Morgunblaðið - 01.05.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.05.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Hvað gerist næst í Suðaustur-Asíu? S-Kórea: Skelfingin við kommúnista gæti þjappað þjóðinni saman Hvergi hafa viðbrögð við þrðun- inni ■ Indókfnastyrjöldinni þó verið eins augljós og í báðum Kóreulöndunum. Þann sama dag og Phnom Penh féll sté leiðtogi norður kóreanskra kommúnista Kim II Sung upp í lest og hélt áleiðis til Peking f fyrstu heim- sókn sfna þangað f fjórtán ár. 1 föruneyti hans voru yfirmenn herráðsins og flugflota landsins og gaf það vissa vfsbendingu um erindi hans við ráðamenn f Kfna. Kim II Sung hefur verið gagn- tekinn af þeirri hugsjón árum saman að sameina landið að nýju og er þvi rökrétt að f hans augum sé það mikil hvatning til skjótra aðgerða, þegar land sem styrkt er af Bandaríkjamönnum er að biða aðrar eins hrakfarir og Suður- Vietnam. Park forseti í Suður-Kóreu met- ur ástandið á svipaða lund. Hann vakti athygli landa sinna á þvi á dögunum að Kim II Sung hefði einu sinni áóur farió i viðlíka Park heimsókn: til að hitta Stalín i Moskvu um það leyti, sem Kóreu striðið skall á. Park hefur hamrað á því svo lengi, hversu míkil sé hættan frá kommúnistunum i norðri að ekki er laust við að ýmsir landar hans séu farnir að sljóvgast fyrir þeim yfirlýsingum. En atburðirnir nú upp á síðkastið, svo og ferð Kims til Kina mun óhjákvæmilega verða til þess að menn Ijái nú málflutningi hans eyra á ný. Park hefur einnig verulega mikið til síns máls. Fundizt hafa á síðustu mánuðum jarðgöng gerð af mannahöndum undir hlutlausa beltinu milli landanna. Geta ber þess að tvívegis hefur slegið í brýnu milli Norður- og Suður- Kóreumanna á sjó á síðustu mán- uðum. Skærur við hlutlausa belt ið eru svo hversdagslegir atburðir að varla þykir ástæða til að tiunda þá. Allt rennir þetta stoðum undir þá kenningu, að stjórn Suður- Kóreu hefur gilda ástæðu til að vera á verði gagnvart nágrannan- um í norðri. Þar með er ekki sagt að sú ógnun réttlæti þær kúgun- araógerðir sem stjórn Parks í Suð- ur-Kóregu hefur haft í frammi síðustu mánuði. I febrúar reyndi Park forseti að slá vopnin úr höndum andstæð- inga sinna, sem hefur hríðfjölgað, með þvi að efna til kosninga og fór hann að sjálfsögðu með sigur af hólmi. Síðan leysti hann úr haldi 150 stúdenta, menntamenn og klerka sem höfðu setið inni fyrir að hafa i frammi mótmæli gegn stjórn hans. Þessi dýrð stóð ekki lengi. Þegar fangarnir tóku að gefa ófagrar lýsingar á þeim pyndingum, sem þeir höfðu sætt í fangelsunum, var friðurinn úti. Handtökur hófust á nýjan leik og þann 19. marz samþykkti ríkis- stjórnin lög, þar sem bann var lagt við allri gagnrýni á stjórnina og alveg sérstaklega, svo að út- lendingar heyrðu. Ökyrrðin og ólgan magnaðist. Sprengjur sprungu i háskólum, þúsundir stúdenta börðust heiftúðlega við lögreglu, háskóla- rektorar sögðu af sér og svo mætti lengi telja. Voru stúdentar beittir mikilli hörku og nokkrir teknir af lífi, grunaðir um kommúniskan áróóur. Margt bendir þó til þess að þróunin í Víetnam verði Park jákvæð að þvi leyti að