Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975
Hvítasunnukappreiðar Fáks:
Flest beztukappreiðahross
landsins mæta til leiks
HINAR ARLEGU Hvítasunnu-
kappreiðar Fáks þær 53. í röð
inni, fara fram n.k. mánudag,
annan í hvítasunnu á skeiðvelli
félagsins á Víðivöllum. Samtals
eru skráð um 80 hross tii
keppni í gæðingakeppni og
kappreiðum. Kappreiðarnar
hefjast kl. 14.00 með því að lýst
verður dómum gæðinga en
dómar þeirra fara fram í dag og
hefjast kl. 14.00. Erfitt er að
geta sér til um úrslit i hinum
ýmsu greinum því keppnis-
hrossin eru að miklum hluta
óþekkt.
Gæðingar keppa í tveimur
flokkum, alhliðagæðingar
keppa i A — flokki en klárhest-
ar með tölti keppa í B — flokki.
Fyrsti hestur í A — flokki
hlýtur til varðveislu farand-
bikar, sem þeir feðgar Daníel
Þórarinsson og Þorgeir
Daníelsson gáfu en annar og
þriðji hestur hljóta verðlauna-
peninga. I B — flokki hlýtur
fyrsti hestur farandbikar, sem
gefinn er af Goðaborg, annar og
þrióji hestur hljóta verðlauna-
peninga. Af hestum, sem keppa
í A — flokki má nefna Háfeta,
Halldórs Eiríkssonar, sem varö
annar í keppninni í fyrra og
Skúm, 6 vetra rauðan úr Skaga-
firöi, eign Halldórs Sigurðs-
sonar, en báðir þessir hestar
stóðu framarlega í gæðinga-
keppni á landsmótinu á Vind-
heimamelum s.l. sumar. I B —
flokki keppa 13 hestar og í
þeim hópi eru m.a. Demant,
Halldórs Sigurðssonar, sem
varð annar í þessum flokki í
fyrra, Glaöur eign Vals Júlíus-
sonar, sem lenti í öðru sæti i
firmakeppni félagsins í fyrra.
Af nýjum hestum má nefna
Kóp, 10 vetra, mójarpan,
ættaðan frá Fornustekkum í
Hornafirði, eign Harðar G.'Al-
bertssonar og stóðhestinn
Alvara frá Vatnsleysu, eign
Sigurlaugar Guðjónsdóttur.
1 hlaupunum hljóta þrjú
fyrstu hrossin verðlauna-
peninga. Til keppni í 250 m
skeiði eru skráð 11 hross. Og
eru í þeim hópi nokkrir þekktir
skeiðhestar og ýmsir þekktir
skeiðknapar koma þar einnig
við sögu. Fyrst má nefna Hvin,
Sigurðar Sæmundssonar, sem
sigraði á vorkappreiðum f’áks
og Gusts, þá keppir einnig
Máni, Sigurbjörns Eiríkssonar,
en hann sigraði á hvítasunnu-
k ippreiðunum í fyrra. Reynir
Aðalsteinsson, sem oft hefur
lagt margan góðan skeiðhest-
inn, kemur með nýjan hest
Sleipni, eign Gylfa Jónssonar.
Þá keppir hinn kunni skeið-
maður Sigurður Ölafsson á
hestinum Vafa, eign Erlings
Sigurðssonar. Frá Selfossi
kemur óþekktur hestur,
Hrimnir, eign Tryggva Sigurðs-
sonar.
I 250m unghrossa hlaupi
keppa 14 hross. og meðal þeirra
eru þrjú fyrstu hrossin frá vor-
kappreiðunum, Hreinn og Þór,
báðir eign Harðar G. Alberts-
sonar og Freydís, Arnar Þór-
hallssonar. Af nýjum hrossum
sem bætast í hópinn má nefna
Fjöður, 6 vetra, en eigandi
hennar Kristján Guðmundsson
i Hafnarfirði, hefur oft komið
með góð kappreiðahross til
keppni. Einnig mætir aftur
Reykur, Guðna Kristinssonar,
FJARÖFLUNARNEFND
kvenna I Fáki gengst um þessar
mundir fyrir happdrætti og
verður dregið I því í lok kapp-
reiðanna annan I hvítasunnu.
