Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Skipulag miðbæjar í Kringlumýri samþykkt Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag mælti Ölafur B. Thors formaður skipulagsnefndar fyrir tillögum að skipulagi fyrir nýjan miðbæ í Kringlumýri. Hér er um að ræða deiliskipulag fyrsta áfanga nýs miðbæjar, ramma að skipulagsskilmálum og tengingu af norðurbraut Miklubrautar. Borgarstjórn samþykkti ályktun skipulagsnefndar um þetta efni með 12 atkvæðum borgarfulitrúa Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- ari ákvörðun hefði í upphafi verið samþykkt aðalskipulagsins fyrir árin 1962 til 1983 um nýjan miðbæ í Kringlumýri. Vinna við mótun skipulagsins hefði siðan hafizt 1967 og staðið nær óslitið til 1971. Sú vinna hefði farið fram í Höfða. Með samþykkt borgar- stjórnar i maímánuði 1973 hefði á hinn bóginn verið lagður grund- völlur að þeirri deiliskipulags- vinnu, sem nú lægi fyrir, en þá hefði borgarstjórn samþykkt til- lögur um innra gatnakerfi. leiðir innan hans verði með við- unandi hætti. Þessi frávísunartillaga Alþýðu- bandalagsins var felld með 12 at- kvæðum gegn þremur. I bókum borgarfúlltrúa Sjálf- stæðisflokksins segir, að þeir telji nauðsynlegt að hraða sem unnt er uppbyggingu nýs miðbæjar í Kringlumýri. Skipulag nýs miðbæjar væri flókið verkefni og margþætt, sem byggt væri á marg- víslegum forsendum, er tækju stöðugum breytingum. Frestun frekari ákvarðana nú með það í huga að hefja að nýju jafn um- fangsmiklar athuganir og rann- sóknir og tillaga Alþýðubanda- lagsins gerði ráð fyrir myndi að- eins drepa málinu á dreif um óákveðinn tíma og verða til óheilla fyrir uppbyggingu mið- bæjarstarfsemi f borginni. 1 bókun borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins segir, að þeir hafi á sinum tíma ekki samþykkt innra gatnakerfi miðbæjarins. Skipulag nýja miðbæjarins væri hins vegar svo langt á veg komið og búið væri að verja það miklu fjármagni til þessa verkefnis, að ekki væri raunhæft að snúa við og byrja að nýju. Þeir teldu brýnt að vinna að fullum krafti við að gera þettasvæði byggingarhæft. Borgarstjórn Reykjavíkur: Brýn nauðsyn á heildarlausn í togaradeilunni BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudagskvöld ályktun vegna togaraverkfallsins, þar sem skor- að er á deiluaðila að gera allt sem unnt er til að leysa kjaradeiluna. Jafnframt er þess vænzt, að borg- arstjóri og borgarráð, útgerðarráð og framkvæmdastjórar Bæjarút- gerðarinnar geri allt, sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að lausn verkfallsins, þannig að hin stórvirku atvinnutæki, sem tengd eru togaraútgerðinni, geti orðið starfhæf á ný. Samhliða var til- lögu Björgvins Guðmundssonar um að Bæjarútgerðin tæki upp sérsamninga við félög undir- og yfirmanna á togurunum vfsað frá. I samþykkt meirihluta borgar- stjórnar segir hins vegar um það efni: „Borgarstjórn telur hins vegar ekki rétt, að Bæjarútgerð Reykjavikur taki upp sérsamn- inga við þau félög undir- og yfir- manna, sem í deilunni standa. Slíkt væri ekki rétt, hvorki gagn- vart öðrum útgerðaraðilum né sjómönnum, er hjá þeim starfa. Slikt spor væri einnig til þess fallið að spilla fyrir heildarlausn deilunnar." 1 samþykkt borgar- stjórnar segir ennfremur: „Borg- arstjórn lýsir áhyggjum sínum yfir því alvarlega ástandi, að stóru togararnir skuli hafa stöðv- azt vegna verkfalls, sjómanna, bæði undir- og yfirmanna. Það ástand hefur þegar haft alvar- legar afleiðingar i för með sér fyrir atvinnulíf i borginni og þjóðarbúið allt. Brýna nauðsyn ber til að kjaradeila þessi verði i heild leyst sem fyrst.