Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Áttu síðasta orðið oo sigruöu Luxemburaara 73:67 Frá Gylfa Kristjánssyni, frétta- manni Mbi. með fslenzka körfu- knattleikslandsliðinu í Vestur- Þýzkalandi. Ekki fór það svo að íslenzka körfuknattleikslandsliðið þyrfti að sætta sig við að koma sigur- laust heim úr ferðinni í Evrópu- bikarkeppni landsliða í körfu- knattleik. 1 síðasta leik sínum unnu Islendingarnir sætan sigur yfir Luxemburg 73:67 í mjög jöfn- um og spennandi leik. Var þetta bezti leikur fslenzka liðsins í ferð- inni, — mikil barátta og stemmn- ing frá upphafi og landsliðsmenn- irnir ákveðnir. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með og var jafnt á öllum tölum upp í 12:12 en þá sigu Is- lendingar fram úr og komust i 19:13. Þegar 5 mínútur voru til loka hálfleiksins var staðan 31:25 fyrir tsland, en Luxemburgararn- ir áttu þá mjög góðan leikkafla og komust yfir 35:32. Eftir þetta gekk á ýmsu. Island var yfir i hálfleik 44:42, en í seinni hálfleik náðu Luxemburgarar að jafna og komast yfir. Þegar 2 mínútur voru til loka leiksins var staðan 65:62 þeim í vil, og virtist vonlítið um sigur. En íslenzka liðið tók á öllu sem það átti undir lokin og skoraði 10 stig i röð og gerði þar með út um leikinn. Kristinn Jörundsson átti þarna frábærlega góðan leik, bæði í sókn og vörn. Agnar Friðriksson fékk snemma á sig 4 villur og var þá tekinn útaf, en síðan skipt inná undir lok leiksins og hitti þá oft stórkostlega. Bjarni Gunnar stóð sig mjög vel í fyrri hálfleik, en varð að fara útaf í byrjun seinni hálfleiks með 5 villur. Gott hjá Ragnhildi RAGNHILDUR Pálsdóttir stóð sig frábærlega vel I hinu árlega Holmenkollenboðhlaupi sem fram fór í Noregi um slðustu helgi. Er þarna um að ræða eitt fjölmennasta boðhlaup sem fram fer. en keppend- ur I þvf að þessu sinni voru um 6000 talsins. Ragnhildur, sem dvelur nú við nám I Iþróttaskóla I Viborg I Danmörku keppti með sveit BUL I boðhlaupinu og hljóp lengsta sprett- inn, sem var um 2800 metrar. Keppti hún þar á móti beztu hlaupa- stúlku Noregs, Britt Olsen, sem hlaupið hefur 1500 metra hlaup á 4:32,0 mln. Flestum til mikillar furðu vann Ragnhildur um 20 Framhald á bls. 47. Stig íslenzka liðsins skorðu: Kristinn Jörundsson 23, Agnar Friðriksson 14, Bjarni Gunnar Sveinsson 13, Símon Ólafsson 7, Kristinn Stefánsson 6, Kári Marísson 5, Jóhannes Magnússon 2, Gunnar Þorvarðarson 2 og Þórir Magnússon 1. Eftirtaldir leikir verða í deildakeppninni f knattspyrnu um helgina: 1. DEILD: Laugardagur 17. maí: Kl. 14.00: Kaplakrikavöllur: FH — Fram Kl. 14.00: Vestmannaeyjavöllur: IBV — Víkingur Kl. 16.00: Akranesvöllur: IA — KR Þriðjudagur 20. maí: Keflavíkurvöllur: IBK — Valur 2. DEILD: Laugardagur 17. maí: Kl. 16.00: Þróttarvöllur: Þróttur — Völsungur Kl. 16.00: Selfossvöllur: Selfoss — Víkingur, Ólafsvík Mánudagur 19. maí: Kl. 16.00: Kaplakrikavöllur: Haukar — Reynir, Árskógs- strönd. 