Morgunblaðið - 11.04.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 11.04.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975 Sigflis Jýnsson: Staðsetning málmblendiverksmiðju sem þáttur í byggðaskipulagi Inngangur. í ÞEIM blaðagreinum og umræð- um sem verið hafa að undanförnu um fyrirhugaða byggingu málm- blendiverksmiðju I Hvalfirði, hefur nær eingöngu verið rætt um mengun, tæknileg og efna- hagsleg atriði. Sá þáttur er snýr að skipulagsmálum og áhrifum á byggð í sunnanverðum Borgar- firði og á Akranesi hefur að mestu farið fyrir ofan garð og neðan. I grein þessari er ætlunin að ræða staðsetninguna, hugsanleg áhrif á byggðina í kring og nokkra skipulagsmöguleika, þvi nauðsynlegt er að gera sér Ijóst strax f upphafi hvar starfsfólkið búi, hvert það sæki þjónustu og almenn áhrif verksmiðjunnar á vinnumarkað svæðisins o.fl. Frumvarp til laga um verk- smiðjuna, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, innihcldur einnig skýrslu frá Viðræðunefnd til ríkisstjórnarinnar, dagsett 23. nóvember 1974. Þar segir í III. kafla er fjallar um staðsetning- una: „Upphaflega voru athugaðir 7 staðir vfðsvegar á landinu, en fljótlega var Ijóst, að járnblendi- verksmiðja sem ætti að fá raforku frá Sigölduvirkjun, hlyti að verða staðsett suð-vestanlands. Á grundvelli samanburðarathugana sem Verkfræðiþjónusta dr. Gunnars Sigurðssonar fram- kvæmdi á 4 stöðum, var komizt að þeirri niðurstöðu, að hagkvæm- asta slaðsetning fyrir bræðsluna yrði við Grundartanga í landi Kiafastaða, norðanvert við Hval- f jörð.“ Sfðar segir f sama kafla: „Það er skoðun viðræðunefnd- arinnar, að bygging járnblendi- verksmiðju á þessum stað, ásamt góðri höfn, muni hafa mikla þýð- ingu til eflingar byggðar- og at- vinnuþróun í sunnanverðu Vesturlandskjördæmi. Verk- smiðjustæðið er aðeins 15 km frá Akranesi, svo að verksmiðjan á að geta fengið þaðan bæði vinnuafl i og þjónustu, en búast má við þétt- býlismyndun nálægt verksmiðj- unni með tímanum. Ljóst er að hafnarskilyrði eru mjög góð og stækkunarmöguleikar miklir. Mikið landrými er þarna fyrir hendi og góð skilyrði fyrir mynd- un þéttbýliskjarna, auk þess sem staðurinn liggur í þjóðbraut, ekki einungis innan vegakerfisins, heldur einnig orkukerfisins, ef af lagningu byggðalfnu til Norður- lands verður.. Samt er staðurinn utan áhrifasvæðis Reykjavfkur, en þó ekki fjarlægari en svo að þangað má sækja nauðsynlega sérhæfða þjónustu, án þess að höfuðborgarsvæðið hafi veruleg dagleg áhrif.“ Ljóst er, að hér er ætlað að slá tvær flugur í.einu höggi, þ.e. byggja upp nýjan bæ (new town) og vaxtar- eóa byggðakjarna (growth pole eða central place) í næstu framtíð. Það er mjög mikió álitamál hvort þessi sjónarmið séu samrýmanleg í Hvalfirði og hvort bygging nýs bæjar þar sé rétt stefna. Nýir bæir. Nýir bæir hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Bretlandi og Bandaríkjunum s.l. 30 ár. Mark- mið með byggingu þeirra hafa helzt verið: 1. Að stöðva vöxt stór- borga með þvi að stýra vexti efna- hags- og atvinnulífs út i nýju bæ- ina, 2. Mynda sjálfstæðar eining- ar með nokkrum tugum þús. fbúa er innihéldi húsnæði, vinnustaði, skóla, þjónustu, félagslíf o.fl. I slíkum einingum á að vera jafn- vægi milli allra þjóðfélagshópa og allir íbúarnir eiga að geta sótt vinnu innan bæjarins. 