Morgunblaðið - 01.05.1975, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.05.1975, Qupperneq 37
37 Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 11.30. frá mánudegi til föátúdags. 0 Herferð gegn reykingum Halldór Finnsson í Grundar- firði skrifar: „Mér finnst ástæða til að flytja „samstarfsnefnd gegn reyking- um“ þakklæti fyrir áróðursher- ferð í fjölmiðlum til að vekja athygli fólks á skaðsemi reykinga og sérstaklega á því hversu reyk- ingafólk er tillitslaust og sjálfum- glatt þegar um sígarettuna er að ræða, þótt það sé hið kurteisasta fólk þar fyrir utan. Þar á ég t.d. við tillitsleysi gagnvart þeim, sem ekki reykja, t.d. í rútubflum, bið- stofum og víðar. Svona fer fyrir óráðsíumönnum, hvort sem þeir reykja eða ekki. Mér finnst það heyra til undan- tekninga ef fólk spyr að því hvort það megi reykja þar sem það er statt. Ég verð t.d. að segja fyrir mig, að mér finnst það nokkuð frekjulegt af fólki, sem kemur inn til min og sezt á móti mér við skrifborðið, að það er oft og tíðum þess fyrsta verk að taka upp sigarettu og kveikja í henni, án þess að nefna það við mig, hvort mér sé illa við þetta. Eins veit ég um fólk, sem reynir að komast hjá því að ferðast með rútubilum, vegna þess hve mikið er reykt í þeim. Ég vil svo itreka þakklæti mitt til þeirra, sem standa fyrir auglýsingaherferð- inni gegn reykingum. Þetta hefur ábyggilega haft áhrif. Halldór Finnsson." % Um daginn og veginn Þorkell Hjaltason skrifar: „Sjaldgæft er að heyra ræðu- menn er tala um daginn og veginn i útvarpi flytja mál sitt á jafn raunsæjan og öfgalausan hátt og Kjartan Sigurjónsson, kennara i Reykholti, en erindi hans var út- varpað 21. apríl sl. borgar sig að brjóta heilann um hver bréfritari er. En hann fékk því til ieiðar komið sem hann ætlaði sér. Jafnskjótt og ég gat lagði ég af stað heimleiðis og þið getið verið viss um það að ég myrti Tommy Holt all mörgum sinnum á heimleiðinni. Og samt... ef ég á að vera hrein- skilinn ... veit ég ekki hvort ég hefði getað myrt hann með köldu blóði. Ég hefði sennilega lamið hann sundur og saman og siðan sleppt honum. En ... svo gerðist dálítið annað.... Það var meira raddblærinn en dulin merking orðanna, sem varð þess valdandi að um mig fór kald- ur hrollur. Hvað var það sem þessi maður með tryllingslegt augnaráðið ætlaði að segja okkur? — Klukkan var hálfellefu þegar ég lagði bílnum niður við veginn og hraðaði mér heimleiðis. Lou var ekki heima og ég varð alveg viti mínu fjær ... ég hafði ekki hugmynd um að hún væri í þessari afmælisveizlu hjá vin- konu sinni. Ég beið um það bil hálfa klukkustund, ég fór að taka upp úr töskunum til að dreifa huganum, en svo gat ég ekki af- borið að vera þarna einn með grunsemdir minar. Ég ákvað að MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Þykist ég vita, að margir vildu fá meira að heyra frá honum i svipuðum dúr síðar meir. Því er ekki að leyna, að kröfur hinna ýmsu launþegahópa er hæst hafa látið nú að undanförnu um hærri laun, geta vart talizt raunhæfar, þegar tillit er tekið til þess ástands, sem nú er ríkjandi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Raunar má hið sama segja um flest lönd hins vestræna heims. Þar er beinlínis víða hægt að tala um kreppuástand. A meðan hin lélegu viðskiptakjör Islendinga við útlönd haldast, þá er alls ekki raunhæft að launþegar almennt geri meiri kröfur á hendur at- vinnuvegunum en þeir geta með góðu móti borið. Þar gildir hin gullna regla um að allt verður að bera sig, og að aldrei má eyða meiru en aflað er. Það sjónarmið mun öllum reynast farsælast I framkvæmd. En ef ekkert er skeytt um slíka hluti þá kann að vera skammt i efnahagslegan fellibyl, er engu þyrmir, sem fyrir verður. Vonandi þurfum við ís- lendingar engu að kviða I þessum efnum, ef kröfugerðum verður stillt i hóf og vinnufriður helzt i landinu. # Þegar Bjarni skammaði vinstri stjórnina „Já, það er nú það,“ var stund- um orðtak Bjarna Guðnasonar fyrrverandi alþingismanns þegar hann var að hrella vinstri stjórn- ina með skeleggum skammar- ræðum um getuleysi hennar og fjármálaóreiðu. Þetta heyrir sög- unni tii, en afleiðingar þeirrar óreiðu eru enn fyrir hendi. Það hefur komið fram i fréttum fjölmiðla að efnahagslegt neyð- arástand riki á mörgum heimilum i landinu vegna hinnar miklu dýr- tiðar, já, það sé jafnvel svo, að fólk hafi vart til hnifs og skeiðar, vegna ört minnkandi kaupmáttar launa. Nú neitar því enginn að dýrtiðin er langt úr hófi fram og hefur svo verið lengi, eða allt frá