3. DEILD: Laugardagur 17. maí: Kl. 14.00: Arbæjarvöllur: Fylkir — Grindavík Kl. 15.00: Þorlákshöfn: Þór, Þorlákshöfn —Hrönn Mánudagur 19. maí: Kl. 19.00: Njarðvíkurvöllur: Njarðvík ■ Leiknir. Kreinn Halldðrsson tekur við verðlaunum fyrir kúluvarpið. l'.kkl vantaði nema sentimeter upp á að 19 metra markið næðist. I kringiukastinu náði Hreinn svo einnig mjög góðum árangri — þeim þriðja bezta sem tslendingur hefur náð frá upphafi. Rjóst ekki víð meti núna en 20 metramir ættu að komaí sumar — ÉG ÁTTI ekki von á meti I þessu móti, og þá fyrst og fremst vegna kuldans, sagði Hreinn Halldórsson, „Strandamaðurinn sterki", eftir að hann hafði varpað kúlunni 18,99 metra á ÍR-mótinu I fyrrakvöld og þar með bætt sitt eigið íslandsmet um 9 sentimetra. — Það vantaði alla snerpu I þetta hjá mér, sagði Hreinn, — en ég á von á þvl að gera mun betur I sumar, — og auðvitað eru 20 metrarnir takmarkið, sem gaman væri að ná. Hreinn var ekki einn um að setja met I kúluvarpinu Hinn ungi ÍR-ingur Ósk- ar Jakobsson setti nýtt unglingamet með þvi að varpa 16,61 metra. Bætti hann þar með unglingametið sem Er- lendur Valdimarsson setti árið 1967 um 30 sentimetra Og afrek Óskars er aðeins 1 3 sentimetrum lakara en hið fræga íslandsmet Gunnars Husebys var. Þriðji maðurinn yfir 16 metra á ÍR-mótinu var Guðni Halldórsson, sem varpaði 16,03 metra. — Ég náði mér ekki vel á strik, sagði Guðni, eftir keppnina, — ég er I prófum og þau draga úr manni. Köstin voru nær einu greinarnar sem keppandi var i á ÍR-mótinu i fyrrakvöld vegna kuldans og hvassviðrisins. Og árangur I þessum greinum var líka langbeztur. Auk metsins I kúluvarpi náðist glæsilegur árangur I kringlu- kastinu. Hreinn sigraði með 55,64 metra kasti og er það þriðji bezti árang- ur íslendings I þeirri grein frá upphafi. Aðeins Erlendur Valdimarsson og Hall- grimur Jónsson hafa gert betur. Óskar Jakobsson varð annar með 51,28 metra og Guðni var þriðji maður yfir 50 metra, kastaði 50,34 metra. Bezti árangur þeirra allra I þessari grein. ÍR-mótið bar þess annars greinileg merki að margt af bezta frjálslþrótta- fólki landsins er erlendis um þessar mundir við æfingar, og þá einnig að breiddin er stöðugt að aukast Þannig vakti sérstaka athygli 3000 metra hlaup Einars Guðmundssonar, FH- ings, 9:37,6 mín. Það var vel gert I kuldanum og rokinu. Þá vakti einnig athygli gott 100 metra hlaup Sigurðar Sigurðssonar Hann hafði vindinn reyndar I bakið, en örugglega á þessi ungi piltur eftir að láta verulega að sér kveða í spretthlaupunum. og það þegar i sumar. í þessu hlaupi kepptu lyftingamennirnir Gústaf Agnarsson og Skúli Óskarsson. Báðir fengu slæmt viðbragð, en hlupu nokkuð vel, einkum þó Skúli. í kvennagreinunum vakti einna mesta athygli hástökk Láru Sveinsdótt- ur og kúluvarp Guðrúnar Ingólfsdóttur Annars urðu helztu úrslit I ÍR-mótinu þessi: Kúluvarp: Hreinn Halldórsson, HSS 18,99 Óskar Jakobsson, ÍR 16,61 Guðni Halldórsson, HSÞ 16,03 Elías Sveinsson. ÍR 14,25 Þráinn Hafsteinsson, HSK 13,31 Kringlukast: Hreinn Halldórsson, HSS 55,64 Óskar Jakobsson, ÍR 51,28 Guðni Halldórsson, HSÞ 50,34 Elías Sveinsson, ÍR 47,70 Þráinn Hafsteinsson, HSK 46,62 3000 metra hlaup: Einar Guðmundsson, FH 9:37,6 Leif Österby, HSK 9:52,8 110 metra grindahlaup: Valbjörn Þorláksson, KR 15,0 Elías