Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1975 Sigfiús Jónsson SIGFÚS Jónsson, hlaupari úr ÍR, sem dvelur við nám í Durham- háskólanum i Bretlandi, tók þátt í 10 mílna götuhlaupi á annan dag páska, og var hlaupið milli borg- anna Billingham og Hartlepool, sem eru í næsta nágrenni Dur- ham. Varð Sigfús sjötti í hlaupinu á 53,20 mín., og svarar sá tími til 18 kílómetra í klukkustundar hlaupi og 66,40 mínútna í 20 km hlaupi. Er þetta prýðilegur árang- ur hjá Sigfúsi og ætti hann að geta ráðið við met Halldórs Guð- björnssonar í klukkustundar- hlaupi (17,3 km.) og i 20 km hlaupi (1 klst og 10 min ), ef hann gerði atlögu að þeim. Nokkrir íslenzkir frjálsíþrótta- menn dvelja um þessar mundir við æfingar í Durham og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með veður, þar sem megin hluta tíma þess er þeir hafa verið ytra hefur verið kuldi og snjókoma. Eigi að síður hafa þeir verið mjög dugleg- ir við æfingarnar og æft tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Nýlega tóku þeir Sigfús Jónsson, Jón Diðriksson og Gunnar Snorrason þátt i 4x4 km götuboðhlaupi í nágrenni Durham og fengu þeir til liðs við sig Norðmann frá fé- laginu Gular i Bergen. Sá er ekki langhlaupari, og var sveitin þvi ekki í fremstu röð. Sigfús hljóp fyrsta sprettinn fyrir sveitina og kom inn í fjórða sæti. Jón Dið- riksson tók siðan við og þegar hann skilaði til Norðmannsins var sveitin i sjötta sæti. Þegar Norð- maðurinn hafði lokið sínum spretti var sveitin hins vegar komin niður i 17. sæti, en Gunn- ari Snorrasyni tókst að þoka henni svolítið upp á við á loka- sprettinum, eða í 13. sæti. Eins og Mbl. skýrði frá i gær, meiddist Ágúst Ásgeirsson ný- lega á æfingu. Þegar haft var samband við hann í gær, sagðist hann vera á batavegi — farinn að hlaupa svolítið aftur, og kvaðst hann mundu koma heim og taka þátt í Viðavangshlaupi ÍR, þótt ekki gerði hann sér miklar vonir um að verða þar fyrstur. Ágúst var á förum í námsferð til Möltu, er við ræddum við hann. Foremann BANDARÍSKI hnefaleikarinn George Foremann, sem tapaði heimsmeist- aratitlinum i þungavigtarhnefaleik- um til Muhammads Ali í hinum sögu- fræga leik sem fram fór í Zaire, heldur því nú fram, að sér hafi verið byrlað eitur fyrir leikinn, og það sé skýringin á því hvernig fór fyrir hon- um. Foremann segir að Ali muni hvergi hafa komið þarna nærri, en vist sé að einhver ólyfjan hafi verið i matnum er hann neytti fyrir keppn- ina, og hann hafi verið gjörsamlega búinn eftir tvær lotur. Framvegis muni hann hafa með sér lífverði er bragði allan mat áður en hann neyti hans. Þrír nýir í 2. flokk UM HELGINA fór fram punktamót í borðtennis og á því náðu þrír borð- tennismenn þvi marki að færast upp í 2. flokk, en eins og áður hefur verið frá sagt í Morgunblaðinu hafði einn borðtennismaður, Gunnar Finn- björnsson, áður náð því takmarki. Þeir sem nú eru i öðrum flokki eru Jón Sigurðsson, UMFK sem hefur hlotið samtals 42 punkta, Gunnar Finnbjörnsson, sem er með 36 punkta, og Björgvin Jóhannesson, Gerplu, sem er með 33 punkta og Ragnar Ragnarsson, Erninum, sem hlotið hefur 30 punkta, en til þess að vera gjaldgengur í 2. flokki þurfa