Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975
15
Rækjuveið-
um lokið fyr-
ir vestan
RÆKJUAFLINN á Vestfjörðum
varð 411 lestir í marz, en var 847
lestir á sama tima f fyrra. Er
heildaraflinn frá áramótum þá
orðinn 1.727 lestir, en var 1.924
lestir í lok marzmánaðar á síðasta
ári. Rækjuvertið lauk nú um
miðjan mánuðinn bæði við tsa-
fjarðardjúp og Húnaflóa, en veið-
ar eru stundaðar ennþá í Arnar-
firði.
Frá Bíldudal reru 14 bátar, sem
öfluðu 84 lestir. Er aflinn frá ára-
mótum þá orðinn 216 lestir, en
var 257 lestir á sama tíma í fyrra.
Aflahæstu bátarnir i marz voru
Helgi Magnússon með 9,1 lest, Jó-
dís 9,0 lestir og Höfrungur 8,3
lestir. Rækjan í Arnarfirði var
yfirléitt stór og góð, 230—240 stk.
í kg.
• Við Isafjarðardjúp stunduðu 55
bátar rækjuveiðar í marz, en þá
höfðu borizt á land um 250 lestir.
Er aflinn frá áramótum þá 1116
lestir, en var 1.064 lestir á sama
tíma í fyrra. Aflahæstu bátarnir í
marz voru Örn með 8,2 lestir,
Heppinn 7,5 lestir og Húni 7,5
lestir.
Frá Hólmavík og Drangsnesi
reru 13 bátar í marz og öfluðu 77
lestir, en í fyrra bárust þar á land
266 lestir fram til 24. marz. Aflinn
frá áramótum á Hólmavík og
Drangsnesi er þá 395 lestir, en var
603 lestir i fyrra.
„Ærsladraugurinn”
sýndur á Sæluviku
Sauðárkróki, 7. apríl.
1 BYRJUN sæluviku s.l. sunnu-
dag frumsýndi Leikfélag Sauðár-
króks gamanleikinn „Ærsla-
draugurinn" eftir Noel Coward.
Leikstjóri er Kári Jónsson en
leikmynd gerði Jónas Þór Páls-
son. Húsfyllir var og leiknum
ákaft fagnað.
Það dylst engum sem horfir á
þennan leik, að hér er um ósvik-
inn gamanleik að ræða. Það sem
vakti sérstaka athygli leikhús-
gesta að þessu sinni var hin prýði-
lega frammistaða nýliðanna, sem
voru í meirihluta meðal leikenda
og eru flestir í stærstu hlut-
verkunum, og vissulega lofar það
góðu um þróun leiklistarmála hér
I framtiðinni.
1 dag er hér kalt veður, norðan
strekkingur en ungviðin í sveit-
um Skagafjarðar láta það ekki á
sig fá, því nú streyma fólksflutn-
ingabilarnir hver af öðrum til
staðarins með skólabörn úr hin-
um ýmsu skólum ásamt kennur-
um til að taka þátt i sæluvikunni.
—Jón.
Ur Ærsladraugnum.
Ljósm.. Stefán Pedersen
ATLAS SUMARDEKK
A GÖMLU VERÐI.
kr.
600 — 1 2 m/hv. hring 5.357
F 78 — 14 m/hv. hring 6.886
G 78 — 1 4 m/hv hring 7.136
H 78 — 14 m/hv. hring 7.888
Atlas jeppadekk. kr
F 78 — 15 m/hv. hring 8.200
G 78 — 15 m/hv. hring 8.635
H 78 — 15 m/hv. hring 9.101
700 — 15 — 6 strigal 10.370
650 — 16 — 6 strigal. 9.436
700 — 16 — 6 strigal 1 1.636
750 — 16 — 6 strigal. 14.346
Slétt sumardekk kr.
600 — 16 — 4 strigal. 4.766
650 — 16 — 6 strigal 5.735
Véladeild HJÓLBARÐAR
Sambandsins ^ SroGaasoo
Stjórn SUS:
Lífríki Hvalfjarðar kann-
að áður en samið verður
MBL. hefur borizt eftirfarandi
tillaga, sem samþykkt var á fundi
stjórnar Sambands ungra sjálf-
stæðismanna 2. apríl s.l.:
I. Því hefur margoft verið lýst
yfir af islenzkum stjórnvöldum á
undanförnum árum, að ekki komi
til greina að leyfa neinn þann
verksmiðju- eða atvinnurekstur,
sem hefði i för með sér háskalega
mengun eða röskun á umhverfi.
Þessar yfirlýsingar hafa verið
ítrekaðar vegna samninga við
Union Carbide.
