Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1975
25
Kristín Ingvars-
dóttir- Mumingarorð
sem það er að horfa á eftir glæsi-
legri konu hverfa okkur svo langt
fyrir aldur frani. Hún var góð og
elskuleg móðir, amma og tengda-
móðir, sem sárt er saknað af ætt-
ingjurn og vinum. En drottinn gaf
og drottinn tók. Að leiðarlokum
er gott að minnast góðrar konu,
sem gekk sinn æviferil með glæsi-
brag og þakklæti allra, scm henni
kynntust. Er það mikil gæfa og
guðsþakkarverl að við áttum hana
og nutum samvista við hana og að
lifið er okkur ríkara af þvi að hún
var til. Guð styrki ástvini hennar
alla og megi allt það góða, sem i
henni bjó, lifa áfram i afkoni-
endum hennar.
Guð gefi að Island eignist marg-
ar dætur henni likar.
Með hinztu kveöju og miklu
þakklæti.
Elisabet Thors.
Það er skammt stórra högga á
milli á heintilinu að Viðimel 27.
Fyrir rúmu ári andaðist húsbónd-
inn þar, Einar Baldvin Guð-
mundsson, og nú ári síðai hús-
móðirin, Kristin Ingvarsdóttir,
eftir langa og erfiða sjúkdóms-
legu.
Maður á oft erfitt með að skilja
þetta lif hér á jörðu, en eflaust
hefur það allt sinn tilgang. Við,
sem erunt komín á efri ár, verðum
að venjast þvi að sjá á bak ástvin-
um og samferðamönnum fyrr en
við hefðum viljað. Kristin vin-
kona min hefur kvatt þennan
heim og hefur nú örugglega hitt
ástvin sinn handan móðunnar
miklu. Kristín var dóttir hjón-
anna Ingvars Pálssonar, kaup-
manns, og konu hans Jóhönnu
Jósafatsdóttur, sem voru hin
mestu merkis- og ágætishjón.
Systkinin voru tvö, Axel, sem dö i
blóma lífsins, og svo Kristin. Auk
þess ólu þau upp fóstudóttur,
Unni Hall. sem var eins og ein af
systkinunum. Kidda, eins og hún
var kölluð af vinum sínum, ólst
upp á elskulegu heimíli, umvafi
ástríki foreldra sinna. Hún hlaut
menntun sina bæði hér heinta og
erlendis. Við Kidda höfum verið
vinkonur frá því við vorum smá-
telpur, enda var ekki langt á milli
heimila okkar, hún uppalin á
Hverfisgötunni og ég á Bergsstöð-
um og fjarlægðir minni i Reykja-
vík þá en nú.
Þegar ég minnist Kristinar
sækja fram i hugann svo margar
minningar, að erfitt yrði að festa
þær allar á blað, og fæstar þeirra
mundu komast til skila, enda er
það ekki ætlunin með þessum fá-
tæklegu kveðjuorðum að bera
þau á torg, ég minnist góðrar vin-
konu með söknuði og þakklæti.
Kristin var mikil gæfukona í
einkalífi sínu. Hún giftist þ. 1.
nóv. 1929 Einari Baldvin Guð-
mundssyni, hæstaréttarlögmanni,
miklurn ágætismanni, var hjóna-
band þeirra alla tió sérstaklega
hamingjusamt. Eg minnist þess
þegar þau trúlofuðust (ég var þá
við nám út í Þýzkalandi), að hún
skrifaði mér og sagði, að nú væri
hún trúlofuð og sagði jafnframt
að Einar væri sá eini og að aldrei
yrði annar maður í hennar lifi.
Það voru orð að sönnu.
Þau hjón eignuðust þrjú börn,
Axel hæstaréttariögmann kvænt-
an Unni Óskarsdóttur, Jóhönnu
Jórunni, gifta Olafi B. Thors
borgarráðsmanni, og Kristínu
Klöru gifta Arna Indrióasyni, sem
lokið hefur B.A prófi í þjóðfélags-
fræði og sögu. Allt er þetta mesta
efnis- og ágætisfólk, eins og þau
eiga kyn til. Kristín helgaði alla
starfskrafta sína heimilinu, hún
breiddi með ástriki sinu yfir vel-
feró eiginmanns sins og barna.
