Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
19
Erlendar fréttir í stuttu máli.
Fyrsti hóp-
urinn frá
Phnom Penh?
Aranyaprathet, Thailandi,
30. apríl.Reuter.
BÚIZT er við, að fyrsti hópurinn
af útlendingunum 610, sem hafa
dvalizt f franska sendiráðinu I
Phnom Penh að undanförnu sé
nú á leiðinni tii Thailands. Talið
er, að þeir komi þangað í bifreið-
um, en ieiðin að landamærunum
er um 400 km.
Utlendingarnir hafa nú dvalizt í
sendiráðinu í tólf daga og herma
fregnir, að ástandið þeirra á
meðal hafi verið orðið mjög
slæmt. Flestir eru þeir Frakkar,
sem lengi hafa verið búsettir i
Kambódiu, en einnig eru í hópn-
um allmargir læknar, blaðamenn,
sendimenn annarra ríkja og
starfsmenn hjálparstofnana og
Sameinuðu þjóðanna.
Snúa flestir
Kúrdanna aftur
heim til íraks?
London, 30. apríl.Reuter.
BÚIZT er við, að mestur hluti
þeirra 250.000 Kúrda frá Irak,
sem dvalizt hafa sem pólitískir
flóttamenn í Iran, muni snúa
heimleiðis í kvöld, en senn er
útrunninn frestur sá, sem íröksk
stjórnvöld gáfu þeim til að snúa
aftur til heimkynna sinna. Að
sögn kúrdfskra aðila í London er
sennilegt, að einungis 50—60.000
Kúrdar kjósi heldur að setjast að
f Iran ásamt Mullah Mustafa
Barzani, feiðtoga þeirra.
Barzani hefur nú tekið sér
búsetu i einbýlishúsi i útjaðri
Teheran, þar sem vopnaðir lif-
verðir hans sjálfs og íranskir
lögreglumenn gæta hans.
Umræddar heimildir herma, að
fregnir hafi um það borizt frá
Irak, að skæruliðar Kúrda og
óbreyttir borgarar, sem gefið hafi
sig fram við stjórnvöldin í Irak
eftir vopnahléð í marz, hafi yfir-
leitt sætt góðri meðferð og hafi
þessar fregnir orðið flóttamönn-
um hvöt til að snúa heim á ný.
Undantekningar eru þó nokkrar,
25 menn sem dæmdir voru fyrir
skæruhernað hafa verið hengdir
og fimm menn, sem reyndu að
fara yfir víglinu írakska hersins
við Ruwandis, voru teknir af lífi.
VILJA EKKI
KOSNINGAR INN-
AN HERSINS
Lissabon, 30. apríl. REUTER
1 DAG var birt f Lissabon tilkynn-
ing frá portúgalska hernum, þar
sem sagði, að hann hefði ekki f
hyggju að telja sig yfir stjórn-
málamenn landsins hafna. Sagði
þar, að hlutverk hersins væri að
sjá um, að fylgt yroi eftir þeim
stefnumiðum, sem stjórnmálaöfl
landsins settu þjóðinni. Þar var
og hafnað hugmyndum, sem fram
hafa komið um að kosið verði í
embætti innan hersins — á þeirri
forsendu, að þar með gæti herinn
komizt f andstöðu og lent f úti-
stöðum við „lögmæt yfirvöld" og
yrði þá endi bundinn á lýðræði í
landinu. „Kjör leiðtoga hersins
mundi færa okkur aftur til þeirra
tíma, er rómversku hersveitirnar
þröngvuðu keisurum upp á þjóðir
og þær neyddust til að sætta sig
við þá,“ sagði f yfirlýsingunni,
sem send var um útvarpsstöð
hersins.
REIDDIST OG
SAGÐI ÞÁ FRÁ
Washington, 30. apríl AP
FYRRVERANDI höfuðsmaður í
bandarfska fiughernum, L.
Fletcher Prouty að nafni, hefur
skýrt svo frá, að síðla ársins 1959
eða snemma á árinu 1960 hafi
bandaríska leyniþjónustan CIA
sent tvo menn flugleiðis til Kúbu
með það verkefni fyrir augum að
myrða Fidel Castro. Segist hann
sjálfur hafa fengið f hendur
beiðni CIA um sérstaklega út-
búna flugvél, er flytja skyldi
mennina. Ætti að skilja þá eftir
þjóðvegi i námunda við Havana,
en Prouty segist ekki vita annað
en að þeir hafi verið handteknir.