II. Jafnframt þvi sem stjórn
S.U.S. lýsir yfir fyllsta trausti á
þeim rannsóknum á mengunar-
hættu járnblendiverksmiðju á
Grundartanga sem þegar hafa
verið gerðar af íslenzkum heil-
brigðisyfirvöldum, hvetur stjórn
S.U.S. til þess, að fram fari ná-
kvæm rannsókn á því hvort fyrir-
huguð járnblendiverksmiðja á
Grundartanga raski um of lífríki
Hvalfjarðar.
III. Ljóst er, að slik rannsókn
þarf að fara fram áður en tekin
verður endanleg ákvörðun um
verksmiðjurekstur á þessum stað.
IV. Rannsókn á lifriki Hval-
fjarðar, gerð að tekinni ákvörðun
um verksmiðjurekstur og eftir að
framkvæmdir hefjast er haldlítið
yfirklór, nánast yfirlýsing um að
ekki verði tekið mark á henni ef
niðurstaðan er neikvæð fyrir
verksmiðjureksturinn.
V. Stjórn S.U.S. skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn og þá sérstak-
lega iðnaðarráðherra og heil-
brigðisráðherra, að veita ekki
endanlegt samþykki til reksturs
járnblendiverksmiðju á Grundar-
tanga, fyrr en umrædd rannsókn
á lífríki Hvalfjarðar hefur farið
fram.
Samband ísl. náttúru-
verndarfélaga stofnað
SAMBAND islenzkra náttúru-
verndarfélaga var stofnað að
Mógilsá i Mosfellssveit 23. marz
s.I. Stofnaðilar sambandsins eru
náttúruverndarsamtök landshlut-
anna, Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi (SUNN), Náttúru-
verndarsamtök Austurlands
(NAUST) Náttúruverndarfélag
Suðurlands, Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands og Náttúru-
verndarsamtök Vesturlands, en
Vestfirzk náttúruverndarsamtök
hafa ekki tengzt sambandinu enn
sem komið er.
Innan landshlutasamtakanna
eru nokkuð á annað þúsund félag-
ar um allt land.
1 fréttatilkynningu hins ný-
stofnaða sambands segir m.a.:
„Markmið félaganna er vernd-
un hins náttúrulega umhverfis,
varðveizla lífrænna náttúruauð-
linda og skynsamleg nýting þeirra
í nútíð og framtíð. Leitazt er við
að byggja starfsemina á hlutlaus-
um rannsóknum og vísindalegri
þekkingu.“
Forseti Landssambands is-
lenzkra náttúruverndarfélaga var
kjörinn Helgi Hallgrímsson á
Vikurbakka i Eyjafirði, en aðrir
stjórnarmenn eru Ásgeir Péturs-
son, Borgarnesi, Hjörleifur Gutt-
ormsson, Neskaupstað, Sólmund-
ur Einarsson, Ytri-Njarðvík, og
Stefán Bergmann, Reykjavík.
Aðalstöðvar sambandsins verða
fyrst um sinn á Akureyri, og hef-
ur það fengið skrifstofuaðstöðu i
Náttúrugripasafninu þar.
HINN kunni sænski vísna-
söngvari Olle Adolphson kemur
til Reykjavikur föstudaginn 11.
april í boði lslensk-sænska félags-
ins og Norræna hússins. Hann
kemur tvfvegis fram í Norræna
húsinu, laugardaginn 12. april kl.
16.00 og mánudaginn 14. april kl.
20.30.
Olle Adolpson er fæddur í
Stokkhólmi 1934, sonur hins
kunna leikara Edvin Adolphson.
— Minning
Sigríður
Framhald af bls. 27
framhaldið og getur falið sig
almættinu.
Hún óx með starfinu og hún óx
með þjáningunni. Þess vildi ég
óska kennarastéttinni, aó hún
ætti marga hennar líka. Þá væri
hvert sæti vel skipað. Ég er
þakklát fyrir að hafa starfað með
henni í áratugi, átt vináttu
hennar og tekið þátt i gleði
hennar og sorgum.
Hittumst heilar aftur —.
Magnea Hjálmarsdóttir.
Hann er þekktur fyrir visnasöng
sinn um öll Norðurlönd. Olle
Adolphson hefur samið fjölda
laga í þjóðlagastil við eigin texta
og annarra. Hann er auk þess
ljóðskáld og rithöfundur og kunn-
ur af fjölda útvarps- og sjónvarps-
þátta.
Aðgöngumiðar að vísnastund-
um Olle Adolphson eru seldir i
skrifstofu Norræna hússins.
(Fréttatilkynning)
Þekktur sænskur vísna-
söngvari í Norræna húsinu
Ný hljómplata
meö Stuömönnum
ERU STUÐMENN
HINSEGIN?
Hann: Ofsalega erádeilan bitur
ínýju STUÐ-lögunum.
Hún: Ég diggaþá IOOO sinnum
meir en þig, plebbi!
Lilli: Vá!
Stina: Nei, STUÐ!
Lögin heita:
Gjugg I Borg og
Draumar okkar beggja
0 AA-hljómplötur.