árinu 1971. En hvernig vilja menn þá útskýra hina miklu kaupgetu, sem nú virðist vera hjá almenningi, a.m.k. þegar um er að ræða kaup á vinföngum. Dagblöð- in hér i Reykjavík skýrðu frá því i vetur, að á einum útsöludegi áfengisverzlunarinnar hefðu þrjár vínbúðir hér í borg selt vín- föng fyrir 6,2 millj. króna. Ekki er tímabært að tala um neyðarástand meðan svo rik kaup- gleði ríkir hjá viðskiptavinum vinbúðanna. Það má einnig benda á, að um flestar helgar eru allir veitinga- og skemmtistaðir borgarinnar þéttsetnir fólki og sem betur fer virðast engir fjárhagsörðugleikar spilla gleðinni eða vera þéssu fólki fjötur um fót á nokkurn vkhátt. Fyrst og siðast skal takmarkið vera að njóta stund- arinnar meðan hún varir. Gleð- innar bikar skal teygja i botn. Veitingastaðirnir' eru svo orðnir 2,5 til 3 milljónum ríkari þegar hið lífsglaða fólk hverfur á brott. Þessar lífsvenjur hljóta að draga dilk á eftir sér, og fólk, sem temur sér slíka lífshætti að staðaldri get- ur átt á hættu varanlegt heilsu- tjón, sé ekki stungið við fótum og hollari lífsvenjur upp teknar. Það getur hver einstaklingur sjálfur gert ef hann vill beita sig þeirri sjálfsögun, er til þarf og óbugaður viljastyrkur er fyrir hendi. „Vilji er allt, sem þarf.“ Þorkell Hjaltason." 0 Farsæl stefna í kjaramálum Hér er bréf, sem eiginiega er í beinu framhaldi af þvi, sem á undan er, en bréfritari er Einar Mýrkjartansson: „Of mikils misskilnings hefur gætt undanfarið varðandi stefnu stjórnvalda og gerðir verkalýðs- forystu á þessum erfiðu timum. Þvi vil ég segja, að þessi stefna stjórnvalda nú, að leggja áherzlu á kjarabætur til handa hinum lægstlaunuðu I þessu formi en forðast beinar, kauphækkanir er einmitt hárrétt þegar erfiðir tímar eru eins og nú. Á uppgangs- timum og aðeins þá geta kaup- hækkanir orðið varanlegar og raunhæfar. Nú munu allar kaup- hækkanir aðeins gagna skamman tíma og velta út í verðlagið og eyðast vegna aukinnar þenslu, sem er aðalorsök hinna tíðu gengisfellinga. Það er þetta, sem okkar þjóð hefur oft farið flatt á mörg und- anfarin ár. Vanhugsaðar kröfur á kröfur ofan I formi hærri og hærri krónutölu leiða ekki af sér raunhæfar kjarabætur. Það er tími til kominn að draga saman seglin þar sem fjárlög svo litillar þjóðar eru löngu orðin of há. Þess verður þó að gæta, að allir búi við mannsæmandi kjör til að lifa af svo lengi, sem kostur er. Því miður skilja ekki allir, að forðast beri beinar kaup- hækkanir. Því hafa margir deilt á verkalýðsforystuna og sakað hana um linkind í baráttunni. Þetta er á misskilningi byggt, þvi að hér hefur ráðið aukinn skilningur á réttri stjórnarstefnu annars vegar og slæmri stöðu þjóðarbúsins hins vegar. Nú er sagt, að síðustu kjara- samningar dugi ekki nema fram eftir sumri. Þó finnst mér að ekki þurfi að koma til samningaþófs aftur né verkfalla, heldur eigi að afnema allan söluskatt á nauðsynjavörum og fella þessa kjarabót inn í samninga. Sem sagt hafa þetta samningsatriði eins og annað svipað, s.s. láglaunabætur og skattalækkanir. Við stjórnarsinnar og vonandi flestir aðrir vonum að hægt verði að komast hjá gengislækkun og rétta við gjaldeyrisstöðuna. Aðgerðir miðast helzt við það og að viðskiptakjör þjóðarinnar batni svo á næstunni, að hægt sé að rétta við á ný. Þá verður um sjálfkrafa hags- bætur öllum til handa að ræða. Einar Mýrkjartansson.“ COSPER Heyrðu kunningi, þetta er f þriðja skiptið sem skeggið festist f rúlettunni. — Komi það aftur fyrir kasta ég þér á dyr. íbúöarhappdrætti Handknattleikssambands íslands Dregið l.maí Vinningur 2ja herb. íbúð í Breiðholti. Sendum miða út um allan bæ. Sími 85422. Sölubörn óskast Komið á skrifstofuna i Laugardal eða hringið 85422. Styðjum Landslið íslands G. Porsteinsson og Johnson Ármúla 1, sími 85533. Hin vinsæla sambyggða trésmíðavél frá DELTA 4" afréttari og 9" sög til afgreiðslu strax. QJAiD1 „Championship" golfsett á ótrúlega hagstæðu verði GLÆSILEGT VERBTILBOB útsöluverð: V2 golfsett m/poka aðeins KR. 20.268 Útsölustaðir:-------— Reykjavik: Verzl. Útilíf, Glæsibæ Vesturröst, Laugavegi 1 78 Verzl. Sport, Laugaveg 1 3 Akureyri: Sportvöruverzl Brynjólfs Sveinssonar Seifoss: Verzlun H.B. Siglufjörður: Gestur Fanndal Akranes: Verzlunin Óðinn Húsavík: Bókaverzl. Þórarins Stefánssonar Vestmannaeyjar: Miðhús s.f. Höfn Hornafirði: Kaupfélag Á-Skaftfellinga Keflavfk: Kaupfélag Suðurnesja (vinnufatabúðin) Ólaíor Gíslason.»ki Sundaborg Sími 84800 _________I-----------------J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.