Morgunblaðið - 01.05.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 01.05.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Ufgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Á hátíðisdegi verkalýðsins L aunþegar koma saman í dag á hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, við erfiðari aðstæður í efna- hags- og kjaramálum en oftast nær áður. Vegna ytri áfalla á síðasta ári urðu kjarasamningarnir, sem gerðir voru í febrúar 1974, óraunhæfir með öllu. Vió þessar erfiðu aðstæður hef- ur meginverkefnið á liðn- um vetri verið það aó treysta stöðu láglauna- fólksins, halda atvinnufyr- irtækjunum gangandi og greiða fyrir kjarasamning- um til þess að tryggja vinnufrið. Engum blandast hugur um, að verulegur ár- angur hefur náóst í þessum efnum. í ávarpi fulltrúaráós verkalýðsfélaganna í Reykjavík er sú krafa sett fram, að kjarasamningarn- ir, sem gerðir voru á síð- asta ári, taki gildi á ný og sú rikisstjórn, er hindri framgang þessarar kröfu, eigi að vikja. Þetta gerðist þegar á sl. sumri. Vinstri stjórnin bannaði með bráðabirgðalögum greiðslu visitöluuppbótar á laun og lagði ennfremur með lög- um bann við því aó kaup sjómanna hækkaði. Vinstri stjórnin stefndi einnig aö þvi að afnema allar kaup- hækkanir, sem samið hafði verið um í febrúar 1974 og færu yfir 20%. Sú ríkis- stjórn, sem fulltrúaráð verkalýðsfélaganna krefst nú að víki, féll í raun réttri fyrir ári, þegar forseti Al- þýðusambandsins sagði af sér ráóherraembætti en hún fór frá eftir ósigur í kosningunum í júni sl. Frá því í lok ágúst hefur núverandi ríkisstjórn með margháttuðum aðgerðum unnið að því aó halda at- vinnulífinu gangandi og þaó hefur tekizt. Ríkis- stjórnin lýsti því þegar í upphafi yfir, að við þær hrikalegu aðstæður í efna- hagsmálum, sem þegar voru komnar upp á sl. sumri, væri útilokað að bæta þá kjaraskeröingu, sem orðin var, með al- mennum launahækkunum. Á hinn bóginn tók forsætis- ráðherra afdráttarlaust af skarið um það, að brýna nauðsyn bæri tii að bæta kjör þeirra, er við erfiðast- ar aðstæður byggju. í framhaldi af þessari yfir- lýsingu setti ríkisstjórnin lög um launajöfnunarbæt- ur í stað verðlagsuppbótar- innar, sem vinstri stjórnin hafói bannað. Með þvi að fyigja fram þessari stefnu hefur ríkisstjórninni tekizt að draga úr launamismun að nokkru leyti, en það er meira en verkalýðshreyf- ingunni hefur auðnazt að ná fram á undanförnum ár- um, þrátt fyrir góðan vilja og ákveðnar yfirlýsingar þar að lútandi. Til þess að greiða fyrir bráðabirgðasamkomulagi í kjaramálum ákvað ríkis- stjórnin ennfremur að beita sér fyrir umtalsverð- um skattalækkunum. 1 framhaldi af því fyrirheiti hafa nú verió samþykkt lög á Alþingi, er fela í sér um- talsverða lækkun tekju- skatta og útsvara. Þessi skattalækkun er fyrst og fremst við það miðuð, að hún komi þeim helzt að notum, er hafa lágar tekjur og fyrir stórum fjölskyld- um að sjá. Þá hafa á grund- velli sömu laga verið ákveðnar allverulegar tolla- og söluskattslækkan- ir. Margar matvörutegund- ir lækka því allverulega i verði nú eins og brauðvör- ur, grænmeti, ávextir og kaffi. Þegar meta á þróun kjaramálanna að undan- förnu verða menn að líta á þessar staðreyndir í heild sinni vilji þeir fá rétta mynd af því, sem gerzt hef- ur. Hitt dylst engum, að um leið og þjóðarbúið í heild hefur orðið fyrir svo miklum áföllum, sem raun ber vitni um, hafa lifskjör alls almennings versnað. Frá því á fyrri hluta síó- asta árs hefur kaupmáttur útflutningstekna þjóðar- búsins