borðtennismenn að hafa hlotið a.m.k. 30 stig í punktamótum Borð- tennissambandsins. Bikarkeppni SR Á LAUGARDAG fer fram síðasta keppnin í bikarkeppni Skíðafélags Reykjavíkur fyrir unglinga á þessum vetri. A keppni að hefjast kl. 14.00, en keppnisstaður verður auglýstur í útvarpi á föstudagskvöld. Mótsstjóri verður Jónas Ásgeirsson en Haraldur Pálsson verður brautarstjóri. Keppendur í mótinu verða um 100 talsins frá Val, Vfking, (R, KR og Ármanni og er keppt um veglega silfurbikara sem Verzl- unin Sportval gaf til keppninnar. Upplýsingar um mótið er að fá hjá Ellen Sighvatsson fsíma 12371. Slfk tök sem þessi eiga betur heima f fjölbragðagffmu en f handknattleik. Það er Ölafur Einarsson sem stöðvar Sigurgeir Marteinsson á svo grófan hátt f leik FH og Hauka f bikarkeppninni f fyrrakvöid. Sigurgeir slapp við meiðsli og Ölafur við útafrekstur, en FH fékk hins vegar dæmt á sig vítakast. Geir, Arnór og Kristján horfa á átökin. FH í úrslit bikarkeppni HSÍ eftir 23-20 sigur yfír Haukum ÞAÐ VERÐA FH-ingar sem mæta Fram í úrslitaleik bikarkeppni HSl í handknattleik. t fyrrakvöld léku í undanúrslitunum FH og Haukar og lauk þeim leik með sigri FH 23—20, eftir mikla baráttu. Ekki er ákveðið hvenær úrslitaleikurinn fer fram, en það mun verða alveg á næstunni. Leikur FH og Hauka í fyrra- kvöld var hinn skemmtilegasti og mikill baráttuleikur, eins og jafn an þegar þessi nágrannalið mætast. Öðru hverju sýndu liðin ágætan handknattleik — jafnvel það bezta sem þessi vertíð hefur boðið upp á, og var þar fyrst og fremst um að ræða fyrsta stundar- fjórðung leiksins. Miklar svipt- ingar urðu i leiknum, og um tima virtist svo sem FH-ingar myndu vinna yfirburðasigur, er staðan var orðin 18—10 þeim i vil, og voru áhangendur liðsins þá farnir að heimta 10 marka sigur. En Haukunum tókst heldur betur að snúa leiknum sér i hag, og undir iokin var komin gífurleg spenna — spenna sem hvorugt liðið virt- ist þola, og fóru þá mörg(jafnvel opin tækifæri i súginn. Leikurinn hélzt í jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, og var bar- áttan þá i hámarki. Varnirnar léku nokkuð og voru á mikilli hreyfingu, þannig að tækifærin sem sóknarleíkmennirnir fengu voru ekki mörg. Eftir þennan fyrsta hluta leiksins var staðan 5—4 fyrir FH, en þá var sem nokkurt los kæmist á Haukaiiðið og Ölafur Einarsson fékk næöi til þess að stökkva þrivegis upp og skora. Þar með var örugg FH- forysta komin i leikinn og var staðan 13—10 í hálfleik. FH-ingar skoruðu síðan fimm fyrstu mörk- in i seinni hálfleik og virtust vera með gjörunninn leik á hendinni. Allan leikinn höfðu Haukarnir tekið Geir Hallsteinsson stíft úr umferð, og þegar staðan var orðin 18—10 brugðu þeir á það ráð að taka Ólaf Einarsson einnig úr um- ferð, með þeim árangri, að fljót- lega tóku þeir að saxa verulega á forskot FH-inganna, og þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 21—18 fyrir FH og allt orðið á suðumarki meðal áhorfenda í Iþróttahúsinu í Hafn- arfirði. En Haukarnir náðu ekki að fylgja þessum góða kafla sin- um eftir. Þeim tókst að visu að gera FH-inga algjörlega óvirka í sóknarleik sinum, en tækifærin sem þeir fengu á móti