Þessa mynd tók Ijósm. IVHil. Sv.
Þorm. af hestinum, sem er
fyrsti vinningur í happdrætt-
inu. Hann er grár að lit, 6 vetra
og ættaður úr Eyjafirði, klár-
hestur með tölti. Aðrir vinning-
ar I happdrættinu eru ferð til
Italíu fyrir einn, að verðmæti
40 þúsund krónur og silfur-
búin svipa frá Halldóri Sigurðs-
syni, gullsmið.
Skarði. Hann veitti sigurvegar-
anum á vorkappreiöunum
harða keppni og varð þriðji í
fyrra.
Þrjú fyrstu hrossin í 350 m
stökkinu á vo: kappreiðunum,
mæta öll aftur til keppni á
þessu sprettfæri á mánudaginn.
En þau eru Sunna, Guðrúnar
Guðmundsdóttur, sem kom
skemmtilega á óvart og sigraði
þá, Loka, Þórdísar H. Alberts-
son og Geysir, Helgu Claessen.
I hópinn bætast nokkur hross
og má nefna tvö, sem setin eru
af þekktum knöpum, Baldur
Oddsson mætir til leiks með
Sóða, 10 vetra, leirljósan. Þessi
hestur hefur hlaupið áöur. Þá
mætir Trausti Þór Guðmunds-
son með óþekktan hest, Hroll,
ljósaskjóttan, eign Alla Rúts.
I 800 m stökkinu keppa ýmsir
kunnir hestar. Fyrst má nefna
Storm, Odds Oddssonar, sem
oft hefur sigrað á þessari vega-
lengd og gerði það m.a. á Hvita-
sunnukappreiðunum í fyrra.
Sörli, Reynis Aðalsteinssonar,
mættir einnig og er knapi, Að-
alsteinn Aðalsteinsson en Sörli
hlaut á síðasta ári afreksbikar-
inn í 800 m stökki. Breki,
Trausta Þórs Guðmundssonar,
og Þjálfi Sveins K. Sveinssonar,
sem háðu harða baráttu á vor-
kappreiðunum, sem lauk með
sigri Breka, mæta til leiks. Þá
er ekki ósennilegt að þeir Loft-
ur, Ragnars Tómassonar og Óð-
inn, Harðar G. Albertssonar
komi eitthvað við sögu. En
keppni ætti að geta oröið hörð í
þessu hlaupi en nokkuð kann
það að ráðast af því hverjir
lenda saman í riðlum. 1 800 m
stökki er enginn úrslitasprett-
ur.
í 1500 m brokki eru flest
hrossin óþekkt en þar mætir
sigurvegarinn frá vorkappreið-
unum Blesi, Valdimars Guð-
mundssonar. Alls keppa 5 hross
í brokkinu.
I samtali við þá Berg Magnús-
son, framkvæmdastjóra Fáks
og Guðmund Ólafsson, sem sæti
á í stjórn félagsins, kom fram
að það eru eindregin tilmæli
stjórnar Fáks, að knapar og for-
ráðamenn keppnishrossa hafi
keppnishrossin ætíð tilbúin um
leið og þau eru kölluð fram og
stuðli með þessu að líflegri og
skemmtilegri kappreiðum. Veð-
banki verður starfandi á svæð-
inu en úrslit í kappreiðum eru
oft æði óvænt og að sögn for-
ráðamanna Fáks, hefur upp-
hæð sú, sem veðjað er stundum
tífaldast. Hver veðmiði kostar
kr. 100.00. Kaffisala verður i
hinum nýja áfanga að félags-
heimili Fáks á Víðivöllum og
aðrar veitingar fást keyptar á
svæðinu.