rýrnað um 30%. Engum heilvita manni get- ur dottió í hug að við slík umskipti sé unnt að bæta lífskjörin, þau hljóta þvert á móti að versna. Það er ekki unnt að bæta lífskjör- in meó fundarsamþykktum eða kjarasamningum, sem ekki eiga stoð í aukinni verðmætasköpun og aukn- um þjóðartekjum. Nú hefur verió gert bráðabirgðasamkomulag á vinnumarkaðinum og það tekur að verulegu leyti mið af þeim erfiðu aðstæðum, sem þjóðin býr við. Einn þátturinn í þessu sam- komulagi eru þær skatta- lækkanir, sem ríkisstjórnin hefur nú beitt sér fyrir. Framundan eru samninga- viðræður um nýtt visitölu- kerfi. Mikils er um vert að samkomulag náist um þetta efni, enda allir aðilar á einu máli um, að fyrra kerfi var í verulegum atr- iðum óraunhæft. Hrafn Gunnlaugsson skrifar: Ljós og skuggi „Þegar kvikmyndatökumaður- inn sniður myndina, ákveður sjón- arhorn og hlutföll, verður hann alltaf að spyrja sjálfan sig: hvaða hlutverki gegnir þetta skot fyrir at burðarásina. hvað segir það. Kvik- myndatökumaður sem hugsar fyrst um snið myndarinnar, áður en hann leitar að hinu frásögulega inntaki sem myndinni er ætlað í efnisþræðinum, er slæmur kvik- myndatökumaður. Þess vegna á kvikmyndatökumaður sem vill ná árangri við gerð einnar myndar, að kynna sér handritið út I æsar. Hann verður að sjá fyrir sér at- burðarásina I samfelldum mynd- um og setja nákvæmlega niður fyrir sér hvað hvert og eitt skot segir, hvað sé inntak þess. Þegar hann hefur áttað sig fyllilega á þvi og beygt hugsun sina undir efnið, þá fyrst er kominn timi til að sniða myndina, velja sjónarhorn, vélar- hreyfingu, linsu et cetera. Góður kvikmyndatökumaður sem rekst á fallegt snið hafnar þvi umhugs- unarlaust ef það hefur ekki þýð- ingu fyrir efnið. — Þegar ég segi góður kvikmyndatökumeður, miða ég að sjálfsögðu aðeins við mina eigin skoðun og aðferð, en ég held að sá sem öðlast verulega reynslu i kvikmyndatöku komist alltaf að þessari sömu niðurstöðu: spyrðu fyrst um þau skilaboð sem eiga að búa i skotinu, síðan um myndsniðið. Sama má segja um Ijósið. Lýsing vegna lýsingarinnar á ekki heima í kvikmynd, lýsingin verður að fylgja efni handritsins." Þannig fórust Sven Nykvist m.a. orð þegar hann bauð okkur velkomna, sex manna starfshóp, sem hann veitti forystu á vegum Dramatiska Institutsins i Stokk- hólmi dagana 12.—15. apríl. Hlutverk hópsins var að gera verk- legar tilraunir með Ijósaútbúnað við kvikmyndatöku og notkun Ijóss sem listræns meðals i kvik- mynd, um leið og ætlunin var að ræða um tengsl og samskipti kvik- myndatökumannsins og kvik- myndaleikstjórans. Við hittumst i einum af upp-| tökusölum sænska Filmuhússins klukkan 9 að morgni laugardags- ins 12. apríl. „Mig langar til að byrja á þvi að fjalla litillega um nokkur atriði úr fyrstu kvikmyndum sögunnar sem notuðu Ijósið sem listrænt meðal. Ég hef spilað þessi atriði inn á myndsnældu (videokasset) svo við getum skoðað það núna strax, en síðan ætlast ég til að við sviðsetj- um þessar sömu senur hér i upp- tökusalnum, til að við sjáum svart á hvitu hvaða breytingar hafa átt Sven Nykvist (fæddur 1 922) er I hópi færustu kvik- myndatökumanna okkar tíma. Hann hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir kvik- myndatöku sína og hlotnað- ist Oskarsverðlaunin á sið- asta ári fyrir myndatökuna í Hvisl og hróp sem Ingmar Bergman leikstýrði. Síðasta mynd sem sýnd var hér á landi, tekin af Nykvist, var Töfraflautan i leikstjórn Berg- mans sem islenzka Sjónvarp- ið flutti um páskana sér stað i notkun