Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDÁGUR 17. MAl 1975 23 Utanríkisráðherra Portúgals: Hætta á algeru stríði í Angóla Lissabon, Nairobi 16. maí—AP ANTONIO Melo Antunes, utan- rfkisráðherra Portúgals, sagði f dag er hann kom heim til Lissa- bon úr 3ja daga ferð til Angöla að hætta væri á þvf að almenn styrjöld brytist út f nýlendunni, sem gæti leitt til erlendrar fhlut- unar vegna hinna miklu náttúru- auðlinda landsins. Hann sagði að portúgalskar hersveitir yrðu að beita valdi eftir þörfum til þess að viðhalda friði og spekt. Ferð utanrfkisráðherrans til Angóla, sem á að fá sjálfstæði f nóvember, kemur f kjölfar blóðugra bardaga milli tveggja af þremur frelsis- hreyfingum blökkumanna f land- inu, en samkvæmt áreiðanlegum portúgölskum heimildum hafa meir en 3000 manns beðið bana f átökunum. Bardagar hafa einkum farið fram í höfuðborginni Luanda. Atökin hafa kippt grundvellinum undan sjálfstæðissamkomulaginu sem undirritað var af fulltrúum frelsishreyfinganna og Portúgals- stjórnar i janúar. Bardagarnir hafa staðið milli Þjóðfylkingar- Ungverjaland: Aukið eftirlit og aðhald í dnahagsmálum Búdapest 16. maí AP. STJÓRNMALAFRÉTTARITAR- AR telja að tilnefning Gyoergy Lazar f embætti forsætisráðherra Ungverjalands muni verða til aukins eftirlits og meira aðhalds f ungverskum efnahagsmálum. Lazar er 51 árs gamall, hann hefur áður gegnt starfi aðstoðar- forsætisráðherra og hefur verið formaður framkvæmdastofnunar ríkisins sem sér m.a. um alla áætlanagerð. Hann hóf feril sinn árið 1948. Afsögn Focks fráfarandi for- sætisráðherra kemur ekki á óvart þvf að talsverð gagnrýni hefur verið á stefnu hans undanfarið og sjálfur hefur hann einu sinni haldið ræðu opinberlega þar sem hann kvaðst vilja nota tækifærið og játa ýmis mistök sem sér hefðu orðið á, ekki hvað sízt í stjórnun efnahagsmála. Fock var sæmdur æðstu hetjunafnbót ríkisins eftir að Janos Kadar, flokksleiðtogi, hafði fallizt á afsögn hans úr for- sætisráðherrastóli. Aður hafði Fock gegnt ýmsum mikilvægum ráðherraembættum. Hann hafði verið forsætisráðherra sl. átta ár. innar fyrir frelsun Angóla og Marxísku alþýðuhreyfingarinnar fyrir frelsun Angóla. Þriðja sjálf- stæðishreyfingin, Þjóðareiningin fyrir algjöru sjálfstæði Angóla, skoraði í dag á hinar tvær að reyna að jafna ágreiningsmálin og stöðva bardaga, en hreyf- ingarnar þrjár deila völdum með Portúgölum unz til sjálfstæðisins á að koma i nóvember. Malik líflátinn Port of Spain, Trinidad 16. mai.AP. ABDUL Malik, fyrrverandi for- ystumaður samtakanna „British black power“, var hengdur við sólarupprás I morgun, þremur ár- um eftir að hann var fundinn sekur um morð á ungum rakara. Kona Maliks var f hópi tvö þús- und manna hóps, sem safnaðist saman úti fyrir fangelsi því sem Malik hafði verið f og var tekinn af lffi f. Lögfræðingur Maliks, Denis Muihead, lýsti mikilli reiði vegna líflátsins og sagðist hafa freistað þess fram til hins síðasta að telja stjórnvöldum hughvarf. Malik var 41 árs. Hann kom til Bretlands frá Trinidad 17 ára gamall, hann sat í fangelsum fyrir kynþáttaóeirðir og síðar var hann ákærður fyrir fjárkúgun. Hann flýði til Trinidad áður en hann kom fyrir rétt. FRIÐARAVARPIÐ AFHENT — Pödgorny, forseti Sovétríkjanna, sést hér taka við friðarskjali úr hendi Ahti