Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 14

Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Tomas Tranströmer. ist, á vissan hátt verður hún prósaískari, frásagnarkennd- ari. Þess er þörf, ef hún á ekki að lokast að fullu. Fyrir nokkrum árum var Tomas Tranströmer i Banda- ríkjunum. Þá hitti hann meðal annars Robert Bly og hefur þýtt mörg ljóð hans á sænsku. Bandarisk ljóð- list hefur haft mikil áhrif_i Svíþjóð eins og viða annars staðar, enda stendur ljóðlist líklega hvergi annars staðar með jafn miklum blóma og i Bandaríkjunum. Bly hefur þýtt mikið af spænskum ljóðum, meðal annars eftir Antonio Machado, og Tranströmer sagði mér að þýðingar hans á ljóðum austurriska skáldsins Rainers Maria Rilkes væru meðal annars sérkennilegar fyrir það að þær væru eins konar endur- yrkingar. Rilke orti oftast i hefðbundnu formi, en Bly þýðir ljóð hans i frjálsu formi, örimað, eftir sínu höfði og i Osip Mandelstamm og önnu Akhmatovu, en er ólikur Vladimir Majakovskí og Jevgení Jevtúsjenko. Af erlendum skáldum kvaðst Brodski halda mest upp á Grikkjann Konstantin Kavafís. I Stigar, sem Författarförlag- et gaf út 1973, eru 11 ljóð eftir Tomas Tranströmer sjálfan; hin ljóðin eru þýðingar: 5 ljóð eftir Robert Bly og 8 ljóð eftir ungverska skáldið J ános Pilinszky, sem Tranströmer hefur þýtt með aðstoð Géza Thinsz. I eftirmála segir Tranströmer: „Meira en helm- ingur kversins eru þýðingar, en það eru ljóð, sem eru mér svo nákomin að mér finnst ég hafa ort þau sjálfur. Það skiptir engu hver okkar var fyrstur til að yrkja þau.“ Þetta er óvenju- leg játning, en gefur vís- bendingu um samstarf milli skálda, sem er laust við eigin- girni og öfund. Stigar er aðeins 44 bls., bók, sem ekki er auð- veld aflestrar, en vex við inn. En fólk í landslagi, það snertir mig.“ Ungt skáld, Tobias Berggren, marxisti, skrifar ritdóm um Östersjöar (BLM 1974, nr. 5). Hann lýsir því yfir að bókin sé falleg, skáldið sé meistari. En þetta nægir ekki að dómi Berggrens. Tranströmer er borgaralegt skáld og varð snemma klassiskur, of snemma. Hann gagnrýnir Sovétríkin i bókinni. Ekki beint, en óbeint. En það er langt til Liepaja, stendur á einum stað I Östersjö- ar. Liepaja er I Sovét-Lettlandi eins og allir vita, segir Berggr- en. I Östersjöar gerir Tranströmer sig sekan um að gagnrýna Sovétrikin, ekki sist með því að einblina á ritskoðun og höft. Afstaða hans til hins pólitiska veruleika er barnaleg og ábyrgðarlaus. Grein Tobias Berggrens er dæmigerð fyrir marxiska gagnrýni, en hún er heiðarleg vegna þess að hann er ekki að fela sig bak við eitt- hvað annað en pólitisk sjónar- Eg hef ekki þessa pólitísku trú — sagði Tomas Tranströmer Eitt helsta nútimaskáld Svia er Tomas Tranströmer. Hann kom hingað til lands 1951 og það mun hafa verið Steingrím- ur Sigurðsson, sem þá var rit- stjóri Lífs og listar, sem vildu kynna skáldið fyrir Steini Steinarr. Tranströmer sá Steini bregða fyrir i glugga hússins i Fossvogi, en Steinn vildi ekki opna. Þess vegna bar fundum þessara miklu skálda aldrei saman. Hingað kom Tomas Tranströmer ásamt félaga sínum Sven Lindqvist, sem þá var undur blaðamaður hjá Aftonbladet, en er nú eins og Tranströmer orðinn frægur rit- höfundur, meðal annars fyrir bók sina um Suður-Ameríku: Slakskuggan. Þeir félagar ferðuðust um Snæfellsnes, fóru til Siglufjarðar, Akureyrar og Mývatns. Tranströmer sagðist muna best eftir Snæfellsnesi og Mývatni þegar ég hitti hann i Stokkhólmi í fyrrasumar, þangað vildi hann koma aftur. Áður en ég dey, sagði skáldið brosandi. I Reykjavík bjó Tranströmer hjá gömlum presti, sem síðar varð