Ijóssins og hvar kvikmyndarýmið er statt i dag i samanburði við þessar myndir." Myndirnar sem Nykvist hefur valið atriði úr ná frá mynd Stillers, Ingeborg Holm, fram til Citizen Kane eftir Orson Wells. „Það skemmtilega er, að þvi þjálfaðri sem kvikmyndatökumað- ur verður og þvi reyndari leik- stjóra sem hann vinnur með, þvi meir leita báðir að einfaldleikan- um; einfaldleika sem býr i forminu sjálfu, kvikmyndinni sem mynd. Maður reynir að komast hjá mynd- vixlun (klippingu á milli ólíkra myndstærða i sömu senu) i lengstu lög, og reynir að láta leik- inn búa í heilli fastri mynd; klipp, myndvélarhreyfingar, aðdráttur og keyrslur sem hafa ekki frásögu- legt gildi fyrir efnið, gera ekkert annað en að trufla. Myndvixlun frá einu andliti i annað, eða frá einu sjónarhorni i annað, bara til að skipta um mynd, er út i hött. Kauðskasta myndataka sem ég sé, er þegar hvert einasta andlit sem opnar munninn er elt uppi, og svo að segja hver setning mynduð eins og um framburðarkennslu væri að ræða. Oft er miklu áhrifa- meira að mynda þann sem hlustar en þann sem talar. Maður á aldrei að rjúfa mynd nema fyrir því séu gildar efnislegar ástæður. Einhver algengasti galli flestra kvikmynda sem við sjáum i dag, er þessi hamagangur með myndavélina og myndina, einungis til að hægt sé að víxla frá einni mynd yfir i aðra. Ef við skoðum hins vegar mynd eins og Ingeborg Holm sjáum við að gengið er út frá einni ákveðinni heilmynd (myndrými) sem er lýst með leik innan myndrýmisins i huga. Það er leikið i myndinni og myndin ekki rofin nema atburða- rásin eða ákveðin skilaboð krefjist þess. Niðurstaðan verður sú að hvergi myndast togstreita milli leiks og myndar. Þetta er sú kvik- mynd sem ég hef tekið mér æ meir til fyrirmyndar á siðari árum. Bæði i Svipmyndir úr hjónabandi og i Töfraflautunni hafði ég þessa mynd stöðugt i huga. Það var Ingmar Bergmann sem benti mér upphaflega á Ingeborg Holm, og ég veit að hún hafði afgerandi áhrif á þróun hans sem kvik- myndaleikstjóra. — Auðvitað sjá- um við ótal galla i þessari mynd, en grundvallar stefnan er rétt — og lýsingin miðuð við heildar- myndina, sem á alltaf að vera fyrsta boðorð hvers kvikmynda- tökumanns." Nykvist stillir upp lýsingunni á nokkrum innisenum úr Ingeborg Holm. Hann byrjar á þvi að velja ákveðinn Ijóskastara fyrir útiljósið sem á að koma inn um gluggann. Þegar hann er orðinn ánægður með Ijósspeglun gluggans sem flæðir inn á gólfið, byrjar hann að stilla upp öðrum Ijóskösturum. Reglan er að Ijósið inn um glugg- ann á að vera tveim Ijósopum sterkar, jafnvel þrem. Nú er lýs- ingin orðin nákvæmlega eins og i senunni í Ingeborg Holm. Það er auðvelt að bera saman myndina af snældunni sem situr kyrr á lausum sjónvarpsskjá og myndina úr sjón- varpsupptökuvélinni. „Hér vil ég gera eina breytingu. Veggirnir I þessum gömlu mynd- um voru oftast notaðir sem endur- speglar fyrir Ijóskastarana til að ná fram jafnri heildarlýsingu i myndrýminu, þess vegna virðast þeir svo flatir og dauðir I mynd- inni. Aðgengilegast er að setja smjörpappír fyrir loft og hliðar- kastara og skyggja niður veggina, þá fáum við aukna dýpt i mynd- ina. Einnig er hugsanlegt að snúa kösturunum við og láta álpappir endurkasta liósinu. — En maður Framhald á bls. 28 O J - Stundir með kvikmyndatökumanninum Sven Nykvist — 1. grein Sven Nykvist: Ég set smjörpappír á ramma, sem ég hengi i loftið og lýsi síðan i gegnum til að ná fram jafnri hlutlausri lýsingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.