3. Að dreifa íbúum stórborga yfir stærra landsvæði til að leysa hin sfgildu vandamál stórborga, svo sem umferð, verzlun, útivistar- svæði o.fl. A þessu sést að helzta ástæða fyrir byggingu nýrra bæja erlend- is hefur verið að leysa vandamál stórborga, en ekki strjálbýlis eins og á íslandi. Hins vegar hefur uppbygging vaxtar- og byggðakjarna oft farið þannig fram, að eldri þéttbýlis- staóir hafa verið efldir með bætt- um samgöngum og þjónustu, ásamt fjölgun atvinnutækifæra, þannig að tengsl staðarins við fbúa héraðanna í kring hafa eflzt. Nordanverður Hvalfjörður. Sé litið á norðanveróan Hval- fjörð í ljósi þessara staóreynda, vakna margar spurningar, sem erfitt er að svara án undangeng- innar rannsóknar. Eitt helzta byggðavandamál landsins er, að þéttbýlisstaðir eru of margir og of smáir. Þess vegna er það álitamál hvort vert sé að bæta enn einum þéttbýlisstaðnum við. A þessu máli eru margar hliðar. Ef ætlunin er að dreifa vexti Reykjavíkursvæðisins með því að byggja nýjan bæ í Hvalfirði, vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að leysa vanda Reykjavíkur- svæðisins á annan hátt, t.d. með „Suðurnesjaborg“, „Ölfusborg", eða brú yfir Skerjafjörð og upp- byggingu á Alftanesi. Er nýr bær í Hvalfirði þaó bezta sem ríkisstjórnin getur gert til eflingar byggða- og atvinnuþróun í sunnanverðu Vesturlandskjör- dæmi? Að svo sé er mikið álita- mál og skal nú rætt nánar. Þegar nýir bæir eru reistir þarf að leggja i gífurlegan fastakostn- að við gatnagerð, holræsi, skóla, he’lsugæzlustofnanir, félagsmála- stofnanir, opinberar stofnanir o.fl. Allt þetta er nú fyrir hendi á Akranesi, en þyrfti stækkunar við, ef ibúafjöldinn ykist. Því til sönnunar má nefna, að áríð 1972 hafði Akranes og nágrenni sama hlutfall starfandi fólks í opin- berri þjónustu og landið i heild, sem er óvenju hátt af landsbyggð að vera. Annar ókostur nýrra bæja yrði, að langflestir af tilvonandi starfs- mönnum verksmiðjunnar yrðu karlmenn á aldrinum 20—35 ára, þvi reynslan er sú, að það er ungt fólk sem ekki er búið að koma sér fyrir, er freistar helzt gæfunnar. Það gæti leitt til þess, að aldurs- skipting íbúanna yrði i miklu ójafnvægi, sem krefóist þjónustu- stofnana fyrir ungt fólk og smá- börn fyrstu árin, unglinga og mió- aldra fólk eftir 10—20 ár. Þannig úreltist barnaleikvöllurinn fljótt, siðan barnaskólinn o.s.frv. Þá yrði að reisa samhliða verk- smiðjunni stofnun er gæti nýtt vinnuafl eiginkvenna starfs- manna, svo að þær yrðu ekki at- vinnulausar. Atvinnutækifæri er nú þegar til staðar fyrir þær i fiskiðnaði á Akranesi. Einnig er sá ókostur nýs bæjar, aó allur sameiginlegur fastakosn- aður yrði mun minni í einni ein- ingu á Akranesi, en á tveimur stöðum, en i þvi sambandi má nefna alla opinbera þjónustu, gatnagerð, holræsi o.fl. Loks má nefna, að ef þéttbýli myndaðist á Grundartanga, þyrfti hið opinbera eóa sveitarfélögin að stand að byggingu allra ibúðar- húsa fyrstu árin því enginn ein- staklingur myndi byggja eða kaupa íbúð á slíkum stað til að byrja með. Ef svo færi, að allir starfsmenn verskmiðjunnar byggju á Akra- nesi, þyrfti að reisa hraðbraut á milli er yrði um 15 km. Þann veg mætti jafnframt nota sem þjóð- veg milli Akraness og Reykjavík- ur, sem þá færðist suður fyrir Akrafjall (sjá mynd). 