Prouty hætti I flughernum árið
1963 og hefur síðan skrifað bók,
er hann kallar „Leyniliðið". Að-
spurður hversvegna hann hefði
ekki sagt frá þessu fyrr, sagðist
Prouty hafa ljóstrað þessu upp nú
í reiði sinni yfir árás Riehards M.
Helms, fyrrverandi yfirmanns
CIA, á Daniel Schorr, fréttamann
Columbia. Árás Helms á Schorr
kom fram í viðtali eftir að'hann
kom úr 3!4 klst. yfirheyrslu hjá
Rockefeller-nefndinni.
Dansað í Peking og Hanoi
Framhald af bls. 1
kommúnistaflokksins í Vietnam.
Þá var Vietnam hluti Indo-Kína,
undir franskri stjórn.
Vietnamískir sendimenn voru
spurðir, hvort gerðar yrðu
hefndarráðstafanir gegn Saigon-
búum en þeir sögðu slíkar stað-
hæfingar „bandarískan þvætt-
ing“. Hvað varðaði hinsvegar ör-
lög framámanna i Saigonstjórn-
inni og lögreglunni þar, sögðu
sendimennirnir:
„Þeir skulda þjóðinni blóð sitt.“
Þeir bættu við, að eftir væri að sjá
hvernig stjórnarfulltrúar brygð-
ust við sigri kommúnista og sömu-
leiðis að kanna, hvort þeir hefðu
framið „alvarlega glæpi“ gegn
þjóðinni, því þá yrði þeim senni-
Jega refsað“.
„Eftir því, sem fleiri bættust í
hópinn i Peking, varð ljóst, að
allar hugsjónaværingar voru
gleymdar," skrifar Griffith, „þar
föðmuðust a-evrópskir og kin-
verskir sendimenn og albanskir
fulltrúar dönsuðu dönsuðu um-
hverfis þá.“
Ámóta fögnuður varð í Hanoi,
þar föðmuðust menn á götum úti
með gleðitár í augum, að þvi er
segir í Reutersfrétt frá Singa-
pore. Nokkur hundruð þúsunda
manna söfnuðust saman á stærsta
torgi borgarinnar til þess að
fagna fréttinni.
1 París tilkynnti bráóabirgða-
byltingarstjórnin, að S-Vietnamar
væru reiðubúnir til stjórnar-
sambands við allar þjóðir, á
grundvelli gagnkvæmrar virð-
ingar fyrir sjálfstæði og fullveldi
og þar var jafnframt sagt, að kom-
andi stjórn S-Vietnams mundi
Vínarborg, 30. apríl AP
LEIÐTOGAR grískra og tyrk-
neskra Kýpurbúa og Kurt Wald-
heim, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, hafa orðið ásáttir
um að hittast aftur að máli í
Vinarborg slðari hluta maímán-
aðar eða snemma i júní til frekari
viðræðna um Kýpurdeiluna.
Viðræður Waldheims við
Glafkos Clerides og Rauf
taka upp stefnu friðar og hlut-
leysis í skiptum við gprar þjóðir.
I Moskvu var uppgjöf Saigon
sögð sögulegur sigur fyrir
vietnamísku þjóðina, sem skapaði
skilyrði fyrir friði í því lang-
hrjáða landi.
I Páfagarði lét Páll páfi í ljós
ugg um örlög og framtíð
kaþólskra íbúa S-Vietnams nú, er
kommúnistar hefðu tekið völdin,
en fyrir tveimur dögum bárust
fréttir frá fréttastofu kaþólskra i
N-Vietnam um að stjórnvöld þar
ynnu nú að því að berja niður
trúariðkanir í landinu og að
ástand kirkjunnar þar væri
hörmulegt.
Páll páfi lét í ljós vonbrigði yfir
þvi, að ekki skyldi takast að ljúka
Vietnammálinu með samningum
en hvatti jafnframt til friðunar
landsins á grundvelli virðingar
fyrir mannréttindum og trúfrelsi.
Utanríkisráðuneytið í
Thailandi sendi fyrst allra frá sér
yfirlýsingar vegna uppgjafar
Saigon-stjórnarinnar og sagði þar,
að draumur allra Vietnama um
sameiningu landsins hefði nú
loksins rætzt. Látin var i ljós
ánægja yfir því að blóósúthell-
ingum skyldi lokið og vonir um,
að hefndaraðgerðir N-Vietnama
yrðu ekki óf harðar gegn þeim,“
sem börðust fyrir þvi, sem þeir
töldu vera rétt“.
