Morgunblaðið - 11.04.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1975
Lionsklúbb-
ur stofnaður
á Hofsósi
JOHANNES
JÓHANNESSON
Á LOFTINU
„tsblóm 1“
ÞAÐ hefur gengið fremur mikið á
að undanförnu í sýningarlífi
borgarir.nar. Hver sýningin hefur
rekið aðra, og ég man ekki eftir,
að áður hafi það verið venjulegt,
að fleiri sýningar opnuðu jafn
áberandi samtímis og nú hefur átt
sér stað síðustu vikur. Enn einn
sýningarstaður hefur verið opn-
aður, en það er híð nýja Galleri
,,LOFTIГ á Skólavörðustíg 4.
Jóhannes Jóhannesson hefur rið-
ið á vaðið með sýningu á þessum
nýja stað og sýnir eingöngu
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
gouachmyndir (vatnslitamyndir),
sem allar eru nýjar af nálinni og
hafa ekki komið fyrir almenn-
ingssjónir áður.
Þetta er umfangsmikil sýning,
þótt húsnæðið sé ekki stórt. Tæp-
ar þrjátiu myndir eru á sýning-
unni og fjölbreytni mikil.
Jóhannes tekur fyrir viss vanda-
mál, er hann siðan vinnur út frá,
og árangurinn verður fjölþættur
og lifandi. Það er auðkennandi
fyrir þessi verk Jóhannesar, hve
fersk og lifandi þau eru. Það er
eins og Jóhannes hafi fundið
endurnæringu í að fást við vatn
og liti eftir langan vinnudag með
olíu og léreft. Ég held einnig, að
það hafi verið listamanninum
mikil unun að vinna þessar mynd-
ir. Það er eins og hann hafi fengið
vissa nautn af hverju eina einasta
verki, og. það andar sterkum
áhrifum frá þessum verkum. Það
er raunar óþarft að endurtaka
það enn einu sinni hér, hve
traustur listamaður Jóhannes er.
Hann hefur mikla leikni i með-
ferð formsins og beitir að jafnaði
mjög rökvissri aðferð við upp-
byggingu verka sinna, og gildir
þessistaðhæfing jafnt um liti sem
form. Hann hefur sérstaka til-
finningu fyrir beiskleika litarins,
og hann kann að spenna viddir
hans eftir því, er hann ákveður
hverju sinni. Þó held ég, að full-
yrða megi, að honum hafi ekki
tekist einmitt þetta atriði eins vel
i annan tima. Svo heilleg og sann-
færandi verkar þessi sýning, að
unun er að.
Það er eins og galsi hafi gripið
listamanninn á stundum, og áhugi
og ástríða er túlkuð í þessum
vatnslitamyndum Jóhannesar af
mikilli vinnugleði og sannfær-
ingu, samt er hvergi farið út fyrir
myndræn takmörk og hvergi kast-
að til hendi. Ég held, að mér sé
óhætt að segja um þessa sýningu.
að hún hafi allt það sér til ágætis,
sem einn listamaður getur krafist
af verkum sínum. Og er þá mikið
sagt, og vonandi eiga fleiri eftir
að líta þannig á þessi nýju verk
Jóhannesar Jóhannessonar.
Snyrtilegur frágangur á þess-
um vatnslitamyndum er ekki sið-
ur til sóma fyrir listamanninn en
verkin sjálf. Þarna er allt í góðum
og gildum römmum, og ég man
ekki eftir að hafa séð betur geng-
ið frá vatnslitamyndum á sýningu
i lengri tið. En það hefur viljað
brenna við, að einmitt þessu atr-
iði hafi stundum verið nokkuð
ábótavant hjá flestum okkar, sem
fengist hafa við vatnslitamyndir.
Ekki meir um það, en ekki verður
skilist svo við þessar fáu línur, að
ekki verði minnst á sjálft húsnæð-
ið „LOFTIÐ". Það er sérlega
aðlaðandi staður og sæmir
vel góðri myndlist. Þessi
staður er að byrja sem
gallerí, og nú kemur enn
einu sinni sá mikli vandi að
velja sæmilegar sýningar. Flest-
um slíkum stofnunum hefur orðið
hált einmitt á þvi að sýna gott og
vont. Hvernig þetta þróast hjá
ráðamönnum þessa staðar, verður
ekki spáð um hér, en mikið væri
það nú skemmtilegt, að upp risi
galleri hér í Reykjavik, sem hefði
svolítinn metnað í aó sýna aðeins
það, sem sýningarhæft er. Meiru
þorir maður ekki að vonast eftir.
Best væri auðvitað, að aðeins um
úrvalslist væri að ræða. Hver
veit? Svo gæti farið einmitt á
þessum stað, ef vel er á haidið og
vilji er fyrir hendi. Staðurinn
sjálfur er þess eðlis, að það mundi
hæfa honum sérlega vel.
Þessi sýning Jóhannesar
Jóhannessonar er mikill listrænn
sigur fyrir Jóhannes, og ég er
fullviss um, að þetta er ein allra
besta sýning, sem sett hefur verið
saman hér í borg að undanförnu.
Valtýr Pétursson.
Bæ, 7. apríl.
