Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 27 Forsætisráðherra: Yernda þarf kaupmátt lág- launa — og koma í veg fyr- ir launaskrið betur settra MAGNÚS Kjartansson hélt þvl fram I þingræðu I fyrradag, að núverandi ríkisstjórn ynni markvisst að skipu- lögðu atvinnuleysi I þjóðfélaginu sem tæki I væntanlegum kjarasamn- ingum ð vinnumarkaði og þrjóskað- ist við að greiða úr vinnudeilum og verkföllum, sér I lagi sjómanna og verkafólks I rlkisreknum iðjuverum. Ætlunin væri að höggva á hnútinn með bráðabirgðalögum, er Alþingi væri slitið. Krafði hann forsætisráð- herra sagna um fyrirætlanir rlkis- stjórnarinnar varðandi meint bráða- birgðalög I þessu efni. í svari forsætisrððherra, Geirs Hallgrlmssonar, sem var Itarlegt, sagði hann m.a : Bráðabirgða- samkomulag og launajöfnun- arbætur. „Rlkisstjórnin er ekki I styrjöld við launafótk. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert óhjákvæmilegar ráðstafanir I efnahagsmálum. Þær ráðstafanir hafa I sjálfu sér ekki I för með sér kjaraskerðingu fyrir allan almenning I landinu. Það er annað, sem veldur þvl að draga verður úr eyðslu þjóðar- innar I heild og einstakra stétta og hvers einstaklings um sig. Það eru versnandi viðskiptakjör út á við og áföll, sem við höfum orðið fyrir I efnahagsmálunum, I kjölfar þess að hafa spennt bogann of hátt, þegar vel gekk I utanrikisviðskiptum og aflabrögðum." „Þetta bráðabirgðasamkomulag ásamt launajöfnunarbótum þeim, sem staðfestar eru með þesssu frum- varpi., sem hér er á dagskrá, eru til þess fallnar að jafna þeim byrðum, sem þjóðin I heild verður á sig að taka, réttlátlega niður meðal þjóðfé- lagsþegnanna. Það ber að harma, þegar einstaka launahópar hafa ekki skilning á þvi, að hinir lægst launuðu verða að njóta forgangs I bættum launakjörum og aðrir að biða um sinn. Mér dettur ekki I hug annað en viðurkenna það og undirstrika, að miðað við þá krónutölu kaups og það verðlag, sem gilti eftir kjarasamn- ingana I febr. á siðasta ári, þá er um kaupmáttarskerðingu að ræða, alv- arlega kaupmáttarskerðingu. En kaupmáttur eins og hann mældist eftir kjarasamningana I febr. á slð- asta ári var ekki raunhæfur og á fölskum forsendum byggður. Verkfallið á stóru togurunum. „Ef við vlkjum að togaraverkfall- inu, verkfallinu á stóru skuttogurun- um, þá hefur rikisstjórnin gefið rekstraraðilum þeirra greinilega til kynna, hvað hún treystir sér að ganga langt {il þess að styrkja greiðslustöðu og rekstrargrundvöll stóru skuttogaranna. f fyrsta lagi með þvl að létta greiðslubyrði þeirra af stofnlánum og lengja lánstlmann. f öðru lagi að taka á ríkissjóð þann reikning. sem rekstraraðilar stóru togaranna telja sig hafa á rlkissjóð. vegna lagasetningar fyrrv. stjórnar I kjölfar togaraverkfallsins 1973, þar sem kröfur yfirmanna voru viður- kenndar með lögum. f þriðja lagi með þvt sérstaklega að aðstoða rekstraraðila togara, koma vanskila- skuldum þeirra við Itfeyrissjóð tog- arasjómanna á hreint með samningi um vanskilaskuld til ákveðins ttma. Í fjórða lagi með þvt að greiða úr, sem allra fyrst og bezt, þeirri breytingu á skammtímalánum og lausaskuldum togaraútgerðarinnar, með sama hætti og nú er veriðað gera almennt gagnvart fyrirtækjum t sjávarútvegi. Það hefur ekki staðið á ríkisstjórn- inni f þessari deilu. Rfkisstjórnin, eða fulltrúar hennar, hafa haldið fleiri fundi með deiluaðilum og reynt að leiða þá til sátta og samninga. Ég tel, að það sé fullkomlega grundvöllur fyrir samningum, sérstaklega við undirmenn á togurum, en þvf miður er bilið meira milli yfirmanna og rekstraraðila togaranna. Án þess að leggja nokkurn