Sveinsson, (R 1 5,9 Stefán Jóhannsson, Á 16,3 Þorleikur Karlsson, KR 16,6 Þráinn Hafsteinsson, HSK 16,9 100 metra hlaup: Sigurður Sigurðsson, Á 10,5 Óskar Thorarensen, ÍR 11,6 Skúli Óskarsson, UÍA 11,8 Gústaf Agnarsson, KR 12,3 800 metra hlaup: Gunnar Þ. Sigurðsson, FH 2:12,5 Rúnar Hjartar, UMSB 2:16,8 Þórður Gunnarsson, HSK 2:19,0 Hástökk: Elías Sveinsson, ÍR 1,92 Karl West Fredriksen, UBK 1,88 Hafsteinn Jóhannesson, UBK 1,88 Stefán Halldórsson, ÍR 1,75 Guðmundur R. Guðmundsson, FH 1,70 Valbjörn Þorláksson, KR 1,70 100 metra hlaup kvenna: Erna Guðmundsdóttir, KR 12,2 Margrét Grétarsdóttir, Á 1 3,2 Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK 13,2 Friðrikka Guðmundsdóttir, ÍA 13,6 800 metra hlaup kvenna: Inga Lena Bjarnadóttir, FH 2:45,0 Svandís Sigurðardóttir, KR 2:45,9 Sólveig Pálsdóttir, UMSK 2:51,6 Kúluvarp kvenna: Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ 1 1,82 Ása Halldórsdóttir, Á 11,10 Lára Sveinsdóttir, Á 9,60 Sveinbjörg Stefánsdóttir, HSK 9,53 Sigrún Sveinsdóttir, Á 9,28 Allir kallaðir—einn útvalinn í dag hefst íslenzk knattspyrnuvertfð fyrir alvöru. Þrfr leikir fara fram i 1. deildar keppninni, tveir i 2. deild og tveir i 3. deild. Á þriðjudagskvöldið fer svo fram fjórði leikurinn i 1. deild, en eins og i fyrra er að þvi stefnt að Ijúka jafnan heilli umferð um helgi, eða á næstu dögum eftir hana, þannig að linurnar verði jafnan sem skýrastar í fslandsmótinu. Búast má við óvenjulega spennandi og jafnri kepprti í 1. deild i sumar, bæði á botninum og á toppn- um. Sex af átta liðum sem eru i deildinni hafa erlendum þjálfurum yfir að ráða, og nú undanfarin ár hafa flest félögin lagt i æ meiri kostnað til þesss að ná árangri i fslandsmótinu. Æfingar leikmanna hafa orðið strangari, og óneitanlega var knattspyrnan i fyrrasumar öllu betri en við höfum átt að venjast undanfarin ár. Mikið má vera ef knattspyrnan í sumar verður ekki enn betri — alla vega ætti starf erlendu þjálfaranna að skila sér bet- ur nú en það gerði I fyrra. Þá verður fróðlegt að sjá hvernig íslenzku þjálf- urunum vegnar ( keppninni við er- lenda starfsfélaga sína, þótt saman- burður sé auðvitað erfiður, þar sem liðin eru misvel skipuð. Sennilega hefur aldrei verið erfiðara að spá við upphaf fslands- móts um liklegan sigurvegara. Flest liðin koma til greina, og ef marka má getu þeirra af útkomu i vorleikjun- um, þá virðast þau flest næsta jöfn. ÍA: Akurnesingar hafa sama þjálf- ara og f fyrra.Kirby, og mjög litlar breytingar munu verða á liði þeirra. Aðeins Eileifur Hafsteinsson hefur lagt skóna á hilluna af þeim leik- mönnum sem léku með í fyrra. Mjög liklegt verður að teljast að Skaga menn verði i fremstu röð í sumar, en hins ber líka að minnast að nú orðið er það fremur fátitt að sama liðið vinni íslandsmótið tvö ár i röð. ÍBK: Keflvíkingar hafa farið mjög vel af stað i sumar undir stjóm Joe Hooleys, sem var með liðið 1973, er það vann yfirburðasigur í íslands mótinu. Verða Keflvikingar að teljast Ifklegir „kandidatar" um islands- meistaratitilinn í ár, þótt auðvitað komi það til með að veikja lið þeirra verulega að Guðni