Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAt 1975 17 Lénharðsmenn. Byggjum upp okkar kvikmyndun. GUNNAR EYJOLFSSON LEIKARI: Ég hafði ákaflega gaman af að leika Lénharð, það var alveg þess virði að fást við hann og verðugt viðfangsefni og ánægjulegt að reyna að túlka hann. Við vorum í 6 vikur að taka myndina, því það er timafrekt að vinna mannmörg viðfangsefni, það þarf að bíða eftir sól eða því að það sé ekki sól og þess vegna getur þetta verið tafsamt. Ég vildi óska að nú yrði fram- að leggja nám á sig í þessum fræðum og nú eru þeir farnir að skila árangri. Því skyldum við ekki taka til hendinni líka. Nú er komin á alþingi visir að fjárveitingu, sem ætti að vara hvatning rithöfundum, leikurum og tæknimönnum til dáða, en það þarf að halda fast og ákveðið áfram. Þurfti mikla einbeitingu í kvikmynduninni SUNNA BORG LEIKKONA I HLUTVERKI GUÐNÝJAR A SELFOSSI: Mér fannst þroskandi og Tekið fangbrögðum í svallveizlu Lénharðsmanna. litfilmu, eða um 16 klst. og niður- staðan eru 74 minútna litkvik- mynd, sem við getum þvi miður ekki sýnt nema svart-hvita að sinni. Friðsælt sveitalíf gegnt yfirtroðslu og ribhaldaskap inga og festu í æðruleysi gegnt yfirtroðslu og ribbaldaskap Lén- harðs og manna hans. Það er mjög erfitt að gera mynd af þessu tíma- bili vegna þess að menningin er allsstaðar, símalinur, raf- magnslínur, vegir og önnur mann- virki. Það hafa fjölmargir unnið að gerð þessarar myndar af áhuga og dugnaði, en mig langar til þess að nefna eitt nafn, sem samnefnara fyrir gerð þessa verks og það er Jón Þórarinsson, framkvæmdastjóri Lista og skemmtideildar sjónvarpsins, því á honum hefur þetta verk hvílt meira en flestum öðrum’ vegna þeirra gróusagna, sem hafa spunnizt um það. hald á kvikmyndagerð á islandi. Við eigum svo mikið af góðu efni, leikara tæknimenn og það sem til þarf. Mér finnst að það þurfi að byggja þetta upp skipulega. Við erum söguþjóð og ég held að við eigum i framtíðinni að nota kvik- myndina mun meira i þvi efni en við höfum gert. Rauða skikkjan og Brekkukotsannáll voru verk- efni, sem þýzkir aðilar studdu við fjárhagslega og í kvikmyndun. Það er sárt ef það þarf í framtíð- inni að kvikmynda íslenzkt efni með útlendum augum. Mér finnst þetta framtak sjónvarpsins þvi mjög virðingarvert. Við skulum gera okkur grein fyrir því að það eru svo margir ungir menn búnir ÆVAR R. KVARAN HÖFUND- UR TEXTA OG LEIKARI: 1 fyrsta lagi má segja að hér sé um algjörlega nýtt verk aó ræða, ekki á ábyrgð Einars H. Kvarans, heldur okkar. Atburðarásinni er breytt mikið. T.d. er Eysteinn úr Mörk drepinn pislarvættisdauða i leikritinu þar sem hann er að verja mann sem var honum andsnúinn. Þá er Lénharður gerð- ur miklu harðsnúnari, en leikritið segir til um. Hinn rómantíski blær bókarinnar er horfinn i kvikmyndinni, en i staðinn er kominn hinn harði raunsæisblær. BALDVIN HALLDÓRSSON LEIKSTJÓRI: Við leituðumst við að leysa upp í sjónvarpskvikmynd sviðsleikrit Einars H. Kvarans. Reyndum að bregða upp þessu friðsæla ósnerta landi, þessu kyrrláta sveitalífi, þolgæði Islend- skemmtilegt að mörgu leyti að vinna við þessa kvikmynd, en erfitt líka. Það þurfti mikla ein- beitingu i þessu verki og ég hef sjálf aldrei þurft að einbeita mér eins og við gerð þessarar kvik- myndar. Það var unnið svo sundurlaust, kannski byrjað á endanum, unnið við eitt atriði i nokkrar mínútur og siðan tekið til við eitthvað allt annað. En þannig er kvikmyndunin og eftir á gerði maður sér betur grein fyrir hvað þetta var skemmtilegt. Einnig var mjög skemmtilegt að kynnast öllu fólkinu sem vann þarna saman, þvi allir unnu svo vel og voru tilbúnir til að leggja allt á sig sem þurfti til bezta árangurs. Þetta voru oft anzi miklar tarnir, unnið frá 7 á morgnana og langt fram á nótt. Maður var farinn að sjá allt i bylgjum. Guðný á Selfossi var augasteinn föður sins og flest var látið eftir henni. Á Selfossi var ríkt heimili og fremur giæsilegt og Guðný bjó Árnesingar ráðast að Lénharðsmönnum í svallveizlu og koma þeim fyrir kattarnef áður en þeir handtóku Lén- harð fógeta. því við góðar aðstæður. Hún var ósköp venjuleg sveitastúlka, en mjög lífsglöð og hræddist hvorki eitt né neitt. Hana langaði til að hitta þennan umrædda Lénharð fógeta, en pabbi hennar vildi ekki leyfa henni það af ótta við alræmdan ribbaldahátt hans. Hún óttaóist það nú ekki að eigin sögn, en svo æxlast það þannig að hún hittir Lénharð og um síðir bæði hræddist hún hann og fyrirleit, enda ekki að ófyrirsynju. Ég sá myndina sjálfa fyrst á prufusýningu nú i vikunni og mér fannst myndin góð sem mynd þótt maður hafi sjálfur ef til vill ekki nóga fjarlægð frá efninu til þess að geta metið það strax i mynd- inni. En í myndjnni er efnið mjög stytt og gert spennandi og mér finnst hraðinn i hinum ýmsu atriðum mjög góður, annars vegar kyrrðin og yfirvegunin i mannlífi sveitarinnar og hins vegar ribbaldaháttur Lénharðs og hans manna. Annars fannst mér sjálfri skemmtilegast að leika atriðin á móti Lénharði, því bæði eru þau vel skrifuð og bjóða upp á skemmtilega möguleika. Harður raunsæisblær í stað rómantíkur leikritsins. Sunna Borg. Ævar Kvaran. Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.