15 km fjar- lægt frá vinnustaó er engin goðgá og hefur t.d. gefizt vel í Alverinu í Straumsvík. I nágrenni Grundartanga eru fámennar sveitir með aðeins um 500 íbúa, er takmarkast í norðri af Skarðsheiði. Norðan Skarðs- heióar hefur Borgarnes mjög sterk áhrif, sem þjónustu- og verzlunarstaður, sérstaklega þó i gegnum kaupfélagið þar. Því má ætla að nýr bær í Hvalfirði dragi að sáralitlu leyti til sín verzlun úr nágrenninu, eins og sést m.a. á því, að bændur i Borgarfirði verzla ekki á Akranesi. Þó er Grundartangi utan núverandi Vesturlandsvegar og myndi því ekki njóta góðs af umfeyóinni þar um. Ef svo færi að brú kæmi á Hval- fjörð í framtíðinni, myndi Vestur- land færast svo nálægt Reykjavik í samgöngulegu tilliti, að Grund- artangi myndi verka svipað á Borgfirðinga og Hafnarfjörður á Suðurnesjamenn, þ.e.a.s. ekið beint framhjá en ekki stanzað. Jafnvel er liklegt að brú þurfi ekki til að skapa slikar aðstæður. Akranes Til að meta þau áhrif á Akra- nes, ef starfsmenn verksmiðjunn- ar settust þar að, er nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi meðfylgj- andi töflu um atvinnuskiptingu árið 1972. Akranes. Landið í heild. Landbúnaður 0,7% 10,5% Fiskveiðar 12,9% 5,7% Fiskiðnaður 18,5% 7,8% Annariðnaður 28,0% 18,0% Byggingarstarfs 10,3% 12,0% Viðskipti 7,7% 15,1% Samgöngur 5,0% 8,8% Opinber þjónusta 11,1% 10,7% Önnur þjónusta 5,8% 11,4% 100,0% 100,0% Á þessu sést að Akranes er bæði mikilvægur fiskveiði- og iðnaðar- bær. Því ber að fara með mikilli varúð að stofnun nýs iðnaðar, því hann mun keppa um nákvæmlega sama starfsfólk og vinnur nú þeg- ar í undirstöðuatvinnuvegun bæjarins. Starfsmenn verksmiðjunnar verða um 115 og visitölufjölskyld- an er rúmlega 4, þannig að að- komufólk yrði 4—500. Það myndi leiða til um 100 annarra nýrra atvinnufyrirtækja í flutningúm, þjónustu og viðhaldi. Sú vinna gæti að einhverju leyti verið framkvæmd af eiginkonum starfsmanna verksmiðjunnar. Þó myndi þetta kalla á a.m.k. 60—80 aðra til vinnu, þannig að heildar- aukning í bænum yrði um 700—900 manns. Ef af þessu yrði, myndu rúm- lega 50% bæjarbúa vinna við fisk- iðnað og iðnað. Að einn þjóðfé- lagshópur yrði svo ríkjandi í bæn- um, hefur frá félagslegu sjónar- miði marga ókosti í för með sér o'g getur skapað ójafnvægi á mörgum svióum. Ur þessu mætti þó bæta með því til dæmis að stofna til fiskiðn- og tæknimenntunar á staðnum í tengslum við atvinnu- vegina þar. Flytja mætti Tækni- skólann og Fiskiðnskólann þang- að, stofna til kennslu í iðnaðar- rekstri og stjórnun o.fl. Stofnun þessi gæti verið í formi fjöl- brautaskóla er hefði útibú um all- an Borgarfjörð t.d. landbúnaðar- deild á Hvanneyri, verzlunardeild á Bifröst, matvælafræði, kjöt- vinnsla, mjólkuriðnaður o.fl. i Borgarnesi, hússtjórn og mat- reiðsla á Varmalandi, mennta- deild i Reykholti o.s.frv. Slíkt mætti telja raunhæfa byggða- stefnu, að dreifa svolítið úr allri samanþjöppun menntunar á Reykjavíkursvæðinu. Af framanskráðu sést, að ef til- gangur með byggingu nýs bæjar á Grundartanga er fyrst og fremst almenn byggða- og atvinnuþróun fyrir sunnanvert Vesturlands- kjördæmi, er mikið álitamál hvort ekki sé betra að slík uppbygging fari fram á Akranesi. Þaðan gætu orðið tveir aðalvegir (sjá mynd), annar yfir Leirurnar upp í Borg- arfjörð, en hinn sunnan Akra- fjalls, i gegnum verksmiðjuhverf- ið og til Reykavíkur. Ef tilgangur- inn er hins vegar sá, að borg rísi við norðanverðan Hvalfjörð i framtiðinni, er tæki við fólks- fjölgun Reykjavíkursvæðisins, þarf miklu meiri undirbúning og rannsóknir, áður en uppbygging hefst. Markmið með grein þessari er að vekja athygli á hversu víð- feðmur og flókinn sá þáttur er, sem snýr að byggðaskipulagi og áhrifum verksmiðunnar á byggð- ina umhverfis. Þessi þáttur hefur lítið sem ekkert verið ræddur op- inberlega, en gæti haft hvað mest þjóðhagsleg áhrif, ef bygging iðn- vera verður notuð sem eitt tæki, til að efla jafnvægi i byggð lands- ins. Grundartangi I Hvalfirði og hugmyndir um vegakerfi framtfðarinnar. Sigfús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.