Kjartansson mun sennilega ekki geta leikið með i sumar vegna meiðsla. Guðni hefur verið herforingi Keflavfkurliðsins, og verður örugglega erfitt að finna mann i hans stað. Valur: Valsmenn eru spurninga- merki i þessu móti. Þeir urðu fyrir miklu áfalli er þeir misstu fyrirliða sinn Jóhannes Eðvaldsson utan, en það var fyrst og fremst hann sem átti heiðurinn af þvf að Valur hlaut þriðja sætið í mótinu i fyrra. Má mikið vera ef Valsmenn verða öllu ofar í mótinu að þessu sinni. ÍBV: Þeim sem séð hafa til Eyja- liðsins i ár, ber saman um að það leiki nú skemmtilega knattspyrnu,. enda hefur liðið verið nær ósigrandi I þeim æfingaleikjum sem það hefur leikið i vor. Má vera að 1975 verði ár Vestmannaeyinga. og væri það vissulega gaman fyrir Gisla Magnús- son, hinn nýja þjálfara liðsins. Mjög vel mun hafa verið mætt á æfingar hjá Eyjamönnum að undanförnu, og þeir tefla fram litið breyttu liði frá i fyrra. Óskar Valtýsson, hinn snjalli leikmaður liðsins, er þó á sjúkralista og mun verða það fram eftir sumri, og kann það að veikja liðið töluvert. KR: Reykjavfkurmeistarar KR verða örugglega skæðir i mótinu i sumar. f fyrra var KR hálfgert hrak- fallalið, beztu menn liðsins voru meiddir á vfxl og liðið náði aldrei að sýna hvað i þvi bjó. KR-ingar hafa komið sterkar frá leikjum vorsins og verða örugglega engin lömb að leika við i sumar. Engar stórbreytingar munu verða á liðinu frá síðasta keppnistimabili. Fram: Hvert áfallið öðru meira hefur dunið yfir Framliðið að undan- förnu. Tveir leikmenn sem voru stjörnur þess i fyrra hafa yfirgefið það: Guðgeir Leifsson og Ásgeir Eliasson. Auk þess er liklegt að liðið muni missa Kristin Jörundsson út í sumar, og fleiri leikmenn sem voru fastamenn hjá Fram i fyrra leika ekki með því f sumar. Þetta verður þvi ugglaust erfitt ár hjá Fram, en þeir Marteinn Geirsson og Jón Pétursson eru leikmenn sem hvergi gefa eftir, og kann reynsla þeirra og öryggi að verða veigamikil fyrir Framliðið f sumar. Vikingur: Víkingar munu hafa hagað undirbúningi sínum undir Ís- landsmótið á annan hátt nú en þeir gerðu i fyrra, en þá byrjuðu þeir vel, en botninn reyndist síðan suður [ Borgarfirði. Þeir hafa nú fengið Guð- geir Leifsson til liðs við sig, og munar örugglega mikið um hann. Vikingar verða sennilega ofar í mót- inu nú en þeir voru i fyrra, þó að ekki sé sennilegt að þeir blandi sér alvarlega í baráttuna á toppnum. FH: FH-ingar leika nú i fyrsta sinn f 1. deild. Liðið er skipað ungum leikmönnum sem leikið hafa saman i nokkur ár, og eru orðnir vel sam- stilltir. Það er gömul saga og ný að það er erfitt fyrir nýliða að gera stóra hluti i fyrstu deildinni fyrsta árið sitt þar, enda hlýtur það að vera megin keppikefli FH-inga að halda sér uppi i ár. Það ætti þeim að takast og er t.d. ekki ólíklegt að þeirfái mörg stig á heimavelli sínum f Kaplakrika. Er FH eina fyrstu deildar liðið sem leikur ð eigin velli f sumar. Ef undirritaður gerði spá um röð liðanna i íslandsmótinu i ár liti hún þannig út: 1. ÍBK 2. (BV 3. ÍA 4. KR 5. Valur 6. Víkingur 7. FH 8. Fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.