Hún var meö afbrigðum myndar-
leg húsmóðir, enda bar hið fagra
heimili hennar og Einars vott um
það. Gestrisni sat þar i fyrirrúmi
alla tíð og voru þau mjög samhent
i þvi að taka á móti vinum og
ættingjum af mikilli rausn og
elsku. Þær eru ótaldar allar þær
ánægjustundir, sem maðurinn
minn og ég áttum á heimili Einars
og Kiddu allt frá fyrstu tið, og ég
veit að ég mæli fyrir munn ótal
margra vina og ættingja.
Starf Einars var umsvifamikið
og oft erfitt, sem að likum lætur,
svo mörgurn og mikilvægum störf-
um, sem hann hafði að sinna, en
eitt vét ég, svo náinn sem kunn-
ingsskapur okkar Kristinar var,
aó hún var ómetanleg stoð og
stytta fyrir mann sinn í einu og
öllu, enda mat Einar hana mikils
og virti alla tíó.
Nú að leiðarlokum þakka ég
ykkur, elskulegu vinir, Kidda og
Einar, alla ykkar vináttu og
tryggð. Eg sendi ykkur börnum
þeirra og öðrum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur. Megi
minningin um yndislega og góða
foreldra vera ykkur huggun i
harmi.
Sigþrúður Guðjónsdóttir.
Það er efitt að sætta sig við það,
að Kristín tengdamamma skuli,
vera horfin frá okkur fyrir fullt
og fast. Hún, sent skipaði svo
mikið rúm i hugum okkar allra,
sem umgengumst hana hvort
heldur það voru hennar nánustu
eóa aórir óskyldari. Mannkostir
Kristinar og eðlisfar allt voru nteð
þeim hætti, að ómögulegt er að
reyna að lýsa nteð oröum. Þess
háttar verður aðeins upplifað i
samskiptum. Eg tel mig lánsaman
aó hafa kynnst henni þekkt hana
og umgengist. En það er mitt lán-
leysi hvað það stóð stuttan tinia.
Hún er nú horfin frá okkur. Hún,
sem hugsaði svo vel urn sitt fólk
og gerði svo mikið fyrir okkur öll.
Það var kaldhæóni örlaganna, aö
þegar Kristin veiktist skyldum
vió ekkert geta l'yrir liana gert að
gagni. En minningin verður ekki
frá okkur tekin. Hún ntun lifa
með okkur hrein og skýr alla tið.
Árni.
Fædd 10. febr. 1908.
Dáin 4. apríl 1975.
Þegar ég nú kveð Kristinu
Ingvarsdóttur frænku mina
hinstu kveðju þyrpast minning-
arnar að og allar eru þær ijúfar.
Sjö ára gömul stend ég á tröppum
á stóru húsi og held i hönd móður
minnar. Yfir mér hvilir mikil
sorg, faðir minn er nýdáinn. Eg
var eina barnió hans og hefði
kannski þess vegna tengst honum
sterkari böndum en ef ég hefði
alist upp i stystkinahópi. I þessu
húsi býr góður frændi minn.
Hann hafði boðið móður minni að
koma og dvelja á heimili sínu á
meðan hún væri að átta sig á
breyttum högum. Þessi frændi
minn á líka einkadóttur. Hún
stendur í dyrunum og móðir mín
segir. „Þetta er hún Kidda
frænka þín." Eg hafði aldrei séð
svona fallega stúlku, lifsgleði
hennar og gáski sviptu burt öllu
angri lítillar stúlku og hún leiddi
mig inn i þetta hlýja og ástúðlega
hús. Það tókst með okkur sú vin-
átta sem hefur haldist fölskvalaus
siðan. I dag verður hún borin til
grafar.