Utanríkisráðherra Indónesiu,
Adam Malik, sagði, aó fall Saigon-
stjórnarinnar hefði ekki komið á
óvart. „Það var yfirvofandi eftir
að Duong Van Minh, hershöfð-
ingi, tók við völdum — honum var
treyst fyrir uppgjafarhlutverk-
inu,“ sagði Malik. Hann bætti þvi
Denktash, forystumenn samn-
inganefnda Kýpur-Grikkja og
Kýpur-Tyrkja hófust á mánudag
og er talið, að einhver árangur
hafi náðst. Þar til þeir hittast á ný
mun sérfræðinganefnd, sem skip-
að var i á mánudag, ihuga hver
orðið gætu völd og hlutverk
hugsaniegrar grísk-tyrkneskrar
samsteypustjórnar á Kýpur.
við, aó stjórn Indónesíu mundi í
engum erfiðleikum eiga með að
aðlaga sig nýjum stjórnvöldum i
Vietnam. Indónesia hafði þegar
stjórnmálasamband við Hanoi en
ekki Saigon.
Utanríkisráðherra Filippseyja,
Carlos Rumolo, sagðist gleðjast
yfir þvi, að stríðinu væri lokió að
fullu.
I Tókíó sagði Kichi Miyazawa,
utanríkisráðherra, að uppgjöf
Saigonstjórnarinnar hefði verið
viturleg, ef hún mætti verða til að
koma í veg fyrir frekara blóðbað.
Hann kvað Japana hafa til íhug-
unar að viðurkenna hina nýju
valdhafa, ef það sýndi sig, að þeir
hefóu full völd i sínum hönduni.
Þegar aðstoðarutanrikisráð-
herra Indlands, Bipin Pal, skýrði
þingheimi í Nýju-Delhi frá því,
sem gerzt hefði, varð þar mikill
fögnuður. Hann sagði m.a.: „Þing-
menn deila vafalaust með mér
þakklæti yfir þessu ánægjulega
hámarki í baráttu þjóðernisafl-
anna gegn tilraunum til að grafa
undan þeim.“
Stjórn Indlands viðurkenndi
þegar hina nýju valdhafa og skip-
aði lokun sendiráðs S-Vietnams í
Nýju Deelhi, nema því aðeins, að
sendifulltrúinn lýsti yfir stuðn-
ingi við þá og hlyti samþykki
þeirratil áframhaldandi setu þar.
I Suður-Kóreu sagði Chung Hee
Park, að fylgjast yrði gaumgæfi-
lega meó þróuninni í Vietnam.
Það sem þar hefði gerzt gæti
kennt mönnum, að hverskonar
samkomulagi við kommúnistariki
yrði að fylgja viðhlitandi
hernaðarmáttur — sömuleiðis
gætu menn dregið þá lærdóma af
þessu máli, að takmörk væru fyrir
því sem hægt væri að búast við af
bandamönnum sínum, ef í nauðir
ræki.
Á Formósu sagði Shen Chang-
Huan, utanrikisráðherra, að fall
S-Vietnams, mundi hafa víðtæk
áhrif um allan heim. Hvatti hann
frjálsar þjóðir heims til að gera
sér engar grillur um að hægt væri
að öðlast frið og öryggi með samn-
ingum við kommúniskar ríkis-
stjórnir.
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra Danmerkur, sagði eftir fall
Annar Kýpurfundur í Vín
war*»s ena
by peter arr.ett
ap special correspondent
saigon (ap) - in 13 years of coverlng tne vietnarr war, i never
dreaned it would eno the way it did at roon today.
i thought it rnight nave enöed véith a political deaL Like in Laos
even an armageödon-type battLe to the finish with the city Left ir
ruins Like in worLd war ii in europe.
but a totaL surrender, foLLowed a short two hours Later with a
cordiaL mezoing in the assoclated press office in saigori with an
arrred and battLegarbed north vletnamese and his aide—and over a u.s
coLa drink and pound cake, at that?
that is how the vietnam war ended for me on wednesday,
lt ended unexpectedLy for others, aLso. a part-tirre ac
interpreter had been trying desoerateLy to escace what he beLieved
wouLd be an immediate bLoodbath.
