Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
17
Guðmundur G. Hagalín:
Svarta loppan
Þegar ég heyrði það í útvarpi og
sjónvárpi heima á Mýrum, að
fram væri komin krafa um lög-
bann á lestri Indriða G. Þorsteins-
sonar í útvarp á hinni ágætu sögu
hans Þjófur i Paradís, varð ég
mjög undrandi, en datt ekki í hug
að þessari kröfu yrði sinnt. Svo
kom ég til Reykjavíkur og fékk I
hendur blöðin frá föstudeginum
18. þ.m. Þar lá Morgunblaðið efst,
og þegar ég fletti því, rakst ég
brátt á eftirfarandi fréttaklausu:
„Þorsteinn Thorarensen borg-
arfógeti kvað í gær upp þann úr-
skurð, að lögbann væri sett á lest-
ur Indriða G. Þorsteinssonar I út-
varpi á sögu hans Þjófur i Para-
dis. Ættingjar Tómasar Jónssonar
frá Hofdölum sem kröfðust lög-
bannsins, voru látnir setja 100
þúsund króna tryggingu fyrir iög-
banninu ... Morgunblaðið ræddi i
gær við Indriða Þorsteinsson og
spurði álits hans á lögbanninu.
Indriði sagði, að 100 þúsund
króna trygging væri fyrir það
fyrsta hlægilega lág, en jafn-
framt væri hér um að ræða, að
fyrsta sinni væri sett lögbann á
hugverk, þ.e.a.s. skáldsögu, og
sagði Indriði að næsta stig hlyti
að vera að setja lögbann á and-
rúmsloftið ... Annrs sagði Indr-
iði, að I raun væri mjög alvarlegt
hvernig lögbannsmálum á Islandi
væri komið. Unnt væri að kefjast
lögbanns á svo til allt og lögbanni
væri aldrei synjað. Sagði Indriði
að eina lögbannskrafan, sem vis-
að hefði verið frá, hefði verið
krafa Jóhannesar Kr. guðsorða-
sala, sem óskaði eftir lögbanni á
framboð Sveins heitins Björns-
sonar fyrrv. forseta Islands."
Mér krossbrá, þegar ég las
þessa frétt, sem ég sá siðan að
vonum staðfesta í hinum dagblöð-
unum. Svo hef ég þá beðið þess,
að um hana yrði frekar fjallað i
íslenzkum fjölmiðlum, og einkum
hef ég búizt við að ekki aðeins
stjórn Rithöfundasambands Is-
lands heldur og heildarsamtök
þeirra, sem semja hugverk hér á
landi, sæju ástæðu til að andmæla
þeim aðgerðum, sem þarna er get
ið, því að mér virtist eins og skilja
mátti á Indriða Þorsteinssyni, að
þarna gæti að lita að minnsta
kosti skugga þeirrar svörtu loppu,
sem í fjölmörgum löndum heims
hefur kreist og kyrkt andlegt
frjálsræði einstaklinga og þjóða
og komið í veg fyrir að áhrif heil-
huga og mikilhæfra leitenda og
forsvarsmanna mannhelgi og rétt-
lætis fengju notið sin til þeirra
hugarfarslegu og síðan raunvirku
umbóta, sem einar mega leiða til
friðsamlegra og mannsæmandi
samskipta í okkar hrjáða heimi.
Enginn vafi leikur á því, að
lögbann er oft og tíðum svo nauð-
synleg og sjálfsögð aðgerð, að eng-
inn dómari þurfi að velta þvi fyrir
sér, hvort honum beri að verða
við lögbannskröfu, hvað sem i
veði kann að vera fyrir lögbanns-
þola. En vissulega eru sumar
kröfur um lögbann þess eðlis, að
dómari þurfi að hyggja allvand-
lega að því, hvort gild rök séu
fyrir jákvæðum úrskurði og enn-
fremur, hvað í veði kynni að vera
ekki aðeins fyrir þolanda lög-
banns, heldur og þann, er þess
krefst, og meira að segja væri í
sumum tilvikum æskilegt, að
hann gerði ser grein fyrir menn-
ingarlegum og þar með þjóðfé-
lagslegum áhrifum lögbanns. Það
þyrfti og svo að vera, að lögmenn
þverneituðu að taka að sér mál,
sem væru þess eðlis, að sá eða
þeir, sem stæðu að höfðun þess,
hlytu að tapa á því, hver sem
úrslit þess yrðu samkvæmt dómi.