Kristin var fædd i Reykjavik
þann 10. febrúar 1908 dóttir
þeirra sæmdarhjóna Jóhönnu
Jósafatsdóttur frá Holtastöðum i
Langadal og Ingvars Pálssonar
frá Eyrarbakka Andréssonar frá
Langholti í Hrunamannahrepp.
Ingvar rak lengi umfangsmikla
verslun að Hverfisgötu 49 hér i
bæ og í þvi húsi bjó hann ásamt
fjölskyldu sinni. Auk Kristinar
eignuðust þau hjón einn son,
Axel, en urðu fyrir þeirri sáru
sorg að missa þann mikla efnis-
mann rúmlega tvítugan. Auk
barna sinna tveggja ólu þau upp
frænku Jóhönnu, Unni Kristjáns-
dóttur, frá 5 ára aldri.
Á æskuheimili Kristínar ríkti
fagurt mannlif i þess orðs fyllstu
merkingu. Móðuramma hennar
hún Kristín frá Holtastöðum var
hússins góði andi sem gaf unga
fólkinu heilræði og á þau heilræði
var hlustað. Þar var ekkert kyn-
slóðabil, engin unglingavanda-
mál. Ekki minnist ég heldur
neinnar máltíðar í stóru borðstof-
unni svo að fleiri eða færri menn
að austan sætu ekki þar til borðs.
Þar var rætt um lifið og tilveruna
af smitandi glaðværó og án allrar
undirhyggju. Þetta umhverfi og
þeir uppeldishættir sem Kristin
naut á þessu mannkostaheimili
mótuðu vióhorf hennar til lífsins
og fylgdu henni alla ævi.
Hún hlaut ágæta menntun á
þeirra tima mælikvarða. Fór ung i
Kvennaskólann i Reykjavik og
siðan á hússtjórnarskóla i Dan-
ntörku. Þann 1. nóvember árið
1929 giftist hún Einari Baldvin
Guðmundssyni frá Hraunum i
Fljótum, sem hafði þá nýlokió lög-
fræöiprófi. Það var rnikill gleði-
dagur. Einar var afar efnilegur
ungur maður, glæsilegur i sjón og
raun. Segja má að mikið jafnræði
væri með þeim Einari og
Kristínu og sambúð þeirra í rúm
40 ár varð sííelldur sólardagur.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
Börn þeirra urðu þrjú, Axel,
hæstaréttarlögmaður, kvæntur
Unni Öskarsdóttur, Jóhanna Jór-
unn kennari, gift Ölafi B, Thors
og Kristín Klara meinatæknir,
gift Árna Indriðasyni, sem stund-
ar nám í þjóðfélagsfræði.
Heimili þeirra hjóna var rómað
fyrir myndar- og glæsibrag, enda
fór þar saman gagnkvæm virðing
þeirra hvort fyrir öðru og skiln-
ingur á þvi mannlega í fari hvers
einstaklings. Velgengni þessara
hjóna á veraldlega visu var meiri
en almennt gerist, en það var líka
margt fleira sem stuðlaði að lifs-
hamingju þeirra, það var heiðar-
leiki og virðing fyrir starfinu
bæði á heimilinu og utan þess,
það var virðing fyrir lifinu sjálfu.
Einstök rækt var lögð við uppeldi
barnanna, enda uppskáru þau
laun þeirrar umhyggju. Börn
þeirra eru öll framúrskarandi
mannkostafólk, sem bera foreldr-
um sínum fagurt vitni.
Kristin er ógleymanleg kona,
hún var ákaflega glaðlynd og bar
með sér hressandi blæ og lifsgleði
hvar sem hún fór. Hún var með
afbrigðum gestrisin og tók á móti
vinum sinum með glæsibrag.
Hinn stóri vinahópur þeirra
hjóna minnist nú margra stunda
að Víðimel 27, þar sem glaðst var
á góðri stund. Það var að vísu
alltaf veisla við hennar boró þvi
öllum sem að garði bar var fagnað
eins og langþráðum vinum.