1A38g 30 acr 75
*fö
Sambandið rofn-
aði í miðju skeyti
FRÉTTASKEYTIÐ, sem
sýnt er hér að ofan, er
byrjunin á skeytasend-
ingu frá hinum kunna
fréttamanni Associated
Press-fréttastofunnar,
Peter Arnett, sem sent
hefur fréttir frá S-
Víetnam sl. 13 ár. Sam-
bandið við Saigon rofnaði
skömmu eftir að Arnett
hafði byrjað sendingu
sína um kl. 11.00 að ísl.
tíma og hefur ekkert
heyrzt frá Arnett síðan.
Hér á eftir fer það sem
hann sendi.
Saigon (ap) eftir Peter
Arnett.
Þau 13 ár, sem ég hef
fylgzt með stríðinu í S-
Vietnam, hvarflaði aldrei
að mér, að stríðinu lyki á
þann hátt sem það gerði
um hádegisbilið i dag. Ég
lét mér koma til hugar,
að því myndi ljúka með
stjórnmálalegum samn-
ingum, eins og stríðið í
Laos, eða jafnvel að bar-
izt yrói til síðasta manns,
eins konar ragnarök og
að borgin yrði ein rjúk-
andi rúst eins og kom fyr-
ir í he’msstyrjöldinni síð-
ari í Evrópu.
Hvað sjálfan mig snert-
ir, lauk stríóinu með því
að tveimur klukkustund-
um eftir skilyrðislausa
uppgjöf stjórnarinnar
sat ég í skrifstofu minni
og átti kurteislegar sam
ræður við vopnaðan og
bardagabúinn N-
Vietnama og aðstoðar-
mann hans yfir kók-
flösku og sandkökusneið.
Furðulegt.
En stríðinu lauk óvænt
fyrir ýmsa aðra, lausráð
inn túlkur hjá AP hafði
örvæntingarfullur reynt
að flýja, að hans mati
óumflýjanlegt blóðbað. ..
Saigon-stjórnarinnar, að uppgjöf
hennar væri bezta lausnin úr því
sem komið væri. I Stokkhólmi var
engin opinber tilkynning birt um
uppgjöfina en sagt, að stjórnin
undirbyggi viðurkenningu á
bráðabirgóabyltingarstjórninni.
— Storkurinn
Framhald af bls. 2
vilja skýra blaðinu frá því, að
hann hefði þá fyrr um morgun-
inn talað við trúverðugan
mann austur undir Eyjafjöll-
um, sem milli kl. 8—9 um
morguninn hefói séð storkinn
„einhversstaðar undir Eyja-
fjöllum" eins og það hét á
stríðsárunum þegar ekki var
leyfilegt af öryggisástæðum að
greina nánar frá. — Já, ég fæ
um þetta skýrslu að austan.
Storkurinn virtist vera friskur
og óbugaður þrátt fyrir kulda
og storma.
Utvarpið flutti þessa frétt i
hádeginu i gær. Strax og frétt-
in hafði birzt byrjuðu sim-
hringingar til dr. Finns og hon-
um tilkynnt um storka og jafn-
vel marga storka. Mér virðist
vera komin í málið einhver
hystería. — Og jafnvel að allir
hegrar séu orðnir að storkum,
sagði dr. Finnur. Hann kvaðst
ekki vilja annað segja um
fregnina af dauða storkinum
sem varðskipsmennirnir sögðu
frá að hann væri viss um að
þar væri um misskilning að
ræða. Ég hefi aldrei vitað um
nema einn stork í landinu og
hann er enn á lifi, sagði dr.
Finnur.
Markús bóndi og söðlasmió-
ur á Borgareyrum, fréttaritari
Mbl., sagði blaðinu í gær, aó
hann hefði í fyrsta skiptið séð
storkinn laust eftir hádegi í
gær, þar eystra á því svæði
sem storksins hefði orðið vart
fyrst fyrir um 2—3 vikum.
Hann flaug þá skammt frá
Markúsi sem var með barna-
börnum sinum, og var í aðeins
svo sem 10 m. fjarlægð. Hann
flaug knálega þessi stóri fugl.
1. maí kaffi
í 1. maí kaffinu í Iðnó verða á boðstólum
fjölbreyttar veitingar svo sem smurt brauð,
pönnukökur, rjómatertur, flatkökur og margs
konar kökur aðrar. Fögnum 1. maí og drekkum
hátíðarkaffi i Iðnó. Húsið opnað kl. 2.30.
1. maí nefnd KA