biskup. Það hlýtur að hafa verið Asmundur Guðmundsson. Um dvölina hjá honum á Tran- strömer góðar minningar. Tranströmer hafði ekki gefið út ljóðabók þegar hann kom til Islands. Fyrsta ljóðabók hans 17 dikter kom út 1954, síðan Hemligheter pá vágen (1958), Den halvfardiga himlen (1962), Klanger och spár (1966), Mörkerseende (1970), Stigar (1973) og Östersjöar (1974). Nú býr hann í Vásterás ásamt konu sinni og tveimur dætrum og er sálfræðingur að atvinnu með afbrotasálfræði sem sérgrein. Hann er 44 ára. Ég sá Tomas Tranströmer fyrst í Stokkhólmi 1962. Þá las hann eftir sig ljóð á skálda- kynningu. Hann sat við borð meðan hann ias og röddin var lágvær og skáldið virtist mjög hlédrægt. Nú er hann opinskár, hlýr og lífsglaðu Það hefur margt gerst í sænskum bók- menntum síðan 1962, ekki síst í ljóðum Tranströmers sjálfs. En hann hefur flýtt sér hægt, rækt- að sinn garð vel. Það hefur verið deilt á hann fyrir að ljóð hans séu ekki í samræmi við hina nýju pólitísku stefnu í sænskum bókmenntum. En Tranströmer býr ekki í neinum fílabeinsturni þótt hann sé ekki ákafur boðandi einhverrar hug- myndafræði. Hann lýsir stefnu sænskra skálda sem þrá eftir pólitiskri útópiu og telur hana að miklu leyti grundvallast á marxiskum kenningum. En ég hef ekki þessa pólitisku trú, segir hann. Trúarbrögðin hafa breytst í pólitik. Besta pólitíska skáldið er að mínum dómi Göran Sonnevi, segir Tran- strömer, hann trúir á sósialískt samfélag, en listræn vinnu- brögð sitja í fyrirrúmi i skáld- skap hans. Ég sagði Tranströmer frá því að ég hefði hlustað á fyrirlestur sænska skáldsins og gagn- rýnandans Björns Juléns um sænskar nútimabókmenntir. Þegar Julén hafði lokið máli sinu reis upp kona í salnum og spurði hvers vegna sænsk skáld væru svona svartsýn, hvort þau gætu ekki ort um neitt jákvætt. Julén vafðist tunga um tönn, en loks nefndi hann nafn eins skálds, sem hann taldi að konan ætti að kynna sér: Tomas Tran- strömer. Ég er hvorki bjartsýnis- eða bölsýnismaður, sagði Tran- strömer. Mörkerseende er til dæmis mjög svartsýn bók. En ef ég ætti að nefna bjartsýnt skáld, þá er það Rolf Aggestam, sem hefur gefið út ljóðabókina Ditt hjárta ar ett rött tág (1973) og er nú einn af ritstjór- um Lyrikvánnen, timarits ljóðaklúbbsins sænska. Um þetta sannfærðist ég líka eftir að hafa lesið bók Aggestams og spjallað við hann ásamt Tranströmer. Eg er allur i næstu ljóðabók minni, sagði Tomas Tranström- er. Hún er persónulegasta bók min og nefnist Östersjöar. Bók- in er eitt langt ljóð og fjallar að mestu um forfeður mína, sem voru sjómenn. Ég yrki um ömmu mína og afa, lífið eins og það var á þeirra dögum, en flétta inn í ýmsu úr sam- tímanum. Ég hef reynt að skipta mér milli tveggja ljóð- forma: annars vegar hnit- miðaðs forms eins og kemur fram í Stigar og hins vegar mælsks frásagnarstils eins og Östersjöar vitna best um. Ég hef tekið eftir því að mörg skáld, bæði heima og erlendis, hafa tileinkað sér aðferðina í Östersjöar og lít á það sem tímanna tákn. Ljóðlistin breyt- samræmi við sinn eigin ljóðstii. Þegar Tranströmer var i Bandaríkjunum hringdi rússneska skáidið Jósef Brodskí til hans og bauð honum heim. Brodski er landfiótta í Bandaríkjunum og er talinn með bestu rússneskumælandi skáldum samtíðarinnar. Brodski hafði lesið ljóð Tranströmers Til vina handan við landmæri i enskri þýðingu og hreifst af þvi. Þetta ljóð er upphafsljóðið i Stigar. Ekki kemur hrifning Brodskís á þessu ljóði á óvart. Það höfðar beint til þeirra skálda, sem búa við ritskoðun og í því er fólgin von um breytta tima. Ljóð Brodskís hafa nýlega komið út i bókaflokknum