Sérhver skáldsagnahöfundur er
auðvitað að meira eða minna leyti
mótaður af ætt sinni og þvi um-
hverfi og mannlifi, sem hann hef-
ur kynnzt á bernsku- og unglings
árum og siðan af lífsaðstæðum
sínum og lífsbaráttu og samtið
sinni yfirleitt. Honum er það svo
brýn nauðsyn, ef hann heldur sér
við jörðina i skáldskap sinum, að
njóta frelsis til að velja sér það
viðfangsefni, sem honum á hverj-
um tíma er hugstæðast og nær-
tækast og þá auðvitað nota sér i
persónusköpun sinni þau eigindi
fólks, sem hann hefur kynnst, er
hæfa til lifandi og þar með sann-
færandi túlkunar á þvi, sem fyrir
honum vakir. Ég sagði að þau
eigindi fólks, en ekki það fólk,
þar eð fátítt mun, að skáldsagna-
höfundur freisti þess að nota heil-
tæka mynd af nokkrum þeirra,
sem hann hefur haft kynni af, þvi
að það hentar alls ekki því hlut-
verki, sem persónan á að gegna i
sögunni. Hins vegar munu þess
dæmi, að hann einangrar tvenn
eða þrenn eigindi sama manns og
notar i jafnmargar persónur með
þeim breytingum og viðbótum,
sem söguefninu henta, og þvi er
það ekkert einsdæmi, að tveir eða
fleiri menn komi til söguhöfund-
ar eða segi það öðrum, að þeir
hafi verið fyrirmynd hans að
einni og sömu persónu. Margir
hafa þótzt þekkja sig eða aðra í
ýmsum þeirra meira en hundrað
sagna, stuttra og langra, sem ég
hef látið frá mér fara, og haft orð
á því við mig eða aðra, sumir
gramir, aðrir svolitið hreyknir þó
aðeins einu sinni hafi þetta átt við
rök að styðjast. En í sambandi við
getgátur eða fullyrðingar um fyr-
irmyndir að persónum í sögum
mínum hef ég komizt að raun um
staðreynd, sem miklu varðar með
tilliti til lögbannskröfunnar, sem
herra borgardómari Þorsteinn
Thorarensen tók til greina og vak-
ið hefur athygli og umtal um land
allt:' Þó að ég hafi stundum notað
til persónusköpunar aliheiltækar
myndir sérstæðra og jafnvel auð-
kennilegra mann, hefur enginn
við þá kannast, þegar þeir atburð-
ir, sem lýst hefur verið, hafa ekki
minnt á neitt, sem menn hafa
vitað að komið hafi fyrir þá, sem
ég hef lýst. Hafi ég aftur á móti
fjallað um eftirminnilega atburði,
sem svipar til atburðarásar, sem
svo og svo margir kannast við,
hefur verið fullyrt, að ég hafi haft
þá menn að fyrirmyndum, sem
þar höfðu komið við sögu, þó að
ég hafi alls ekki þekkt þá og per-
sónur mínar verið spunnar úr
þáttum almennrar mannþekking-
ar minnar og mótaðar þannig, að
þær hæfðu efninu og tilgangi
minum með sögunni.
Indriði Þorsteinsson er fæddur
og uppalinn vestan Vatna i Skaga-
firði. Má nærri geta, hvort það
hefur ekki orðið honum ærið við-
kvæmt og hugstætt umhugsunar-
efni, þegar svo ber til, þá er hann
11—14 ára, að fátækur einyrki
og barnamaður er þrisvar kærður
og dæmdur fyrir það afbrot, sem
hér á Islandi hefur verið tekið
einna þyngst á, þvi að hin sumar-
langa hagaganga búfjár frá mörg-
um bæjum, sveitum og jafnvel
sýslum felur í sér sameiginlegan
trúnað, sem er órofa skilyrði þess,
að slíkir búskaparhættir fái bless-
azt. Um þessi mál og önnur slík
frá liðnum timum hefur auð-
vitað verið mikið rætt og af
misjafnri góðgirni. Aftur og
aftur hlýtur svo hugur Ind-
riða að hafa horfið að þess-
um efnum, ábyrgðinni, áhættunni
og þeim þjóðfélagslegu vanda-
málum, sem þarna hafa kom-
ið til greina. Loks tekur hann
sig til og kynnir sér málsskjöl,
sem varða slik mál, sem upp hafa
komið, ekki einungis í Skagafirði,
heldur viðs vegar um land.