LAUGARDAGINN 5. april var i
félagsheimili Hofsóss haldin mikil
hátið Lionsmanna á Norðurlandi
vestra. Þar var svæðamót klúbb-
anna á þessu svæði að viðstöddum
umdæmisstjóra séra Þorleifi
Kristmundssyni á Kolfreyjustað
og varaumdæmisstjóra Helga
Sveinssyni, Siglufirði. Samhliða
þessu svæðamóti var stofnskrár-
hátíð Lionsklúbbsins Höfða á
Hofsósi og nágrenni haldið með
mikilli viðhöfn. Föður- og móður-
klúbburinn á Sauðárkróki hefur
lagt sinn mikla og nauðsynlega
skerf til klúbbsins á Hofsósi, sem
skipaður er 29 mönnum og virðist
ætla að dafna vel enda er hann af
góðu kyni borinn.
Stórgjafir voru barninu færðar
af öðrum nærliggjandi klúbbum,
sem við Höfðamenn þökkum sér-
staklega, þó mest föður- og
móðurklúbbnum á Sauðarkróki.
Rúmlega 200 manns voru á
þessari hátið, sem að öllu leyti fór
vel fram. Auk matar og ræðu-
halda voru flutt ýmis skemmtiat-
riði, sem menn skemmtu sér við
fram undir morgun. Veizlustjóri
var Gisli Kristjánsson, oddviti á
Hofsósi.
Hér er nú orðið hvitt á ný niður
í fjöru og frost og þvi heldur
vetrarlegt um að litast.
Björn
Byggðasafn og lista-
safn í Keflavík?
KEFLAVlK hefur aila jafna
haft á sér miður gott orð hvað
viðvíkur máttarstoðum menn-
ingarinnar, en aurarnir sem
fást fyrir fiskinn þaðan hafa
verið brúklegir, bæði hérlendis
og erlendis.
Það hefur verið skrifað á
skuldareikning Keflavíkur og
nágrennis, að nokkra her'ra úti i
heimi langaði til að fara að
stríða og fundu það út að hin
örfoka holt og heiðar fyrir ofan
Keflavik gæti verið góður leik-
ur í þeirra tafli og þorpsbúum
var gert það ljóst með byssu-
stingjum að þeirra nærveru
væri ekki óskað, þó flestri vin-
semd væri haldið við þorsk-
hausana og þeim látið skiljast
að Miðnesheiðin og Háleitið
væri komið í stríð.
Vigvélar ultu suður um hinn
mjóa veg og þáverandi litla
höfnin fylltist af stórum flutn-
ingaskipum, svo að litlu fiski-
bátarnir komust vart að og áður
ókunnur flugvéladynur fyllti
loftið og margur horfði agndofa
á þessi furðuverk og enginn
vissi hvað við mundi taka, en
flestir höfðu óljósa hugmynd
um að þetta bramboit væri til
þess gert að berja niður þjóð-
ernisstefnu annars lands úti í
heimi.
Það gafst þvi lítill tími til að
hugsa um eða framkvæma smá-
vægileg hugðarefni eins og
byggðasafn og listasafn og ann-
að þess háttar.
Þrátt fyrir allt hefur þessum
málum miðað nokkuð áleiðis.
Byggðasafnið er stofnað 17.
júní 1944 af nokkrum áhuga-
mönnum og var fyrsta byggða-
safnsnefndin kosin af Ung-
mennafélaginu, en hefur síðan
smátt og smátt orðið ein af
fastanefndum bæjarins, en
vinnur sjálfstætt að sinum mál-
um svo sem áður var.
Munir og minjar eru á tæt-
ingi til og frá, þó nú sé að
Vatnsnesvitinn. Vitinn var byggður 1903, en var síðan stækkaður
og sett f hann gasljós.
komast betri skipan á, þakkað
veri hinni miklu og höfðinglegu
gjöf, sem safninu barst fyrir
nokkru, þegar Bjarnfriður
Sigurðardóttir, ekkja Jóhanns
Guðnasonar á Vatnsnesi, gaf
safninu óðal þeirra, Vatnsnes-
ið, með húsakosti öllum og um-
hverfi, til þess að þar mætti í
framtiðinni verða aðsetur sjó-
minja- og byggðasafns Kefla-
víkur og Suðurnesja.
Þetta er hinn ákjósanlegasti
staður, miðsvæðis i bænum og
miðsvæðis í byggðum Suður-
nesja og nægjanlegt rými til
viðbygginga, sem vafalaust
verður þörf fyrir i framtiðinni.
Nú þegar hefur verið hafizt
handa um að flytja safnmuni á
staðinn og unnið að því að koma
þeim fyrir og vonir standa til að
unnt verði að opna til sýningar
á 31. afmælisdaginn, 17. júní
n.k.
Svo er það listasafnið. Kefla-
víkurbær á nú allgóðan stofn
listaverka og listmuna, sem eru
ýmist geymdir í skápum eða til
og frá í stofnunum bæjarins.
Plássleysi eða sýningarhæf
geymsia hefur verulega hamlað
á móti aukningu á listmunaeign
bæjarins, en úr því væri auð-
velt að bæta með skálabygg-
ingu við Vatnsneshúsið.
Þetta, sem hér er sagt, kann
að vera blandið óskhyggju, en
þetta kemur fyrr en varir, þvi
það er vilji alls þorra fólks, sem
á skaganum býr, að þessi söfn
komist upp sem fyrst.
Helgi S.