Tekið skal fram að Vatns-
endavegur er lokaður annarri
umferð en að kappreiðasvæð-
inu meðan á kappreiðunum
stendur eða frá kl. 13.00. Eru
hestamenn sérstaklega beðnir
um að virða þessa lokun og
sinna gegningum og ferðum í
hesthús sín á öðrum tíma.
t-g-
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
Afbrigði í frímerkjum
1 þætti 3. þ.m. voru fri-
merkjasafnarar varaðir við að
byrja of fljótt að safna svo-
nefndum afbrigðum. Ekki var
þá unnt að minnast á það nán-
ar, við hvað væri átt með orðinu
afbrigði. Raunar býst ég við, að
flesta lesendur renni grun í
merkingu orðsins og það, sem í
því því felst. Segja má, að hug-
takið afbrigði sé allteygjanlegt.
Þó ber orðið það með sér, að átt
er við ýmis frávik eða galla,
sem koma fram í ákveðnum
merkjum við prentun. Tek ég
hér sem dæmi frímerki, sem
margir kannast áreiðanlega vel
við. Er það frimerki, sem kom
út á 50 ára afmæli Eimskipafé-
lags Islands 1964. Er á því
mynd af hinu þekkta og góða
skipi, Gullfossi. Efst á merkinu
er letrað: 1914 — Eimskipafé-
lag Islands — 1964. Nú vildi svo
til við prentun og þrátt fyrir
strangt eftirlit, að mönnum sást
yfir stafsetningarvillu í öðru
merki i annarri hverri örk. Þar
sendur e i stað é í Eimskipafé-
lag, svo að úr verður -felag. Að
mínum dómi er þetta skemmti-
legasta afbrigði í ísl. frimerkj-
um eftir 1944.
Upplag þessa frímerkis var
750 þús., svo að einungis 7500
merki eru með þessari prent-
villu, þar eð 50 merki eru f örk.
Þess vegna er ekki að undra,
þótt verð þessa afbrigðis sé orð-
ið allhátt í verðskrám.
Annað skemmtilegt afbrigði
er svokallaður plötugalli í 90
aura frímerki með mynd frá
Vestmannaeyjahöfn, en það
kom út 1950 ásamt mörgum öðr-
um merkjuin í svonefndri At-
vinnuvegaseríu. Þessi galli er í
merki nr. 33 i örkinni. Sést þar
greinilegt strik yfir húsþak á
miðri mynd.
Fleiri prentafbrigði eru til í
merkjum lýðveldisins, en þessi
eru einungis tekin hér sem
dæmi um það, hvað við er átt.
Handbók um
íslenzk frímerki
I framhaldi af framansögðu
má benda frímerkjasöfnurum á
bók, þar sem lesa má um þetta
og miklu meira. Er það bók með
ofangreindu heiti, sem Félag
frímerkjasafnara gaf út 1973,
en hefur því miður verið allt of
lítið kynnt almenningi. Það ár
komu út tveir hlutar handbók-
arinnar, og ná þeir yfir tímabil-
ið 1920—1970. Eru þeir merktir
sem VI. og VII. hluti. Síðan
verður haldið áfram lengra aft-
ur, eins og höfundar greina frá
í formála. Bókin er í lausblaða-
formi, en það auðveldar mjög
endurbætur og leiðréttingar á
þeim hlutum, sem út hafa verið
gefnir, og er auk þess miklu
ódýrara og hentugra fyrir
kaupendur og notendur bókar-
innar.