Nú að leiðarlokum minnist ég
margra hugljúfra samverustunda,
sem við áttum einar saman. Þá
bar margt á góma. Kristín hafði
mjög ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Hún var skarp-
greind og hafði rika réttlætis-
kennd. Okkur greindi að visu á um
margt og vorum ekki alltaf sam-
mála, en það var eins og við yrð-
unt betri vinir og tengdari hvor
annarri eftir að hafa skipst ræki-
lega á skoóunum urn vandantál
liðandi stundar. Það er stundum
sagt að það sé vandi að láta ekki
fátæktina smækka sig, en það er
sjálfsagt ekki minni vandi, i ver-
aldlegri velgengni, að missa ekki
sjónar á þvi sem er mikilvægasl i
lifinu, þeim auðæfum sem hvorki
mölur né ryð fá grandað, en það
hygg ég að henni frænku minni
hafi lánast öðrum betur. Fyrir
rétt rúmu ári siðan lést Einar
Baldvin skyndilega. Þá hafði
Kristin tekið þann sjúkdóm, sem
nú heíur leitt hana til dauða. Sá
sálarstyrkur og kjarkur sem hún
sýndi vió lát rnanns sins eins og
þá var ástatt fyrir henni var að-
dáunarverður og i hennar eríiðu
veikindum sá ég það best, að hvar
sent örlögin hefðu skipað henni
sess í lifinu, hefði hún alltaf
kunnað að bregðast við vandamál-
unum af kjarki og manndómi.
Þegar við nú vottum börnum
hennar okkar innilegustu hlut-
tekningu, sjáum vió i þeim þá
mannkosti, sem við máturn mest í
fari foreldra þeirra, sent ntunu
gera þeim kleyft að mæta þessum
F. 15.2. 1897.
D. 28.3. 1975.
Hér féll grein af góðum stofni,
grisjaði dauðinn meir en nóg.
Þegar ég renni huganum aftur
rifjast upp allar þær ógleyman-
legu stundir sem ég átti heima hjá
ömmu minni Rannveigu Bjarna-
dóttur, hún var dóttir Bjarna
Jónssonar og konu hans Sigríðar
Þorvarðardóttur frá Mörk og var
hún í hópi 15 systkina. Aðeins 5
ára gömul fór hún frá foreldrum
og systkinum í fóstur að Fossi á
Síðu til Höllu Lárusdóttur sem þá
var orðin ekkja. Oft talaði hún um
þungu áföllum með sálarró og
kjarki.
En lífð leggur likn meó þraut.
Þau eiga óþrotlegan sjóð minn-
inga, minninga um elskulega for-
eldra, um yndislegt heimili. I
þennan sjóó minninga ntunu þau
sækja styrk og huggun á ókomn-
um árum.
Ester Kláusdóttir.
Með frál'alli Einars Baldvins
Guðmundssonar, hæstaréttarlög-
manns og stjórnarformanns Eim-
skipafélags Islands, fyrir rúmlega
einu ári og frú Kristinar Ingvars-
dóttur, eiginkonu hans, sem lögð
verður til hinztu hvilu i dag, eru
horfin af sjónarsviðinu míkil
merkishjón. Einar Baldvin, ein-
stakur öðlingur, vitur og góógjarn
og frú Kristín, ráðholl, greind og
fyrirmyndar húsmóðir. Þeir fjöl-
mörgu, sem kynntust þessum
hjónum, munu ávallt minnast
þeirra með virðingu og hlýhug,
enda var hollt til þeirra að leita og
heimilið rómað fyrir gestrisni og
myndarbrag.
Frú Kristin var glæsileg kona,
sem vakti athygli hvar sem hún
fór. Hún hafði mikinn áhuga á
hinum margþættu störfum eigin-
manns sins og á þjóðmálum yfir-
leitt. Hún bjó nianni sínum og
börnum friðsælt og fagurt
heimili, sem stóð ætið opið vinum
og venzlafólki. Þangað var gott
heim að sækja. Elskulegt viðmót
og hjartahlýja brást aldrei.