Penguin Modern European Poets í þýð- ingu George L. Kine með for- mála eftir W.H. Auden. I grein i Morgunblaðinu (4. marz 1973) hef ég fjallað um skáldskap Brodskis og ástæðuna fyrir brottför hans frá Sovétríkjun- um, einnig birt þýðingu á ljóði hans Gyðingakirkjugarðinum I Lesbók Morgunblaðsins (15. apríl 1973). I formála sinum segir Auden að Rússar eigi að vera hreyknir af Brodski, en formálinn var með því síðasta, sem Auden skrifaði áður en hann lést. Brodskí er yngsta skáldið, sem ljóð hafa komið eftir i Penguin Modern Europe- an Poets; hann er fæddur 1940. En nú hafa ljóð Tranströmers (þýdd af Robin P'ulton) verið birt í sama flokki ásamt ljóðum finnska skáldsins Paavo Haavikko. Þriðja norræna skáldið, sem náð hefur slikri eftirtekt meðal enskumælandi þjóða, er Gunnar Ekelöf, en 1971 var úrval ljóða hans prentað i Penguin Modern Europen Poets í þýðingu W.H. Audens og Leif Sjöbergs. Rit- stjóri bókaflokksins er hið kunna enska skáld og gagn- rýnandi A. Alvarez. Allir, sem áhuga hafa á erlendri ljóðlist og eru iæsir á ensku, ættu að ná sér í þennan bókaflokk því að hann gefur veigamikla hug- mynd um ljóðlist samtíðar- innar. Það var í Michigan 1972, sem þeir Tranströmer, og Brodski hittust. Brodski er sannur Rússi, sagði Tranströmer, inni- legur og tiifinningaríkur mað- ur. Hann er af gyðingaættum. Hann líkist í skáldskap sinum nánari kynningu og krefst þess af lesendanum að hann leggi töluvert á sig til að komast að kjarna ljóðanna. Flest ljóð Tranströmmers i Stigar sverja sig i ætt við fyrri ljóð hans, en nokkur ljóðanna bera þess þó merki að hann endurskoðar hug sinn, reynir nýjar leiðir til tjáningar. Meðal þeirra ljóða er Til vina handan við landamæri. Östersjöar. En dikt. (Bonniers 1974) er aftur á móti ljóð, sem líkja má við byltingu i skáldskap Tranströmers. Hann sýnir okkur líf sænsks alþýðu- fólks við Eystrasalt, fátækt þess og basl, baráttu við berkla, hrakninga á sjó og landi, en einnig fegurð náttúrunnar. Landflótta vinir skáldsins eru einnig á ferð I þessu ljóði; minningar um ógnvænlega at- burði úr samtimanum birtast öðru hverju. Einn vinanna seg- ir við skáldið: „Ég öfunda ykk- ur. Náttúran lætur mig ósnort- mið sín. Hann ræðst á Tranströmer fyrir ljóð hans vegna þess að þeir eru ekki pólitiskir samherjar. Hann af- greiðir þau ekki sem lélegan skáldskap. Hann gagnrýnir hugmyndafræði þeirra. Ég hef ekki þessa pólitisku trú, sagði Tomas Tranströmer við mig, eins og fyrr var að vikið. Það er mergurinn máls- ins. Þótt skáldskapur hans fái að einhverju leyti að gjalda þess að hann tekur ekki þátt í hinum nýju og róttæku póli- tisku hreyfingum er ekki unnt aó kveða hann niður. Mikill skáldskapur verður ekki sigraður. Östersjöar er meðal þeirra ljóðabóka í sam- tímanum, sem eiga brýnt erindi til allra. (Ljó<5 eftir Tomas Tranströmer hafa birst I ísienskri þýðingu í eftirtöldum bókum: Jóhann Hjálmarsson: Hillingar á strönd- inni (Helgafell 1971) og Hannes Sigfús- son: Norræn ljóð 1939 — 1969 (Heims- kringla 1972). Tomas Tranströmer: Til vina handan við landamæri i. ÉG skrifaði ykkur fáorð bréf. En það, sem ég mátti ekki skrifa þandist og þandist út eins og gamaldags loftfar og sveif loks burt út í nætur- himininn. 2 Nú er bréfið hjá ritskoðaranum. Hann kveikir á lampanum. í birtunni fljúga orð mín upp eins og apar i búri, hrista rimlana, kyrrast og sýna tenn- urnar. 3 Lesið milli línanna. Við hittumst eftir 200 ár þegar hljóðnemarnir í hótelveggjunum eru gleymdir og fá að hvílast, verða steingervingar. « Jóhann Hjálmarsson þýddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.