sú skelfing sem fall Saigon hefur valdið kunni að þjappa suður-kóreönsku þjóðinni meira saman en öll fyrri boð og bönn forsetans. Eins og alkunna er runnu vináttuviðræður fulltrúa Kóreu- landanna út í sandinn og síðan hefur Norður-Kórea hampað þeirri stefnu að Ieiðin til sam- einingar landanna byggist á bylt- ingu i Suður-Kóreu. Ef slik bylt- ing verður gerð, sagði Kim II Sung í Peking þann 18. april, munu Norður-Kóreumenn að sjálfsögðu ekki sitja með hendur í skauti, heldur styðja af fyllsta þrótti Suður-Köreubúa. Sú spurning er ofarlega i hug- um, hvort Kína og Sovétríkin myndu styðja Norður-Kóreumenn ef til tíðinda drægi. Sömuleiðis hvort Bandaríkjamenn myndu standa við skuldbindingar sinar við Suður-Kóreumenn. Banda- ríkjamenn hafa 40 þúsund her- menn í landinu og mikið af vopn- um og vélum. Auk þess hafa þeir . þar ótiltekið magn af kjarnorku- vopnum. Bandaríkin munu að lik- indum ekki fjarlægja þessi vopn né heldur mannaflann. Þeir reyna eflaust að sefa Suður- Kóreubúa, þar sem hræðslan hef- ur gripið um sig, og þeir verða einnig að hafa Japani i huga. Japönum er sem sé hreint ekki rótt eftir síðustu atburði. Þeir hafa fyrir nokkru endurvakið Satokenninguna um að öryggi Suður-Kóreu og Japans haldist í hendur. Þegar Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór til Kína Framhald á bls. 22 Souvannah Pouma Laos: Bersl með öldu Indó- kínastríðsins Ekki leikur á því vafi að kommúnistar i Laos hafa gripið tveim höndum það sem hefur ver- ið að gerast handan landamæra þeirra og hugsað sér til hreyfings á ný. Fyrir nokkru féll Þjóðvegur 13, sem tengir Vientiane og keisaraborgina Luang i hendur Pathet Laomanna. Hafa kommúnistar mjög mjakað sér áfram eftir því landssvæði sem er undir stjórn þeirra. Það er kaldhæðni örlaganna að herirnir tveir sem eru að berjast meðfram Þjóðvegi 13, eru báðir að nafninu til trúir samsteypu- stjórninni, sem var sett á laggirn- ar í apríl 1974. Hefur hún reynzt furðu lífsseig. Á vissan hátt breytist kannski ekkert í Laos — þetta er þriðja samsteypustjórnin með þátttöku Pathet Lao, sem hefur verið mynduð í landinu sið- an 1957 og virðist hún líkleg til að riða til falls, vegna þeirra atburða sem nú hafa gerst. Fyrir nokkru var þing landsins leyst upp og kosningar eru ekki fyrirsjáanlegar í bráð. Þau örlög virðast sköpuð Laos að verða að láta berast með þeirri öldu, sem Indókínastríðið hefur vakið. Enn eru um það bil 30 þúsund norður- vietnamsk'ir hermenn í landinu og siðasta þróun á ástandi sem oft er kallað „hryllilegt en ekki alvar- legt“ kann að þessu sinni að verða óumbreytanlegt. Thailand, Singapore, Malaysia: Thailand vill ekki verða griðastaður flóttamanna SPRENGJUDRUNURNAR frá Suður-Víetnam hafa undanfarnar vikur einnig skekið grannþjóðirn- ar í Suðaustur-Asiu. Forsætisráð- herra Malaysiu, Tun Razak, hefur sagt, að sigrar kommúnista í Kambodiu og Víetnam hljóti að örva til uppreisna annars staðar í þessum heimshluta. Hann neitaði því þó að bein tengsl væru milli hernaðarósigra Saigonstjórnar- innar og aukinnar starfsemi skæruliða í Malaysiu. Þessi tengsl verða augljósari, þegar