Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 11 # Aurarnir fara, málverkið blífur „Ég er nú meðal annars að reyna að veita fólki einhverja innsýn í eðli þessara strauma og þessara tíma með sýningunni hér á Loftinu. Margir vita ekki hvað Septembersýningin var. Ég vona að sjálfsögðu að sem flestir notfæri sér það tæki- færi. En ég hef ekki hugmynd- um í hvaða jarðveg þessi sýning fellur núna hjá almenningi og gagnrýnendum. Það þarf að skoða hana frá vissu sjónar- horni, þ.e. sem sögulega sýn- ingu. Og ég er vissulega mjög spenntur eftir að sjá reaksjón- irnar.“ Að fara út í þessa sýn- ingu er fyrir mig nákvæmlega eins og að setja troll i sjó án þess að hafa fisksjá. „Þar að auki hef ég sjálfur haft mjög gott af að endurnýja kynni min af þessum myndum. Maður fær nýja hugmynd um sjálfan sig og sér þennan tíma í nýju ljósi. Það hlýtur að vera gott fyrir listamann að geta gert sér grein fyrir stöðu og þróun sjálfs sín á nokkuð hlut- lausan máta.“ „Ég get svo heldur ekki neit- að þvi að ég er í leiðinni að hlusta eftir þvi hvort nokkuð hafi breytzt í okkar mannlifi síðan Septembermoldviðrið þyrlaðist upp. Og ég verð að segja það, að manni hefur dott- ið i hug vegna ýmissa atburða að undanförnu að ekkert hafi breytzt." „En sjálfsagt er þetta óðs manns æði að vera að halda sýningu á svona verkum á þess- um verðbólgutímum. Ég tók ekki ákvörðun um það fyrr en i morgun að setja verð á þessar gömlu myndir mínar, en það er enn að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að láta þetta fara. Hér eru myndir frá 30.000 krónum og upp i 250.000 krónur. Þá dýrustu, „Uppstillingu", verð- lagði ég á 1700 krónur á Sept- embersýningunni ’48. Til sam- anburðar get ég sagt að ’48 kost- aði landbúnaðarjeppi um 7500 krónur, en kostar nú á 13. hundrað þúsund. Ég á áreiðan- iega eftir að sjá síðar meir eftir þvi að hafa selt þessar myndir. Maður verður að visu að hafa eitthvað upp í kostnað, en hitt er ljóst að aurarnir hverfa á meðan málverkið blifur.” £ Póesían í myndlistinni „Mjög litið af þessari sýningu myndi falla undir abstraksjón. Þessar myndir eru hins vegar fyrirboði þess sem hefur ver- ið kallað nonfígúratíf abstrak sjón og ég málaði í allmörg ár, og eimir enn eftir af myndum mínum i dag. í myndunum á sýningunni held ég að sé engu að siður íslenzk litatilfinning fremur en útlenzk, frönsk eða bandarisk.” „Auðvitað mála ég nú gjör- ólíkar myndir. Ég hef þokazt nær raunveruleikanum á ný i málverkinu. Ég verð með sýn- ingu nú í sumar á verkum sem ég hef verið að mála og á ef til vill eftir að mála. Hún verður í Þrastarlundi. Þar eru ungir menn sem eru að reyna að byggja upp einhvers konar menningarmiðstöð fyrir byggð- arlagið, og þar er nú sýning á verkum Jóhannesar Geirs. Þær myndir sem ég sýndi í Norræna húsinu í september í fyrra eru nálægt þessu sem ég er að fást við núna. Þetta eru myndir sem eru nær náttúrunni en min fyrri verk, eru eins konar með- alvegur milli hins fígúratifa og non-fígúratífa. Öll myndlist er abstrakt og öll myndlist er fígúratíf. Þetta er allt samrofið. En ef hún er t.d. eintóm pólitik fer hún til fjandans. Það er póesía í allri góðri myndlist. Og það erfiðasta í allri myndlist er að halda aftur af sjálfum sér, vera í andstöðu við sjálfan sig. I málverkinu er maður ekki að rífa kjaft við náungann, heldur við sjálfan sig. Ef svo er ekki verður myndin aðeins dautt handverk." % Lifibrauð, skít- verk og list „Nei, ég hef ekki lifað af mál- verkinu. Ég hef verið í ferða- mannabissnissnum lengi, verið mikið á Grænlandi á sumrum, og í alls kyns tiifallandi dóti. Nú, og svo hef ég skrifað mynd- listarkrítik í Morgunblaðið í næstum þvi 25 ár. Jú, það er vist áreiðanlega rétt, að það þótti firra að myndlistarribb- aldinn skyldi fara að gagnrýna aðra málara. Um tima varð allt vitlaust ef ég svo mikið sem drap niður penna. Og enn I dag eru skoðanir mínar i þeim efn- um víst æði umdeildar. Það er afskaplega erfitt að skrifa krít- ík á Islandi, þvi að það þýðir ekki að skrifa krítik nema maður hafi skoðanir. Annars er þetta svo fyrir- litlegt að það bezta sem mað- ur getur gert er að fara út og hengja sig. Ég hef alltaf sagt hreint út skoðun mina eins og hún var hverju sinni. Hitt get ég viðurkennt að skoðanir min- ar hafa oft breytzt, og mér hef- ur stundum skrikað fótur. En það sem ekki má gerast i allri kritík er að vera hræddur við að móðga vini eða frændur. Mér hefur stundum þótt gaman að skrifa krítik ef eitthvað hef- ur verið á ferðinni sem mér hefur þótt fengur i. En þetta er lika