dóm á réttmæti mál- staðar hvers aðila um sig, þá segi ég það sem persónulega skoðun mtna, að samúð mtn er með undirmönnum, að þeir fái sambærileg kjör og sjó- menn almennt. Ég tel, að vandamál reksrar stóru skuttogaranna verði ekki leyst nema þeir, sem vinna á þeim og bera ábyrgð á rekstri þeirra, reyni að leita meira samræmis milli kostnaðar við mannahald á stóru skuttogurunum annars vegar og minni skuttogurunum hins vegar, takandi auðvitað tillit til þess, hvaða munur er á afkastagetu þessara skipategunda og hvaða munur er á vinnuálagi þeirra." Geir Hallgrimsson forsætisráðherra. Verksmiðjur ríkisins „Varðandi þær þrjár verksmiðjur i eigu rfkisins, sem nú standa f vinnu- deilum, þá er það að segja, að aðilar hafa ræðzt við og gert hvor öðrum tilboð. Það ber enn töluvert á milli. Ég skal ekki spá neinu um það, hvort endar nást saman alveg á næstunni eða ekki. En þar gegnir það sama, að þegar rfkisstj. telur nauðsyn, sem ég held, að verði ekki á móti mælt, að draga úr þjóðareyðslunni, þá getur hún ekki stuðlað að kaup- og kjara- samningum á þessum vettvangí sem brýtur [ bága við þá heildarstefnu, að Framhald á bls. 39 Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda: Kjaradeilan á stærri togurunum Morgunblaðinu hefur borizt svohljóðandi greinargerð frá Félagi íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda um kjaradeiluna á stærri skuttogurunum: Hinn 9. apríl sl. skall á verkfall á hinum stærri togurum, bæði síðutogurum, sem nú eru aðeins 5 talsins, og 17 skuttogurum. Háset- ar riðu á vaðið, en síðan komu vélstjórar og 2. stýrimenn í kjöl- farið og nú loks loftskeytamenn. Gildandi samningar á togurum Eins og kunnugt er gildir nú i höfuðatriðum tvenns konar samn- ingsfyrirkomulag á togaraflotan- um. A hinum minni togurum, tog- urum undir 500 brúttórúml., eru hrein hlutaskipti með lágmarks- kauptryggingu, ef afli bregzt á tilteknu tímabili. A stærri togur- unum er um að ræða fast mánaðarkaup og aflaverðlaun. Við þetta bætist svo, að á stærri togurunum greiðir útgerðin fæðiskostnað allan gegn nokkurri endurgreiðslu úr áhafnadeild Aflatryggingasjóðs, en á minni togurunum greiða sjómenn fæði sitt sjálfir, en fá hluta þess greiddan úr sama sjóði. Þá greið- ast iðgjöld til lífeyrissjóðs sjó- manna af öllum launum sjó- manna á stærri togurunum, en aðeins af fastri umsaminni upphæð á minni togurunum. A hinum stærri skipum nemur þetta útgjaldaauka að fjárhæð rúml. 1,2 m.kr. á ári á skip, þegar litið er á hlut útgerðarinnar, en rúml. 2 m.kr., þegar litið er á hlut beggja, útgerðar og sjómanna. Um ýmis önnur útgjöld, svo sem frídagagreiðslur og þ.h. veróur ekki rætt hér. stunda veiðar í Norðursjó og landa erlendis, og hafa fleiri en 12 skipverja. Þetta er því dauður bókstafur. I lögum um atvinnuréttindi vél- stjóra eru m.a. ákvæði um fjölda vélstjóra á fiskiskipum og fer hann eftir stærð véla. Á minni skipunum eiga samkvæmt lögum þessum að vera þrir vélstjórar. Reynslan er að vísu sú, að þrír vélstjórar eru skráðir á skipin, en oft er það svo að 3. vélstjóri vinn- ur að fullu á dekki með hásetum. Raunverulega eru starfandi vél- stjórar því aðeins tveir. Á hinum stærri skipum eru skráðir og starfandi minnst þrír vélstjórar, auk þess sem þeir hafa aðstoðar- mann, sem tekur laun samkvæmt hásetasamningi. En ef vélar eru stærri en 2300 hö. er ekki að- stoðarmaður, nema sérstaklega standi á, en vélstjórar 4. Enginn þessara manna vinnur hásetastörf á dekki. Togaraútgerðarmenn vilja stefna að því, að vélstjórar verði þrir — án aðstoðarmanns — og vinni aðeins við vélgæzlu og viðgerðir. Þeir telja