Karjalainens, utanríkisráðherra Finnlands. Undir skjalið rituðu nöfn sín 580 þúsund manns, þar á meðal voru ýmsir framámenn verkalýðssamtaka og annarra félaga með milljónir innan sinna vébanda. I áskoruninni er hvatt til stöðugra og bættra samskipta við Sovétríkin og friðarhugur Finna f garð þeirra ítrekaður. VEUJUR GÐSLUN FRA USSR HEILSUTJÓNI í FENINLANDI? Sendinefnd til Spánar ÁKVEÐIÐ hefur verið að sendi- nefnd haldi til Spánar strax eftir helgina til viðræðna við spænsk yfirvöld um hina fyrirvaralausu stöðvun á innflutningi á Islenzk- um saltfiski til Spánar. I nefnd- inni verða fulltrúar frá Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleiðenda og viðskiptaráðuneytinu. Þá er líklegt að sendiherra Islands á Spáni, Níels P. Sigurðsson, verði með f förinni. I gær höfðu engar frekari skýringar borizt frá Spán- verjum á stöðvun saltfiskinn- flutningsins. Washington, 16. maí — Reuter. BANDARlSKI dálkahöfundurinn Jack Anderson segir f blaðinu Washington Post f dag, að útgeisl- un frá sovézkri örbylgjumóttöku- stöð sem beint er að bandarfskum eldflaugastöðvum, kunni að valda hjartaáföllum og krabbameini f þorpum f Finnlandi. Umrædd stöð er að sögn Andersons við austanvert Ladogavatn, norð- austur af Leningrad og beinist að eldflaugastöðvum f norðurhluta Bandarfkjanna. „Geislarnir eru svo sterkir að flestir Rússanna f nágrenni hennar hafa verið flutt- ir burt, og er nú talið að geislan- um sé stjórnað með rafeindaheila úr f jarlægð." Segir Anderson að Sovétmenn hafi vegna hinnar hættulegu út- geislunar beint geislanum frá mikilvægum bækistöðvum I grenndinni, en um leið hafi óvenjuleg tfðni hjartasjúkdóma og krabbameins orðið í finnsku þorpunumm Kuopio, Joensuu og Ilomantsi handan landamæranna. Einkum hafi Alþjóða heilbrigðis- stofnunin, WHO fundið fádæma tíðni þessara sjúkdóma I Ilom- antsi sem er næst umræddri stöð, raunar mestu tfðni í heimi. Einn- ig hafi tvö önnur landamæraþorp, Koitsanlahti og Parikkala orðið fyrir óskiljanlegri aukningu krabbameins meðal fbúanna. Anderson segir að bandaríski vís- indamaðurinn Milton Zaret hafi rannsakað ástandið og á fundi örbylgjusérfræðinga í Varsjá hafi hann sakað stöðina við Ladoga- vatn um að valda þessum sjúk- dómum. Vestur-þýzk blöð fái fjárhagsaðstoð Forstjóri Gulf Oil viðurkennir: Pólitískar fjárveit- ingar til S-Kóreu Washington 15. maf — AP FORSTJÓRI Gulf Oil- olfufélagsins skýrði frá þvf við yfirheyrslur fyrir undirnefnd öldungadeildarinnar um fjöl- þjóðafyrirtæki að Gulf Oil hefði veitt 4 milljónum dollara f póli- tfskum tilgangi til stjórnarflokks- ins f Suður-Kóreu, Demókratfska lýðveldisflokksins, á árunum 1966 og 1970. Hann sagði að flokksleiðtogarnir hefðu krafizt slfkra framlaga, raunar hærri en fyrirtækið hefði samþykkt, og hefði berlega verið gefið f skyn að hagsmunir olfufélagsins f Suður- Kóreu yrðu í einhverri hættu ef ekki væri gengið að þessum kröf- um. Gulf Oil hafði þá hafið veru- lega fjárfestingu f landinu. For- stjórinn viðurkenndi einnig þrjú sams konar framlög til Bólivfu, þ.e. til Rene Barrientos, hershöfð- ingja, sem nú er látinn. Bonn 16. maí.Reuter VESTUR-þýzka stjórnin hefur lagt fram áætlun, þar sem gert er ráð fyrir tafarlausri fjárhagsaðstoð við blaðaútgáfu f Vestur- Þýzkalandi og er upphæðin 100 milljón þýzk mörk. Blöð