búið að vera leiðinlegt þras. Einhver verður að gera skitverkin og þau dæmdust á mig. Krítík verður engu að sið- ur að vera til. Hún er nauðsyn- leg, en verður að byggjast á Framhald á bls. 35 „Uppstilling“: Kr. 250.000 í dag; 1700 í september 1948. Ólafsdóttir: „Sprenglærður fata- hönnuður 1 sjónyarpsþætti,, Mér leiðist að þurfa að svara opinberu skítkasti, en þar sem skrif Þórhalls Arasonar um mig i Morgunblaðinu 14. maí s.l. hafa ekki við rök að styðjast, er ég fús að leiðrétta staðhæfingar hans. Ekki er maðurinn vandur að heimildum fyrir því, sem hann lætur birta eftir sig opinberlega. Hann lætur sér nægja það, sem honum „hefir verið sagt“ um viðkomandi sjónvarpsþátt og leyf- ir sér að fara rangt með um okkar stuttu simaviðtöl. Klaufalegt, að lýsa því yfir i byrjun greinarinnar, að hann hafi ekki séð sjónvarpsþáttinn. Sá, sem hefir sagt Þórhalli, að ég hefði staðhæft að íslenskir fataframleiðendur hefðu ekki notað fatahönnuði, hefði átt að hlusta betur, og einnig sá sem telur, að ég hafi fullyrt að ekki hafi verið leitað til mín um að- Stoð. En ég get sagt Þórhalli, að for- stjóri Alafoss h.f. Pétur Eiriksson hefur enn ekki „reynt að fá mig til skrafs og ráðagerða um hönn- unarmál,” svo ekki er að vænta árangurs þar. Þórhallur „þyrfti greinilega að kynna sér þessi mál betur, áður en hann tjáir sig næst.“ Satt er, að Þórhallur hringdi i mig til mín á vinnustað i október 1974 og vildi fá mig til viðræðna um hönnun. Ég var þá þegar i starfi, sem krafðist allra starfs- krafta minna um þetta leyti auk þess sem „góða konan“ var að fara af landi brott um tíma. Því fór svo, því miður, að ég gat alls ekki farið til viðtals við Þórhall umsaminn dag. Ég reyndi að ná sa'mbandi við hann, til þess að boða forföll mín, en án árangurs. En Þórhallur „hafði upp á mér eftir heimkomuna”, var ekki um nein loforð að ræða. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vinna með þeim. Ég sagði honum aðeins sem var, að ég hefði áhuga á því, en ég sæi mér ekki fært að geta sinnt því sem skyldi, fyrr en eftir áramótin. Hann brást illa við því og sagði, að svo væri málum háttað, að eftir tíu daga kæmi ameriskur fatahönnuður til lands- ins og hugmynd sin væri, að ég væri þá búin að hanna 5—10 mod- el til að sýna ameríkumanninum og láta hann dæma og gagnrýna sem íslenska framleiðslu til að hann gæti siðan leiðbeint okkur. — Alls ekki afleit hugmynd, ef tíminn hefði ekki verið svo naum- ur. — Ég átti að visu að fá sauma- konu mér til aðstoðar. Ég tjáði Þórhalli, að ég væri vandvirkari en svo, að ég gæti lokið þessu á 10 dögum, auk þess sem ég gat þá einungis unnið að þessu utan venjulegs vinnutima. Þórhallur tók svari mínu afar illa og hreytti i mig, „að þá skyldi ég ekki vera að kvarta um það i blöóum, að ég hefði ekki vinnu”. Þar með lauk samtali okkar og ekkert mínnst á að við ræddum meira saman eða hittumst. En hvað það var sem Þórhallur gafst upp við, eða hvernig hann telur sig hafa fengið næga reynslu af „hinum sprenglærða fatahönnuði" er hans einkamál. — (afleitur kvilli meðal þeirra, sem minna hafa lært, að hafa minnimáttarkennd gagnvart þeim, sem hafa aflað sér meiri þekkingar) —. En við Þórhallur höfum ekki svo mikið sem rætt saman augliti til auglitis og hann hefur ekki séð mig vinna handtak við fatahönn- un, né kynnst neinu af þvi sem ég hef gert né heyrt eða séð hug- myndir mínar. Ég óska af heilum huga Þór- halli svo og öllum íslenskum fata- framleiðendum gæfu og heilla í starfi. Fríður Ólafsdóttir. Leiðrétting 1 Morgunblaðinu á fimmtudag var rangt með farið, að aðeins 130 tjöldum hafi verið tjaldað á tjald- svæðinu í Laugardal. Hið rétta er, að yfir einn sólarhring var tjald- að 130 tjöldum, en alls voru 4591 tjaldnætur og var fjöldi gesta um 10.100 og þar af flestir útlending- ar. Tjaldstæðiið var opið frá 30. maí—1. okt. Blaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Færeyjaferö er oðruvisi Fjöldi víöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, ferðast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um aö ferö til Færeyja sé öðruvisi en aörar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um að Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síðast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er líkaogekki siður tilvalin ferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavik og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. FLUGFÉLAG L0FTLEIDIR ISLAMDS Félög meö beint flug frá Reykjavík og Egilsstóöum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.