nýttust ekki, og meira að segja ekki hraðaupphlaup sem þeir fengu. Atti Birgir Finnbogason, mark- vörður FH, ekki litinn þátt i að stöðva sókn Haukanna, en seinni hluta hálfleiksins sýndi Birgir það bezta sem hann hefur sýnt i langan tíma og varði oft með miklum ágætum. Þegar skammt var til leiksloka skoraði Kristján Stefánsson 22. mark FH-inga, en Hörður Sig- marsson svaraði fljótlega með tveimur mörkum, þannig að staðan varð 22—20. Geir Hallsteinsson skoraði svo síðasta mark þessa spennandi leiks og innsiglaði FH-sigurinn. Sem fyrr greinir sýndu liðin á köflum ágætan handknattleik, þar sem knötturinn var látinn ganga vel án niðurstungna og mikil ógnun var í sóknarleiknum. A þetta þó fremur við um FH liðið, en furðulegt var hversu liðið brotnaði eftir að Ólafur og Geir voru báðir teknir úr umferð. Var augljóst, að FH-ingar áttu von á þvi að Geir yrði tekinn, og átti Ólafur þar með að taka við aóalhlutverkinu, svo sem hann gerði, þangað til Haukar sendu mann á hann. Beztu menn FH-liðsins í þessum leik voru þeir Birgir Finnbogason sem varði markið mjög vel, Geir Hallsteinsson sem greinilega er í sínu bezta formi og sýndi hann oft gifurlega leikni með knöttinn i leiknum, þótt tækifærin sem hann fékk væru ekki mörg vegna hinnár ströngu gæzlu. Ólafur Einarsson átti einnig góðan leik, meðan hann fékk að leika lausum hala og Kristján Stefánsson kom vel út bæði i vörn og sókn. Bezti maður Haukaliðsins i leiknum var Elias Jónasson. Sennilega hefur enginn hand- knattleiksmaður blómstrað jafn- mikið i vetur og Elias hefur gert. Hann hefur góðan hraóa og skilar knettinum mjög vel frá sér, hvort sem um er að ræða sendingar fyrir utan eða inn á linuna, sem hann horfir jafnan vel á, og nýtir möguleika sem þar gefast. Stefán Jónsson sýndi einnig mikið harð- fylgi í þessum leik, en marka- kóngurinn, Hörður Sigmarsson, var hins vegar með daufasta móti, enda oftast gengið í hann í tíma. Mörk FH: Ólafur Einarsson 7, Geir Hallsteinsson 4, Árni Guð- jónsson 4, Kristján Stefánsson 3, Gunnar Einarsson 3, Gils Stefáns- son 1, Guðmundur Árni Stefáns- son 1. Mörk Hauka: Elías Jónasson 7, Hörður Sigmarsson 5, Stefán Jónsson 4, Svavar Geirsson 2, Hilmar Knútsson 1, Ólafur Ólafs- son 1. — stjl. Stjarnan og Haukar unnu 1 FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir í bikarkeppni 2, flokks i handknattleik i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði. I fyrri leiknum mættust FH og Stjarnan og var þar um jafna baráttu að ræða. Var staðan 12—12 að venjulegum leiktima loknum, og þurfti þvi að framlengja leikinn í 2x5 mínútur. I framlengingunni var Stjarnan sterkari aðilinn og sigr- aði í leiknum 15—13. Síðan léku Haukar og Fylkir og sigruðu Haukarnir í þeim leik 24—16. Sýndi Haukaliðið ágætan handknattleik og eru margir efnispiltar þar á ferðinni, en liðið er í úrslitum íslandsmótsins, og fer sú keppni fram á Akureyri um næstu helgi. Ut af með þig... Hannes Þ. Sigurðsson, visar markakóngnum Herði Sigmarssyni af velli í leiknum i fyrrakvöld, og er engu líkara en Gunnar Einarsson markvörður Haukanna ætli að fylgja félaga sfnum. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.