að stærðar- munur véla sé ekki slíkur, að vél- gæzlu og viðgerðum sé ekki síður borgið á þennan hátt á hinum stærri skipum en nú gerist á hin- um minni skipum. Störf matsveins eru i öllum þessum athugunum vandamál. A minni skipunum er ekki nema einn matsveinn, en á þeim stærri eru þeir tveir, enda 15—16 skipverjar á þeim fyrrtöldu en 24 á hinum síðar töldu. Það er hald manna, að einn matsveinn geti annazt matseld fyrir 19 menn, sér- staklega ef létt væri af honum all- viðtækri ræstingarskyldu á skipi, sem á honum hvílir nú, og aðrir skipverjar gætu e.t.v. tekizt á herðar. verra botni og rifrildi vörpu þá meira og þar með netjabætingar. Það er óhrekjanleg staðreynd, að þessi mikli mannaflamunur minni og stærri togaranna hefir valdið þeim siðar nefndu fjár- hagsörðugleikum, auk þess sem laun undirmanna á þeim eru lakari en á hinum minni og sam- keppnisaðstaóa um gott vinnuafl þvi mun verri. Við þetta bætist svo það, að lögin frá 23. marz 1973, er Alþingi lögfesti launýfir- manna á stóru togurunum þrátt fyrir eindregin mótmæli F.I.B., leiddu til þess að launamunur yfirmanna og annarra skipverja jókst óafsakanlega mikið og er allt annar og miklu meiri en á hinum minni togurum. Sams konar samningar á öllum togurum Eigendur hinna stærri togara hafa talið óeðlilegt, að ólíkir samningar giltu á íslenzkum togurum, þótt stærðarmunur sé nokkur, og komi það þá helzt fram í mannafla eins og allar til- lögur og hugmyndir þeirra bera vitni um, þ.e. 15—16 menn á minni skipunum en 19 menn á- þeim stærri. Um þetta efni var samninganefnd vélstjóra og 2. stýrimanna ritað bréf strax 13. april 1974 og afrit af þvi afhent samninganefnd Sjómannasam- bands Islands skömmu síðar. Það hefir því gefizt gott tóm til að en yfirmanna nokkru minna en hinna og er það í samræmi við þá athuga sérstaklega laun mat- sveins). Jafnframt þyrfti að athuga og breyta eða afmá úrelt og óaðgengileg ákvæði ýmist úr eldri samningum eða lögunum frá 23. marz 1973. Miðað við þessar hugmyndir hækkuðu mánaðarlaun skipverja hvers um sig um tæpl. 30 þús. kr. og yrðu sem hér segir: Skipstjóri kr. 354.163,— Hækkun miðað við gildandi samninga og 1.6/1973: 9.3% 1. stýrimaður kr. 233.450.— 14.7% 1. vélstjóri kr. 235.934,— 14.7% 2. stýrímaður kr. 190.386.— 18.9% 2. vélstjóri kr. 197.094,— 18.1% 3. vélstjóri kr. 177.161.— 20.5% Bátsmaður kr. 154.246.— 24.3% Matsveinn? kr. 154.246.— 24.3% 4 netam., hver kr. 146.974,— 25.9% 7 hásetar, hver kr. 142.152,— 27.0% láglaunastefnu, sem alþýðusam- Grundvöllurinn af öllum tökin berjast nú ekki hvað sizt fyrir. I þessari hugmynd kom fram, að skipstjóri yrði afskiptur, en gefið fyrirheit um að lita á það vandamál sérstaklega. Það skal og skýrt tekið fram, að hér var um að ræða launakostnað í heilt ár, 12 mánuði, með orlofi svo að frá verður að draga þann tima, sem hver og einn skipverji teldi sér henta að taka til orlofs. Ekki var reiknað með lifeyrisgjaldagreiðsl- um, fríu fæði og margvislegum tryggingarhlunnindum. Sam- kvæmt dæminu áttu mánaðarlaun að geta verið þessi: þessum útreikningum er meðal- dagsafli skipanna sl. ár metinn til ársúthalds á nútíma fiskverðlagi að mati Þjóðhagsstofnunar. Framkomnar kröfur nú Kröfur þær, sem félög 2. stýri- manna og vélstjóra hafa nú lagt fram og ef gengið yrði að þeim, fækkun manna færi ekki fram, og ennfremur, að aðrir yfirmenn fengju tilsvarandi hækkanir, myndi slik samningsgerð auka út- gjöld hvers skips að meðaltali um 7,4 m.kr. á ári. Hugsanleg mánaðarlaun, skv. samningi minni skuttogara Hækkun miðað við gildandi samn. og 1.6/1973: ihuga þessi mál. Það skal að vísu Skipstjóri kr. 299.884,— +7.4% viðurkennt, að samningaviðræður 1. stýrimaður kr. 224.825.