1 Handbók um íslenzk frí-
merki eru lýsingar á hverri út-
gáfu með myndum og eins getið
þeirra afbrigða eða prentgalla,
sem fundizt hafa, og birtar
myndir af þeim. Er vissulega
um geysimikinn fróðleik að
ræða í bókinni, og hefur margt
komið þar fram, semi áður var
lítt eða jafnvel óþekkt. Er eng-
inn efi á, að frímerkjasafnarar
geta haft mikið gagn af þessari
handbók. Hún fæst í frímerkja-
verzlunum i Reykjavík, óg var
verði hennar mjög i hóf stillt
þegar í upphafi. Síðan hefur
óðaverðbólga gert það að verk-
um að bókina má nú telja
ódýra. Vil ég eindregið hvetja
alla þá, sem safna íslenzkum
frimerkjum, til að eignast þessa
hluta handbókarinnar, enda
flýtir ör sala þeirra fyrir út-
komu annarra hluta bókarinn-
ar og eins leiðréttingum og við-
bótum við það, sem út er komið.
Félag frímerkja-
safnara
Þetta félag er starfandi í
Reykjavík og var stofnað 1957.
Er það stærsta félag landsins í
sinni grein og hefur mjög látið
til sin taka málefni frimerkja-
safnara frá upphafi þess, enda
m.a. tekizt mjög góð samvinna
með því og íslenzku póststjórn-
inni. Þá hefur F.F. haldið all-
margar frímerkjasýningar. Eru
félagar F.F. rúmlega 200, flest-
ir í Reykjavík, en einnig úti á
landi og nokkrir erlendis.
Herbergi hefur F.F. lengi
haft að Amtmannsstig 2, efri
hæð. Er það opið öllum fri-
merkjasöfnurum og eins al-
menningi, sem fræðast vill um
frimerki, á miðvikudögum kl.
5—7 og laugardögum kl. 3—6.
Eru þar til afnota frímerkja-
verðlistar og frímerkablöð. Þá
er á þessum tíma alltaf hægt að
ná tali af einhverjum stjórnar-
manni F.F. eða félagsmanni,
sem veitir upplýsingar um fri-
merki. Er öruggt, að almenn-
ingur, sem á i fórum sínum
frímerki, en hefur að vonum
oft takmarkaða þekkingu á
þeim, getur fengið haldgóða og
trausta fræðslu um þessi efni
hjá félagsmönnum F.F. Rétt er
að benda á, að herbergi félags-
ins er í júni til ágústloka ein-
ungis opið á laugardögum kl.
3—5.
Þá hafa á undanförnum árum
verið haldin frímerkjauppboð á
vegum F.F. Hafa safnarar oft
gert þar góð kaup. Vil ég benda
lesendum þáttarins á, að upp-
boð er fyrirhugað alveg á næst-
unni, en liklega verður það þó
ekki fyrr en í byrjun næsta
mánaðar. Uppboðsskrá verður
send út til félagsmanna, en aðr-
ir geta fengið hana keypta við
vægu verði hjá F.F. Geta menn
þar kynnt sér uppboðsefni, en
svo verður það til sýnis á aug-
lýstum uppboðsstað nokkurn
tíma, áður en uppboð hefst.
Frímerkjauppboð F.F. hafa
ævinlega verið fjölsótt, enda
oft eftir góðu að slægjast bæði
fyrir unga safnara og gamla.
Frímerkjasala
póststjórnarinnar
Þegar rætt var um Háskóla-
örkina frá 1961 í þætti 1. marz
sl., var þess getið, að hún væri
enn fáanleg á Frímerkjasölu
póststjórnarinnar í Reykjavik.
Mér til ánægju hafði þessi
ábending það i för með sér, að
sala arkarinnar jókst næstu
daga á eftir. Hins vegar láðist
mér að geta þess, hvar Frí-
merkjasalan er til húsa. Vil ég
nú af gefnu tilefni bæta úr
þessu og visa mönnum veginn.
Frímerkjasalan er á efri hæð
aðalpósthússins, og er gengið
inn frá Austurstræti. Þar eru
til sölu öll þau frimerki, sem
eru ekki uppseld hjá póst-
stjórninni, og þ.á m. sumar teg-
undir, sem fást ekki lengur i
almennum póstafgreiðslum. Er
Frímerkjasalan opin alla virka
daga nema laugardaga milli kl.
10—12 og 1—3.