litið er til Thailands. Minna má á, að skæru- liðar kommúnista réðust á af- skekkta varðstöð í Nan-héraði í norður hluta landsins í byrjun apríl og drápu þar sautján her- menn. Þessir skæruliðar njóta stuðnings Pathets Lao og Norður- Vietnama. En samhljóða eru þær raddir í Suðaustur-Asíu að ekki verði neinn kostur gefinn á málamiðlun við kommúnistarikin I Indókina og i Kína nú þegar Bandarikja- menn eru farnir frá Suður- Vietnam. Lausn þessara mála er þó mismunandi auðveld hinum ýmsu aðilum, sem við sögu koma. Lee Kuan Yew, forsætisráðherra Singapore dvaldi fyrir nokkru í Bangkok og ræddi þar við nýja ríkisstjórn. Síðan flaug hann áleiðis til Washington. Afdráttar- laus andstaða hans við kommún- ista, svo og það að hann er af kínversku bergi brotinn, mun sennilega gera honum örðugra en öðrum þjóðhöfðingjum á þessum slóðum að sætta sig við hið nýja valdajafnvægi í Indókina. Forsætisráðherra Thailands, Kukrit Pramoj, á einnig við erfið- leika að etja. Enda þótt stjórn hans tali í síbylju um hlutleysi og streitist við af öllum mætti að móðga hvorki öfl í norðri né vestri, hefur viðhorf stjórnarinn- ar meðal annars birzt í framkomu Thailendinga við flóttamenn frá Kambodiu. Herflugvélar frá Kambodiu, sem komu til landsins hlaðnar flóttafólki, hafa verið kyrrsettar, loforð gefin um að þeim verði skilað og flestir far- þeganna fengu vikufrest til að hverfa á braut úr landinu, nema því aðeins þeir hefðu aflað sér vegabréfsáritunar. Thailendingar líta svo á, að það sé hlutverk Bandaríkjamanna að annast þessa flóttamenn og koma þeim fyrir. Gildir afstaða Thai- landsstjórnar ekki sízt um áhrifa- mikla stjórnmálaleiðtoga og her- málaforystumenn, til dæmis fyrr- verandi forsætisráðherra Kambodiu, utanríkisráðherrann, yfirmann herstjórnar landsins svo og sjálfan þjóðhöfðingjann, en þeir flúðu allir nýverið til Bangkok og urðu að hverfa þaðan hið bráðasta. Hefur verið gefið skýrt og skorinort til kynna að ekki sé um það að ræða að veita mönnum pólitískt hæli i landinu. Utanríkisráðherra Thailands hefur lagt áheftlu á, að Thailend- ingar verði fyrst og fremst að huga að sínum eigin hagsmunum og þá fýsi ekki að ögra nágrönn- um sínum né heldur kæri þeir sig um nýja útlagahópa, er ætluðu sér að gera landið að bækistöð fyrir skæruliðaiðju. Landamær- unum við Kambodiu var lokað eftir fall Phnom Penh og eru þau lokuð enn. Thailand viðurkenndi nýju stjórnina í Kambodiu þann 18. april. Aftur á móti mun reynast örðugra að ná samkomulagi við hið nýja Vietnam og við Kína. Inn i þetta fléttast aðstoð erlendis frá við thailepzka kommúnista og ekki má gleyma þvi að um 350 þúsund Kinverjar eru búsettir í landinu. Er af öllu ljóst að stjórn- in verður nú að finna pólitíska lausn á skæruliðavandamálinu og mun hún ugglaust reyna að horfa framhjá öllu þvi sem vitnar um erlend afskipti. Verður að fram- kvæmda ýmsar lagabreytingar, sem allar miða væntanlega að því að vingast við kommúnista. Þá er Thailand að flýta sér að þvi að losa um tengslin við Banda- ríkin. Gert er ráð fyrir að allur Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.