í Vestur-Þýzkalandi hafa mörg hver barizt f bökkum vegna samdráttar í auglýsingum upp á síð- kastið. Efri deild Sambandsþingsins — Bundesrat — kynnti málið og var þar látin í ljós sú skoðun að frelsi vestur-þýzkrar blaðaútgáfu gæti verið stefnt í voða ef ekki yrði gerð gangskör að þvl að styrkja blöðin fjárhagslega. Talsmaður stjórnarinnar í deildinni sagði að meginkjarni málsins væri að vernda blaðaútgáfuna og yrði skipulag væntanlega þannig að komið yrði á laggirnar stofnun sem ætti að vernda ólíkar skoðan- ir sem fram kæmu í blöðunum og leggja áherzlu á mikilvægi frjálsr- ar blaðamennsku hjá öllum al- menningi. STORHREDNGERMNG I KAMBODÍU Bangkok 16. maí. AP. MIKIL hreingerningar- alda gengur nú yfir Kambódfu, að því er heimildir f Bangkok telja réttar. Segir f þeim að hinír nýju valdhafar leggi gffurlegt kapp á að virkja sem flesta til að vinna að þvf að hreinsa, prýða og fegra bæði f Phnom Penh og vfðar annars staðar f landinu. Felur þetta í sér hreins- un og þvott á opinberum byggingum, og götum og unnið er af miklu kappi að þvf að útrýma hvers konar óþef og óhrein- indum. Útvarpið f Phnom Penh sagði f dag að hreinlæti hefði verið mjög ábóta- vant f borginni undir stjórn þeirra sem Banda- rfkjamenn hefðu stutt með ráðum og dáð og nýja stjórnin teldi það hið mesta metnaðarmál að fólk legði fram lið- sinni sitt til að gjör- breyta svip og yfirbragði höfuðborgarinnar til hins hreinna og betra. Þá er unnið mjög ósleitilega úti f sveitum landsins að sögn vald- hafa, sérstaklega á hrís- grjónaökrum, vegir eru endurbyggðir og endur- reistar eru verksmiðjur og ýmsar aðrar byggingar —.... I „sem hafa verið að grotna niður“ eins og stjórnin segir. Sagði f tilkynningu stjórnarinnar að þrátt fyrir ýmis vandkvæði við útvegun efnis og tækja, sem hefðu orðið fyrir skemmdum eða verið ónýtt, myndi verða unnið að þessu af elju. Þar kom og fram að búizt er við að flugvöllurinn við Phnom Penh verði tekinn aftur f notkun fljótlega, og er unnið að viðgerðum á flugbrautum og mann- virkjum f grennd við völlinn. Aðalviðgerðir fara þó fram á Þjóðvegi fimm að sögn útvarpsins, en það er helzta sam- gönguæð úr borginni og voru stöðugar árásir á þá leið f strfðinu. Einnig er mikil þörf á þvf að gera við og endurbyggja brýr á öðrum stórum sam- gönguleiðum. Banana- mútuþegi fundinn San Jose, Costa Rica, Mexico- borg 16. mai AP, Reuter, HONDÚRSK sérskipuð rannsókn- arnefnd skýrði frá því f morgun að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins, Bennaton Ramos, hefði verið embættismaður sá sem þá 1,2 milljón dollara mútur frá bandarfsku fyrirtæki, og hefði hann f staðinn lækkað út- flutningstolla á banönum, sem fyrirtækið keypti frá Hondúras. Forseti Costa Rica, Daniel Obuber, gaf bandariska fyrir- tækinu United Brands Co. frest til hádegis í dag að birta nafn mannsins sem múturnar hefði þegið, en missa öll banana- viðskipti við Costa Rica að öðrum kosti. Fram hefur komið að banda- ríska fyrirtækið hefur leikið þetta víðar og meðal annars mútað hátt settum aðilum I bananaheiminum i Panama, Italíu og i Vestur- Þýzkalandi. Hefur þetta mál vakið talsverða athygli og segja fréttastofur að búast megi við frekari rannsóknum á málum bananafyrirtækis þessa á næst-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.