— 10.6% lágu niðri í öllu því stjórnmála- 1. vélstjóri kr. 224.825,— 9.3% umróti, sem var hér á landi frá 2. stýrimaður kr. 187.369.— 17.0% þvi í maí 1974 og fram á þetta ár, 2. vélstjóri kr. 187.369.— 12.3% er stjórnvöld hafa verið að kljást 3. vélstjóri kr. 168.640.— 14.8% við efnahagsvandann, sem steðjað Matsveinn kr. 187.369.— 51.0% hefir að þjóðinni í heild, en út- Bátsmaður kr. 179.860,— 45.0% gerðinni sérstaklega, nú í meira 4 netam., hver kr. 168.640.— 44.4% en heilt ár. 7 hásetar hver kr. 149.912.— 33.9% Óeðlilegur fyrirkomulagsmunur Útvegsmenn sætta sig ekki við mannaflamuninn á skipunum. Stærðarmunur skipanna er að vísu allnokkur, en ekki slíkur að hann réttlæti þennan mikla mun, sem nú skal rakinn. I fyrsta lagi er enginn loft- skeytamaður á minni skipum, en hins vegar á þeim stærri. Ekki er skylt að hafa loftskeytamann á skipum, sem stunda veiðar hér við land, en hins vegar á skipum í siglingum, ef áhöfn er fjöl- mennari en 12 menn. Ekki hefir verið um þetta skeytt, þótt minni skipin sigli með afla á erlendan markað, og ekki eru loftskeyta- menn á' sildveiðiskipum, sem Mannaflafækkun Ef sleppt er loftskeytamanni, aðstoðarmanni i vél og/eða 4. v’él stjóra, svo og aóstoðarmatsveini, er skipshöfnin komin í 21 mann alls. Þá er á það að líta, að á minni skipunum, sem eru með sams konar veiðibúnað og veiðitækni og stærri skipin eru 5 menn á vakt á dekki og í lest, en á stærri skipunum eru 7 og 8 menn á vakt. Aflamagnsmunur er þó oftast lítill og nær alltaf minni en þessi mannaflamunur gefur tilefni til. M.a. má benda á, að karfaafli stærri togaranna er miklu meiri hlutfallslega en minni togaranna. Karfann þarf ekki að slægja, en að vísu er hann oftast veiddur á Drög og hugmyndir F.l.B. Fyrir nokkru lagði svo samn- inganefnd F.I.B., fyrir gagnaðila sina drög eða sýnishorn af því, hvernig kjör skipverja á stærri togurum gætu orðið eftir núver- andi samningum á minni skut- togurum og miðað við 19 manna áhöfn. Það var tekið fram, að það væri forsenda af hálfu F.I.B., að allir aðilar féllust á þetta fyrir- komulag og ræða mætti frekar ýmis atriði, sem ekki hentuðu á stærri togurum. Þessi hugmynd sýndi, að laun háseta gætu hækkáð um rúmlega 'A m.kr. á ári, matsveins verulega miklu meiía vegna aukins vinnuálags, Þessum hugmyndum var hafn- að og virtist i því efni mestu skipta kerfisbreytingin, þ.e. að hverfa frá hinu blandaða kerfi aflaverðlauna og mánaðarkaups yfir - í hrein hlutaskipti (með lágmarkskauptryggingu). Auk þess komu fram andmæli við mannfækkun frá bæði hásetunv en þó einkum loftskeytamönnum, sem áttu að hverfa af skipunum, svo og vélstjórum. Þegar hér var komið íhuguðu togaraeigendur ný úrræði reist á gamla, blandaða kerfinu og 19 manna áhöfn. Með tilliti til lág- launastefnunnar hugðust út- gerðarmenn dreifa sparnaðinum af fækkun manna jafnt á alla skipverja (þó þyrfti e.t.v. að Þetta eru þær kröfur, sem beint verða metnar til fjár; aðrar kröfur eru lika, sem eru óljósar og nýjar og erfitt að meta, sem myndu hækka þessa upphæð mikið, ef að yrði gengið. Kröfur undirmanna, sem fyrir liggja nema um 4 m.kr. á ári, en sú upphæð myndi óhjákvæmilega hækka, ef gengið yrði að hækkun yfirmanna. F.I.B. hefir í lengstu lög forðazt að bera frásagnir i fjölmiðla um gang kjarasamninga. Nú hefir svo margt verið rætt um þessa kjara- deilu og marg missagt jafnvel af kunnugum mönnum, að félagið sér sig knúið til að birta greinar- gerð þessa. Reykjavík, 16. maí 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.