rafverktaka með ýms-
um hætti, en einna lengst mun
sú starfsemi vera á veg komin
hjá Dönum.
Fyrir um það bil ári var skip-
Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Bergman og Arne Nielsen með
nokkur tæki, sem notuð eru við kennsluna.
uð nefnd rafvirkja og rafverk-
taka til að vinna að undirbún-
ingi endurmenntunarnám-
skeiða fyrir rafvirkja. I nefnd-
inni eru Gunnar Bergmann og
Magnús Geirsson frá Raf-
iðnaðarsambandi islands og
Reynir Ásberg og Árni Brynj
ólfsson frá Landssambandi
rafverktaka, og loks Guðmund-
ur Gunnarsson, sem ráðinn var
til að hafa umsjón með nám-
skeiðunum. Guðmundur hefur
kynnt sér námskeióahald í Dan-
mörku og mun hann annast
kennslu á námskeiðunum.
Hér á landi er nú staddur
danskur kennari, Arne Nielsen,
en námskeiðin eru sniðin eftir
endurmenntunarnámskeiðum í
Danmörku. Þar hafa fengizt
leigð tæki til notkunar við
kennsluna.
Hér í Reykjavik er nú að
ljúka fyrsta námskeiðinu þar
sem fyrst og fremst hefur farið
fram kennsla í lestri tengi-
mynda og kynning á tengi-
myndakerfum, svo og tengingu
stýritækja. Á morgun hefst
sams konar námskeið á Akur-
eyri, en síðar verður sama nám-
skeið haldið viðar um land.
Endurmenntunarnámskeiðin
eru á mörgum sviðum raf-
magnstækni. Næsta námskeið,
sem efnt verður til er á svið
rafeindatækni, er á þvi svið
verða námskeiðin fimm
flokki.
Til námskeiðahaldsins veitti
Alþingi 3.5 millj. króna á fjár-
lögum þessa árs, en námsgjald
á hverju námskeiði er 4.500
krónur. Námskeiðin taka fimm
daga, eða 40 stundir.
Meðal rafvirkja hefur mjög
mikill áhugi verið á þessu starfi
og eru námskeiðin fullskipuð
fram í júní, en kennsla fellur
niður þá. Siðan verður þráður-
inn tekinn upp að nýju í haust
og er þegar fullbókað á nám-
skeið, sem haldin verða i
september og október.
Þjófarnir
sluppu
MAÐUR nokkur sem býr við
Kirkjuteig varð var við það i
fyrrinótt, að ljós Volkswagen-
bíll ók upp að Teigabúðinni
við sömu götu. Hlupu nokkrir
menn úr bílnum og upp að
dyrum búðarinnar, spenntu
þær upp og létu greipar sópa.
Hirtu þeir m.a. 15—20 lengjur
af sigarettum, sælgæti og kass-
ettur. Svo snöggir voru þjóf-
arnir i snúningum, að maður-
inn náði ekki einu sinni skrá-
setningarnúmeri bilsins. Málið
' rannsókn.
er
Sígarettum
stolið fyr-
ir 100 þús.
BROTIST var inn í strætis-
vagnabiðskýlið við Bústaðaveg
í fyrrinótt og þaðan stolið
65—70 lengjum af sígarettum.
Lætur nærri að söluverðmæti
þess magns sé um 100 þúsund
krónur. Málið er I rannsókn.
Hver sá
bláa bílinn?
EINS OG fram hefur komið
Mbl. kom upp eldur í trésmiða-
verkstæði i Garðahreppi
sunnudaginn 6. apríl s.l. um
klukkan 19. Nú hefur maður
gefið sig fram, sem kveðst hafa
séð ljósbláum bíl, að hann tel-
ur pick up, ekið frá húsinu
þann mund er reykinn byrjaði
að leggja frá því. Það eru til-
mæli rannsóknarlögreglunnar
í Hafnarfirði, að ökumaður
þessa bils hafi samband við
lögregluna, svo og aðrir sem
eitthvað kynnu að hafa til mál-
anna að leggja.
Vitni vantar
FIMMTUDAGINN 10. apríl
var rúða brotin í hægri hurð
nýrrar Cortinu 1975, þar sem
hún stóð á Strandgötu, fyrir
framan pósthúsið. Gerðist
þetta á tímabilinu milli 11,55
og 12,20. Bifreiðin ber ein-
kennisstafina G 1935 og er hún
mosagræn að lit. Þeir sem ein-
hverjar upplýsingar geta gefió
eru beðnir að hafa samband
vió rannsóknarlögregluna i
Hafnarfirði.
Oánœgð-
ir bíl-
stjórar
Siglufirði, fimmtudag.
HÉR á Siglufirði er óánægja
yfir snjóruðningi i Fljótunum,
en þeir sem annast um það,
eru á Sauðárkróki. Bilstjórar
áætlunarbíla og vöruflutninga-
bila hafa mest af þessu að
segja. Nærtækt dæmi er, að i
gærkvöldi varð áætlunarvagn-
inn fastur í skafli hér fyrir
sunnan og ofan við Hraun.
Þetta varð til þess að vagninn
sem fór frá Hofsósi um kl. 6.30
komst ekki hingað fyrr en um
kl. 9.30 og hafði þá verið send-
ur trukkur til þess að brjótast
yfir urn 100 m langan skafl
með áætlunarbilinn. Að öðru
leyti var skotfæri um Fljótín.
— mj