“ Tillaga þessi var samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta- flokkanna. Tillaga Björgvins Guðmundssonar var á þá leið, að Bæjarútgerð Reykjavíkur óskaði nú þegar eftir sérstökum viðræðum við samtök sjómanna í því skyni að ná sérsamningum við togarasjómenn Bæjarútgerðar- Tillögum borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins um að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir lausn deilunnar og koma rekstrar- grundvelli togaranna í eðlilegt horf var vísað frá, þar sem megin- efni þeirra var þegar komið fram í samþykkt meirihlutans. Þetta er líkan af hluta nýja miðbæjarins I Kringlumýri. ákvörðunum varðandi nýja mið- bæinn yrði frestað. Kanna yrði fyrst áhrif hins fyrirhugaða nýja miðbæjar á umferðarþunga nær- liggjandi gatna, heildarkostnað, sem bygging nýs miðbæjar hefði í för með sér og samanburð við aðra valkosti. Ennfremur yrði fyrst að kanna framtíðarstöðu og hlutverk gamla miðbæjarins, framtíðarnotkun flugvallarins, örlög Fossvogsbrautarinnar, þátt strætisvagnanna í umferðarkerf- inu og tengsl þeirra við nýja mið- bæinn. Þá væri endurskoðun aðalskipulagsins 1 miðjum klíðum og væri með öllu óverj- andi að taka ákvarðanir um nýjan miðbæ án hliðsjónar af niður- stöðum annarra þátta endurskoð- unarinnar. Loks telja þeir nauð- synlegt að kanna tengsl gangandi umferðar við nýja miðbæinn og að sýnt verði fram á, að göngu- Þetta kort sýnir deiliskipulag nýja Miðbæjarins f Kringlumýri. Svæðið innan svarta rammans sýnir staðsetningu húsanna á Ifkaninu, sem mynd er af annars staðar á sfðunni. — Ólafur B. Thors, formaður skipulagsnefndar. flokksins og Framsóknarflokks- ins gegn 3 atkvæðum borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins. Óiafur B. Thors sagði, að með þessari samþykkt hefði skipulags- nefnd fallizt á deiliskipulag fyrir nýja miðbæinn í Kringlumýri ásamt ramma að skipulagsskil- málum og tengibraut. Þetta væri því nýr áfangi við undirbúning að miðbæjarkjarna á þessum stað. Mikil vinna lægi að baki þessum tillögum. Grundvöllurinn að þess- Formaður skipulagsnefndar sagði ennfremur, að vinna hefði að nýju hafist við skipulag nýja miðbæjarins snemma árs 1973. Það verk hefði verið unnið af teiknistofunni Arkir undir um- sjón Þróunarstofnunar og borgar- verkfræðings. Skipulagsvinnu hefði í aðalatriðum verið hagað þannig frá samþykkt innra gatna- kerfis, að það mætti tengja nýja miðbæinn með ýmsum hætti við hið ytra gatnakerfi. Arangurinn af nærfellt tveggja ára vinnu lægi nú fyrir i deiliskipulagi fyrsta áfanga miðbæjarins. Ólafur Thors sagði ennfremur, að í greinargerð með þessum tillögum kæmi fram, að skipulagið væri mjög bundið þar eð ýmsar megin- forsendur skipulagsins, svo sem bifreiðastæði á mörgum hæðum og undir torgum i nánum tengsl- um við byggðina,* gönguleiðir undir þaki auk sameiginlegrar vöruaðkomu fyrir verzlunar- kjarnann, hefðu mótað skipulagið þannig. Af þeim sökum hefði þótt nauðsynlegt að móta „model- kerfi", sem byggja skyldi eftir til þess að gera samhliða upp- byggingu óskyldra aðila mögu- lega. Borgarfulltrúinn sagði, að ekki hefði verið sýnt fram á neinar röksemdir, sem breytt gætu þeirri ákvörðun að byggja nýjan miðbæ í Kringlumýri. Þörfin hefði raun- ar aukizt og eftirspurnin eftir að- stöðu þar væri knýjandi. Þá hefði ekki heldur verið sýnt fram á, að aðrir staðir væru heppilegri en Kringlumýrin. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu til, að frekari FRÁ BORGAR- STJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.