Svo er það því sem næst þrjátíu
árum eftir að málarekstrinum
víðkunna lýkur, að margíhugað
efni gerist Indriða svo ásækið, að
hann ritar ekálHsnonno TnAr..- r
Paradis, þá bók, sem að minum
dómi er stilhreinust og heilsteypt-
ust af skáldsögum þessa mikil-
hæfa höfundar. I henni neytir
Indriði jafnt þjálfaðrar frásagn-
arsnilli og viðtækrar mannþekk-
ingar, þar sem enginn einn maður
er hafður sem fyrirmynd nema
hinn afarsérstæði Skila-Mangi,
sem varð þjóðsagnapersóna i lif-
anda lífi. Hinum ákærða bónda
lýsir Indriði af djúptækum skiln-
ingi og jafnvel samúð. Hann er
með eindæmum barngóður og
sömuleiðis yfirleitt skilsamur og
greiðvikinn nágranni en skap-
harður og hörundssár og líður
mikið vió þann verknað, sem
hann hefur í vandræðum sinum
leiðzt út i — og þegar hann svíður
sárast, gripur hann harka og
heift, svo að hann gerir meira að
misferli sinu en brýnasta þörf
hans krefur. Þá er konunni lýst
sem góðri húsfreyju og móður —
og auk þess verður hún skapheit-
ur skörungur þegar hún er harð-
ast Ieikin. Loks verður hver og
einn einasti sem þarna er til
kvaddur, með augljósum sérein-
kennum — og ljóst, að þarna
vildu þeir helzt ekki hafa þurft
nærri að koma. Jafnvel virðist sá,
sem, kæran kom frá, vart taka á
heilum sér, þegar í ljós hefur
komið, að grái folinn, sem hann
taldi sig eiga, reynist eign hins
kærða. Lýsingin á sýslumannin-
um er gerð af fágætum skilningi
og nærfærni.
Ég fæ þvi ekki séð, að nokkur
minnsta ástæða hafi verið til lög-
banns á Þjófi í Paradís, þegar þá
líka þess er gætt, að bókin hefur
nú verið nærfellt átta ár á Islenzk-
Guðmundur G. Hagalin.
Indriði G. Þorsteinsson.
um bókamarkaði og hvorki verið
krafizt lögbanns á sölu hennar né
höfðað mál gegn höfundinum.
Get ég ekki betur séð en
lögbannið geti leitt til þess,
að íslenzkir listamenn megi búast
við lögbannskröfu, þá og þegar af
hendi einhverra, kannski þriggja
til fjögurra I einu, sem imynda
sér, að heiður þeirra sé skertur I
skáldsögu eða öðru hugverki!
Loks er annað, sem ég tel mer
skylt að vekja athygli á. Fyrir
allmörgum árum höfðuðu að-
standenur manns nokkurs á Sauð-
árkróki mál gegn Theódóri Frið-
rikssyni fyrir að hafa í ævisögu
sinni „I verum“, látið fylgja nafni
föður þeirra auknefni, sem al-
mennt var notað norður þar, og
hlaut Theódór dóm fyrir. Auk-
nefnið varð svo kunnugt um allt
Island, þess getið aftur og aftur út
af málarekstrinum, en áður var
það aðeins kunnugt á Sauðár-
króki og i grenndinni og hafði
litla eða enga athygli vakið hjá
lesendum bókarinnar. Nú var það
og svo, að allir nema Skagfirðing-
ar, einhverjir grannar þeirra og
ýmsir fróðir menn hér og þar á
landinu voru búnir að gleyma
málaferlunum gegn Tómasi á
Hofdölum — og fjöldi manna,
meðal annars allt ungt fólk, hafði
lesið Þjóf i Paradis án þess að
hafa heyrt málaferlanna eða
Tómasar getið. En nú er spurt
og spjallað og nafn Tómas-
ar á hvers manns vörum
og auk þess eru rifin út þau
eintök sem óseld eru af bók-
inni. Þennan árangur lögbanns
hefði ég talið skylt, að ættingjum
Tómasar hefði verið bent á, bæði
af þeim, sem kvað upp lögbanns-
úrskurðinn og lögmanninum sem
leitað var til um málshöfðun.
Reykjavik 28. april 1975
Guðmundur Gfslason Hagalín.
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
inczlail- vasareiknivélar
eru raunverulegu vasavélarnar
3 geróir - ein hentar yóur:
RAUIMVERULEG STÆRÐ RAUNVERULEG STÆRÐ RAUNVERULEG STÆRÐ
CAMBRIDGE
CAMBRIDGE
Almenn vél meðminni.
4 reikningsaðferðiriog konstant. 4 reikningsaðferðir og konstant.
Hentar öllum. Vél fyrir verslunarmenn.
VERÐ AÐEINS KR. 7.250 - VERÐ AÐEINS KR. 9.690,-
SCIENTIFIC
litla vísindatölvan
sem hefur slegið í gegn.
Fyrir nemendur í
framhalds- og taekninámi.
VERÐ AÐEINS KR. 10.800 -
indaii- í vasann
HEIMILISTÆKIf SÆTÚN 8, SÍMI *
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++