Hlutverk móðurinnar og hús-
móðurinnar er að viturra manna
áliti vandasamast og mikilvægast
allra starfa innan samfélagsins.
Því hlutverki brást frú Kristín
aldrei. Hún var sönn móðir og
húsmóðir svo sem bezt má vera.
Að leiðarlokum flyt ég frú
Kristinu þakklæti mitt og fjöl-
skyldu minnar fyrir órofa tryggð
og einlæga vináttu.
Otlarr Möller.
Kristín Ingvarsdóttir, Kidda,
eins og hún var kölluó af vinum
sínum, andaðist þann 4. þ.m. eftir
langvarandi veikindi. Við þekkt-
umst i æsku og vissum hvor af
annarri þólt leiðir lægju ekki
beinlínis saman. En forlögin
tengdu okkur siðar nýjum bönd-
um, þegar sonur minn kvæntist
eldri dóttur þeirra Einars Bald-
vins og Kiddu. Hann var aðeins
rúmlega árs gamall, þegar faðir
hans lézt og alla tíð síðan átti ég
þá ósk heitasta að hann mætti
eignast góðan og traustan tengda-
föður. Þessi ósk ntin rættist.
Einar Baldvin Guðmundsson var
einn þeirra manna, sem ég heí
metið mest og bezt af öllum ntönn-
um og hann reyndist syni minum
það traust og hald, sem hann
hafði farið á mis við við föður-
missinn. Það lán fæ ég aldrei full-
þakkað. En sonur minn fékk ekki
aðeins góóan tengdaföóur heldur
lika frábæra tengdamóður. Þess
vegna er hugur ntinn nú fullur
þakklæti fyrir aó hafa eignazt
þessi yndislegu hjón að nánu
tengdafólki. Kidda var mikil kona
og um þaó geta allir ættingjar
hennar og vinir borió vitni.
Við fráfall hennar, sem, eins og
máttarvöldin höguðu þvi, var í
raun og veru kærkomin hvild, er
mér efst i huga sá mikli söknuður,
hve hún hefði verið heppin að
lenda á svo góðu heimili og i eins
góðum höndum og fóstra hennar
reyndist henni og allt fram á
þann dag er hún féll frá.
Hún flyst til Reykjavíkur 17 ára
að aldri.
Árið 1921 þann 26. febrúar var
mikill hamingjudagur í lífi henn-
ar, þá giftist hún Ásmundi Svan-
berg Jónssyni frá Stiflisdal 'Þing-
vallasveit og reyndist hann henni
góður lifsförunautur allt fram til
dauðadags en hann lést i júni
1951, og tók hún það mjög nærri
sér og var það skarð ekki fyllt á
heimilinu.
Þau eignuðust 5 mannvænlega
dugnaðarsyni en þeir eru Jón
Reykjalin kvæntur Sigrúnu
Þórðardóttur og eiga þau einn
son, Björn Reykjalin kvæntur
Fannlaugu Ingimundardóttur og
eiga þau tvo syni, Reynir Reykja-
lín kvæntur Elisabetu Brynjólfs-
dóttur og eiga þau fjögur börn,
Hilmar Svanberg kvæntur Sól-
veigu Einarsdóttur og eiga þau
fjóra syni og Sigurður Sævar
kvæntur Þorgerði Oddsdóttur og
eiga þau einn son en Sigurður á
tvö börn frá fyrra hjónabandi.
Allir reyndust synirnir henm
vel á lifsleiðinni. Ég bið ömmu að
fyrirgefa mér þessi fátæklegu
kveðjuorð. Hún er kornin yfir
móðuna rniklu, en þar hittumst
við öll þegar áfanganum hér niðri
er lokið og ég veil að heimkoman
er henni Ijúf.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhannes Reynisson
Rannveig Bjarna-
dóttir—Minning